Morgunblaðið - 28.08.2004, Page 36

Morgunblaðið - 28.08.2004, Page 36
MINNINGAR 36 LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Jón Aðalbjörns-son fæddist á Hvammi í Þistilfirði 29. september 1927. Hann lést á Sjúkra- húsi Húsavíkur 18. ágúst síðastliðinn. Foreldrar Jóns voru Jóhanna María Jónsdóttir, f. 27. nóv. 1899, d. 6. ágúst 1986 og Að- albjörn Arngríms- son, f. 8. mars 1907, d. 23 jan. 1989. Jón var elstur fjögurra systkina en hin eru Ari, f. 20. ágúst 1929, d. 4. mars 1986, Guðrún Ragnhildur, f. 20. ágúst 1929, d. 5. mars 1944 og Aðalbjörn Arnar, f. 14. apríl 1935. Árið 1952 gekk Jón að eiga grímur, f. 1. jan. 1957, kvæntur Hildi Ingvarsdóttur og eiga þau tvær dætur, Hlín og Ingibjörgu. Áður átti Arngrímur Karl Huldar og dóttir Hildar er Kolfinna. 5) Eyþór Atli, f. 24. sept. 1962, í sambúð með Svölu Sævarsdóttur. Dóttir þeirra er Álfrún Marey, dóttir Svölu er Karítas Ósk. 6) Víkingur, f. 3. jan 1971, í sambúð með Sigríði Hörpu Jóhannesdótt- ur. Synir þeirra eru tvíburarnir Birkir Mensalder og Heiðmar Andri. Dóttir Hörpu er Hulda Kristín. Jón ólst upp við bústörf á Hvammi og stundaði síðar nám við alþýðuskólann á Laugum. Á Þórshöfn var Jón vörubílstjóri til margra ára, kvikmyndasýninga- maður, starfsmaður Mjólkur- stöðvar Þórshafnar og síðast um- boðsmaður flugfélaganna og starfsmaður Flugmálastjórnar við Þórshafnarflugvöll á meðan heilsan leyfði. Útför Jóns verður gerð frá Þórshafnarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Huldu Ingimars frá Þórshöfn, f. 12. júlí 1934. Móðir Huldu var Soffía Ingimars- dóttir. Börn Jóns og Huldu eru: 1) Soffía Ragnhildur, f. 14. apríl 1953, gift Ellert M. Ólafssyni. Þau slitu samvistum. 2) María Jóna, f. 21. apríl 1954, maki Hall- grímur Ingólfsson, þau eiga þrjú börn, Önnu Ingibjörgu, Huldu Ingimars og Jón Inga. María átti áður Steinbjörn sem ólst upp hjá Jóni afa sínum og Huldu ömmu til 16 ára aldurs. 3) Arnþrúður, f. 6. des. 1955. Fósturdóttir Jóns Kristinssonar og Arnþrúðar Ingi- marsdóttur ömmusystur. 4) Arn- „Ég fer á námskeið,“ sagði ég til skýringar við samstarfsfólk mitt í Danmörku þegar við Maja, þá þar búsett, vorum á leið heim á Frón að leysa tengdaforeldra mína af í mán- uð sem flugmarskálkar á Þórshöfn. Ég sagðist reyndar verða flugum- ferðarstjóri (flyveleder!) sem varð til þess að Danir úr okkar kunn- ingjahópi flykktust ekki til Íslands það sumarið. Gengu störf okkar við flugafgreiðsluna á Þórshöfn áfalla- laust fyrir sig en ekki var laust við að við fyndum fyrir því að viðskipta- vinunum líkaði betur að eiga við- skipti við Nonna. – Það var víst auð- sóttara hjá honum, að fá pakkana afgreidda þótt ekki væri alveg til fyrir kröfunni, en hjá okkur. Hann hafði alltaf skilning á því t.d. að ef varahlut vantaði í bát eða bíl, þá varð viðkomandi að fá hann sama hvaða vikudagur var og hvað klukk- an var og Sparisjóðurinn ekki op- inn! Þetta var fyrir plastkortavæð- ingu, því atvinnutækin máttu ekki standa aðgerðalaus og málinu var þess vegna bjargað. Æðruleysi og væntumþykja í garð annarra eru þau orð sem koma upp í hugann þegar finna skal orð sem lýsa tengdaföður mínum, Jóni Aðalbjörnssyni. – Jú og ekki má gleyma … barnagæla, því Jón hafði einstakt lag á börnum. Æðruleysi Jóns sýndi sig í því að hann virtist taka öllu sem að hönd- um bar með jafnaðargeði. Þetta má ekki skilja svo að hann hafi verið skaplaus maður, það var hann ekki. Hann barðist hetjulegri baráttu við illvígan sjúkdóm í mörg ár og var ekki annað hægt en að dást að hörkunni og þrautseigjunni sem hann sýndi oft í því sambandi. Væntumþykjan kom fram hjá honum í ást hans á eiginkonu, börn- um og barnabörnum og ást hans á heimahögunum, Þórshöfn og sveit- um Þistilfjarðar, og þeim sem þar búa. Ég vil þakka tengdaföður mínum það sem hann hefur verið mér og mínum í gegnum tíðina. Ég veit að hann varð hvíldinni feginn og vona að hann njóti henn- ar. Takk fyrir allt. Þinn tengdasonur, Hallgrímur. Elsku Nonni afi. Þegar við sitjum hér systkinin saman og hugsum til baka koma upp ótal skemmtilegar minningar frá Þórshöfn. Þú og flugskýlið áttu alltaf svo vel saman og það var topp- urinn að fá að fara með þér þangað. Alltaf var nóg að dunda sér við, sópa dauðar flugur úr gluggakistunum, tala í talstöðina, fá að fikta smá í tökkunum, kanna kríuvarpið og fjöruna og síðast en ekki síst horfa á þig taka á móti flugvélunum. Morgunstundirnar með þér voru okkur mjög dýrmætar. Alltaf varstu fyrstur á fætur og tilbúinn með heimsins besta hafragraut þegar við vöknuðum. Að sitja með Gufuna í gangi, eldsnemma morguns með þér, var huggulegra en orð fá lýst. Við þekkjum fáa sem geta talist eins ljúfir og yndislegir. Takk fyrir allt, elsku afi. Þín barnabörn Anna, Hulda og Jón Ingi (Nonni litli). Elsku afi. „Ég vildi að ég gæti gert meira fyrir þig,“ sagðir þú við mig í sumar þegar ég var að kveðja þig eftir heimsókn austur á Þórs- höfn. Ég svaraði því til að þú værir alltaf að gera eitthvað fyrir mig og hefðir komið mér til manns og fyrir það væri ég þakklátur. Í huga mér er heimurinn fátækari eftir að þú kvaddir okkur, en öll erum við rík í hjörtum okkar því ég veit að þeirri manngæsku og elju sem bjó í brjósti þér væri hverri manneskju hollt að kynnast. Elsku afi, það er gott að vita að þú heldur áfram að vaka yfir okkur og ég veit að þér líður vel núna. Ég fann ljóð sem ég setti sam- an í desember fyrir u.þ.b. 15 árum, en þetta ljóð samdi ég til þín, elsku karlinn minn. Í hafsins háu bárum hæst þú ríst í raun sem klettur í okkar sárum þó sorgin heimti sér laun þó hvassir vindar veittust villtir að þinni strönd þínar sterku hendur streittust og stöðugt þær leystu bönd yfir þér myrkvuð þoka sem þakti öldunnar skell allt útstreymi tókst að loka af stalli enginn féll þín hógværð hvatti okkur og í huganum fann sér stað ljós sem englalokkar ég leita þér ávallt að Þinn Steinbjörn. Þá er Jón föðurbróðir minn farinn til fundar við forfeðurna. Hann lést miðvikudaginn 18. ágúst eftir langa og afskaplega erfiða baráttu við Parkinsonsjúkdóminn. Nonni Abba, eins og hann var jafnan kallaður, var gæddur flestum kostum sem prýtt geta einn mann. Geðprýðismaður með eindæmum, heiðarlegur, samviskusamur og sanngjarn kjarkmaður. Hörkumað- ur við alla vinnu. Góð er sagan af Nonna þegar verið var að leggja veginn upp á Heiðarfjall, akkorðs- keyrsla og engan tíma mátti missa. Eitthvað hafði akkorðið komið niður á svefntíma síðustu nætur á undan, þannig að hann var farinn að dotta á leiðinni upp fjallið. Vill þá svo til að bíllinn fór út af veginum, og allt sat fast. Nonni vaknar við þetta og kall- aði í dráttartæki, lét draga bílinn aftur upp á veginn og hélt áfram að keyra í akkorði. Seinna, til að fyr- irbyggja svona atvik á löngum ferð- um eins og í stauraferðum til Reykjavíkur, kaus Nonni að hafa með sér fylgdarmann. Oftar en ekki fór með honum Óskar Jónsson sem hélt Nonna vakandi með léttu spjalli og kröftugum söng, eftir að hafa gætt sér á sterkblönduðu söngvatni. Nonni var frábær skytta og af- bragðs veiðifélagi og stundaði veið- ar eins lengi og heilsan leyfði. Eftir að Nonni hætti að reka vörubíl, tóku þau Hulda við starfi umboðsmanns Flugleiða og við umsjón flugvallar- ins. Sennilega hefur engin flugaf- greiðsla á landinu haft lengur og sveigjanlegar opið en flugafgreiðsl- an í Háafelli. Þá hafði Nonni mikinn áhuga á útgerð smábáta. Smásaman fór sjúkdómurinn að herja á Nonna með meiri þunga og dró mikið úr líkamlegri getu hans til að vinna, þrátt fyrir að áhuginn væri óend- anlegur. Með þessum orðum kveð ég mann sem mér þótti ákaflega vænt um og veit að hann er nú á góðum stað og situr eflaust ekki aðgerðalaus ef ég þekki frænda rétt. Elsku Hulda, börn og barnabörn, ykkur sendi ég mínar dýpstu sam- úðarkveðjur Megi algóður guð vera með ykkur öllum. Ölver Hjaltalín Arnarsson. JÓN AÐALBJÖRNSSON Hjartans þakkir til allra þeirra fjölmörgu sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, EIRÍKS ÁSMUNDSSONAR frá Stóru-Reykjum, Hamraborg, Svalbarðseyri. Innilegar þakkir til starfsfólks Heimahlynningar fyrir einstaka alúð og umönnum svo og starfsfólks Sjúkrahúss Akureyrar. Guð blessi ykkur öll. Hulda Magnúsdóttir, Steinunn A. Eiríksdóttir, Ásmundur Eiríksson, Unnur Þorsteinsdóttir, Magnús Eiríksson, Guðrún Ólöf Pálsdóttir, Steinar Ingi Eiríksson, Ólína Sigríður Jóhannsdóttir, Ingþór Eiríksson, Hrafnhildur Eiríksdóttir, Sigurður Bergþórsson, Haukur Eiríksson, Bára Sævaldsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra EIRÍKS JÓNSSONAR múrarameistara, Rauðhömrum 12, Reykjavík. Sjöfn Jónsdóttir, Jón Eiríksson, Ragnhildur K. Sandholt, Yngvi Eiríksson Herdís Guðmundsdóttir, Auður Eiríksdóttir, Ómar Runólfsson, Garðar Eiríksson, Anna Vilhjálmsdóttir, Kristinn Eiríksson Birna Ragnarsdóttir, Sjöfn Eiríksdóttir, Thor Smitt-Amundsen og fjölskyldur. Innilegustu þakkir færum við öllum fyrir auðsýnda samúð vegna fráfalls elskulegs eiginmanns og vinar, föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, STYRMIS GUNNARSSONAR, Langholti 11, Akureyri. Sérstakar þakkir færum við deild 13-b og 14-g Landspítala Hringbraut, lyfjadeild F.S.A. og heimahjúkrun Heilsugæslu- stöðvar Akureyrar. Guð gefi okkur öllum æðruleysi. Kristín Sigurðardóttir, Guðný Styrmisdóttir, Ásgeir Ásgeirsson, Sigurður A. Styrmisson, Arnfríður Ólafsdóttir, Birgir Rafn Styrmisson, Bára Ingjaldsdóttir, Margrét S. Styrmisdóttir, Jón Ólafsson, Sigurlína H. Styrmisdóttir, Sigvaldi Már Guðmundsson, Agnes Jósavinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar sam- býliskonu minnar, dóttur, systur, mágkonu og frænku, INGUNNAR BJARGAR ÓLAFSDÓTTUR, Einholti 14b, Akureyri. Gissur Agnarsson, Hjördís Jónsdóttir, Ólafur Örn Ólafsson, Ása Ólafsdóttir, Steinþór Ólafsson, Elín Gautadóttir, Haraldur Ólafsson, Erna Arnardóttir og frændsystkini. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, SIGURÐUR ÓLAFSSON flugstjóri, Hamrahlíð 21, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 30. ágúst kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Ingveldur Eyvindsdóttir, Sigurður Ólafur Sigurðsson, Guðrún Lilja Ingvadóttir, Katrín Guðrún Sigurðardóttir, Gísli Ólafsson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, EINARS HALLGRÍMSSONAR, Lindargötu 6, Siglufirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðis- stofnunar Siglufjarðar. Margrét Einarsdóttir, Sigurbjörg Einarsdóttir, Þorleifur Karlsson, Snorri Árnason, Jóhanna Sverrisdóttir, afa- og langafabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.