Morgunblaðið - 07.09.2004, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 243. TBL. 92. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is
N
O
N
N
I
O
G
M
A
N
N
I
YD
D
A
/S
IA
.I
S
/
N
M
1
3
3
3
5
fiÚ fiARFT EKKI
A‹ HAFA ÁHYGGJUR
AFfiVÍ A‹VEXTIRNIR
HÆKKI NÆSTU
40 ÁRIN
KB ÍBÚ‹ALÁN
– kraftur til flín!
Sjónvarp í
símanum
Hvernig verður sjónvarpi dreift
um símakerfið? | Miðopna
Kvenleg, en
gróf og hrá
Ásta Guðmundsdóttir tilefnd til danskra
hönnunarverðlauna | Daglegt líf
Íþróttir í dag
Þórður Guðjónsson vill burt frá Boch-
um Þórey Edda fær hörkukeppni
Landsliðið kemst til heilsu
SAMKYNHNEIGÐ pör í staðfestri
samvist munu fá að ættleiða íslensk
börn, nái tillögur nefndar forsætis-
ráðherra um réttarstöðu samkyn-
hneigðra fram að ganga en þær voru
kynntar í gær. Nefndin klofnaði hins
vegar í afstöðu sinni til þess hvort
leyfa beri ættleiðingar erlendra
barna og tæknifrjóvganir lesbía.
Þrír nefndarmenn töldu að leyfa ætti
hvort tveggja en þrír voru á önd-
verðri skoðun. Þá leggur nefndin til
að samkynhneigðir fái að skrá sig í
sambúð en því fylgja ýmis réttindi.
Hingað til hafa samkynhneigðir í
staðfestri samvist, sem er að flestu
leyti sambærileg við hjónaband
gagnkynhneigðra, einungis mátt
ættleiða stjúpbörn, þ.e. börn maka
síns, en samkvæmt tillögunum
fengju samkynhneigðir rétt til svo-
kallaðra frumættleiðinga sem þýðir
að hvorugur aðilinn í sambandinu
þarf að vera foreldri barnsins.
Björg Thorarensen, lagaprófessor
við HÍ og formaður nefndarinnar,
segir að engin ástæða sé til að tak-
marka rétt samkynhneigðra para til
ættleiðinga hér á landi. „Bæði inn-
lendar og erlendar rannsóknir benda
til þess að samkynhneigðir séu jafn-
góðir foreldrar og gagnkynhneigðir
og á engan hátt lakari uppalendur en
gagnkynhneigðir,“ segir Björg.
Nefndin hvetur þjóðkirkjuna að
breyta viðhorfi sínu til hjónabanda
samkynhneigðra þannig að þeir geti
fengið kirkjulega vígslu. Þá er lagt
til að sett verði í lög verndarákvæði
til að sporna gegn mismunun á
vinnumarkaði auk þess sem fræðsla
um samkynhneigð verði aukin.
Nefnd forsætisráðherra hvetur kirkjuna til að gefa samkynhneigða saman
Samkynhneigðir fái að
ættleiða innanlands
Samkynhneigðir/10
ÞORVALDUR
Kristinsson, for-
maður Samtak-
anna 78 og einn
nefndarmanna,
segist ánægður
með skýrslu
nefndarinnar en
það séu þó von-
brigði að ekki náðist samstaða um
öll atriði. Hins vegar sé gleðiefni að
umræðan sé komin af stað. „Ég tel
að árið 2008 verði samkynhneigðir
búnir að fá öll lagaleg réttindi í
fjölskyldumálum á við gagnkyn-
hneigða. Bann við ættleiðingum er-
lendis frá og tæknifrjóvgunum eru
aðeins tímabundnar hindranir.“
Jöfn rétt-
indi 2008?
Flestir hryðjuverkamannanna
féllu í áhlaupi sérsveitarmanna á
föstudag en þrír eru þó sagðir í haldi.
Þykir líklegt að sumir hryðju-
verkamannanna, sem taldir eru hafa
verið um þrjátíu, hafi ekki vitað að
taka átti skólabörn í gíslingu.
Lögmaður eins hryðjuverkamann-
anna sem handsamaður var, Nur-
Pashi Kulajev, segir að leiðtogi hóps-
ins hafi ekki sagt þeim hvað til stóð
og að til harðra deilna hafi komið
þegar nokkrir mannanna mótmæltu
því að börn væru gerð að skotspæni
með þessum hætti. Hafði lögmaður-
inn, Umar Sikojev, eftir Kulajev að
höfuðpaurinn hafi skotið til bana
þann sem maldaði hvað mest í móinn
og síðan sprengt með fjarstýringu
sprengjubelti sem tveir kvenkyns
hryðjuverkamenn báru.
Lík meints leiðtoga hryðjuverka-
hópsins, Magomeds Jevlojevs, hefur
ekki fundist, að sögn Interfax. Jevl-
ojev er frá Grozní í Tétsníu, en
Ingúsetíumaður að uppruna. Var
ennfremur fullyrt að Jevlojev hefði
ásamt Shamil Basajev, leiðtoga að-
skilnaðarsinna í Tétsníu, skipulagt
tilræði í Ingúsetíu í júní sl.
Haft var eftir fyrrverandi forseta
Ingúsetíu, Ruslan Aushev, í gær að
umsátrinu í Beslan hefði lokið með
þeim hætti sem raun bar vegna þess
að vopnaður hópur óbreyttra borg-
ara hóf skothríð í átt að skólanum,
vettvangi gíslatökunnar, á meðan
viðræður um lausn gíslanna stóðu
enn yfir. Sagði Aushev, sem kom að
samningaviðræðum við gíslatöku-
mennina, að skothríðin hefði orðið til
að þeir tóku að sprengja sprengjur
sínar, sem aftur kallaði á að sérsveit-
armennirnir létu til skarar skríða.
„Það fór allt úrskeiðis vegna þessara
heimsku borgara,“ sagði hann.
Gíslatakan talin
hafa verið lengi
í undirbúningi
TALIÐ er að hryðjuverkamennirnir sem tóku á annað þúsund manns í
gíslingu í Beslan í Norður-Ossetíu í síðustu viku hafi lengi haft uppi
áform um verknað af þessu tagi. Þykir ljóst að þeir hafi fyrir nokkrum
mánuðum verið byrjaðir að smygla vopnum inn í skólabygginguna sem
varð vettvangur sannkallaðs blóðbaðs, en að minnsta kosti 335 gíslanna
biðu bana eftir að rússneskir sérsveitarmenn létu til skarar skríða gegn
hryðjuverkamönnunum á föstudag.
Reuters
Þjóðarsorg var í Rússlandi í gær en þá voru borin til grafar um 120 af fórn-
arlömbum voðaverkanna í Beslan. Á myndinni sjást ættingjar syrgja Serg-
ei Dryukov, 29 ára gamlan mann sem var meðal þeirra sem biðu bana.
Moskvu. AP, AFP.
Pútín sætir/Miðopna
FYRIRTÆKI ættu að sjá starfsfólki
sínu fyrir beddum á vinnustaðnum
vilji þau auka framleiðni þess og
virkni. Ný rannsókn sýnir nefnilega
að flest fáum við okkar bestu hug-
myndir þegar við erum um það bil
að festa svefn. Frá þessu er sagt í
breska blaðinu The Guardian í gær.
Ný bresk rannsókn leiðir í ljós að
afar sjaldgæft er að fólk fái inn-
blástur á skrifstofunni, aðeins 10%
vinnandi fólks fær nýjar hug-
myndir fyrir framan skrifborðið.
30% þeirra um það bil 1.000 Breta
sem tóku þátt í rannsókninni segj-
ast hins vegar jafnan vera frjóust í
hugsun þegar svefn er tekinn að
sækja að þeim.
„Í draumum okkar verður oft til
undarleg blanda hugmynda sem
geta virst fjarstæðukenndar en sem
endrum og eins fæða af sér ótrú-
lega frjóar lausnir á erfiðum vanda-
málum,“ segir Richard Wiseman,
prófessor í sálfræði, sem stóð að
rannsókninni.
Segir í skýrslu vísindamannanna
að ef vinnuveitendur vilji ekki
koma fyrir beddum á vinnustaðnum
þá fari vel á því að þeir tryggi
starfsfólki sínu nægan mat og
drykk. Þá er mælt með því að útbú-
ið sé sérstakt hugmyndarými,
þangað sem starfsfólk geti farið til
að stunda hugflæði. Til að finna
lausn á tilteknu vandamáli sé jafn-
an best að menn hvíli sig reglulega
á verkefninu, komi síðan ferskir að
því á ný.
Svefn getur gert gæfumuninn
London. AFP.
AÐ MINNSTA kosti þrettán
Palestínumenn biðu bana og
tuttugu og fimm særðust þegar
ísraelskar hersveitir gerðu
árásir á æfingabúðir Hamas-
samtakanna austarlega á Gaza-
svæðinu í gærkvöldi. Hamas-
liðar hótuðu hefndum vegna
árásanna og talsmaður samtak-
anna, Mushir al-Masri, sagði að
enn einu sinni hefðu Ísraelar
framið glæp á heimastjórnar-
svæðum Palestínumanna.
Um er að ræða knattspyrnu-
völl nærri landamærunum að
Ísrael og voru Hamas-liðar þar
við æfingar, að sögn heimildar-
manna AFP-fréttastofunnar.
Hamas-samtökin njóta mikils
stuðnings á þessum slóðum og
hefur ísraelski herinn ítrekað
gert árásir á meintar búðir
Hamas þar. Er talið að árás-
irnar nú séu svar Ísraela við
tveimur sprengjuárásum sem
Hamas stóð fyrir á þriðjudag
og kostuðu sextán manns lífið.
Vitni sögðu tvær sprenging-
ar upphaflega hafa heyrst og
síðan þrjár til viðbótar nokkru
síðar. Farið var með látna og
slasaða á Shifa-sjúkrahúsið í
Gaza-borg og var talið að tala
látinna gæti átt eftir að hækka.
Þrettán
drepnir
á Gaza
Gaza-borg. AFP, AP.