Morgunblaðið - 28.08.2004, Qupperneq 43
DAGBÓK
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 2004 43
Rauðagerði 26 • s. 588 1259
Opið í Rauðagerði 26
í dag, laugardag, kl. 10–18
Eldri vörur seldar með góðum afslætti.
Verið velkomin.
Komið og fáiðfrían bækling
HAUST
VETUR
2004
NÝTT
NÝTT
Dömufatnaður
Herrafatnaður
Heimilisvörur
ÞÝSKUNÁMSKEIÐ
GOETHE ZENTRUM
www.goethe.is
551 6061
Dýrkun á stöðluðu útliti
SLÆMT var að verða vitni að því er
gert var grín að útliti fyrrum Banda-
ríkjaforseta í eins góðum þætti og
Ísland í dag nú er.
Hvað er að því að vera 180 cm á
hæð? Eru hærri menn eða konur fal-
legri en minni? Eru dökkhærðir
sætari en ljóshærðir o.s.frv.?
Bandaríkjaforseti er gífurlega
sjarmerandi og einn fremsti stjórn-
málaskörungur sem uppi er í dag.
Hann er mannlegur og ákaflega
hrífandi persónuleiki. Frábært er að
hann skuli hafa lagt lykkju á leið
sína til að heimsækja Ísland. Það
gengur ekki að gera slíkan fram-
úrskarandi einstakling að útlits-
tengdu umræðuefni byggðu á staðl-
aðri fegurðarímynd í tildursfullu
hjali í þætti sem Ísland í dag er.
Nóg er af slíku nú þegar í öðru
skemmtanatengdu efni.
Kveðja,
Sveinbjörg.
Seðlaveski týndist
í miðbænum
SEÐLAVESKI týndist á menning-
arnótt í miðbænum. Í vestinu var ör-
orkuskírteini, debetkort og fl. Skil-
vís finnandi vinsamlega hafi
samband við Jóhönnu í síma
554 3411 eða 696 2010.
Gleraugu í óskilum
GLERAUGU, bleik/fjólublá, fund-
ust fimmtudaginn 19. ágúst hang-
andi í bandi í tré við Glanna í Borg-
arfirði. Upplýsingar í síma 898 7892.
Hálsmen týndist
HÁLSMEN týndist, að öllum lík-
indum í Fjölskyldu- og húsdýragarð-
inum, sunnudaginn 22. ágúst. Menið
er eins og þrjár reimar með silf-
urlitum hólk framan á. Skilvís finn-
andi hafi samband í síma 557 6741.
Reiðhjól í óskilum
HÉR á Select á Bústaðaveginum
eru tvö reiðhjól í óskilum. Þau eru
búin að vera hér síðan um helgina,
þannig að ef einhver saknar þeirra
má vitja um þau hérna hjá okkur.
Högni er týndur
HÖGNI er svartur skógarköttur
með hvítan kvið. Hann týndist frá
Háholti 3, Hafnarfirði, sl. sunnudag
þar sem hann var í pössun. Hann er
frekar mannfælinn og er ómerktur
og ólarlaus. Þeir sem vita um Högna
eru vinsamlega beðnir að hafi sam-
band í síma 565 0647 eða 696 4356.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
Félag ferðamálafulltrúa efnir til EUTO-ráðstefnu á Hótel Loftleiðum 2. og 3.september. Ásborg Ó. Arnþórsdóttirer formaður FFÍ og einn af skipu-
leggjendum ráðstefnunnar.
Hvernig er skipulagi ráðstefnunnar háttað?
Evrópusamtök forsvarsmanna í ferðaþjón-
ustu í Evrópulöndum, EUTO, heldur ráðstefnu
á hverju hausti í tengslum við aðalfund og að
þessu sinni er það FFÍ sem sér um skipulag og
framkvæmd hennar í samvinnu við EUTO. Við
fengum einnig Háskólann á Hólum til að taka
þátt í faglegum þætti dagskrárinnar. Þegar
FFÍ gerðist aðili að EUTO fékk Ísland tölu-
verða athygli og við urðum strax vör við mik-
inn áhuga á landi og þjóð. Við ákváðum því
taka að okkur halda ráðstefnuna hér. Seinna
þróaðist verkefnið og stækkaði þannig að úr
varð sjö daga námsferð þar sem rúmlega sex-
tíu erlendir gestir munu ferðast um landið og
kynna sér ferðaþjónustu á Íslandi.
Hvert er efni ráðstefnunnar?
Titillinn er „Our future is now“ og verður
fjallað um þróun umhverfisvænnar ferðaþjón-
ustu í Evrópu og er þá átt við umhverfi í víð-
um skilningi þ.e. náttúruna, fólkið og menn-
inguna.
Hverjir taka þátt?
Þátttakendur eru frá ýmsum Evrópulöndum,
stór hópur frá Skotlandi og félagar frá Möltu,
Belgíu, Hollandi, Ítalíu, Eistlandi, Lettlandi
o.s.frv. Þarna verða spennandi erindi frá ýms-
um löndum, t.d. kemur Loredana Celebre frá
Sikiley þar sem menn glíma við áhrif virks eld-
fjalls á ferðaþjónustu. Við erum einnig með tvo
skoska fyrirlesara og einn frá Eistlandi auk Ís-
lendinga. Hvers má vænta af henni?
Við væntum mikils af ráðstefnunni því þarna
kemur saman fólk úr ýmsum áttum sem skipt-
ist á þekkingu. Það myndast líka góð tengsl á
milli manna sem síðar verða oft kveikja að
frekari samstarfsverkefnum.
Hver er ávinningurinn fyrir FFÍ af að vera í
EUTO?
Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að vera
virk í Evrópusamstarfi, fylgjast vel með og
hafa áhrif á gang mála. Við erum líka ungt
ferðamannaland og getum lært ýmislegt af
þeim sem hafa verið lengur að. Við getum líka
miðlað til hinna og þannig græða allir á sam-
starfinu. EUTO-félagar eru mjög áhugasamir
um að kynnast ferðaþjónustufyrirtækjum á Ís-
landi, sérstaklega í dreifbýli, og sjá hvernig við
nýtum sóknarfæri okkar í samspili við náttúru
og menningu.
Ráðstefnan er öllum opin og nánari upplýs-
ingar um dagskrá og skráningu eru á vefsíðu
Ferðamálaráðs, www.ferdamalarad.is.
Ferðamál | Ráðstefna Evrópusamtaka forsvarsmanna í ferðaþjónustu
Framtíðin er núna
Ásborg Ó. Arnþórs-
dóttir er ferðamála-
fulltrúi uppsveita Ár-
nessýslu, formaður FFÍ
og í stjórn EUTO. Hún
er fædd árið 1957 og er
með BA-próf í uppeldis-
og menntunarfræði og
framhaldsnám í náms-
og starfsráðgjöf frá HÍ.
Eiginmaður hennar er
Jón K.B. Sigfússon,
veitingamaður í Þjóð-
menningarhúsinu, og
eiga þau tvö börn, Daníel Mána og Guðrúnu
Gígju.
1. Rf3 d5 2. c4 e6 3. e3 Rf6 4. b3 Be7 5.
g3 c5 6. Bg2 Rc6 7. O-O O-O 8. Bb2 b6
9. Rc3 Bb7 10. cxd5 Rxd5 11. Rxd5
Dxd5 12. d4 Ra5 13. Hc1 Hfd8 14. Ba3
Df5 15. De2 Be4 16. Hfd1 g5 17. dxc5
bxc5 18. Hxd8+ Hxd8
Staðan kom upp í A-flokki mótsins í
Pardubice sem lauk fyrir nokkru í
Tékklandi. Bartosz Socko (2554) hafði
hvítt gegn Janis Klovans (2456). 19.
Rd4! cxd4 20. Bxe4 Dxe4?! 20... Df6
hefði verið skárra þó að svarta staðan
væri vissulega erfið eftir 21. Bb2. 21.
Bxe7 Hd5 22. Bf6 h6 23. Hc8+ Kh7 24.
Dh5 og svartur gafst upp enda óverj-
andi mát.
Hvítur á leik.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn
HAUSTSÝNING Listvinafélags
Hallgrímskirkju á verkum Magda-
lenu Margrétar Kjartansdóttur verð-
ur opnuð í dag kl. 17. Sýningin er í
forkirkju Hallgrímskirkju og eru
verkin sem prýða kirkjuna lýsingar á
samskiptum höfundar við Hallgríms-
kirkju frá bernsku. Magdalena Mar-
grét sýnir nú í fyrsta sinn á vegum
Listvinafélagsins og mun sýning
hennar standa til loka nóvember.
Verkin eru unnin í olíu á pappír í
stærðinni 180x80 cm.
Um sýninguna segir Magdalena
Margrét:
„Einkasýningar mínar hafa hver
um sig fjallað um ákveðin málefni úr
reynsluheimi kvenna og stúlkna.
Verkin nú í Hallgrímskirkju eru
sérunnin fyrir þetta rými. Ég hugsa
þetta sem innsetningu. Verkin eru
þrykkt með ákveðinni aðferð sem er
minn pensill. Þetta eru minningabrot
og lýsingar á samskiptum mínum við
kirkjuna undanfarin sextíu ár. Einn
prestur kirkjunnar, séra Jakob Jóns-
son, skírði, fermdi og gifti mig en
tvær þeirra athafna fóru fram í elsta
hluta kirkjunnar þar sem nú er alt-
ari. Minnisstæð er stytta sú eftir
Einar Jónsson sem stendur við inn-
gang kirkjuskipsins og kvað vera
Guðmundur „jaki“. Styttan er með
þessar líka rosalega stóru hendur og
bregður þeim nú fyrir í verkum mín-
um sem hér prýða fordyri kirkjunnar
á haustsýningu árið 2004.“
Magdalena Margrét stundaði nám
í Myndlista- og handíðaskóla Íslands
1980–84 og hefur síðan haldið sýn-
ingar í nær öllum listasöfnum hér á
landi og verið þátttakandi í ótal sýn-
ingum um allan heim.
Verk hennar eru í eigu safna og
stofnana á Íslandi og erlendis.
Hún hlaut starfslaun Reykjavík-
urborgar árið 2000 og myndlist-
armanna árið 1997.
„Listvinafélag Hallgrímskirkju
stendur fyrir 4 myndlistarsýningum
á ári og er þetta síðasta sýning
22.starfsárs félagsins. Þeir lista-
menn, sem áður hafa sýnt á árinu eru
Bragi Ásgeirsson, Hörður Ágústsson
og nú síðast Steinunn Þórarinsdóttir,
en sýning hennar sem bæði var á
Hallgrímstorgi og inni í forkirkjunni
sló öll aðsóknarmet. Vegna fjölda
áskorana hefur verið ákveðið að sýn-
ing Steinunnar á torginu verði fram-
lengd,“ segir í tilkynningu frá List-
vinafélaginu.
Minningabrot
Morgunblaðið/ÞÖK
Magdalena Margrét Kjartansdóttir við verk sín í Hallgrímskirkju.