Morgunblaðið - 28.08.2004, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 28.08.2004, Blaðsíða 44
DAGBÓK 44 LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Notaðu daginn til að njóta samvista við vini þína og kunningja. Það mun reyna á þolinmæði þína í vinnunni á næstunni. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú munt vekja athygli annarra með því sem þú tekur þér fyrir hendur í dag. Það er hætt við spennu í samskiptum þínum við maka þinn. Þá munu börnin reyna á þolinmæði þína. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú munt hafa gaman af því að bregða út af vananum í dag. Þig þyrstir í ævintýri og að læra eitthvað nýtt. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Tunglið hefur alltaf mikil áhrif á þig og skapferli þitt. Það er fullt tungl á morg- un og að þessu sinni eru mestar líkur á að það skapi streitu og eirðarleysi innra með þér. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Tunglið er beint á móti merkinu þínu og því ættirðu að reyna að sýna öðrum um- burðarlyndi og þolinmæði í dag. Bíddu í tvær vikur með að setja fram kröfur þín- ar. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú ættir að leggja þig fram um að koma skipulagi á hlutina í dag því það mun veita þér ákveðna hugarró að hnýta lausa enda. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þetta er góður dagur til að njóta sam- skipta við annað fólk. Njóttu þess bara að daðra, leika þér og tala við börnin. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú munt eiga mikilvægar samræður við einhvern í fjölskyldunni í dag. Samræð- urnar snúast hugsanlega um börnin eða skipulagningu ferðalags. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Dagurinn hentar vel til hvers konar inn- kaupa, skrafs og ráðagerða. Reyndu að nýta hann sem best. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Viðskiptin ættu að ganga vel hjá þér í dag. Þetta er einnig góður dagur til að ræða fjármálin við yfirmann þinn eða aðra áhrifamenn. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Tunglið er í merkinu þínu í dag og það gerir þig tilfinninganæmari en ella. Reyndu að halda í bjartsýni þína í vinnunni. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú þarft tíma til að vera ein/n með sjálfri/sjálfum þér í dag því þú þarft að endurmeta ákveðna hluti. Stjörnuspá Frances Drake Meyja Afmælisbörn dagsins: Eiga auðvelt með að koma orðum að hlutunum og geta verið mjög sannfær- andi. Á komandi ári verður mikið að gerast hjá þeim í félagslífinu og ástar- málunum. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Krossgáta Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/f olk/krossgata/index.html Lárétt | 1 skinns, 4 birgðir, 7 ávinnum okkur, 8 kven- dýrið, 9 blett, 11 mýr- arsund, 13 kindin, 14 smyrsl, 15 nokkuð, 17 duft, 20 látbragð, 22 baun- ir, 23 hrærð, 24 sefur, 25 sekkir. Lóðrétt | 1 mergð, 2 ganga, 3 heiður, 4 datt, 5 dýrlingsmyndir, 6 út, 10 bræða með sér, 12 að- gæsla, 13 þjóta, 15 ís, 16 biskupshúfa, 18 röng, 19 nói, 20 skjótur, 21 far. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 burgeisar, 8 summa, 9 Iðunn, 10 fen, 11 kolla, 13 næðið, 15 frægt, 18 strák, 21 ólm, 22 trimm, 23 álkan, 24 burðarása. Lóðrétt | 2 urmul, 3 grafa, 4 iðinn, 5 afurð, 6 ósek, 7 snið, 12 lag, 14 ætt, 15 fata, 16 æðinu, 17 tómið, 18 smáir, 19 rykks, 20 kunn.   Tónlist Jómfrúin við Lækjargötu | Ragnar Bjarnason kl. 16. Þórir Baldursson á Hammondorgel, Rúnar Georgsson á saxó- fón og Alfreð Alfreðsson á trommur. Að- gangur er ókeypis. Bæjarbíó | Hafnarfirði. Hljómsveitirnar Múm og Slowblow halda tónleika kl. 20. Múm hefur leikinn og Slowblow fylgir í kjöl- farið. Myndlist Listasafn Akureyrar | Opnun sýningar á verkum Boyle-fjölskyldunnar kl. 15. Safnið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 12–17. Sýningin stendur til 24. október. Thorvaldsenbar | Anna Skúla opnar ljós- myndasýningu kl. 17. Myndirnar eru í svart- hvítu og eru teknar í stúdíó á Tech Pan filmu. Gallerí Tukt | Hinu húsinu, Pósthússtræti 3–5. Harpa Dögg Kjartansdóttir opnar sína fyrstu einkasýningu kl. 14. Sýningin sam- anstendur af ljósmyndum og skúlptúrum úr gifsi. Sýningin stendur til 11. september. Gallerý + | Samsýningin viðLIT verður opnuð kl. 17. Þátttakendur eru Þuríður Helga Kristjánsdóttir, Kolbrá Þyrí Braga- dóttir, Tinna Kvaran og Jóhanna Helga Þorkelsdóttir. Listasafn Reykjavíkur | Hafnarhúsi. Sýn- ingu á tveimur verkefnum sem um átta- hundruð 16 ára unglingar úr Vinnuskóla Reykjavíkur unnu þar í sumar. Af þessu til- efni verður frítt í safnið í dag frá kl. 12–15. Austurvöllur | Ljósmyndasýningin Íslend- ingar er framlengd um eina viku og stend- ur hún því til 8. september. Gallerí Hún og hún | Skólavörðustíg 17 b. Ólöf Oddgeirsdóttir sýnir blýantsteikn- ingar. Safnaskálinn að Görðum | Akranesi. Fríða Rúnarsdóttir og Dýrfinna Torfadóttir gull- smiður opna sýningu kl. 14. Skjóður og skartgripi sem m.a. eru unnir úr þæfðri ull. Opin alla daga frá kl. 10–17. Sýningin stend- ur til loka september. Söfn Minjasafnið á Akureyri | Viðburðir á Ak- ureyrarvöku: Sýningu á munum og mynd- um úr flugvélinni Fairey Battle og leiðangri Harðar Geirssonar kl. 10–23. Oddur Helga- son kynnir ættfræði. Kl. 14 verður farið í gönguferð um Brekkuna undir leiðsögn arkitektanna Finns Birgissonar og Árna Ólafssonar. Gangan hefst við Háskólann við Þingvallastræti. Kl. 20.30 verður Söngvaka í Minjasafnskirkju. Draugaganga Minjasafnsins verður kl. 22. Minjasafnið er opið frá 10–22 í dag í tilefni vökunnar. Skemmtanir Ari í Ögri | Dúettinn Acoustics skemmtir. Búálfurinn | Hólagarði. Hermann Ingi jr skemmtir. Catalína | Hamraborg 11, Kópavogi. Trúba- dorinn Addi M spilar. Classic | Ármúla 5. Hljómsveitin No ordin- ary Fish spilar. Dillon | Laugavegi 30, Hljómsveitin Byltan með tónleika kl. 21.30. Felix | Doktorinn. Gamla Borg |Grímsnesi. Hljómsveit ÓM leikur fyrir dansi Gaukur | á Stöng. Oxford. Grandrokk | Lokahóf Knattspyrnufélags Grand Rokks kl. 21. Hverfisbarinn | Dj. Andri. Iðnó | Tangóball Mariano Chicho Frumboli ásamt Eugenia Parilla frá Buenos Aires sýna dans. Þá sýna Cecilia Gonzáles og Jean-Sebastian Rampazzi. Hátíðinni lýkur á morgun í Iðnó. Jómfrúin | Lækjargötu. Ragnar Bjarnason skemmtir kl. 16. Klúbburinn | v/Gullinbrú. Hljómsveitin Von spilar. Kringlukráin | Mannakorn á Mannakorns- helgi. Laugavegur 22 | Uppi: Dj Benni. Leikhúskjallarinn | Gullfoss og Geysir. Nasa | Íslenski fáninn leikur. Odd-Vitinn | Akureyri. Hljómsveitin Greif- arnir. Players | Kópavogi. Sigga Beinteins, Grét- ar Örvars & Co. Rauða ljónið | Hljómsveit Hilmars Sverr- issonar. Sjallinn | Akureyri. Menningarnótt í Sjall- anum, opnað kl. 24 Skítamórall spilar frá kl. 01, opið til kl. 04. Vélsmiðjan | Akureyri. Dans á rósum leik- ur. Veitingahús Mangó Grill | Í tilefni af stækkun og opn- unar Mangó Pizzu er boðið upp á veitingar kl. 14–16. Einnig verður happdrætti og í vinning er ferð fyrir tvo til Krakow með Heimsferðum. Kvikmyndir Háskólabíó | Kvikmyndahátíðin. Banda- rískir Indí-Bíódagar stendur til 6. sept- ember. Kl. 16: Super Size me, Bollywodd/ Hollywood. Kl. 18: Super Size me, Spell- bound. Kl. 20: Capturing the Friedmans, Befor Sunset. Kl. 22: Super Size me. Kl. 22.10: Spellbound. Kl. 23: Saved! Heimildahátíð | á Akureyrarvöku. Hafn- arstræti 94 (áður Sporthúsið) fá kl. 11–24. Heimildarmyndasýning þar sem sýndur verður fjöldi gagnrýnna mynda. Kl. 11– 13.05: „What I’ve learnd about US Foreign Policy“. Kl. 13.15–15.35: „The Truth and Lies of 9-11. Kl. 15.45–17: „Deadling Iraq“. Kl. 17.10–18: „Israel’s Seacret Weapon“. kl. 18.15–19.15: „Plan Colombia“. Kl. 19.25– 19.55: Lögregluofbeldi í Genóa. Kl. 20– 20.55: „Hugo Chavez – Inside the Coup“. Kl. 21.05–21.55: „Operation Saddam – Am- ericas Propaganga War“. Kl. 22–24: „Pain- ful Deceptions“. Sjá nánar á www.- gagnauga.is Frístundir Nauthólsvík | Sandkastalakeppni verður á Ylströndinni í Nauhólsvík kl. 13–15. Kepp- endur hafi með sér þau tæki, búnað og aukahluti sem til verksins þarf. Verðlaun verða veitt fyrir góðan árangur. Mótið er á vegum Arkitektafélags Íslands og Íþrótta– og tómstundaráðs Reykjavíkur. Fundir Ásatrúarfélagið | Grandagarði 8. Opið hús frá kl. 14. GA-Samtök | spilafíkla. Fundur kl. 10.30 í Kirkju Óháða safnaðarins, Reykjavík, Gler- árkirkju, Akureyri, og kl. 19.15 Seljavegi 2, Reykjavík. Börn Kringlan | Lína Langsokkur afhendir verð- laun í teiknimyndasamkeppninni „Lína Langsokkur í sumarfríi“, sem Borgarleik- húsið stóð fyrir. Verðlaunin verða afhent í Kringlunni kl. 15 og fá 103 myndir verðlaun. Jafnframt verður opnuð sýning með myndum sem bárust í samkeppnina. Lína ásamt apa og félögum munu skemmta. Félagsstarf FEBK | Púttað á Listatúni kl. 10.30. Gigtarfélagið | Létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Uppl. á skrifstofu GÍ. Gerðuberg | Mánudaginn 30 ágúst kl. 15.30 fundur hjá Gerðubergskór. Hana-nú | Morgunganga kl. 10 frá Gjá- bakka, krummakaffi kl. 9. Hraunsel | Flatahrauni 3. | kl. 10–12 pútt á Ásvöllum. Sunnuhlíð | Kópavogi. Söngur með sínu nefi kl. 15.30. Rauði kross Íslands | Kópavogsdeild, ósk- ar eftir sjálfboðaliðum til að sinna heim- sóknaþjónustu. Undirbúningsnámskeið verður haldið í sjálfboðamiðstöðinni Hamraborg 11 miðvikudaginn 1. september kl. 18–21. Námskeiðið er ókeypis og opið öllum. Staðurogstund idag@mbl.is GEORG Guðni opnar myndlistarsýningu í 02 gallery á Akureyri og um leið fagnar galleríið eins árs afmæli og býður Akur- eyringum til veislu í tilefni dagsins. List Georgs Guðna byggir á nákvæmum athugunum á veðrabrigðum, litum og birtu upp til fjalla og heiða og hefur Georg Guðni átt stóran þátt í að blása nýju lífi í íslenska landslagsmálverkið. Georg Guðni hefur haldið fjölda sýninga bæði á Íslandi sem og erlendis. Morgunblaðið/Kristinn Litir og birta upp til fjalla Árnaðheilla dagbók@mbl.is Brúðkaup | Hinn 7. ágúst sl. voru gefin saman í hjónaband í Laugar- neskirkju brúðhjónin Hrafnhildur Halldórsdóttir og Magnús Ragnars- son. Prestur var sr. Sigurður Hauk- ur Guðjónsson. Heimili þeirra er í Svíþjóð. Ljósmynd/Jóhannes Long Brúðkaup | Gefin voru saman 24. júlí sl. í Fríkirkjunni í Reykjavík af sr. Hirti Magna Jóhannssyni þau Jóhanna K. Jóhannesdóttir og Þröstur Braga- son. Ljósmynd/Jóhannes Long HM í tölvubrids. Norður ♠G82 ♥D86 ♦103 ♣ÁD1092 Vestur Austur ♠K95 ♠D1076 ♥5 ♥K4 ♦ÁD87542 ♦G6 ♣75 ♣K8643 Suður ♠Á43 ♥ÁG109732 ♦K9 ♣G Vestur Norður Austur Suður 3 tíglar Pass Pass 4 hjörtu Pass Pass Pass Hollenska forritið Jack varð heims- meistari í tölvubrids fjórða árið í röð í síðasta mánuði eftir að hafa lagt Bridge Baron í 64 spila úrslitaleik með 157 IMPum gegn 97. Keppnin fór fram í New York í tengslum við sumarleika Bandaríkjamanna. Í spilinu að ofan leystu bæði forrit verkefnið fullkomlega. Eftir hindr- unaropnun vesturs á þremur tíglum stökk suður í fjögur hjörtu. Vestur fann besta útspilið á báðum „borðum“, eða lítinn spaða. Suður drap drottn- ingu austurs með ás og fór inn í borð á laufás til að svína fyrir hjartakóng. Blindur átti slaginn og innkoman var notuð til að spila laufdrottningu. Aust- ur lét kónginn, suður trompaði, tók hjartaás, fór inn í borð á hjarta og henti tveimur spöðum niður í 109 í laufi. Ellefu slagir og engin sveifla. Ekki flókið, en öruggt. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund á forsíðu mbl.is. Meira á mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.