Morgunblaðið - 28.08.2004, Síða 49

Morgunblaðið - 28.08.2004, Síða 49
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 2004 49 Sími 594 6000 Bæjarflöt 4, 112 R.vík Fjöldi lita og gerða Marley þakrennur Sjáum einnig um uppsetningu Portúgal Vefviðvist múm er í öflugra lagi en rekin er frábær múm-heimasíða á slóðinni www.noisedfisk.com/ mumweb. Þó að þetta sé ekki opinber heimasíða sveitarinnar er hún tæm- andi hvað varðar upplýsingar um múm. Síðuna rekur Portúgali sem tengist sveitinni á þann eina veg að hann er gríðarlegur aðdáandi. Að sögn Örvars veit hann iðulega betur en þau sjálf hvar og hvenær þau eiga að spila. Kristín segir að þetta hafi líka gefið þeim frelsi með opinberu síðuna, sem er vistuð á www.randomsummer- .com. „Þar þurfum við ekki að pæla í þessum föstu upplýsingaþáttum og leyfum okkur frekar að bregða á leik með alls kyns rugli.“ Summer Make Good var unnin á ýmsum stöðum en forvinnan hófst í Berlín, þar sem Örvar og Kristín eru búsett. „Við duttum fljótlega niður á ákveðna tilfinningu sem mótaði hljóm plötunnar,“ segir Örvar. „Við unnum tónlist við útvarpsleikritið Svefnhjólið og þar byrjaði þessi hljómur (leik- ritið, sem Bjarni Jónsson byggir á samnefndri sögu Gyrðis Elíassonar, hlaut Norrænu útvarpsleik- húsverðlaunin í liðnum júní). Svo fór- um við í Galtarvita í sex vikur og þar byrjaði hún að verða til.“ Þetta var síðasta sumar en múm- liðar höfðu einnig notast við Galt- arvita þegar þau unnu Loksins erum við engin. „Það var gott að vera þarna í algerri einangrun,“ segir Kristín. „Maður gat einbeitt sér 100% að tón- listinni.“ Viðveran var svo brotin upp um mitt tímabilið en þá fór sveitin í túr til Bandaríkjanna, Ástralíu, Japans og Evrópu. Lokahnykkurinn var svo síðasta haust í öðrum vita, Garðskagavita. Garðskagaviti er rétt hjá Garði á Suðurnesjum, stendur efst á tánni á Íslandsdýrinu ef svo má segja. Með- limir og aðstoðarmenn dvöldu þar í boði bæjarins og Orri (Jónsson, Slow- blow) kom þá í fyrsta skipti að plötu- gerðinni og kom hann keyrandi dag- lega úr borginni. „Við breyttum húsinu, sem stendur hjá vitanum, í hljóðver,“ segir Krist- ín. „Við gátum svo rölt út í sundlaug og meðfram sjónum, það var frábært að vera þarna. Undir restina komu svo tveir náungar frá Fat Cat (út- gáfufyrirtæki múm) til að vinna í um- slaginu.“ Örvar tekur undir þetta. „Þetta voru mjög skemmtilegar vinnubúðir. Við breyttum t.d. algerlega um vinnu- lag núna og fórum aðrar leiðir til að búa til hin og þessi hljóð. Við reynd- um meira að nýta rýmið og umhverfið heldur en einhverjar rafrænar hljóð- bjaganir. Svo fórum við í Sundlaugina (hljóðver Sigur Rósar) til að hljóð- blanda. Það var dálítið flókið að hljóð- blanda, ég held að það séu að jafnaði 50 til 60 rásir í gangi í hverju lagi.“ Sigur Rós færði sig á sínum tíma frá litlu merki yfir á einn af risunum, MCA. Er ekki kominn tími á múm? „Ég held að við getum ekki verið á stóru merki,“ segir Örvar. „Nándin er mikil í Fat Cat og við erum mjög sátt við samstarfið þar. Þar er meira svona vinasamband í gangi en við- skiptatengsl. Gagnkvæm virðing og þannig líður okkur vel.“ Eins og venjulega er nóg að gera í útgáfumálum hjá múm. Hinn 6. sept- ember kemur út stuttskífan Dusk Log á tíutommu og geisladisk. Inni- heldur hún þrjú áður óútgefin lög og eitt lag af Summer Make Good. Einn- ig er komin út bókin Dreams Never Die sem inniheldur sjötommu/ geisladisk og er samstarfsverkefni múm, Hey (úr hey-o-hansen) og myndasöguteiknarans Metaphrog. Þá samdi múm tónlist við bandarísku stuttmyndina The Raftman’s Razor sem fer í sýningar í haust. arnart@mbl.is Tónleikar múm og Slowblow fara fram í Bæjarbíói, Hafnarfirði, klukkan 20.00 í kvöld og á morg- un. Miða er hægt að nálgast í 12 tónum. Ný viðhafnarútgáfa af plötu múm Summer Makes Good er komin í verslanir. www.noisedfisk.com/mumweb Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.