Morgunblaðið - 07.09.2004, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.09.2004, Blaðsíða 18
MINNSTAÐUR 18 ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Skráning í barna-/unglingakóra Seljakirkju fer fram í kirkjunni fimmtudaginn 9. september frá kl. 16-18. Tveir kórar verða starfræktir í vetur og er margt spennandi framundan. Kórstjóri er Anna Margrét Óskarsdóttir. Æfingar verða sem hér segir: Yngri deild (7-9 ára) æfir þriðjudaga kl. 15:30-16:30. Eldri deild (10 ára og eldri) æfir fimmtudaga kl. 14:30-16:00. Foreldrar mæti með börnum sínum á skráningardaginn. Kórastarf í Seljakirkju Þátttökugjald greiðist við innritun. Nánari upplýsingar í Seljakirkju í síma 567 0110. LANDIÐ AUSTURLAND Vestmannaeyjar | „Stansið, kallaði lögregluþjónninn til hóps af krökk- um sem voru á röltinu á bryggjunni klukkan tvö eftir miðnætti. Hann nálgaðist þau varfærnislega og rétti þeim lundapysju og fór síðan aftur inn í lögreglubílinn og keyrði í burtu.“ Þannig byrjar grein Ellen E. Schults, blaðamanns The Wall Street Journal, sem birtist á forsíðu blaðsins á dögunum. Hún var hér á ferð í ágúst og fylgdist með þeim Arnari Gústafssyni, 11 ára, Árnýju Ósvaldsdóttur, 11 ára, og bræðr- unum Ólafi og Bjarti Ólafssonum, 8 og 11 ára, þar sem þau röltu um í myrkrinu og reyndu að bjarga þeim pysjum sem lentu á Heimaey. Faðir þeirra Ólafs og Bjarts, Ólafur Týr Guðjónsson var bílstjórinn í leitinni. Að sögn Ólafs Týs var það Krist- ján Egilsson, forstöðumaður Nátt- úrugripasafnsins, sem kom blaða- manninum í samband við hann. „Við buðum henni að koma með um kvöldið enda stóð til að fara á veið- ar,“ sagði Ólafur og strákarnir bættu við að helgina áður hefðu þeir verið á pysjuveiðum með þýsk- um sjónvarpsmönnum. Það má því segja að þeir hafi verið orðnir vanir athygli fjölmiðlanna þegar Ellen bankaði upp á. Aðspurðir hvernig hefði gengið þetta kvöld sögðu þeir að það hefði gengið ágætlega. „Við veiddum sex þetta kvöld,“ sagði Ólafur Týr en strákarnir voru fljótir að leiðrétta hann og bættu tveimur við. „Við veiddum sex á meðan hún var með okkur en hún þraukaði ekki eins lengi og við,“ sagði Bjart- ur og bætti því við að þeir hefðu veitt tvær til viðbótar eftir að henni var skutlað upp á hótel. Heldur áköf Samtals veiddu þeir um fimmtíu pysjur þessa vertíðina og var það allt skrásett enda tóku þeir virkan þátt í pysjueftirlitinu. Aðspurðir hvernig veiðimaður Ellen Schults hefði verið sögðu þeir að hún hefði verið heldur áköf. „Hún sá lunda- pysju í hverju horni og var alltaf að benda, segja okkur að stoppa en þá var það kannski bara plastpoki, steinn eða eitthvað álíka. Þegar leið á kvöldið var farið að taka minna mark á henni,“ sögðu þeir í léttum tón. Ellen byrjaði grein sína á lýs- ingu þegar lögreglan stöðvaði þau klukkan tvö eftir miðnætti. „Já, hún var rúmlega tvö og við vorum á leið- inni að skutla henni upp á hótel,“ sagði Óli Týr og Bjartur bætti við að þau hefðu verið fjögur aftur í þegar löggan stoppaði þau. „Svo rétti hann okkur bara pysju og keyrði í burtu.“ Ólafur Týr sagði að blaðamað- urinn bandaríski hefði hrifist mjög af því rólegheitalífi sem hún upplifði í Eyjum. „Hún skildi mjög vel að fjölskyldur kæmu ofan af landi til að upplifa þetta. Eins hrósaði hún krökkunum í Vestmannaeyjum sér- staklega, fannst þau sérlega frjáls- leg, þæg og kurteis,“ sagði Ólafur Týr og bætti við að henni hefði fundist sérstakt þegar pysjunum var sleppt. „Þá fórum við út á ham- ar og slepptum þar, fengum okkur síðan ber þarna í nágrenninu og enduðum heima hjá móður minni þar sem krökkunum var boðið í svið. Hún smakkaði reyndar ekki sviðin, sagðist vera grænmetisæta.“ Pysjunum bjargað en lundarnir veiddir Eins og áður kom fram fengu þeir þýska sjónvarpsmenn í heim- sókn nokkrum dögum áður. Þá voru þeir meira og minna fastir á einum stað þar sem sjónvarpsmennirnir mynduðu þá í bak og fyrir og settu nokkrar bjarganir á svið. „Sömu pysjunni var bjargað nokkrum sinn- um.“ Það sem vakti mesta athygli þeirra og þeir í raun áttu mjög erf- itt með að skilja var það að pysj- unum var bjargað en lundarnir veiddir. „Við vorum að bjarga pysj- unum þetta kvöld með þeim en dag- inn eftir fórum við Bjartur út í klett að veiða lunda. Þar veiddi Bjartur sinn fyrsta lunda. Þetta fannst þeim skrýtið og gátu engan veginn skilið hvernig við getum litið á þetta sem tvennt ólíkt, að bjarga pysjunum og veiða lundann.“ Duglegir lundapysjuveiðimenn í Eyjum á forsíðu The Wall Street Journal Orðnir vanir athygli fjölmiðlanna Morgunblaðið/Sigursveinn Þórðarson Veiðimennirnir góðu, f.v. Bjartur, Ólafur og Arnar og fyrir aftan þá bíl- stjórinn Ólafur Týr. Á myndina vantar frænku þeirra, Árnýju Ósvalds- dóttur, sem var með þeim þetta kvöld. Neskaupstaður | Trommuleik- arinn Pjetur Sævar Hallgrímsson hefur rekið verslunina Tónspil í Neskaupstað í bráðum sautján ár. Þar höndlar hann með tónlist og sitthvað fleira. Menn leita gjarnan í smiðju til Pjeturs eftir tónlist- arlegu góðgæti og fágæti. Þar má jafnt sjá léttstígar ömmur að kaupa Fjórtán fóstbræður, sem og dökk- klædda drengi í þungum þönkum hjá gaddavírsrekkanum. „Þetta er í rauninni búið að vera hellingsbasl þessi sautján ár,“ seg- ir Pjetur um búðarreksturinn. „Markaðssvæðið er ekki stórt, en þetta lafir og ég býst við að halda út eitthvað áfram. Menn eru hér að finna sér hitt og þetta í tónlist og margir í rokkinu, ekki síst þessu eldra frá sjötíu. Austfirðingar rokkaðir Pjetur er rokkari af gamla skól- anum og spilaði m.a. með Amon Ra, sem var býsna þekkt hljóm- sveit eystra og víðar í eina tíð. Hann segist líka hafa spilað með Brján; blús-, rokk- og djass- klúbbnum í Neskaupstað. „Maður hefur spilað í sjóvunum og komið nálægt ýmsu. Ég er svo sem ekkert hættur að spila. Ef einhver vill hafa mig með þá er ég hugsanlega til.“ Pjetur segir Norðfirðinga hlusta á allskonar tónlist. „Austfirðingar hafa samt sem áður alltaf þótt frek- ar rokkaðir og maður finnur vel fyrir því í plötusölunni. Tónlistarlífið hérna hefur líka verið nokkuð öflugt. Brján skiptir miklu máli í þessu sambandi hvað varðar rokk, djass og blús. Þeir hafa meira að segja tekið diskó- sveiflur og auðvitað öll tónlist sem á sinn rétt inni í þessu. Það kom reyndar niðursveifla í tónlistarlífið hér fyrir fáum árum og lýsti sér fyrst í minnkandi að- sókn að Tónskólanum og svo í lægð í bílskúrsböndunum. Gras- rótin er annars vel virk. Hér er m.a. band sem kallast Out Loud og er efnilegt. Þeir eru eru í rokki og bara seigir. Eftirminnilegasta plata sem farið hefur um hendur Pjeturs er Frank Zappa-plata sem hann man ekki lengur hvað heitir. „Sem ég tímdi ekki að selja en seldi samt. Mjög sjaldgæf plata og ég náði mér í eitt eintak frá Bandaríkjunum. Sé náttúrlega eftir því dag að hafa selt það. En það fer svo sem ýmislegt gott í gegnum verslunina hér sem gam- an er að handfjatla og fer svo sína leið. Þegar upp er staðið og árið gert upp er það íslenska tónlistin sem alltaf er hæst í sölu og það er gott mál.“ Í sautján ár hefur Pjetur í Tónspili séð Norðfirðingum fyrir músík úr öllum áttum Á rokkvaktinni Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Höndlar með heimstónlistina: Pjetur S. Hallgrímsson í versluninni Tón- spili í Neskaupstað og Atli Már Magnússon dyggur viðskiptavinur. Eskifjörður | Þær virðast býsna samstiga í hárgreiðslulínum þessar eskfirsku snótir sem sátu niður undir fjöruborði þar í bæ á dög- unum. Allar ljóshærðar með greitt í tagl og undu sér vel í góðviðrinu. Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Eskfirskir taglhnýtingar Fellahreppur | Framboðsfrestur vegna sveitarstjórnarkosninga í sameinuðu sveitarfélagi Austur- Héraðs, Fellahrepps og Norður- Héraðs, sem fram fara hinn 16. októ- ber næstkomandi, rennur út kl. 12 á hádegi laugardaginn 25. september. Yfirkjörstjórn hefur sent frá sér auglýsingu þar að lútandi og þar kemur fram að á hverjum framboðs- lista skulu vera að minnsta kosti 11 nöfn frambjóðenda og að hámarki 22 nöfn. Skulu frambjóðendur gefa skriflega yfirlýsingu um að þeir hafi leyft að setja nöfn sín á listann. Einnig skal fylgja skrifleg yfirlýsing um stuðning kjósenda við listann, að lágmarki fjörutíu nöfn og að hámarki áttatíu nöfn. Yfirkjörstjórn, sem er skipuð þeim Bjarna G. Björgvinssyni, Guð- mundi Davíðssyni og Jóni Víði Ein- arssyni, mun koma saman í ráðhúsi Fellahrepps til að taka á móti fram- boðslistum milli kl. 10 og 12 laug- ardaginn 25. september. Framboðsfrestur vegna kosninga renn- ur út 25. september

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.