Morgunblaðið - 07.09.2004, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.09.2004, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 2004 11 Hér erum við egur Sæbraut ata kk as tíg ur LindargataHverfisgata Vi ta stí gu r Ba ró ns stí gu r ta Njálsgata Bergþórugata Skarphéð.gKa lau t au ða rá rs tíg ur rh ol t Ski h lt Brautarholt Laugavegur Hát M Hátún Miðtún Nó at ún Samtún Borgartún H öf ða tú n Sæ Sæt únSkúlatún Skúlagata Steintún HLEMMUR M jö ln is h. Eldaskálinn Brautarholti 3 105 Reykjavík Sími: 562 1420 eldaskalinn@simnet.is www.invita.com Vegna 30 ára afmælis Invita fá kaupendur Elite framtíðareldhússins afmælisgjöf frá Invita. Við höfum nýtt 30 ára reynslu og sérhæfingu við hönnun framtíðareldhússins, sem við köllum Elite og viljum lofa þér að njóta þess með okkur. Afmælistilboð á Elite allan septembermánuð Komdu og sjáðu hvernig Elite afmælisinnréttingin getur orðið þitt persónulega eldhús. En hafðu hraðann á - þetta afmælistilboð Invita stendur aðeins frá 23.ágúst til og með 30.september 2004. Invita heldur upp á 30 ára afmæli NÝJUNG Elite Gæði að utan sem innan Invita gæði eru ekki eingöngu í útlitinu. Við samhæfum frábæra hönnun og notagildi. Til dæmis skemmtileg innlegg úr akasíutré í skúffur frá 30cm og upp í 120cm breidd. Fáanleg spónlögð eða litlökkuð Tvöfaldur afsláttur í september! RÍFANDI veiði er í Skógá undir Eyjafjöllum og heildartalan í dag er hærri heldur en metveiði í ánni til þessa. Reyndar er Skógá ekki „göm- ul“ í laxveiðiflórunni, því leigutaki hennar, Ásgeir Ásmundsson, hefur komið henni á kortið með göngu- seiðasleppingum líkt og gert hefur verið í Ytri- og Eystri-Rangá. „Það hefur hvert methollið rekið annað og þeir sem hættu 4. sept- ember voru með 33 laxa á fjórar stangir sem er það langmesta sem eitt holl hefur veitt í Skógá frá því að laxveiði hófst í ánni. Þá voru komnir 180 laxar á land og næsta holl á eftir var komið með 12 laxa eftir fyrri daginn. Mesta laxveiði í ánni til þessa var 131 lax. Auk þessa eru komnir yfir 1.600 silungar á land, mest bleikja að meðalþyngd um 2 pund og nú síðustu daga hefur aðeins borið á vænum sjóbirtingum í bland við laxinn, m.a. 5 og 7 punda fiskum,“ segir Ásgeir. Meira í vændum Hann sagði að veiðin nú væri nokkuð í samræmi við væntingar sínar, hann sleppti 38.000 göngu- seiðum, en gæðin væru mismikil og hann reiknaði ekki með að fá heimt- ur nema frá u.þ.b. 20.000 seiðum og þá kannski 200 laxa sumarveiði sem virtist ætla að ganga upp og vel það. „Horfurnar eru hins vegar miklu betri fyrir 2005, því ég var í þetta skipti með 38.000 gönguseiði í hæsta gæðaflokki og allur pakkinn fór út á réttum tíma. Ég geri mér því vonir um allt að 400 laxa veiði næsta sum- ar,“ bætti Ásgeir við. Austurbakkinn … Ásgeir er líka með austurbakka Hólsár sem er sameiginlegt vatn beggja Rangánna auk Þverár. „Það hefur gengið ótrúlega vel, en það eru komnir yfir 130 laxar á land og nærri 400 sjóbirtingar. Það sem kemur skemmtilega á óvart er, auk þess hve laxveiðin er góð, að með- alþungi birtingsins er enn mjög góð- ur, en venjulega hefur hann smækk- að talsvert þegar liðið hefur fram í september. Meðalþunginn er samt enn 3–4 pund,“ sagði Ásgeir Ás- mundsson. Um 200 úr Fljótaá Nærri 200 laxar hafa veiðst í Fljótaá í Fljótum og allra síðustu daga hefur verið bærilegasta kropp, nokkrir laxar á dag á þrjár stangir, auk vænnar bleikju, en um miðbik sumarsins var sérstaklega lífleg veiði og góðar smálaxagöngur héldu mönnum við efnið. Allt síðasta sum- ar veiddust aðeins 49 laxar í ánni, þannig að þetta eru veruleg um- skipti til hins betra, eins og svo víða á norðanverðu landinu. Glæðist í Varmá Valgeir Ásgeirsson, veiðivörður við Varmá og Þorleifslæk, sagði talsvert af sjóbirtingi gengið í ána, sérstaklega hefði áin tekið við sér eftir rigningarnar á dögunum, en þá hefði vatnsmagnið margfaldast eftir langa þurrkatíð, áin hreinsað sig af slýi og fiskur gengið upp og dreift sér. „Menn hafa verið að fá ’ann síð- ustu daga,“ sagði Valgeir. Hvert methollið rekur ann- að í Skógá Hannes V. Ólafsson með vænan birting úr Varmá. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? EINAR Oddur Kristjánsson og Magnús Stefánsson, þingmenn Norðvesturkjördæmis, segjast gera sér vonir um að stuðningur við til- lögu um háskóla á Vestfjörðum eigi eftir að aukast. Málið hafi mikla þýðingu fyrir Vestfirði. Á síðasta ári lögðu Kristinn H. Gunnarsson, Magnús Stefánsson, Einar Oddur Kristjánsson og Gunn- ar I. Birgisson fram þingsályktun- artillögu um háskóla á Vestfjörðum. Einar Oddur sagði að stuðningur hefði komið úr ýmsum áttum við þessa tillögu. Og þó að sumir séu með hugmyndir um aðrar áherslur en hefðu verið í þingsályktunartil- lögunni skipti það ekki öllu máli. „Það skiptir miklu máli að við tök- um fyrstu skrefin og þreifum okkur áfram.“ Einar Oddur sagði að heimamenn byndu miklar vonir við þetta mál og tillögurnar séu raunhæfar. „Reynsl- an sýnir það alls staðar að þetta er mjög fallið til þess að styrkja byggðir.“ Magnús Stefánsson sagðist trúa því að stuðningur við tillögu um há- skóla á Vestfjörðum ætti eftir að aukast. Hann sagði að þingsálykt- unartillaga frá síðasta þingi um þetta efni yrði endurflutt á komandi þingi. Magnús sagði að heimamenn hefðu mikinn áhuga á að koma upp háskóla á Vestfjörðum. Það hefði komið berlega fram á ráðstefnu sem ungt fólk á Vestfjörðum stóð fyrir í sumar um hagsmuni Vestfjarða og byggðaþróun. „Þetta á eftir að skipta miklu máli fyrir Vestfirði. Ég er ekki í nokkrum vafa um það,“ sagði Magnús. Háskóli á Vestfjörðum Mikilvægt að við tök- um fyrstu skrefin INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, sagði kaup Símans á fjórðungshlut í Skjá einum ásamt fleiri málum, sem hæst hafa borið í stjórnmálunum í sumar, snúast um það hverjir ættu Ísland og hefðu aðgang að völdum og áhrifum samkvæmt erfðarétti og hvernig menn reyndu að halda í þau völd. Kom þetta fram í máli hennar á mánudagsfundi Samfylkingarinn- ar í Kópavogi í gærkvöld, þar sem rætt var um stjórnmálaástandið í sumar. Rætt var um fjölmiðlamálið, stjórnarskrármálið, skýrslu nefnd- ar um stefnumótun íslensks við- skiptaumhverfis og framsóknar- konur og Símamálið. Sagði hún málflutning Sjálfstæð- isflokksins í fjölmiðlamálinu í hróp- legri andstöðu við hugmyndir flokksins um frelsi atvinnulífsins. „Það er líka í hróplegri andstöðu við hugmyndafræði flokksins það sem er að gerast innan Símans núna,“ sagði hún. „Ég held að ástæðan fyr- ir því að menn snúa blinda auganu að því, sé sú að þetta geti verið liður í söluferli Símans þegar þar að kemur og geti verið liður í því að reyna að sjá fyrir að það séu réttir aðilar sem fá þessa hluti upp í hend- urnar þegar þar að kemur.“ Skortir samræðustjórnmál Ingibjörg Sólrún sagði öll um- rædd mál til marks um skort á sam- ræðustjórnmálum, en hefðu snúist um vinnubrögð og notkun valds, eða því sem hún nefndi valdstjórnunar- lýðræði. Vonandi hefðu menn lært eitthvað af fjölmiðlamálinu þegar kæmi nú að samkeppnismálunum. Núna hefði fólk séð upptakt að svip- uðum vinnubrögðum í samkeppnis- málunum og í fjölmiðlamálinu með því að sett hefði verið á stofn nefnd valdra sérfræðinga og pólitískra trúnaðarmanna. „Nú er búið að skila skýrslu sem er að mörgu leyti faglega unnin,“ sagði Ingibjörg Sól- rún. „Síðan er skýrslan lögð fram og núna fer hópurinn í að semja frumvarp og það er enginn sem á aðkomu að þeirri frumvarpssmíð, heldur er hún undir handarjaðri ríkisstjórnarinnar. Ég er auðvitað að vona að menn hafi eitthvað lært í fjölmiðlamálinu og menn bjóði meira upp í um- ræðuna, en það er ekkert sem bend- ir sérstaklega til þess; skýrslan er komin fram, þeir segjast ætla að semja frumvarp og hleypa engum að samningu þess. Svo kemur það fram sem stefna ríkisstjórnarinnar og þá er kannski allt komið í hálf- gerðan hasar. Eitt vakti athygli mína í skýrslunni, að það er alltaf verið að segja frá því að ríkisstjórn- ir hér og þar hafi lagt fram það sem kallað er umræðuplögg um hvernig samkeppnisumhverfi eigi að líta út. Samin eru umræðuplögg sem lögð eru inn í samfélagið til umfjöllunar og umræðu og gefinn tími til þess. Það koma fram alls kyns sjónarmið sem eru vegin og metin og í kjölfar þess er svo sest niður og velt fyrir sér hvernig löggjöfin eigi að líta út. En hér læra menn aldrei, hvorki af öðrum né mistökum sínum og það er aldrei boðið upp í þessa vegferð. Þessi lýðræðisvitund virðist aldrei vera til staðar að menn gefi góðan kost á umræðu og komi svo saman og reyni að semja frumvarp sem lágmarkssátt er um.“ Ingibjörg Sólrún sagðist óttast að endurskoðun stjórnarskrárinnar færi í svipaðan farveg og fjölmiðla- málið en sagði að þjóðin ætti að vera stjórnarskrárgjafinn. „Að mínu viti verður að tryggja að þjóð- in geti með einhverjum hætti komið að málinu en ekki bara í gegnum formlega kjörna fulltrúa á Alþingi.“ Sagði hún sérkennilegt varðandi einn þátt stjórnarskrárinnar, kjör- dæmamálið, að það skyldu alltaf vera þingmennirnir sjálfir sem hefðu sýslað með kjördæmamálin. „Þeir eru alltaf að fjalla um sjálfa sig, þeir sitja yfir kjördæmamálun- um, sjá fyrir sér hvernig eigi að skipta landinu upp í kjördæmi og reikna alltaf út frá sjálfum sér. Auðvitað væri það miklu nær að þjóðin kæmi að því með einhverjum hætti að skoða kjördæmamálin út frá almannahagsmunum en ekki einkahagsmunum einhverra þing- mannanna.“ Það mál sem reis hátt nú í sum- arlok, þ.e. staða kvenna innan Framsóknarflokksins, á að mati Ingibjargar það sameiginlegt með lýðræðismálunum, fjölmiðla- og samkeppnismálunum, að þar risu deilur vegna vinnubragða og notk- unar valds. „Framsóknarkonur hafa staðið andspænis því, eins og margar aðrar konur í öðrum flokk- um, að þeim hefur verið ýtt til hlið- ar til að rýma fyrir ungum karl- mönnum. Í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins og kosningunum til Alþingis síðast, duttu út nokkrar konur og þurftu í rauninni að rýma til fyrir ungum karlmönnum. Það var sagt að það skipti svo miklu máli að fá reynsluheim ungra karl- manna inn á þing. Framsóknar- og sjálfstæðiskon- um hafa í gegnum tíðina verið skömmtuð svolítil völd í smá- skömmtum en það hefur verið ákveðið af forystu flokkanna hvað þær fengju mikið, hvenær og hverj- ar. Og ég held að framsóknarkonur hafi skyndilega áttað sig á að þessu valdi hefur verið útbýtt til þeirra og þær ætluðu sér ekki að sætta sig við það lengur.“ Sagði Ingibjörg að menn væru að átta sig æ betur á því að sú aðferðafræði sem notuð væri í íslenskum stjórnmálum gengi ekki lengur og væri úrelt. Ásgeir Friðgeirsson varaþing- maður lýsti þeirri skoðun sinni að stokka ætti Símann upp og aðskilja sjónvarp og Breiðbandið og að- greina grunnnet frá virðisaukandi þjónustu, en Flosi Eiríksson, bæj- arfulltrúi í Kópavogi, var andsnúinn uppstokkun fyrirtækisins. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir á fundi Samfylkingarinnar Vonar að menn hafi lært eitthvað af fjölmiðlamálinu Morgunblaðið/Kristinn Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ræddi stjórnmálaástand sumarsins í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.