Morgunblaðið - 07.09.2004, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 07.09.2004, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5.40, 8, og 10.20. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 10.20. b.i. 12 ára ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4 Ísl tal. ÁLFABAKKI kl. 8 B.i 14 ára. KRINGLAN 10. B.i 14 ára. Þeir hefðu átt að láta hann í friði. EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP KL. 3.30, 5.40, 8 OG 10.20. Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i. 14 ára. S.V. Mbl.  HP. Kvikmyndir.com S.V. Mbl.  HP. Kvikmyndir.com ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10. b.i. 14 ára Kemur steiktasta grínmynd ársins SÝNIÐ ALDREI SLÆMA LITINN ÞVÍ ÞAÐ VEKUR ATHYGLI ÞEIRRA. I I I I Í I I .  G.E. Ísland í bítið/Stöð 2  Kvikmyndir.com S.K., Skonrokk  Ó.H.T Rás 3.  Ó.H.T Rás 3. 2 dagar eftir  STÓRSKEMMTILEG Ó.H.T Rás 2  O.O.H. DV Sýnd kl. 10. B.i. 14 ára. Sýnd kl. 6. Sýnd kl. 6 og 8. Sýnd kl. 5.40.  S.V. Mbl  Ó.Ó.H. DV NÝJASTA plata Bjarkar Guðmunds- dóttur, Medúlla, er í níunda sæti breska vinsældalistans sem gildir frá og með morgundeginum, en hann endurspeglar sölu platna í Bretlandi í nýliðinni viku. Er það fyrsta heila söluvikan sem Medúlla hefur fengist í breskum plötubúðum. Í efsta sæti listans fór plata Libertines með sama nafni en hún er einnig nýkomin út og í sinni fyrstu viku á listanum. Í öðru sæti er platan Songs About Jane með Maroon 5 en hún var einnig í öðru sæti í síðustu viku. Í þriðja sæti er Hopes and Fears með Keane, sama sæti og síðast, en plata Prodigy, Always outnumbered never outgunned, er fallin úr efsta sæti í það fjórða. Í fimmta sæti er plata Anastasia með sama nafni, lækkar um eitt sæti. Scissor Sisters með samnefnda plötu eru í sjötta sæti, einu neðar en fyrir viku. Í sjöunda sæti er platan A Grand Dont Come For Free með Streets, sama sæti og síðast, og í því áttunda er Final Straw með Snow Patrol, hefur fallið um tvö sæti. Medúlla er svo í níunda sæti sem fyrr segir og í því 10. er önnur ný plata, High með Blue Nile. Tónlist | Plata Bjarkar selst vel Í 9. sæti í Bretlandi SÖNGSVEITIN Nylon eru staddar í Lundúnum við upptökur í einka- stúdíói Nigels Wright. Wright er velkunnur upptöku- stjóri þar ytra og hefur hann unnið náið með Friðriki Karlssyni síðast- liðin ár. Wright hefur m.a. unnið með Madonnu að tónlistinni fyrir kvikmyndina Evitu en aðrir sem hann hefur stýrt upptökum fyrir í hljóðveri sínu eru m.a. Barbara Streisand, Ronan Keiting, Sir Cliff Richards og Boyzone. Nigel Wright er mjög eftirsóttur útsetjari á söngleikjatónlist fyrir West End. Þá er hann tónlistar- stjóri Idol-þáttanna í Englandi og Bandaríkjunum. Hann hefur tvisv- ar verið tilnefndur til Grammy- verðlaunanna og einu sinni til Ósk- arsverðlauna, en það var fyrir tón- listina í kvikmyndinni Evitu. För stúlknanna er lokahnykkur í upptökum á væntanlegri breiðskífu Nylon sem Skífan gefur út í haust. Stelpurnar verða í London fram á miðvikudag og verða við upptökur allan tímann. Tónlist | Söngsveitin Nylon í London Þetta eru spennandi tímar fyrir stelpurnar í Nylon. Í fótspor Madonnu Á ÞESSU herrans ári 2004 þegar aldrei hafa fleiri erlendar hljóm- sveitir og söngvarar sótt Ísland heim og leikið á stórtónleikum fyrir lands- menn, eru sumir á að einna kærkom- nasta heimsóknin hafi komið frá Ír- landi. Að litlir og látlausir sóló- tónleikar sem írska söngvaskáldið Damiens Rice hélt á Nasa 19. mars hafi verið með þeim magnaðri sem haldnir hafa verið hér á landi í háa herrans tíð og þeir hafi jafnvel slegið út fyrirferðarmeiri og athyglisfrekari tónleika með frægari stjörnum. Eft- irvæntingin fyrir tónleikana var líka mikil. Miðarnir seldust upp á einum degi og komust mun færri að en vildu. Þeir sem misstu þá af Rice, og hinir sem ekkert þrá heitar en að upplifa aðra tónleika með honum, ættu því að kætast yfir þeim tíðindum að hann hefur nú í hyggju að halda hér sína aðra tónleika á árinu, enn og aftur á Nasa, fimmtudaginn 23. september. Núna kemur Lisa með „Ég fékk bara frá honum SMS- farsímaskilaboð þar sem hann spurði hvort hann mætti ekki koma aftur,“ segir Kári Sturluson tónleikahaldari, sem einnig stóð ásamt Birni Stein- bekk fyrir komu hans í mars. „Ég svaraði auðvitað um hæl að það væri ekkert mál og þá spurði hann hvort Lisa mætti ekki vera með í för að þessu sinni. Og auðvitað var það auð- sótt mál.“ Lisa þessi er Hannigan, er í hljóm- sveit Rice og syngur með honum í nokkrum lögum á plötunni margróm- uðu O, en hún leikur einnig á selló og gítar. Hún mun leika með honum á tónleikunum á Nasa, en á síðustu tón- leikum lék Rice einn síns liðs á kassa- gítar og söng. Platan O hefur selst mjög vel hér á landi og var víða á lista yfir bestu plötur fyrir síðasta ár. Leið svo vel eftir síðustu heimsókn „Ég get sagt þér að mér leið svo vel eftir að hafa verið á Íslandi. Endur- nærðist. Svo ég varð bara að koma aftur,“ segir Rice í samtali við blaða- mann Morgunblaðsins í gær. „Þetta var bara ein af þessum ferð- um sem lánaðist fullkomlega. Ég hef aldrei fengið alúðlegri og persónu- legri viðtökur frá nokkrum tónleika- höldum. Ég heillaðist af landi og þjóð. Hvað allt var afslappað og óþvingað. Bláa lónið sló mig svo algjörlega út af laginu og ég naut hverrar mínútu þar. Svo ekki sé nú talað um sjálfa tón- leikana sem eru mér sérstaklega minnisstæðir.“ Rice segist hafa verið bara núna fyrir helgi að rifja Íslandsförina enn eina ferðina upp fyrir félögum sínum, þ.á m. Lisu og þá hafi þau fengið þá snilldarhugmynd að skella sér bara. „Ég var alveg búinn að gera hana óða og hún hreinlega varð að koma og sjá þetta sjálf. Þá SMS-aði ég bara til Kára og við gengum frá þessu.“ Rice á strangt til tekið að vera í fríi um þessar mundir, og það kærkomnu fríi, eftir að hafa dembt sér beint í plötugerð um leið og langri og strangri tónleikaferð lauk í haust. „Við vorum komin á fullt í plötu- gerðina og ég hafði einsett mér að vera tilbúinn með plötu í febrúar á næsta ári, en þá eru nákvæmlega 3 ár síðan O kom út á Írlandi. En svo allt í einu fór ég gjörsamlega yfir um á öll- um þessum æðibunugangi. Það rann upp fyrir mér hversu mikið rugl það var að vera að flýta sér svona mikið, bara til að ná einhverju tilbúnu marki. Því sló ég allt af, setti plötu- gerðina á bið og fór í frí.“ En hverskonar frí er það að spila síðan út um allar jarðir, og meira að segja þvælast norður yfir Atlantshaf? „Umboðsmaðurinn minn spurði mig líka gáttaður sömu spurningar. Og ég svara þér á sama veg: Ég lít á það sem hluta af mínu fríi að koma til Íslands og spila. Ég hef aldrei litið á það sem vinnu að heimsækja staði sem mér líkar við og leika fyrir fólk sem mér líkar við. Það eru forrétt- indi, ein af mínum lífsnautnum.“ Rice segir að tónleikarnir 23. sept- ember verði vissulega svolítið frá- brugðnir hinum fyrri, vegna þess að nú muni hann njóta fulltingis Lisu. „Lagavalið er svolítið annað þegar hún er með mér. Hún kemur með eitthvað alveg sérstakt, bæði sem söngvari og hljóðfæraleikari. Svo hef- ur hún líka svo sterka nærveru.“ Aðspurður segist Rice frjálsari þegar hann er einn á sviði, en með Lisu séu sköpunarkrafturinn á hinn bóginn mun meiri. Rice bætir við að tónleikagestir megi alveg búast við að heyra einhver ný lög, en hann leggi það annars ekki í vana sinn að ákveða með löngum fyrirvara hvað hann ætli að spila. „Mér finnst best að spila þetta af fingrum fram.“ Tónleikar | Damien Rice heldur sína aðra tónleika á árinu á Nasa Morgunblaðið/Sverrir Damien Rice á sviðinu á Nasa 19. mars 2004 þar sem hann lék á als oddi. Sendi SMS og bað um að fá að spila Tónleikar Damiens Rice verða á Nasa fimmtudaginn 23. september. Miðasala hefst í Skífunni Laugavegi 26 laugardaginn 18. september kl. 10. Miðaverð er 2.900 kr. skarpi@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.