Morgunblaðið - 07.09.2004, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.09.2004, Blaðsíða 30
MINNINGAR 30 ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Hansína MargrétBjarnadóttir fæddist á Húsavík 13. júlí 1926. Hún lést á heimili sínu í Mosfellssveit 27. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þórdís Ásgeirs- dóttir, f. í Knarrar- nesi í Álftaneshreppi á Mýrum 30.6. 1889, d. 23.4. 1965, og Bjarni Benediktsson kaupmaður á Húsa- vík, f. á Grenjaðar- stað í Aðaldal 29.9. 1877, d. 25.6. 1964. Systkini Hansínu Margrétar voru fjórtán en tveir bræður hennar dóu ungir. Einnig átti hún eina fóstursystur, sem lifir hana ásamt sex systkinanna. Hansína Margrét giftist 23. mars 1949 Jóni Vigfúsi Bjarnasyni garðyrkjubónda, f. á Suður-Reykj- um í Mosfellssveit 23. mars 1927, d. 5.5. 1990. Foreldrar hans voru Ásta Jónsdóttir, f. í Reykjavík 3) Kristján Ingi, f. 30.11. 1957, fyrri sambýlismaður Haraldur Tómasson, látinn. Maki Einar Bogi Sigurðsson, börn Einars Boga frá fyrra hjónabandi eru Ágúst Rafn, Matthías og Erna. 4) Baldur, f. 28.2. 1963, kvæntur Hugrúnu Svavarsdóttur, þau eiga þrjú börn: a) Thelmu, í sambúð með Val Örnólfssyni, þau eiga tvær dætur, Lenu Líf og Diljá Dögg, b) Maríu Björk og c) Aron Braga. Hansína Margrét, eða Haddý eins og hún var kölluð, átti stóran systkinahóp og var mannmargt á heimili hennar á Húsavík og fór hún því í nokkur ár á bernskuár- um sínum í fóstur til Jónasar Kristjánssonar læknis á Sauðár- króki og Hansínu eiginkonu hans en hún var föðursystir Haddýjar. Haddý fór í Kvennaskólann í Reykjavík og starfaði um tíma í Ingólfsapóteki. Hún réð sig í vinnu sem kaupakona að Reykjum í Mosfellssveit, þar hitti hún Jón Vigfús (Jovva). Þar hófu þau sinn búskap við garðyrkjuna á Reykj- um og bjuggu fyrst á Árbakka og síðan á Suður-Reykjum 3, þar sem hún bjó til dauðadags. Útför Hansínu Margrétar fer fram frá Lágafellskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. 20.9. 1895, d. 26.4. 1977, og Bjarni Ás- geirsson bóndi á Knarrarnesi og Reykjum í Mosfells- sveit, alþingismaður og ráðherra, f. í Knarrarnesi í Álfta- neshreppi á Mýrum 1.8. 1891, d. 15.6. 1956. Börn Hansínu Margrétar og Jóns Vigfúsar eru: 1) Ásta, f. 17.4. 1950, gift Ragnari Björnssyni, þau eiga þrjá syni: Jón Davíð, hann á eina dóttur, Ástu Margréti, Björn Inga, í sambúð með Lovísu Rut Jónsdóttur, og Jó- hann Óskar. 2) Bjarni Ásgeir, f. 19.2. 1952, kvæntur Margréti Atladóttur, þau eiga tvö börn, Atla og Ragnheiði. Börn Bjarna Ásgeirs frá fyrra hjónabandi eru þrjú: Jón Vigfús, kvæntur Svan- fríði Lindu Jónasdóttur, þau eiga tvö börn, Bjarna Ásgeir og Guð- rúnu Sögu, Sigríður og Benedikt. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Elsku Haddý, takk fyrir allt. Blessuð sé minning þín. Þín tengdadóttir Hugrún. Í dag kveðjum við með sárum trega og miklum söknuði ömmu á Reykjum. Þegar ég sit hér og reyni að rita fátækleg þakkarorð til ömmu minnar verð ég þess verulega áskynja hve mikil þakk- arskuldin er. Allt frá upphafi gætti amma þess að halda okkur, barnabörnunum, á mottunni. Við vissum öll að nei þýddi nei og aldrei neitt annað í hennar húsum, enda vissum við alltaf að hverju við gengum. Allt sitt líf var hún iðin við að rækta með okkur góða og gilda siði og var oft þörf á. En það var líka allt- af tekið vel á móti okkur. Góðar voru stundirnar í eldhúsinu þar sem við fengum að snæða heima- bakað brauð með ömmusultu eða heimalagaðri kæfu. Seinna varð ég þess heiðurs að- njótandi að fá að búa hjá henni þegar afi og amma ákváðu að taka að sér mjög ráðvilltan og óharðn- aðan ungling. Ákvörðun sem átti eftir að setja mikinn svip á framtíð mína, því lífsgildin sem bæði amma og afi náðu að miðla til mín á þessu tímabili einkenna og marka líf mitt enn þann dag í dag og er ég án nokkurs vafa betri maður fyrir vik- ið. Þar fékk ég að búa við mikið ör- yggi og góðan aga, en þó í innilegri hlýju og umfram allt eignaðist ég stað sem ég gat svo innilega kallað heimilið mitt. Og fyrir þetta mun ég að eilífu standa í mikilli þakk- arskuld við ömmu og afa. Þakk- arskuld sem eingöngu verður greidd með því að takast á við lífið af sama æðruleysi og virðingu gagnvart náunganum og þau við- höfðu allt sitt líf og umfram allt að leyfa næstu kynslóð Reykjabarna að upplifa sömu gildi í sínum upp- vexti. Nú síðustu mánuðina höfðu veik- indi ömmu minnar tekið mikinn toll en er það mér huggun harmi gegn að hafa átt með henni dýrmætt samtal fyrir tæpri viku þar sem við rifjuðum upp gamla og góða tíma og fékk ég þar að kveðja hana. Takk elsku amma fyrir allar góðu samverustundirnar, þín verð- ur sárt saknað. Eftir þig liggur þó mikill fjársjóður barna, barnabarna og barnabarnabarna og yndislegar minningar í hugum okkar um góð- ar fjölskyldustundir. Lífsgildin sem þú miðlaðir til okkar mynda sterk- an grunn í lífi okkar og líf þitt end- urspeglast í hjörtum okkar allra sem á eftir þér horfa. Jón Vigfús, Svanfríður Linda, Bjarni Ásgeir og Guðrún Saga. Það er svo erfitt að kveðja þig kæra vinkona. Þú ert búin að vera miðdepillinn í lífi mínu allt mitt líf, sérstaklega þó eftir að ég flutti aft- ur til þín í sveitina 16 ára. Það verður erfitt að venjast því að koma ekki til þín eftir vinnu í kaffi eða í hádeginu, reyndar geri ég það enn og er viss um að þú sért þar hjá mér. Þegar ég hugsa hvað ég er hepp- in að hafa átt ömmu sem jafnframt var ein af mínum bestu vinkonum er ég svo þakklát, svo þakklát fyrir þennan yndislega tíma sem við spjölluðum og rökræddum um allt. Sérstaklega allan þann ómetanlega stuðning sem ég fékk frá þér á mjög erfiðum tímum. Ég get ekki annað en brosað gegnum tárin að vita af þér hjá afa Jovva eins og þú þráðir og að vita að betri engil gæti ég ekki haft mér við hlið. Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum, hugsið ekki um dauðann með harmi eða ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvel- ur, þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Kahlil Gibran.) Takk fyrir mig, ástin mín. Þín Sigríður. Elsku amma á Reykjum. Við þökkum þér fyrir allar stundirnar sem við áttum saman heima hjá þér á Reykjum. Þegar við sitjum hérna saman og rifjum upp gamlar stundir, þá er margt sem kemur upp í hugann. Grillveislurnar í garðinum, laufa- brauðsbaksturinn fyrir jólin, púkk- ið á jóladag og gamlárskvöldin, þar sem öll fjölskyldan var samankom- in til að fagna nýju ári með því að ganga yfir bandið, svo fátt eitt sé talið. Einnig voru samverustund- irnar sem við áttum í eldhúsinu hjá þér ófáar, en þar fannst öllum allt- af best að vera. Skrýtið verður að koma heim að Reykjum og þú ert ekki þar, því eitt af því fáa sem hægt var að treysta á í þessum heimi var að amma á Reykjum var alltaf heima, tilbúin að taka á móti fólkinu sínu. En svona er nú þetta líf og við kveðjum þig með söknuði og vitum að nú ertu hjá afa Jovva. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Þangað til næst. Ástarkveðja. Jón Davíð, Björn Ingi og Jóhann Óskar. Elsku amma Haddý. Það er und- arlegt hvað lífið getur breyst á augabragði og hjartað getur fyllst tómleika og söknuði á einu and- artaki. Við sátum saman inni í sjón- varpsholi um daginn og spjölluðum heillengi saman um lífið og til- veruna, þú hafðir alltaf svo skemmtilegar sögur að segja. Hvert einasta skipti sem ég gekk út frá þér, amma mín, var ég alltaf nokkrum fróðleiksmolum rík- ari. Þú kenndir mér alla þá kapla sem ég kann og dunda mér við að leggja annað slagið. Þú sagðir mér frá frændfólki sem ég á, og raktir sögu þeirra langt aftur í ættir. Langflestar mínar bernskuminn- ingar á ég af Reykjum þar sem þið afi áttuð ykkur yndislegt lítið hús, falið í fallegu öspunum sem afi og pabbi plöntuðu. Ég gleymi því aldrei hvað þú tókst okkur barnabörnum alltaf opnum örmum. Ég man þegar ég var lítil bjóstu til bestu tómatsúpu sem ég hafði smakkað, rjómalöguð með linsoðnu eggi útí. Ég man þegar við krakkarnir fórum alltaf í skúffuna í eldhúsinu og sóttum þar blöð, og sátum heil- lengi og teiknuðum myndir handa þér. Ég man þegar við vorum búin að vera lengi út að leika okkur og komum uppgefin inn til þín, og fengum kex og ömmudjús í tómar jógúrtdollur sem þú safnaðir. Ég man hvað þú unnir fuglunum í garðinum þínum og hvað þú varst sár þegar við vorum að angra þá. Ég man þegar ég fékk mér strípur í fyrsta sinn, hvað þú varst ósátt en ég veit að það var ein- ungis væntumþykja. Ég man hvað þú fylgdist alltaf með fótboltanum og vissir allt um liðin og mennina. Ég man þetta, amma mín, og meira til, ég mun aldrei gleyma þessu og svo sannarlega ekki þér. Það er svo erfitt að kveðja þig, en einhvern tíma sé ég þig aftur í paradís, þá kíki ég til þín og afa upp að Reykjum í kex og ömmu- djús. Þetta er svo erfiður tími hjá okk- ur fjölskyldunni án þín, en það bjarta í öllum þessum sorgum er það að nú ertu hjá afa, sem þú ert búin að sakna svo sárt. Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund fagurt með frjóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði af skorið verður fljótt lit og blöð niður lagði líf mannlegt endar skjótt. (Hallgrímur Pétursson.) Pabbi, mamma og Atli biðja að heilsa ykkur báðum. Sakna þín og elska þig. Þín Ragnheiður Bjarnadóttir. Elsku amma Haddý. Okkur langar til að kveðja þig með bæninni sem þú kenndir okkur þegar við vorum lítil. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Við elskum þig ávallt. María Björk og Aron Bragi Baldursbörn. Nú þegar komið er að leiðarlok- um hjá Haddý frænku, svilkonu mömmu og nágranna okkar til fjölda ára, leitar hugurinn til baka til æskuáranna. Jovvi, bróðir pabba, Haddý konan hans og börn- in þeirra fjögur bjuggu í hinum enda hússins heima á Reykjum og var ekki hægt að hugsa sér betri granna. Þar sem húsið var tvíbýlis- hús var óhjákvæmilegt að samvinna og tillitssemi varð að ríkja milli fjölskyldnanna. Við krakkarnir vor- um samtals átta, öll á svipuðum aldri. Sveitin okkar, Mosfellssveit, var ennþá hefðbundin sveit á þess- um árum. Á Reykjum var stunduð garðyrkja, Jovvi stundaði blóma- rækt en pabbi ræktun matjurta. Mæður okkar voru heimavinnandi eins og flestar konur á þessum ár- um, þær sinntu matseld, sauma- skap, sultun og öðru þess háttar. Við börnin nutum góðs af þessu, fengum heitan mat þegar við kom- um úr skólanum og gengum að því vísu að alltaf væri einhver heima allan daginn og auðvelt að leita til mæðra okkar ef eitthvað bjátaði á. Margt hefur breyst frá því þetta var og óneitanlega fylgir því ákveð- inn tregi að hugsa til baka og rifja upp æskuárin, svo mikið hefur breyst á þessum 35 til 45 árum. Við systkinin eigum margar góð- ar minningar frá þessum árum, þegar sumardagarnir voru langir og heitir og sumarkvöldin alltof stutt þegar útileikirnir voru stund- aðir. Á veturna var nægur snjór til þess að byggja snjóhús og renna sér á sleðum eða skíðum. Við nut- um þess að leika okkur við frænd- systkinin og einnig lærðum við að vinna þegar við höfðum aldur til og fengum að taka til hendinni hjá feðrum okkar við garðyrkjustörfin. Haddý var hæglát kona sem ekki hafði sig mikið í frammi. Eftir að hún varð ekkja sáum við hana sjaldan, hún dró sig í hlé og undi sér best heima, en börnin hennar, barnabörnin og ömmubörnin voru iðin við að heimsækja hana. Síðustu mánuðirnir voru henni erfiðir og var hún hvíldinni fegin. Við systkinin, Bjarni, María, Dið- rik og Helgi og móðir okkar Titia þökkum henni samfylgdina og vott- um börnum hennar og fjölskyldum þeirra samúð. María Titia Ásgeirsdóttir. Með aldrinum fá minningar bernskuáranna í huga okkar smám saman tærari skilning, dýpri merk- ingu og stærra samhengi. Öll þau atvik sem við minnumst og eru okk- ur kær verða að einni og heilli mynd; um þann kærleika, sem við vorum umvafin og sem hefur fylgt okkur eins og hlíf og blessun æ síð- an. Heimili afa og ömmu á Húsavík var slíkt kærleiksheimili. Það varð að veganesti okkar allra, sem þaðan erum. Sá kærleikur og sú um- hyggja, sem þar ríkti var hin eig- inlega mótun og uppeldi barnanna, sem þar ólust upp, og síðan gjöf þeirra til okkar barnabarnanna. Haddý, móðursystir mín, var lif- andi arfleifð þessa heimilis og eng- inn þáttur í fari hennar sterkari en þessi heila og skilyrðislausa ástúð og umhyggja fyrir fjölskyldunni og einlæga gleði við að hitta ættingja og fá í heimsókn. Ég vil fá að minnast þessarar ástkæru frænku minnar með því að vitna í orð úr bók bandaríska rit- höfundarins Thornton Wilder, um brúna, þar sem hann leitast við að skilgreina tilgang lífsins. Sagan fjallar um fimm manneskjur, sem látast af slysförum þegar brú hryn- ur, og um leit eftirlifenda að til- gangi. Skáldið segir: En brátt deyjum við sjálf og minning okkar um þau fimm verður horfin frá jörðu; við sjálf elskuð um stund en síðan gleymd. En ástin ein hefur verið nóg; all- ar þær kenndir sem hún vakti sameinast að nýju þeirri ást sem þær kveikti. Ástin þarfnast ekki minnis. Það er til land hinna lifandi og það er til land hinna látnu. Brúin milli þeirra er ást; hið eina sem lifir áfram; hinn eini og sanni tilgangur lífsins. Bjarni Sigtryggsson. Ef ég mætti yrkja, yrkja vildi eg jörð. Sveit er sáðmanns kirkja, sáning bænagjörð. Vorsins söngvaseiður sálmalögin hans. Blómgar akurbreiður blessun skaparans. (B.Á.) Þessi afstaða til starfa bóndans, sem fram kemur í Söng sáðmanns- ins, ljóði Bjarna Ásgeirssonar, tengdaföður og móðurbróður Haddýjar, einkenndi líf og störf hennar og Jovva föðurbróður míns. Hún var ákaflega dugleg, vinnusöm og driffjöður í búrekstri þeirra, hvort sem það var blómaræktin eða kjúklingabúskapurinn, sem börnin þeirra tóku þátt í þegar þau uxu úr grasi. Ég sé hana í anda í gróð- urhúsunum við Árbakka, unga konu með barnahópinn í kringum sig að „knúppa“ nellikkurnar, jafnvel fram á kvöld, og seinna við eggjaþvott og önnur verk sem til féllu við kjúk- lingana. Hún var jafnlynd og góð heim að sækja, oft ákveðin í skoðunum og átti til að leiðbeina manni í siðum og málfari. „Taktu alltaf þéttings- fast í höndina á þeim sem þú heils- ar, Ásta Ragna mín,“ sagði hún eitt sinn við mig litla stelpu, „svona laust handtak virkar eins og þú meinir ekkert með því.“ Þessu gleymdi ég aldrei. Þegar ég vann hjá Útvarpinu bað hún mig að koma því til félaga minna að tala ekki alltaf um „krakka“ heldur „börn“, annað væri lítilsvirðandi við börn. Haddý var heimakær í seinni tíð og hugsaði vel um fólkið sitt, sem sótti mikið til hennar. Á meðan Jovva naut við voru þau ákaflega samhent og miklir félagar, nutu lífsins við allt sem þau tóku sér fyr- ir hendur. Minnisstætt er mér sum- arleyfi sem þau áttu í Portúgal með Baldri bróður hennar og Þóreyju konu hans, þegar við Einar vorum þar fararstjórar. Þar var nú kátt á hjalla og hverrar stundar notið. Nú er eflaust tekinn upp þráðurinn með Jovva einhvers staðar, en hans var mjög saknað er hann lést langt um aldur fram. Ég vil þakka Haddý samfylgdina fyrir hönd fjölskyldu minnar, móð- ur og systkina. Við vottum börnum, tengdabörnum og öllum ættingjum hennar innilega samúð. Ásta R. Jóhannesdóttir. HANSÍNA MARGRÉT BJARNADÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.