Morgunblaðið - 28.08.2004, Page 24

Morgunblaðið - 28.08.2004, Page 24
FERÐALÖG 24 LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ Ferðahópurinn varskemmtilegur og sam-stilltur, og hrein forrétt-indi að njóta leiðsagnar þess sérfræðings um menningu, sögu og tungu Grikkja sem Sigurður er, segja þau Bergljót Gunn- arsdóttir og Oddur Björnsson. Ferðaáætlunin var bæði stíf og metnaðarfull, en flogið var til Aþenu hinn 22. maí og aftur heim 6. júní eftir ferðalag um meginland Grikk- lands með viðkomu á hátt í tuttugu merkum sögustöðum, auk siglinga um grísku eyjarnar og til hinnar fornu borgar Efesos í Tyrklandi. „Við hefðum ekki viljað sleppa mín- útu úr ferðinni, en vorum samt óskaplega fegin þegar þetta var bú- ið. Sá yngsti í ferðinni var 13 ára og sá elsti um áttrætt. Ég held að öll- um hafi þótt mjög gaman, en um leið hafi öllum þótt þetta alveg passlegur skammtur,“ segir Bergljót og hlær. Akrópólis í morgunljóma Það væri líklega efni í heila bók að gera öllu skil sem varð á vegi ferða- langanna, en þau Bergljót og Oddur gera þó heiðarlega tilraun til að stikla á stóru í ferðasögunni. „Eftir komuna til Aþenu dvöldum við á hóteli með útsýni yfir borgina. Þegar við litum út um gluggann fyrsta morguninn blasti Akrópól- ishæðin við okkur í allri sinni dýrð í gylltum morgunljómanum. Þetta kom okkur alveg í stuð fyrir ferð- ina,“ segir Bergljót. Í Aþenu var gengið á Akrópólishæðina og sögu- staðir á borð við Ólympíuvöllinn frá árinu 1896 skoðaðir. „Þar var Ól- ympíueldurinn geymdur áður en hann var fluttur á nýja leikvanginn, og smelltum við auðvitað af mynd- um við eldinn,“ bætir Oddur við. Þau segja að ekki hafi verið árenni- legt um að litast í Aþenu í maí, þar sem borgin hafi verið undirlögð framkvæmdum og undirbúningi fyr- ir Ólympíuleikana, og sé það mesta furða að náðst hafi að koma öllu á koppinn í tíma. „Þetta leit út fyrir að vera eitt allsherjar kaos, allt var hálfkarað, sundurgrafið og umferð- aröngþveitið mikið.“ Rústirnar í Efesos Á Krít voru hinar frægu hall- arrústir Mínosar konungs í Knossos skoðaðar, og segja þau Bergljót og Oddur að mest hafi komið þeim á óvart hversu lítil höllin er og völund- arhúsið fræga sem ófreskjan Mínot- áros á að hafa verið í. Til Santóríní var gaman að koma en öll byggðin á þessari sérkennilegu eldfjallaeyju liggur í bröttum hlíðum. Þar vor rústir Akrótírí, elstu varðveittu borgar Evrópu, skoðaðar. Eftir sigl- ingu um grísku eyjarnar var haldið til Tyrklands og rústir borgarinnar Efesos frá tímum Rómverja kann- aðar. „Þessa borg er enn verið að grafa upp og er þar að finna ótrú- lega vel varðveittar borgarrústir, með leikhúsum, leikvöngum, al- menningssalernum og jafnvel vænd- ishúsum,“ segir Bergljót. Oddur bætir því við að það hafi verið hreint stórkostlegt að skoða rústirnar. „Þetta er gríðarstórt og borgin ákaflega falleg og skartar m.a. musteri Artemisar, einu af sjö undr- um veraldar. Þarna eru líka merkar Akrópólishæð: Blasti við ferðafólkinu í morgunljóma.  GRIKKLAND | Söguslóðir með Sigurði A. Magnússyni Fornminjar við hvert fótmál Bergljót Gunnarsdóttir og Oddur Björnsson skelltu sér með í leið- söguferð Sigurðar A. Magnússonar um sögu- slóðir á Grikklandi í vor og segja hana einhverja þá eftirminnilegustu sem þau hafi farið. Safn: Oddur Björnsson skipar sér hér í röð merkra fornminja. Enski boltinn Sérstök umfjöllun um enska boltann verður alla laugardaga í vetur í íþróttablaði Morgunblaðsins. Skjóttu á úrslitin! Á vefnum getur þú tekið þátt í getraunaleik og unnið til verðlauna. Á finnur þú einnig allt um enska boltann á einum stað l staðan l umferðir l dagskrá útsendinga l úrslit

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.