Morgunblaðið - 07.09.2004, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.09.2004, Blaðsíða 13
ÚR VERINU MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 2004 13 VEIÐILEYFAGJALD sem leggst á útgerðina frá og með fyrsta sept- ember síðastliðnum mun ekki íþyngja útgerðinni á þessu fisk- veiðiári þar sem á móti falla niður gjöld sem nema hærri upphæð en veiðileyfagjaldið nú. Það mun hins vegar hækka á næstu árum og við það munu gjöld útgerðarinnar hækka. Frá þessu er greint í Morgun- korni Íslandsbanka og segir þar svo: „Frá og með nýju fiskveiðiári sem hófst 1. sept. 2004 munu út- gerðarfyrirtæki þurfa að greiða svokallað veiðigjald í ríkissjóð. Gjaldið verður 1,99 kr. á hvert út- hlutað þorskígildistonn til að byrja með og mun hækka í 3,14 kr. þegar gjaldið verður komið að fullu til framkvæmda 1. sept. 2009. Á því fiskveiðiári sem er nýbyrjað munu útgerðarfyrirtæki þurfa að greiða 935 m.kr. í ríkissjóð. Á móti veiði- gjaldi falla niður nokkur gjöld sem eigendur fiskiskipa hafa greitt á undanförnum árum. Tímabundið gjald í þróunarsjóð sjávarútvegsins mun þannig falla niður (átti að skila 742 m.kr. skv. fjárlögum 2004) og veiðieftirlitsgjald til Fiski- stofu mun einnig falla niður (átti að skila 335 m.kr. skv. fjárlögum 2004). Að teknu tilliti til afnáms þróunarsjóðsgjalds og veiðieftir- litsgjalds munu áhrifin á þessu fiskveiðiári ekki verða til íþynging- ar fyrir útgerðarfyrirtækin. Þess ber þó að geta að þróunarsjóðs- gjaldið var tímabundið og átti að falla niður 1. sept. 2008. Þegar veiðigjaldið mun hækka eftir þetta fiskveiðiár munu áhrifin verða auk- inn kostnaður fyrir útgerðarfyrir- tækin.“ LÍÚ sendi í gær frá sér tilkynn- ingu þar sem gerð var athugasemd við frétt útvarpstöðvarinnar Bylgj- unnar þess efnis að útvegsmenn hagnist við álagningu veiðigjalds, enda falli niður Þróunarsjóðsgjald og veiðieftirlitsgjald. Í tilkynningu LÍÚ segir að hið rétta sé að Þróunarsjóðsgjald hafi á sínum tíma verið lagt á til þess að stuðla að hagræðingu í greininni með fækkun fiskiskipa og vinnslu- stöðva og til að greiða niður skuldir og skuldbindingar Hlutafjársjóðs og Atvinnutryggingasjóðs útflutn- ingsgreina. „Fjármunirnir runnu þannig til greinarinnar sjálfrar. Útvegsmenn ákváðu síðan að halda áfram að greiða Þróunarsjóðsgjald til þess að fjármagna kaup á nýju hafrannsóknaskipi. Um síðustu áramót var eiginfjárstaða Þróun- arsjóðs jákvæð upp á 400 milljónir króna. Þess vegna var rétt að fella Þróunarsjóðsgjaldið niður. Áætlað er að Veiðigjaldið sem lagt var á þann 1. september nemi um 935 milljónum króna á fisk- veiðiárinu 2004/2005, en um 1.475 m.kr. væri það komið að fullu til framkvæmda. Gert er ráð fyrir að innheimt Þróunarsjóðsgjald á þessu ári nemi 742 milljónum króna og að fjárhæð Veiðieftirlitsgjalds nemi 335 millj- ónum króna. Í ljósi þess að Þróun- arsjóður stendur nú undir öllum sínum skuldbindingum var inn- heimtu Þróunarsjóðsgjaldsins sjálfhætt. Það er því ekki rétt að halda því fram að útvegsmenn hagnist á álagningu veiðigjalds enda er þar um að ræða gríðarlega aukningu í innheimtu frá veiðieftirlisgjaldi, eða sem nemur 600 milljónum króna,“ segir í tilkynningu LÍÚ. Óskynsamleg stefna Fjallað er um veiðileyfagjaldið á sjávarútvegsvefnum 200milur.is og sagt að það sé í raun skattur sem komi harðast niður á landsbyggð- inni. Þá er þar fjallað um baráttu Morgunblaðsins fyrir því að veiði- leyfagjaldið yrði lagt á og meðal annars sagt svo: „Í lok leiðara Morgunblaðsins í gær segir að í upptöku auðlindaskatts sé: „fólgin merkileg stefnumörkun, sem lík- legt má telja, að aðrar þjóðir taki upp í auknum mæli, þegar fram líða stundir.“ Það kann að vera að aðrar þjóðir taki þennan ósið upp. En hitt er alveg öruggt að einn góðan veðurdag mun fólk sjá að skattlagning auðlinda í þágu rétt- lætis er óskynsamleg stefna sem dregur úr vexti og velmegun í efna- hagslífi þjóða. Stuðningsmenn auð- lindaskatts víða um heim vinna sjálfsagt einhverjar pólitískar orr- ustur um málið, en þeir flýja ekki þá staðreynd að fólk verður verr sett fyrir vikið. Þess vegna hafði ritstjórn Morgunblaðsins ekki ástæðu til að fagna í leiðara sínum á miðvikudag, enda þótt hún hafi haft sigur í hinni pólitísku orrustu um skattinn hér á landi. Skatturinn verður aldrei til hagsbóta fyrir þjóðina. Þetta er stríð sem rit- stjórn Morgunblaðsins getur ekki unnið.“ Veiðileyfagjald íþyngir ekki á þessu fiskveiðiári Fréttir í tölvupósti Ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum til Costa del Sol 15. september. Nú getur þú notið skemmtilegasta tíma ársins á þessum vinsælasta áfangastað Íslendinga í sólinni og búið við frábæran aðbúnað. Þú bókar núna, og tryggir þér síðustu sætin, og 4 dögum fyrir brottför hringjum við í þig og tilkynnum þér hvar þú býrð. Að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu farar- stjóra Heimsferða allan tímann. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 39.990 M.v. 2 í herbergi/stúdíó, 15. sept. 7 nætur. Netverð. Símabókunargjald kr. 2.000 á mann. Ferðir til og frá flugvelli, kr. 1.800. Val um 1 eða 2 vikur. Munið Mastercard ferðaávísunina Stökktu til Costa del Sol 15. september frá kr. 29.995 Verð kr. 29.995 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára. Flug, gisting, skattar, 7 nætur, 15. sept. Netverð. Símabókunargjald kr. 2.000 á mann. Háskólabíó vi› Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is Starfsár Sinfóníuhljómsveitar Íslands hefst fimmtudaginn 9. september með glæsilegum tónleikum þar sem kynnt er til sögunnar ný íslensk söngstjarna sem er á hraðri uppleið í tónlistarheiminum: Maríus Sverrisson. Maríus hefur gert garðinn frægan í Þýskalandi undanfarið þar sem hann hefur m.a. verið í lykilhlutverki í verðlauna- söngleiknum Titanic, sem gekk fyrir fullu húsi í Hamborg í 10 mánuði samfleytt. Tryggðu þér miða á upphafstónleikana og góða byrjun á menningarvetrinum! Glæsileg byrjun Erich Wolfgang Korngold ::: Robin Hood Maury Yeston ::: Kyndarasöngurinn úr Titanic Jón Þórarinsson ::: Þrír mansöngvar Marlcolm Arnold ::: Tam O´Shanter, op. 51 Jón Leifs ::: Björn að baki Kára úr Sögusinfóníunni Kurt Weill ::: Mackie Messer úr Túskildingsóperunni Stephen Sondheim ::: Broadway Baby úr Follies Richard Strauss ::: Til Eulenspiegels lustige Steiche Upphafstónleikar Fimmtudaginn 9. september kl. 19.30 Háskólabíói, miðaverð: 2.800 / 2.400 kr. Hljómsveitarstjóri ::: Rumon Gamba Einsöngvari ::: Maríus Sverrisson M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN HVALIR í Suðurhöfum sækja mjög í tannfisk sem tekið hef- ur línukróka, sjómönnum til sárrar skapraunar. Breska sjávarútvegsblaðið Fishing News International greinir frá því að suður-afr- íska línuskipið South Princess hafi orðið að halda til hafnar, vegna þess að ekkert veiddist nema hálfétinn tannfiskur við Prince-Edwards eyju á dögun- um. Talsmaður útgerðarinnar segir að hvalir hafi sótt mjög í fiskinn á línunni og gert hann þannig verðlausan. Mynd- bandsupptökur frá miðunum sýni „svartan sjó af hval“, mest háhyrningum, hrefnum og búrhvölum sem hafi étið a.m.k. fjórum sinnum meiri afla af línunni en skipið land- aði eftir 40 daga veiðiferð. Hann sagði „afrán“ hvalanna hafa tekið mjög á taugar skip- verjanna, auk þess sem elds- neytiskostnaður hafi rokið upp. Því hafi ekki verið um neitt annað að ræða en að halda til hafnar. Aflaverðmæt- ið hafi rétt dugað fyrir olíunni. Sjómenn telja að hvölum hafi fjölgað mjög á þessu svæði eða að tannfiskstofnum hafi hrakað svo mjög að ekki sé lengur til skiptanna fyrir menn og hvali. Þeir telja hval- ina líka hafa vitskast, og fylgi nú skipunum hvert fótmál í von um auðfenginn bita. Sjáv- arbotn á þessu svæði útlokar togveiðar á tannfiski og sjó- menn krefjast aðgerða, a.m.k. aukinna rannsókna á atferli hvalanna. Þá hafa suður-afr- ískir túnfiskveiðimenn einnig orðið fyrir barðinu á gráðug- um hvölum og við Agulhas- höfða eru dæmi um að háhyrn- ingar hafi étið allt að 90% af túnfiskaflanum. Hvalir éta tannfisk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.