Morgunblaðið - 28.08.2004, Page 31

Morgunblaðið - 28.08.2004, Page 31
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 2004 31 Eftirfarandi greinar eru á mbl.is: Jón Steinsson: „Það er engin tilviljun að hlutabréfamarkað- urinn í Bandaríkjunum er öfl- ugri en hlutabréfamarkaðir annarra landa.“ Regína Ásvaldsdóttir: „Eitt af markmiðum með stofnun þjón- ustumiðstöðva er bætt aðgengi í þjónustu borgaranna.“ Jónas Gunnar Einarsson: „Áhrifalaus og mikill meirihluti jarðarbúa, svokallaður almenn- ingur þjóðanna, unir jafnan mis- jafnlega þolinmóður við sitt.“ Jakob Björnsson: „Mörg rök hníga að því að raforka úr vatns- orku til álframleiðslu verði í framtíðinni fyrst og fremst unn- in í tiltölulega fámennum, en vatnsorkuauðugum, löndum …“ Tryggvi Felixson: „Mikil ábyrgð hvílir því á þeim sem taka ákvörðun um að spilla þessum mikilvægu verðmætum fyrir meinta hagsæld vegna frekari álbræðslu.“ Stefán Örn Stefánsson: „Ég hvet alla Seltirninga til kynna sér ítarlega fyrirliggjandi skipulagstillögu bæjaryfir- valda …“ Gunnar Finnsson: „Hins vegar er ljóst að núverandi kerfi hefur runnið sitt skeið og grundvall- arbreytinga er þörf …“ Eyjólfur Sæmundsson og Hanna Kristín Stefánsdóttir: „Öryggismál í landbúnaði falla undir vinnuverndarlög og þar með verksvið Vinnueftirlitsins.“ Jakob Björnsson: „Með þvílík- um vinnubrögðum er auðvitað lítil von um sættir.“ Á mbl.is Aðsendar greinar UNDANFARNAR vikur hefur fámennur hagsmunahópur fólks á Seltjarnarnesi reynt að þyrla upp moldvirði vegna fyrirhugaðrar byggðar á Suður- strönd og á Hrólfs- skálamel, þar sem gömul aflögð fisk- verkunarstöð og frystihús Ísbjarnarins hafa um langan aldur verið afar ljótur blett- ur á annars fallegu bæjarfélagi. Árum saman hefur verið talað um að á þessu svæði, sem oftast er nefnt Ísbjarnarlóðin, rísi íbúðabyggð og kemur þessi fram- kvæmd því engum bæjarbúa á óvart. Til marks um vinsældir Nessins sem bæjarfélags er ört hækkandi fasteignaverð þar. Slíkt sýnir svart á hvítu að fólk sækist eftir að búa í bænum. Það talar sínu máli. Fyrir utan að þetta er eitt vistvænasta bæjarfélag höfuðborg- arsvæðisins þar sem um 40% alls lands fer undir græn útivist- arsvæði sem aldrei verður byggt á. Ekki er fyrirhugað aðskerða nein opin svæði í tillögum bæj- arstjórnar, aðeins flytja sum til. Það eru fá bæjarfélög á landinu sem hafa svo hátt hlutfall af græn- um vernduðum útivistarsvæðum. Í raun er það ekki hagkvæmt ef skatttekjur eru aðalmarkmið til- verunnar. Það er mikill lúxus að geta leyft sér að nota um 40% alls lands bæjarfélags með þessum hætti. Þetta vilja Seltirningar leggja á sig til að gera samfélagið bæði vist- og fjölskylduvænt. Það er afar mikilvægt að nýta önnur svæði undir íbúðabyggð. Svæði sem aldrei hefur stað- ið til að gera að grænum opnum svæð- um. Það er orðin að- kallandi krafa á höf- uðborgarsvæðinu að þétta byggð. Það gengur ekki lengur að dreifa byggðinni út um mela og móa eins og gert hefur verið hingað til. Kostnaður- inn er slíkur að ekk- ert bæjarfélag hefur lengur efni á að halda slíkri dreifingu byggðar áfram. Ég var einn þeirra sem fóru fyrir hópi bæjarbúa sem vildi vernda vestursvæði Nessins um aldur og ævi. Sú barátta hafðist svo eftir var tekið. Þar er nú ein- hver dýrmætasta útivistarperla höfuðborgarsvæðisins. Vest- ursvæðið er friðað til frambúðar. Umferð fólks um svæðið eykst jafnt og þétt. Á góðum degi koma hundruð ef ekki þúsundir manna á svæðið til útivistar, golfiðkunar, fugla- og fjöruskoðunar og ann- arrar dægradvalar. Oft má sjá heilu fjölskyldurnar njóta útvistar á þessum nesodda höfðuðborg- arsvæðisins. Ekki má gleyma frábæru göngustígakerfi sem liggur með- fram strönd Nessins þar sem dag- lega má sjá mikinn fjölda fólks á hjólum, línuskautum, skokkandi eða í heilsubótargöngu. Stígakerf- ið þræðir sig um Nesið og tengist göngustígum Reykjavíkur sem lík- ist æðakerfi sem liggur upp að Rauðavatni og víðar. Þá liggur víðáttumikið grænt skrúðgarða- og útvistarsvæði frá norðurströnd Nessins yfir Valhúsahæð og niður í Bakkavör sunnan megin sem er paradís barnanna allt árið um kring. Það er með ólíkindum ef fá- mennur hópur bæjarbúa, sem á persónulegra hagsmuna að gæta, ætlast til þess að enn meira landi verði breytt í óbyggð svæði. Það gengur einfaldlega ekki upp hvað varðar heildarhagsmuni bæj- arfélagsins og íbúa þess. Nesið með sína rúmlega 4.600 íbúa er ein minnsta rekstrareining höfuðborgarsvæðisins. Miðað við vaxandi kröfu íbúa um síaukna og bætta þjónustu er þetta að verða of lítill tekjustofn til að mæta þörfum íbúa um stöðuga uppbygg- ingu samfélagsþjónustunnar. Við eigum góða skóla, en það þarf mikið fjármagn til að gera þá enn betri. Við höfum líka öflugt íþróttastarf sem þarf aukna fjár- muni til framfara. Við þurfum fjármagn til að viðhalda og end- urbæta grænu náttúrusvæðin og almenningsgarða, göngustígakerf- ið, leiksvæði fyrir börn og til að halda bæjarfélaginu jafn snyrti- legu og það er nú. Ekki má gleyma heilbrigðisþjónustunni. Þetta kostar allt peninga sem koma úr vösum okkar íbúanna. Við þurfum fleiri skattgreiðendur. Sumir sem drepið hafa niður penna um uppbyggingu á Ísbjarn- arlóð tala eins og seðlar vaxi á trjám. Það gengur þvert á hagsmuni heildarinnar að nýta ekki þessi svæði undir nýja byggð sem mikil þörf er fyrir til að mæta kröfum bæjarbúa um meiri breidd í hús- næðisstærðum. Þar sem Nesbúar hittast þessa dagana er um það talað að einhverjir þeirra sem hafa riðið fram á ritvöllinn undanfarið hafi ekki hagsmuni heildarinnar í huga, heldur óttist þeir að byggðin kunni að rýra endursöluverð fast- eigna þeirra. Þótt Seltjarnarnesið sé eft- irsóknarvert fámennt bæjarfélag sem kúrir sem náttúruperla við Faxaflóann þá er það óraunhæf krafa að klukka framþróunar bæj- arfélagsins verði stöðvuð til þess eins að mæta kröfu fáeinna íbúa sem óttast að fá ekki nógu mikið fyrir fasteign sína þegar hún verð- ur seld. Um 40% alls lands á Nesinu fer undir græn útivistarsvæði Jón Hákon Magnússon skrifar um skipulagsmál á Seltjarnarnesi ’Það gengur þvert áhagsmuni heildarinnar að nýta ekki þessi svæði undir nýja byggð …‘ Jón Hákon Magnússon Höfundur hefur búið á Nesinu síðan 1971 og verið virkur þátttakandi í bæjarmálum þess.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.