Morgunblaðið - 28.08.2004, Síða 46

Morgunblaðið - 28.08.2004, Síða 46
MENNING 46 LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ Stórdansleikur með Mannakornum í kvöld Leikhúsgestir munið spennandi matseðil Endurnýjun áskriftarkorta er hafin RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT Í kvöld kl 20, Su 29/8 kl 20, - UPPSELT, Fi 2/9 kl 20, - UPPSELT, Fö 3/9 kl 20 - UPPSELT, Lau 4/9 kl 20, Su 5/9 kl 20 Takmarkaður sýningafjöldi Opnunartími miðasölu: Mánudaga og þriðjudaga: 10:00-18:00 Mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00 Laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00 Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is Stóra svið Nýja svið og Litla svið LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Su 5/9 kl 14, Su 12/9 kl 14, Su 19/9 kl 14 Su 26/9 kl 14 CHICAGO e. Kender, Ebb og Fosse Grímuverðlaunin: Vinsælasta sýning ársins! Lau 18/9 kl 20, Lau 25/9 kl 20, Lau 2/10 kl 20, Lau 9/10 kl 20 "ÁN TITILS" e. Ástrósu Gunnarsdóttur MANWOMAN e. Ólöfu Ingólfsdóttur & Ismo-Pekka Heikenheimo Fö 3/9 kl 20 LÍT ÉG ÚT FYRIR AÐ VERA PALLÍETTUDULA e. Sveinbjörgu Þórhallsdóttur og Margréti Söru Guðjónsdóttur SO e. Cameron Corbett GRÆNA VERKIÐ e. Jóhann Björgvinsson Lau 4/9 kl 16 Su 5/9 kl 20 THINGS THAT HAPPEN AT HOME e. Birgit Egerbladh Gestadanssýning frá Teater Pero, Svíþjóð Lau 4/9 kl 20 NÚTÍMADANSHÁTÍÐ 3/9 - 11/9 "ÁN TITILS" e. Ástrósu Gunnarsdóttur MYNDBAND e. Helenu Jónsdóttur THE CONCEPT OF BEAUTY e. Nadiu Banine WHERE DO WE GO FROM THIS e. Peter Anderson Su 5/9 kl 16 MYNDBAND e. Helenu Jónsdóttur THE CONCEPT OF BEAUTY e. Nadiu Banine WHERE DO WE GO FROM THIS e. Peter Anderson Fi 9/9 kl 20 MANWOMAN e. Ólöfu Ingólfsdóttur & Ismo-Pekka Heikenheimo Fö 10/9 kl 20 Lau 11/9 kl 20 „Há r i ð e r rosa l ega k röf tug og o rkumik i l sýn ing sem sne r t i m ig“ -K ja r tan Ragna rsson , l e iks t j ó r i - ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA Lau . 28.08 20 .00 ÖRFÁ SÆTI Lau . 04.09 20 .00 ÖRFÁ SÆTI Sun . 05.09 20 .00 NOKKUR SÆTI Lau . 11 .09 20 .00 NOKKUR SÆTI Sun . 12 .09 20 .00 NOKKUR SÆTI Allra síðasta sýning: Örfá sæti laus lau. 28. ágúst kl. 20.00 4 600 200 leikfelag.is Miðasölusími BRIM - e. Jón Atla Jónasson gestasýning Lau 11/9 kl. 18 Lau 11/9 kl. 21 SVIK e. Harold Pinter frumsýning 1/10 kl. 20 2. sýning 3/10 kl. 20 HÁRIÐ - sýnt í Íþróttahöllinni gestasýning fös 24/9 kl. 20 - sala hafin! LEIKLISTARNÁMSKEIÐ skráning stendur yfir HÁRIÐ Tryggðu þér miða MIÐASALAN er opin á fame.is, á þjónustuborði Smáralindar og í síma 528 8008 JÓNSI SVEPPI Fös. 3. sept. kl. 19.30 Lau. 4. sept. kl. 18.00 Sun. 5. sept. kl. 19.30 SÍÐUSTU SÝNINGAR:Í I : Hefðbundin starfsemi Vetrargarðs Smáralindar fer nú brátt að hefjast og því kveður SUMARSMELLURINN FAME í September. Síðustu sýningar á söngleikinn “sem hefur skemmt þúsundum Íslendinga konunglega í allt sumar” Eru eftirfarandi: Fim. 9. sept. kl. 19.30 Fös. 10. sept. kl. 19:30 Lau. 11. sept. kl. 19.30 SMÁTT og stórt er heiti á sýningu sem myndlistarmaðurinn Óli G. Jó- hannsson opnar í Ketilhúsinu við Kaupvangsstræti á Akureyri í dag, laugardaginn 28. ágúst. Þann dag stendur yfir svonefnd Akureyrar- vaka með fjölbreyttri dagskrá ýmissa menningarviðburða. Sýn- ingin stendur yfir til 12. september næstkomandi, en hún verður opnuð kl. 16 í dag. „Þessi sýning er sérstaklega gerð af þessu tilefni, Akureyrarvökunni,“ segir Óli, en hann sýndi verk sín síð- ast hér á landi fyrir ári í Reykjavík. Hann hefur síðustu misseri einkum sýnt í útlöndum, m.a. í Danmörku og Hollandi. „Ég er bókaður vítt og breitt næstu þrjú ár á ýmsum stöð- um í útlöndum, í samvinnu við þá er- lendu aðila sem ég hef átt samstarf við síðastliðin ár,“ sagði Óli. „Ég hef verið að undirbúa þessa sýningu hér heima að undanförnu.“ Óli sagði að hann liti svo á að bakland hvers lista- manns þyrfti að vera nokkuð gott, „og þess vegna hef ég af fremsta megni reynt að sinna mínum heima- bæ, sem eðlilegt er. Hér vinn ég að mestu við mín verk og hér fæ ég dyggasta stuðninginn,“ sagði hann. Yfirskrift sýningarinnar; Smátt og stórt, kemur til af því að á sýning- unni eru bæði stór verk og smá, þau stærstu 2,10x7,35 metrar að stærð en einnig er þar að finna smámyndir, 30x30. „Þessi verk eru öll máluð í ab- straktexpressionstíl,“ segir Óli um verkin. „Þetta er framhald af því sem ég hef verið að gera síðastliðin 10 til 12 ár.“ Óli segir að allar mynd- irnar á sýningunni séu nýjar, máln- ingin vart þornuð á þeim allra nýj- ustu. Hann hefur vinnustofu í gömlu Gróðrarstöðinni við Krókeyri, þar sem er hátt til lofts og vítt til veggja og kann hann vel við sig í plássinu. Óli segist hafa stefnt að því að halda sýningu á Akureyri á síðasta ári, 2003, í tilefni af því að liðin voru 30 ár frá því hann sýndi fyrst í bæn- um, en fyrsta sýning hans var í Landsbankasalnum árið 1973. „Það fórst fyrir vegna anna hjá mér, m.a. í Danmörku, en það má líta á þessa sýningu núna sem eins konar afmæl- issýningu,“ segir Óli. „Það má í sumum þeirra málverka sem ég er að sýna núna afturhvarf til þeirra mótíva sem ég var með barn- ungur í Landsbankasalnum forðum daga; Sjór, strönd og bátar,“ segir Óli, en hann dvaldi m.a. á eyjunni Ærö, suður af Fjóni á meðan hann vann að undirbúningi sýningarinnar. „Og þá læddist þetta mótív aftur að mér,“ segir hann. Er annars ekki mikið fyrir að skilgreina málverkin sín. „Engu að síður,“ segir hann, „má í þessum málverkum finna skírskotun til nánasta umhverfis á hverjum tíma. Nú síðast hefur Brekkan, ofan Innbæjarins verið mér notadrjúgur innblástur,“ bætir hann við og nefnir mismunandi liti hennar og birtu. Að mati Óla hefur ekki orðið mikil framför á boðlegu sýningarhúsnæði á þeim þremur áratugum sem liðnir eru frá því hann fyrst hengdi upp sínar myndir. „Ketilhúsið er skásti kosturinn, en þó fylgja því húsnæði gífurleg vandamál, m.a. varðandi lýsingu og fleira,“ segir Óli. Því er aðkallandi að í bænum rísi sýning- arsalur sem standi undir nafni. „Það verður til að mynda mjög slæmt ef myndlistin fær ekki inni í væntan- legu menningarhúsi. En þegar litið er til alls þess fjölda fólks sem Akur- eyrarbær hefur alið og starfar við myndlist, er þróunin afar jákvæð, bærinn hefur gefið af sér fjöldann allan af frambærilegum og verulega góðum myndlistarmönnum sem gert hafa garðinn frægan. Það er í raun magnað hversu margt af okkar unga fólki er góðir myndlistarmenn.“ Myndlist | Óli G. Jóhannsson sýnir í Ketilhúsinu á Akureyri Nánasta umhverfi maggath@mbl.is Morgunblaðið/Kristján Óli G. Jóhannsson myndlistarmaður við nokkur verka sinna. Tvær mest sóttu og umtöl-uðustu myndir ársins eruheimildamyndir, önnur ádeila á stjórnarfar í Bandaríkj- unum og þá sérstaklega forseta landsins og hin um þá sorglegu staðreynd að bandaríska þjóðin er að éta sig í hel með ruslfæði. Af hverju eru þessar myndir svona vinsælar? Er fólk orðið leitt á inni- haldslitlum Hollywood- ræmum? Eða eru heimildamynd- irnar farnar að líkjast stórmynd- unum sem við flykkjumst á í bíó? Þeir sem séð hafa Bowling for Columbine og Fahrenheit 9/11 Michaels Moores og Super Size Me Morgans Spurlocks hljóta að vera sammála um að þar eru grafalvar- leg málefni sett fram á aðgengileg- an máta þar sem stutt myndskeið, hressilegur texti og tónlist hjálpa til við að halda áhorfandanum við efn- ið.    En hefur þessi popp-væðing áheimildamyndum áhrif á sann- leiksgildi þeirra? Rýrir hinn hressi- legi framsetningarmáti myndanna heimildagildi þeirra? Hvort verður mikilvægara þegar upp er staðið, að skemmta áhorfandanum eða að miðla mikilvægum upplýsingum til hans? Að mínu mati er þessi þróun í heimildamyndagerð jákvæð. Þótt ég vildi hreint ekki sjá allar heimildamyndir mótaðar í sama form virðist þessi gerð heimilda- mynda færa formið nær almenn- ingi. Að því gefnu að vel og rétt sé farið með heimildir í umræddum myndum er ekkert nema gott um það að segja að hægt sé að fá millj- ónir manna um heim allan til að borga sig inn á fræðsluefni, sem hefur farið halloka í samkeppninni við afþreyingarefni á síðustu árum. Má jafnvel velta því fyrir sér hvort heimildamyndagerð hafi fengið pláss innan afþreyingargeirans. Michael Moore er ótvírætt braut- ryðjandi í þessari nýju bylgju og eru myndir hans umdeildar eftir því. Mikið fjaðrafok spratt upp eftir frumsýningu Fahrenheit 9/11 og stuðningsmenn Bush kepptust við að leiðrétta það sem rangt var með farið í myndinni og sökuðu Moore um að fara frjálslega með stað- reyndir og að skekkja raunveru- leikann með aðstoð klippara.    Ég get alveg fallist á það aðFahrenheit 9/11 ætti kannski betur heima undir skilgreiningunni áróðurs/heimildamynd þar sem sterkar skoðanir kvikmyndagerð- armannsins skína í gegn. Það hefur sjaldan þótt kostur í heimilda- myndagerð en sé myndin tekin með þeim fyrirvara ættu flestir þenkj- andi einstaklingar að geta séð tíma- skekkju stríðsbrölts á 21. öldinni og hvaða áhrif yfirgengilegur klíku- skapur nokkurra ríkustu manna veraldar og stjórnlaus stríðsæsing- ur hafa. Þarna eru nefnilega á ferð upp- lýsingar sem almenningur fær ekki venjulega. Vissulega hafa verið skrifaðar greinar í dagblöð og tíma- rit og fréttastofur hafa sinnt „hinni hlið“ Íraksstríðsins að einhverju leyti. En það eru miðlar sem með- aljóna og meðaljón í Bandaríkj- unum nýta sér í æ minna mæli. Þol- inmæði áhorfenda verður sífellt minni og krafan um aðgengilegt og hnitmiðað efni verður sífellt meiri. Fólk vill láta skemmta sér og ef hægt er að vekja fólk til umhugs- unar um brýn málefni í leiðinni er það þá ekki hið besta mál? Ný kynslóð heimildamynda? ’Hvort verður mikil-vægara þegar upp er staðið, að skemmta áhorfandanum eða miðla mikilvægum upp- lýsingum til hans?‘AF LISTUM Birta Björnsdóttir birta@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.