Morgunblaðið - 07.09.2004, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.09.2004, Blaðsíða 24
MINNINGAR 24 ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Gunnar G.Schram, laga- prófessor og fyrr- verandi alþingis- maður, fæddist á Akureyri 20. febrúar 1931. Hann lést sunnudaginn 29. ágúst síðastliðinn á líknardeild Land- spítala á Landakoti. Foreldrar hans voru Gunnar Schram, um- dæmisstjóri Lands- síma Íslands á Akur- eyri og ritsímastjóri í Reykjavík, f. 22.6. 1897, d. 26.11. 1980, og Jónína Jónsdóttir Schram, húsmóðir, f. 23.5. 1897, d. 27.7. 1974. Systir Gunnars er Margrét, kennari. f. 31.12. 1932, gift Helga Hallgríms- syni, fv. vegamálastjóra, f. 22.2. 1933. Gunnar kvæntist 26.1. 1957 eft- irlifandi konu sinni, Elísu Stein- unni Jónsdóttur leirlistakonu, f. 4.7. 1935. Foreldrar hennar voru Jón Sigurjónsson, bóndi, f. 20.8. 1899, d. 14.7 1990 og Helga Kára- dóttir, húsmóðir, f. 9.4. 1904, d. 31.7. 1981. Börn Gunnars og Elísu eru: 1) Jón Gunnar, sjávarútvegs- fræðingur, f. 13.7. 1957, kvæntur Laufeyju Böðvarsdóttur, f. 20.12. 1966 og eiga þau Böðvar, Elísu, Magdalenu Salvöru og Ingunni Ýr. 2) Kári Guðmundur, kvik- myndagerðarmaður, f. 23.8. 1960. Sambýliskona hans er Íris Huld Einarsdóttir, f. 5.7. 1965 og eiga þau Elísu Björk og Hildi Ýr. Fyrir átti Íris Huld börnin Sunnu Mist deild HÍ 1974 og gegndi því starfi til ársins 2001. Hann var ráðu- nautur stjórnarskrárnefndar 1975–1983. Gunnar var kjörinn al- þingismaður fyrir Sjálfstæðis- flokkinn í Reykjaneskjördæmi 1983–87 og varaþingmaður 1987– 91. Gunnar gegndi fjölmörgum störfum á sviði stjórnmála og fé- lagsmála. Hann var m.a. varafor- maður og ritari Sambands ungra sjálfstæðismanna 1953–57, for- maður Blaðamannafélags Íslands 1962–63, fulltrúi í hafsbotnsnefnd Sameinuðu þjóðanna 1969–73, formaður Félags Sameinuðu þjóðanna 1971–73, í sendinefnd Ís- lands á hafréttarráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna 1973–82, formað- ur Lögfræðingafélags Íslands 1979–81, formaður Félags há- skólakennara 1979–81, formaður Bandalags háskólamanna 1982– 86, í stjórn Aðstoðar Íslands við þróunarlöndin, síðar Þróunarsam- vinnustofnunar, 1977–87 og for- seti lagadeildar Háskóla Íslands 1978–80 og 1992–94. Gunnar átti frumkvæði að því að koma á fót rannsóknarstofnunum við Háskól- ann og var um tíma formaður stjórnar Alþjóðamálastofnunar HÍ, formaður Mannréttindastofn- unar HÍ og formaður Hafréttar- stofnunar Íslands. Hann tók þátt í alþjóðlegu starfi í hafréttar- og umhverfismálum fyrir hönd Ís- lands og var t.d. í sendinefnd Ís- lands á umhverfisráðstefnunni í Rio de Janeiro 1990 og úthafs- veiðiráðstefnu SÞ 1993–95. Eftir Gunnar liggja fjölmörg fræðirit um þjóðarétt, stjórnskip- unarrétt, umhverfisrétt, hafrétt- armál og fleira. Útför Gunnars fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. og Sturlu Má. 3) Þóra Björk, textílhönnuð- ur, f. 23.6. 1963, gift Gunnari Rafni Birgis- syni, f. 7.12. 1961, og þau eiga Hjalta Rafn, Gunnar Stein og Birgi Rafn. 4) Kristján, fjöl- miðlafræðingur, f. 30.7. 1967 kvæntur Elizabeth Nunberg, f. 8.3. 1966 og eiga þau Gunnar Francis, Kar- vel Ágúst og Evu Björk. Áður átti Gunnar dótturina Valgerði, sjúkraþjálf- ara, f. 26.10. 1950, með Rannveigu G. Ágústsdóttur. Valgerður er gift Bjarna Daníelssyni, f. 27.2. 1949 og eiga þau Dýrleifu, Finn og Daníel og barnabörnin Valgerði, Bjarna og Óðin. Gunnar lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1950 og lögfræðiprófi frá Háskóla Ís- lands árið 1956. Hann stundaði framhaldsnám í þjóðarétti í Heid- elberg í Þýskalandi 1957–58 og við háskólann í Cambridge í Eng- landi 1958–60 og lauk þaðan dokt- orsprófi í þjóðarétti árið 1961. Gunnar var blaðamaður á Morg- unblaðinu á háskólaárunum og 1956–57. Hann var ritstjóri Vísis 1961–1966. Gunnar réðst til starfa í utanríkisráðuneytinu 1966 þar sem hann var deildarstjóri auk þess að vera sendiráðunautur við fastanefnd Íslands hjá SÞ í New York og varafastafulltrúi Íslands hjá SÞ 1971–1974. Gunnar var hann skipaður prófessor við laga- Við Gunnar vorum bræðrasynir, hann sonur Gunnars símstöðvar- stjóra á Akureyri og ég sonur Björg- vins. Á þeim bræðrum var nokkur aldursmunur, en þegar ég man fyrst eftir og öll mín æsku- og unglingsár, var mikill samgangur og vinátta milli þeirra bræðra og systkinanna allra, fjölmenn fjölskylduboð og ræktar- semi hvers í annars garð. Í þessu andrúmslofti frændgarðsins ólst Gunnar upp, sem og við, aðrir af- komendur fjölskyldunnar af Stýri- mannastígnum og þar urðu mínir fyrstu samfundir við frænda minn Gunnar. Ekki dró úr, að á sínum há- skólaárum, meðan Gunnar bjó á Garði, átti hann tíðar heimsóknir í mín foreldrahús, var þar í fæði, og talaði alltaf vel og vinsamlega um foreldra mína og þann viðgjörning sem hann fékk hjá þeim. Það tengdi okkar Gunnar síðan betur saman, að þegar ég var sjálfur stúdent við Háskóla Íslands og var að koma undir mig fótunum með konu og barn, réð Gunnar mig til vinnu sem blaðamann á Vísi, þegar hann var þar ritstjóri á árunum upp úr 1960. Það voru umbrotatímar í blaða- heiminum. Sjálfstæðisflokkurinn hafði eignast Vísi og Gunnar Thor- oddsen réði nafna sinn sem ritstjóra, sem aftur safnaði að sér miklu ein- valaliði og nýjungar voru að ryðja sér til rúms í blaðamennskunni. Gunnar gekk þar hnarreistur um ganga, beinn í baki, fastmótaður í skoðunum, röggsamur og glæsilegur ungur maður til orðs og æðis. Ég var stoltur af þessum frænda mínum, eins og jafnan síðar þegar hann gat sér orð og orðstír á sviði utanríkis- mála og hafréttar. Gunnar var í for- ystusveit þeirra manna, sem töluðu máli Íslendinga í landhelgismálun- um um árabil og mér er það alltaf minnisstætt, þegar sigur vannst í út- færslunni í fimmtíu mílur, að Gunnar var einn sá fyrsti, sem orðaði þá hug- mynd að nú skyldi færa út í tvö hundruð mílur. Hann var stórhuga og skeleggur í þeim málflutningi og lagði sína þekkingu, framkomu og framgöngu, til að fullur sigur ynnist í því mikilvæga sjálfstæðisbaráttu- máli. Glæsilegur fulltrúi Íslands á al- þjóðavettvangi. Frami Gunnars var fyrirsjáanleg- ur í utanríkisþjónustunni, en hann tók þá ákvörðun með Elísu konu sinni að flytjast heim, til að börn þeirra hjóna fengju uppeldi hér á Fróni. Honum var ættjarðarástin og heimahagarnir í blóð bornir. Þá tóku við störf hans og kennsla við laga- deild Háskóla Íslands og aðrir eru til frásagnar um þann þátt ævistarfs Gunnars. Enn átti hann aðdáun mína alla fyrir afköst í ritstörfum og fram- úrstefnu á sviði þjóðarréttar, haf- réttar og stjórnskipunar. Frændsemi okkar leiddi til þess að ég naut oftar en ekki ráða og hvatn- ingar af hans hálfu og raunar lágu leiðir okkar saman með ýmsum hætti, meðal annars sátum við frændur saman um tíma, báðir á Al- þingi Íslendinga. Gunar G. Schram var hávaxinn maður og höfðinglegur í raun og sjón. Hann var kannske ekki allra og þótti stundum stór upp á sig. En það var ekki sá Gunnar sem ég þekkti. Víst var hann ákveðinn í skoðunum og afdráttarlaus í tilsvörum, en kurt- eis og háttvís, glettinn og gaman- samur ef því var að skipta, raungóð- ur og ræðinn og það sópaði af honum á mannfundum. Í honum sló heitt hjarta og hugur hans var bljúgur og bjartur og breiður faðmur. Á síðari árum fór hann að stunda golf, eins og pabbi hans hafði gert, hér á árum áður, norður á Akureyri, og þegar þau hjónin reistu sér sum- arhús að Laugarvatni, var ekki verið að tvínóna við hlutina, heldur ráðist í stofnun golfklúbbs þar í sveitinni, sem Gunnar stýrði af mikilli rögg- semi. Þannig var frændi minn Gunn- ar, áhlaupsmaður, atorkumaður, áhugamaður um hvaðeina, sem kom hlutunum á hreyfingu, ýtti úr vör, fylgdi eftir og hrinti því í fram- kvæmd sem hugur hans stóð til. Það er sjónarsviptir að slíkum mönnum en það var um leið heiður og ánægja að eiga hann að samferð- armanni, vini og frænda í öll þessi ár. Megi minning hans lifa. Ég og mínir af legg Björgvins, föðurbróður hans, sendum Elísu, Valgerði, Jóni Gunn- ari, Þóru, Kára og Kristjáni og öllum barnabörnunum, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Ellert B. Schram. Ætli fundum okkar dr. Gunnars hafi ekki fyrst borið saman á heimili tengdaforeldra minna, Aldísar og Björgvins Schram, í Sörlaskjólinu á sjötta áratugnum. Gunnar var bróð- ursonur Björgvins, sonur Gunnars, umdæmisstjóra Landssímans á Ak- ureyri og konu hans Jónínu, systur Kristínar, listmálara, konu Valtýs, Morgunblaðsritstjóra. Gunnar yngri bjó um skeið í Sörlaskjólinu þegar hann var að ljúka lagaprófi við Há- skólann og vann fyrir sér um leið sem blaðamaður á Mogga. Þegar okkar kynni hófust var Gunnar yngri í stuttum leyfum frá framhaldsnámi við helstu mennta- setur Þýskalands og Stóra-Bret- lands í þjóðarrétti, við Max Planck- stofnunina í Heidelberg og við Sidney Sussex College í Cambridge, þaðan sem Gunnar lauk doktorsprófi í þjóðarrétti með láði 1961. Þótt ég gæfi lítið fyrir pólitíkina hans – hann var ungur og efnilegur íhaldsmaður – þótti mér maðurinn þá þegar for- vitnilegur: Hann var hávaxinn og myndarlegur, heimsmannslegur í háttum og sómdi sér vel í veislum. Gunnar var á þessum árum ný- kvæntur Elísu Jónsdóttur, sem geislaði af glaðværð og lífsgleði. Þau voru glæsileg hjón og það var kátt á hjalla í kringum þau. Braut hins unga manns virtist bein og greið til frama í stjórnmálum á vegum Sjálf- stæðisflokksins. En framabraut Gunnars lá ekki um grýttar torfærur íslenskra stjórnmála. Þar kom tvennt til: Heim kominn frá námi gerðist Gunn- ar handgenginn nafna sínum dr. Gunnari Thoroddsen, og settist í rit- stjórastól Vísis á vegum hans þegar Thoroddsen var fjármálaráðherra Viðreisnarstjórnar. Þegar Gunnar Thoroddsen hvarf út úr pólitíkinni til sendiherrastarfa í Kaupmannahöfn, voru helstu stuðningsmenn hans skildir eftir berskjaldaðir á berangri. Valdahópurinn í Sjálfstæðisflokkn- um hefur löngum verið langminnug- ur á meintar misgerðir. Hin ástæðan og sú veigameiri var sú, að þegar á átti að herða reyndist Gunnar yngri frábitinn harðsvíruðu návígi póli- tískrar valdabaráttu. Hann sat að vísu á þingi eitt kjörtímabil 1983– 1987 fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjaneskjördæmi, en lét þar með staðar numið. Honum lét betur að reka mál með rökum en að reka menn með geðþótta. Gunnar var vel að sér í sínum fræðum, stjórnskip- unarrétti og haf- og umhverfisrétti, en hafði fremur fræðilegan áhuga á pólitík en praktískan. Líf hans leitaði því í annan farveg en margur hugði í upphafi. Eftir tiltölulega stuttan stanz í utanríkisráðuneytinu, þar sem hann var m.a. varafastafulltrúi í fastanefnd Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum og ræðismaður í New York, söðlaði Gunnar um og gerðist prófessor við lagadeild Háskólans ár- ið 1974. Því embætti gegndi hann uns hann lét af störfum árið 2001. Kennsla og fræðistörf á vegum Há- skólans urðu eftir það hans aðalstarf. Gunnar reyndist afkastamikill við rit- störf á víðtæku fræðasviði: Hafrétti, alþjóðlegum umhverfisrétti, þar sem hann gerðist brautryðjandi hér á landi, og í stjórnskipunarrétti, auk þess sem hann skrifaði bók um þátt- töku Íslands í alþjóðaviðskiptum, um aðildina að EFTA og EES-samn- ingnum. Dr. Gunnar var í tvígang for- seti lagadeildar, auk þess sem hann beitti sér fyrir stofnun alþjóðamála- stofnunar og mannréttindastofnunar Háskólans og veitti báðum forstöðu um skeið. Leiðir okkar áttu eftir að liggja aft- ur saman: Ég átti sæti í stjórnar- skrárnefnd undir stjórn dr. Gunnars Thoroddsens á árunum 1975–1983, þar sem dr. Gunnar Schram var starfsmaður. Sú nefnd tók starf sitt alvarlega og skilaði fullbúnu frum- varpi til breytinga á stjórnarskránni árið 1983. Þær tillögur hlutu þá ekki áheyrn þar sem flokkseigendafélag Sjálfstæðisflokksins gat ekki unnt Gunnari Thoroddsen þess að bera málið fram, þótt ýmsir hafi orðið til að dusta rykið af þessum tillögum á seinustu misserum og af öðru tilefni. Og þegar ég sem utanríkisráð- herra lenti í útistöðum við Norð- menn, sem spunnust útaf Smugudeil- um á árunum 1993–95, en snerust í reynd um meira en vafasama hag- ræðingu Norðmanna á þjóðarrétti við stjórn þeirra á Svalbarða og svoköll- uðu fiskveiðistjórnunarkerfi þeirra umhverfis eyjarnar, leitaði ég ráða hjá dr. Gunnari. Þá reyndist hann mér og íslenskum málstað betur en flestir. Hann bar enga vanmetakennd frammi fyrir norskum þjóðréttar- fræðingum, enda var hann fyllilega jafnoki þeirra í fræðunum og reynd- ist ótrauður málflytjandi, sanngjarn en fastur fyrir og úrræðagóður. Fyrir frammistöðu sína í þessu máli á dr. Gunnar heiður skilinn, sem vert er að minnast nú þegar þessar deilur eru aftur á dagskrá íslenskra stjórn- valda. Þrátt fyrir margbreytileg félags- málastörf innan og utan háskóla- samfélagsins var dr. Gunnar innst inni dulur um sín einkamál og flíkaði lítt tilfinningum sínum. Við sem kynntumst honum nánar, í starfi og í vinahópi, gengum þess þó ekki dulin að þar fór drengur góður, viðkvæmur í lund en góðviljaður samferðamönn- um. Við Bryndís sendum Elísu, börn- um þeirra og fjölskyldum og Valgerði dóttur hans og Bjarna Daníelssyni og fjölskyldu þeirra hlýjar samúðar- kveðjur. Jón Baldvin Hannibalsson. Kveðja frá lagadeild Háskóla Íslands Á skömmum tíma hafa verið höggvin tvö skörð í hóp fyrrverandi prófessora við lagadeild Háskóla Ís- lands. Í vor féll Arnljótur Björnsson frá og nú sjáum við á bak Gunnari G. Schram. Dr. Gunnar G. Schram gegndi starfi prófessors við lagadeild í rúm- an aldarfjórðung. Aðalkennslugrein- ar hans voru stjórnskipunarréttur og þjóðaréttur og liggja eftir hann mörg rit og fjöldinn allur af fræðigreinum á þeim fræðasviðum. Þau sérsvið, sem hann lagði helst stund á, voru alþjóð- legur hafréttur og umhverfisréttur. Gat hann sér gott orð víðs vegar um heim fyrir framlag sitt til hafréttar- og umhverfismála á alþjóðavettvangi. Jafnframt beitti hann sér fyrir stofn- un Hafréttarstofnunar Háskóla Ís- lands og var fyrsti stjórnarformaður hennar. Gunnari voru falin margvís- leg trúnaðarstörf í þágu lagadeildar, þ.á m. gegndi hann starfi deildarfor- seta um fjögurra ára skeið. Það atvikaðist svo að ég var í hópi nemenda Gunnars þegar hann hóf kennslu í almennri lögfræði og stjórnskipunarrétti við lagadeild vet- urinn 1970–1971. Hann var áheyri- legur kennari og óvenju jákvæður í garð okkar sem vorum að stíga fyrstu sporin á þyrnum stráðri braut lög- fræðinnar. Þá strax tókust með okk- ur góð kynni sem héldust alla tíð. Eftir að ég kom til starfa við deild- ina urðu kynni okkar að sjálfsögðu nánari. Er mér það sérstaklega minnisstætt hve Gunnar var ætíð hress í bragði þegar fundum okkar bar saman, jákvæður og uppörvandi. Þá var aðdáunarvert að fylgjast með því hve mannleg samskipti voru hon- um töm, enda naut hann vinsælda, ekki síst í hópi nemenda sem kunnu vel að meta alþýðlega framkomu hans og hlýleik í þeirra garð. Þessir eiginleikar Gunnars og reynsla hans af ritstjórn og blaðamennsku á yngri árum gerðu það að verkum að hann hafði yfirburði, umfram aðra menn, þegar almannatengsl voru annars vegar. Var gott að leita ráða hjá hon- um í þeim efnum sem öðrum. Fyrir hönd lagadeildar og starfs- fólks hennar þakka ég Gunnari sam- fylgdina. Við Þórhildur sendum Elísu og fjölskyldu þeirra Gunnars okkar innilegustu samúðarkveðjur. Eiríkur Tómasson. Það voru sólríkir dagar á Akureyri í júní 1950, þegar við nýbakaðir Reykjavíkurstúdentar heimsóttum þá með nýju, hvítu kollana úr Menntaskólanum á Akureyri. Í þeim hópi var Gunnar Schram og við urð- um vinir eftir okkar fyrsta fundi þarna á bryggjunni á Akureyri. Við minntumst þess síðar sem mikillar ánægjustundar þegar við sunnan- menn stigum á land og lagið var tekið með heimamönnum. Við urðum með árunum æ nánari vinir og þá sérstak- lega við það að þau Elísa og við hjón- in áttum heldur betur skap og áhuga- mál saman. Samverustundir heima og erlendis með vaxandi barnahópi beggja voru okkur öllum til óbland- innar ánægju. Námsferill lögfræðingsins Gunn- ars Schram lauk með doktorsgráðu í alþjóðarétti í Cambridge og var því með afbrigðum glæstur. Það er nú reyndar svo að hið akademiska pund ávaxtast misvel. Séu gæði menntunar metin við hvað viðkomandi miðlar öðrum eða gefur frá sér, hlýtur Gunnar sem háskólaprófessor og fræðimaður að standa flestum fram- ar. Hann var ótrúlega afkastamikill í fræðiskrifum sínum, einkum um al- þjóðarétt og þar sérstaklega hafrétt- ar- og umhverfismál og stjórnskip- unarrétt. En Gunnar Schram var líka öðrum fremur gefið að tjá sínar hugs- anir skýrt og skorinort. Minnist ég þess frá ritstjóraárum hans við Vísi á sjöunda áratugnum en þá vorum við búsett heima og mikið var um sam- gang. Það var ríkur þáttur ánægju þessara ára, okkar þá ungs fólks, hversu gaman það var að deila geði við Gunnar. Hann var vissulega víð- sýnn og áhugasamur um menn og málefni enda sat hann á Alþingi síðar eitt kjörtímabilið. Eftir Vísisárin tók við utanríkis- þjónustan hjá þeim glæsilegu hjónum Elísu og Gunnari. Hans naut við sem þjóðréttarfræðings í ráðuneytinu þegar undirbúningurinn að aðildinni að EFTA stóð yfir árin 1968–’70 og yfirfór þá samningstexta fyrir okkur Þórhall Ásgeirsson. Síðan er ég flutt- ist til Genfar átti Gunnar Schram þangað oft erindi, fyrst frá Reykjavík og síðan New York en þar var hann vara-fastafulltrúi í fastanefndinni hjá S. Þj. Var það vegna Hafréttarráð- stefnunnar og undirbúnings hennar og er mér minnisstæður fundur í hafsbotnsnefndinni svokölluðu, sem Gunnar sótti einn. Ég fylgdist nokk- uð með mér til fróðleiks og sá þá hversu skilvirk og hnitmiðuð vinnu- brögð Gunnars voru um að semja yf- irlýsingu um afstöðu Íslands og koma með hana á réttum tíma. Ég hafði tekið eftir því áður í sambandi við EFTA-vinnuna hve Gunnar Schram var fljótur að átta sig og taka aðal- atriði máls fyrir. Við þessa fátæklegu samantekt um mikinn vin, er eins og endurminning- arnar flæði að mér. Mér er í minni að á árum okkar í London var Gunnar þar á ferð og gátum við tekið sunnu- GUNNAR G. SCHRAM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.