Morgunblaðið - 28.08.2004, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 28.08.2004, Qupperneq 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 2004 35 ✝ Sigurður Geirs-son fæddist á Reyðará í Lóni Aust- ur-Skaftafellssýslu. 5. febrúar 1924. Hann lést í Sunnu- hlíð í Kópavogi 18. ágúst síðastliðinn. Sigurður var sonur hjónanna Geirs Sig- urðssonar bónda þar, f. 1898, d. 1974 og Margrétar Þor- steinsdóttur hús- freyju, f. 1896, d. 1987. Sigurður var næstelstur af fjórum systkinum en þau eru; Aðalheiður, f. 1923, Þorsteinn, f. 1926 og Bald- ur, f. 1930. Árið 1953 kvæntist Sigurður eftirlifandi konu sinni, Ástu Guð- laugsdóttur frá Starmýri í Álfta- firði, f. 24.11. 1928. Hún er dóttir hjónanna Guðrúnar Einarsdóttur húsfreyju, f. 1888, d.1949 og Guð- laugs Sigurðssonar bónda, f. 1891, d.1956. Ásta og Sigurður eiga fjögur börn: 1) Ásgeir, f. 1953, kvæntur Þorgerði Gunnarsdóttur, f. 1955, börn þeirra eru Gunnar Jörvi, f. 1977, Atli Þór, f. 1985 og Ásta Rún, f. 1988. 2) Gunnlaugur, f. 1954, maki I, Gunnur Hanna Hann var á unglingsárum virkur félagi í Ungmennafélaginu Úlfljóti og formaður þess um skeið. Hann sótti framhaldsnám að Laugum í Þingeyjarsýslu veturna 1945 til 1947. Sigurður stundaði aðallega bústörf að Reyðará framan af ævi og var í nokkur ár ritari Búnaðar- félags Lónmanna. Hann sótti sjó og var á haust- og vetrarvertíðum frá Höfn 1949–1950 og Vest- mannaeyjum 1951. Sigurður og Ásta fluttu frá Reyðará 1964 að Höfn í Horna- firði. Þar vann Sigurður lengst af við byggingarstörf, stofnsetti ásamt öðrum og veitti forstöðu Steypustöð Hornafjarðar, en síð- ustu starfsárin gegndi hann hús- varðarstöðu hjá Heppuskóla á Höfn. Sigurður starfaði m.a. eitt kjörtímabil í Sambandi sveitarfé- laga í Austurlandskjördæmi og tók þátt í nefndastörfum fyrir Hafnarhrepp á áttunda áratugn- um. Hann var auk þess virkur fé- lagi í Leikfélagi Hornafjarðar og Karlakórnum Jökli. Þau Sigurður og Ásta fluttu bú- ferlum 1999 í Gullsmára 8 Kópa- vogi en vegna heilsubrests dvaldi Sigurður síðustu æviárin undir verndarvæng hjúkrunarfólks Skjólgarðs á Höfn og Sunnuhlíðar í Kópavogi. Sigurður verður jarðsunginn frá Hafnarkirkju á Höfn í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Jarð- sett verður í Stafafellskirkjugarði í Lóni. Ágústsdóttir, f. 1954, d. 1997, börn þeirra eru; a) Sigurður, f. 1977, kvæntur Shebu Wanjiku, f. 1978, dótt- ir þeirra er Gunnur Hanna, f. 2001, og b) Melkorka, f. 1986, maki II, Sólveig Edda Bjarnadóttir, f. 1957, börn hennar og Jóns Gunnars Helgasonar, f. 1955, d. 1996, eru; a) Bryndís, f. 1978, gift Jóni Gunnari Kristinssyni, f. 1974, sonur þeirra er Krist- inn, f. 2000, b) Auður, f. 1980, c) Natan, f. 1985 og d) Vala, f. 1989. 3) Anna Dóra, f. 1960, gift Hafliða Magnúsi Guðmundssyni, f. 1950, synir þeirra eru Guðmundur Sindri, f. 1988, Egill Heiðar, f. 1990 og Daníel Magnús, f. 1996. 4) Þrándur, f. 1968, kvæntur Rakel Guðmundsdóttur, f. 1967, synir þeirra eru Aron Elís, f. 1994, Sölvi, f. 1999 og Elmar Logi, f. 2003. Sigurður ólst upp að Reyðará og nam barnaskóla undir hand- leiðslu ömmu sinnar, Jórunnar Önnu Lúðvíksdóttur Schou, kenn- ara í Lónsveit, f. 1876, d. 1953. Látinn er faðir minn, Sigurður Geirsson frá Reyðará. Hann til- heyrði kynslóðinni sem sá Ísland breytast úr bændasamfélagi í bæj- arsamfélag, fyldist með stétta- og kjarabaráttu sem fylgdi í kjölfarið og tók afstöðu. Pabbi var pólitískur og fylgdi sósíalistum að máli eins og faðir hans og frændur. Meira að segja tindurinn sem kenndur er við Reyðará ber lit stjórnmálaskoðan- anna. Hann var alla jafna dagfars- prúður og skipti sjaldan skapi en íhaldið gat komið blóðinu á hreyf- ingu. Pabbi og hans samferðamenn voru aldir upp við mikla vinnu og mótaði það lífsviðhorf hans. Hann bar virðingu fyrir vinnunni. Ég tel mig lánsaman að hafa alist upp þar sem slík viðhorf réðu ríkjum. Seinna þegar ég steig mín fyrstu skref á vinnumarkaði þá var það undir handleiðslu pabba. Engin viðfangs- efni virtust vefjast fyrir honum og hann kenndi mér að vinna rólegur, yfirvegaður og hlýr. Eftir að hafa starfað sem kennari í mörg ár er mér ljóst að þetta eru m.a. þeir eiginleik- ar sem góður kennari þarf að hafa. Um 1990 fór hann í aðgerð vegna þrengsla í kransæðum og varð hann aldrei samur eftir. Heilsunni hrakaði og smám saman tók líkaminn sálina í gíslingu og hélt henni allt of lengi. Þessi tími var erfiður fjölskyldunni. Nú er hann laus úr prísundinni og líður vonandi betur. Þegar hugurinn reikar til baka ber hæst minningin um ástríkan föður sem var vakinn og sofinn yfir velferð fjölskyldunnar. Einstök fyrirmynd sem ásamt mömmu gerði heimilið að þeim griðastað sem veitti öryggi í upp- vextinum. Hann var góður nágranni og ég tel það gæfu fyrir börnin mín að fá að alast upp við hliðina á afa og ömmu. Ég kveð föður minn og þakka honum fyrir allt. Kannski hefði ég átt að segja honum meðan hann lifði hve mikil áhrif hann hafði á lífsvið- horf mitt og hve mikils ég mat hann. Kannski vissi hann það. Við þurftum ekki alltaf mörg orð til að skilja hvor annan. Starfsfólk Skjólgarðs og Sunnu- hlíðar fær bestu þakkir fyrir ein- staka alúð og umhyggju við pabba og okkur hin í fjölskyldunni. Gunnlaugur Sigurðsson. Tengdafaðir minn, Sigurður Geirsson, er látinn eftir langvinn og erfið veikindi. Ég er þakklát fyrir að hann hafi nú loks fengið hvíld, en það er margs að minnast og hugurinn hefur undanfarið hvarflað til liðinna daga. Tengdafaðir minn var mér afar kær og ég fékk svo oft að finna það í gegnum árin að það var gagnkvæmt. Ég var ung þegar ég kynntist elsta syni Sigurðar, Ásgeiri, og kom inn í fjölskylduna í Miðtúni 9 á Höfn. Tengdaforeldrar mínir, Siggi og Ásta, voru á þessum árum á svip- uðum aldri og við Ásgeir erum nú. Fólk í fullu fjöri, myndarleg og sam- hent hjón. Þau áttu fallegt heimili með einstaklega fallegum garði og auk þess var sælureitur fjölskyld- unnar, sumarbústaðurinn í Lóninu í smíðum. Þar undu þau sér við fram- kvæmdir þar sem Siggi var hönnuð- urinn að byggingarframkvæmdum en Ásta að garðyrkju og hönnun lóð- ar. Siggi var sívinnandi, ef ekki fyrir sjálfan sig, þá fyrir aðra. Hann veitti forstöðu Steypustöð Hornafjarðar í mörg ár, einnig hafði hann til fjölda ára frístundabúskap inn í svokölluðu Landi, steinsnar frá Höfn. Líkams- burðir hans voru miklir, hann var stæltur og léttur á fæti, maður sem fann til vellíðunar eftir langan vinnu- dag, oft örþreyttur. Hann lét verkin tala. Var einstaklega laghentur, hag- ur á járn og tré, reyndar fannst manni hann geta allt. Sigurður var fæddur og alinn upp á Reyðará í Lóni í Austur-Skafta- fellssýslu. Hann var alla tíð nátengd- ur systkinum sínum og var samband þeirra hlýtt og traust. Býlið og sveit- in voru honum einkar hugleikin enda náttúrufegurð óvíða meiri á Íslandi. Í Lóninu lágu hans rætur og þar leið honum best. Hann var bóndi á Reyð- ará fram undir fertugt er þau tengdamóðir mín fluttu til Hafnar og hófu að koma undir sig fótunum, byggðu sér hús og unnu mikið bæði tvö til að sjá sér farborða. Sumarbú- staðurinn Karlsberg sem áður er getið, reistu þau á gömlu túni sem áður var nytjað frá Reyðará. Þaðan er útsýni fagurt yfir Karlsána, út aurana austur og vestur fjallahring- inn frá Eysta-Horni til Vestra- Horns. Tengdafaðir minn þekkti hvert kennileiti á svæðinu og maður skynjaði án þess að það væri beinlín- is sagt ást hans til heimasveitarinn- ar. Nú þegar ævi hans er lokið er gott til þess að vita að hann muni fá legstað í Stafafellskirkjugarði þar sem foreldrar hans og fleiri ættingj- ar hvíla. Tengdafaðir minn var úrvalsmað- ur, strangheiðarlegur, réttsýnn og góðgjarn, bar hag þeirra sem lakara hlutskipti hljóta í lífinu fyrir brjósti. Hann var góðum gáfum gæddur og átti auðvelt með að setja sig inn í mál. Á stundum viðkvæmur í lund og hrifnæmur en alltaf einlægur og laus við tilgerð og fals. Alla tíð trúr sinni sannfæringu, félagshyggjumaður í raun, eins og margt af hans fólki. Maður sem hægt var að reiða sig á og fólk bar traust til, enda gegndi hann trúnaðarstörfum fyrir sveitar- félag sitt um árabil. Hann var góður söngmaður, söng tenórrödd, og hafði yndi af að starfa með Karlakórnum Jökli á Höfn. En söngurinn hans með barnbörnin á hnénu er kær minning. Siggi var með leiklistar- áhuga og er mér minnisstætt að sjá sýninguna Tobacco Road þar sem hann lék eitt aðalhlutverkið í upp- færslu Leikfélags Hornafjarðar. Er við Ásgeir keyptum okkur íbúð og síðar þegar við keyptum raðhús kom tengdapabbi suður og aðstoðaði okkur við smíðarnar. Ég get enda- laust dáðst að fallegu gluggaum- gjörðunum í stofunni eða horft út um gluggann og séð limgerðið sem hann kom á stað fyrir mig eitt vorið. Hann lét sig heldur ekki muna um að lyfta níðþungum steinum til að ég fengi steinbeð. Þegar hann eltist og hafði meiri tíma hóf hann að smíða hús- gögn, rúm og borð fyrir barnabörnin sín. Hann hafði yndi af því að gleðja aðra en krafðist ekki mikils fyrir sjálfan sig. Ég minnist hans með kærleika og þakklæti og bið Guð að blessa minningu hans og treysti því að hann geti nú frjáls úr fjötrum veikindanna heimsótt sveitina sína á ný. Þorgerður Gunnarsdóttir. Mig langar í örfáum orðum að minnast tengdaföður míns sem lést nýverið eftir langvinn veikindi. Ég kynntist Sigurði árið 1986 þeg- ar ég kom inn í fjölskylduna sem verðandi tengdadóttir. Í minning- unni finnst mér hann þá hafa haft mikið að gera, settist helst ekki niður nema til að borða og tók þá hraust- lega til matar síns. Árin þar á undan höfðu þó verið hans mestu vinnuár þar sem hann stóð þá í rekstri steypustöðvar auk þess að halda nokkrar skjátur svona rétt til að vera í tengslum við sveitina. Alltaf var hann tilbúinn að rétta okkur hjálparhönd og þegar við eignuðumst okkar fyrsta húsnæði var hann boðinn og búinn að hjálpa til við að flísa- og parketleggja. Allt lék í höndunum á honum og hann lék á als oddi. Hann var líka alltaf dug- legur að hæla okkur og fannst allt svo gott sem við gerðum. Þegar smá- kökubaksturinn misheppnaðist fyrir ein jólin bað hann mig t.d. fyrir alla muni að henda ekki þessum kökum, það mætti svo vel borða þær. Sigurður lá ekki á pólitískum skoðunum sínum. Hafi hann ein- hverntíma hugsað einhverjum þegj- andi þörfina þá voru það andstæð- ingarnir í stjórnmálunum sem fengu þá þanka. Ekki þótti honum verra að setja eitt af virðulegri dagblöðum landsins undir parketið sem hann lagði fyrir okkur enda bara ágætt að traðka á því. Sigurður var einn af þeim sem þurftu alltaf að hafa eitthvað fyrir stafni. Hann var handlaginn og smíð- aði ófáa hlutina sem við ættingjarnir höfum fengið að gjöf. Það lýsir hon- um vel að hann smíðaði sjaldnast eitt eintak af hverjum hlut. Ef hann smíðaði rúm þá gerði hann a.m.k. eitt í viðbót, hann skar út gestabók fyrir sig og svo fjórar til viðbótar fyr- ir börnin sín. Hvort sem það var leik- fang eða hús þá vann hann verkið af röggsemi og festu. Það var því ekki auðvelt fyrir Sig- urð að takast á við það þegar hugur og hönd hættu að vinna saman. Hann hafði lengi von um að ná aftur heilsu en það var honum ekki ætlað. Ég þakka honum samfylgdina. Rakel. Minn ágæti vinur og samstarfs- maður Sigurður Geirsson er látinn. Sigurður flutti til Hafnar, ásamt fjölskyldu sinni 1964 frá Reyðará í Lóni, en þar hafði hann búið fé- lagsbúi með foreldrum sínum og bróður. Á Höfn reisti Sigurður hús handa fjölskyldu sinni að Miðtúni 9. Ég kom að byggingunni og í framhaldi af því fór hann að vinna hjá fyrirtæki mínu, Trésmiðju Hornafjarðar. Á þessum tíma var leitað til mín að koma á fót steypustöð og fannst mér það mögulegt ef ég fengi Sigurð með mér í fyrirtækið. Hann sló til og við stofnuðum Steypustöð Hornafjarð- ar. Hann var framkvæmdastjóri hennar í þau hartnær 20 ár, sem hún starfaði. Sá hann um allt sem að fyrirtæk- inu sneri og uppbyggingu þess. Vann sjálfur að flestum viðgerðum á bílum og öðrum tækjum, sá um bókhald og fjárreiður allar. Þetta samstarf okkar gekk mjög vel og trúnaður ríkti okkar í milli, fyrir það vil ég þakka. Sigurður var vel verki farinn og vann hann oft við smíðar, bæði á verkstæði og við byggingar. Síðustu starfsár sín var Sigurður umsjónar- maður íþróttahússins á Höfn. Sigurður var mikill Alþýðubanda- lagsmaður og stefnu sinni trúr, hann sat m.a. annars í hreppsnefnd Hafn- arhrepps. Hann var virkur félagi í Karlakór Hornafjarðar og einnig steig hann á svið með Leikfélagi Hornafjarðar, enda hafði hann góða leikhæfileika og sagði vel frá mönnum og málefnum, þegar hann vildi það við hafa. En bóndinn blundaði í Sigurði, sem hafði smábúskap eftir að hann flutti á Höfn. Síðustu árin átti Sigurður við erf- iðan sjúkdóm að stríða og langa sjúkrahúslegu. Við Sigrún sendum Ástu og fjöl- skyldu hennar innilegar samúðar- kveðjur. Guðmundur Jónsson. SIGURÐUR GEIRSSON Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró- og greiðslukortaþjónusta Í PERLUNNI Erfidrykkjur Upplýsingar og pantanir í síma 562 0200 Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar. Aðeins 1.250 kr. á mann. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, HAUKUR NÍELSSON bóndi, Helgafelli, andaðist á Landspítala Fossvogi föstudaginn 27. ágúst. Níels Hauksson og fjölskyldur, Marta Hauksdóttir og fjölskyldur, Helgi Sigurðsson og fjölskylda. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, KRISTJÁN EINARSSON læknamiðill, Hlíðarhjalla 53, andaðist á Landakoti fimmtudaginn 26. ágúst sl. Jarðarförin verður auglýst síðar. Margrét Matthildur Björnsdóttir, Guðmundur Einar Kristjánsson, Björn Ingi Kristjánsson, Róbert Kristjánsson, Friðrik Bergmann Kristjánsson, Kristinn Rúnar Kristjánsson, tengdadætur og barnabörn. Amma okkar, ANNE F. KRISTINSSON, Reynimel 90, lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund föstu- daginn 27. ágúst. Fyrir hönd annarra aðstandenda, Kristinn Jón Bjarnason, Þórarinn Bjarnason.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.