Morgunblaðið - 07.09.2004, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 07.09.2004, Blaðsíða 29
miklu uppáhaldi hjá henni og eins yngri systur mínar, Erna og Val- gerður, en við komum allar í heim- inn áður en Tanta eignaðist sína einkadóttur, Sigríði Magneu. Pabbi var framkvæmdastjóri heildverslunarinnar Miðstöðvarinn- ar hf. og þurfti að ferðast mikið á vegum fyrirtækisins. Þá var Tanta mömmu alltaf til halds og trausts meðan við systurnar vorum litlar og gisti þá oftar en ekki hjá okkur. Tanta bjó hjá foreldrum sínum á Freyjugötu 7 fram til ársins 1955 er hún eignaðist Sigríði Magneu en þá fluttu þau öll í Meðalholt 13. Skömmu síðar lést Valgerður amma og gerðist þá ráðskona hjá Töntu og afa mikil sómakona, Svanhvít Vatnsdal, og sá hún um heimilis- haldið og Sigríði litlu því að Tanta og afi unnu bæði utan heimilisins. Stórfjölskyldan kom alltaf saman um jól og áramót og sá háttur var ætíð hafður á að allir komu saman í Steinagerði 4 hjá mömmu og pabba á aðfangadag og gamlárskvöld en á jóladag í Meðalholti 13. Þar var allt- af hangikjöt í matinn og ís og ávext- ir í eftirrétt og stundum lumaði Tanta á bjór sem henni áskotnaðist hjá Gunnari frænda okkar sem þá var í siglingum. Oft hélt Tanta líka upp á afmælið sitt 23. júlí og bauð þá upp á alvöru, villtan lax. Þegar eldri dóttir okkar hjónanna fæddist árið 1970 var hún fjögur fyrstu árin í pössun í Meðalholti hjá Svanhvíti og afa en þau létust bæði með stuttu millibili árið 1974. Tanta bjó í Meðalholti til ársins 1998 er hún flutti í Stóragerði 5 undir verndarvæng Sigríðar dóttur sinnar og hennar fjölskyldu. Þar bjó hún til ársins 2001 er hún flutti í hjúkrunarheimilið Skógarbæ. Dótturdætur hennar voru henni ákaflega hjartfólgnar og fylgdist hún með öllu sem þær tóku sér fyrir hendur af miklum áhuga. Börn okk- ar systra og barnabörn voru Töntu líka mjög kær og var hún allt fram á síðasta dag mjög dugleg að koma í afmæli og aðrar veislur í fjölskyld- unni. Hún var mjög gjafmild og veitul og vildi helst alltaf vera með hlaðið veisluborð þegar fólk kom í heimsókn. Elsku Sigga Magga, Björgvin, Sigrún Ósk og Helga Þóra. Við hjónin, dætur okkar og þeirra fjöl- skyldur vottum ykkur innilega sam- úð okkar. Blessuð sé minning elsku Töntu. Sigrún Vilbergsdóttir.  Fleiri minningargreinar um Sig- rúnu Skarphéðinsdóttur bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Áslaug Marinósdóttir. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 2004 29 ✝ Guðjón Loftssonfæddist á Böggvisstöðum í Svarfaðardal 7. marz 1914. Hann lést á heimili sínu á Dalvík 29. ágúst síð- astliðinn. Foreldrar Guðjóns voru Loft- ur Baldvinsson, f. 7. júlí 1881, d. 20. apríl 1940, og Guðrún Friðfinnsdóttir, f. 14. nóvember 1886, d. 26. júlí 1984. Systkini Guðjóns eru: 1) Sveinn Helgi, f. 23. september 1905, d. 25. sept- ember 1905. 2) Sveinína Helga, f. 29. marz 1907, d. 9. janúar 1908. 1923, d. 29. marz 1988. 12) Hildur Björk, f. 20. maí 1926. 13) Sigríð- ur, f. 20. október 1927. Eftir skyldunám á Dalvík var Guðjón í Héraðsskólanum á Laugum veturna 1932–34. Hann vann við búskapinn á Böggvis- stöðum, aðallega á sumrin, til ársins 1947 er hann var aflagður. Hann var á vetrarvertíðum í Sandgerði og Keflavík á árunum 1941–58 og var útgerðarmaður í félagi við bræður sína Aðalstein og Baldvin. Hann fór á síldar- verkunarnámskeið á Siglufirði vorið 1957 og var verkstjóri við síldarsöltun á Dalvík á meðan síld veiddist fyrir Norðurlandi. Vann síðast við saltfisk- og skreiðarverkun hjá Haraldi hf. á Dalvík. Guðjón var ókvæntur og barn- laus. Útför Guðjóns verður gerð frá Dalvíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. 3) Sigríður Lovísa, f. 9. október 1908, d. 20. marz 1982. 4) Baldvin Gunnlaugur, f. 28. desember 1910, d. 11. janúar 1978. 5) Þórgunnur, f. 17. nóvember 1912. 6) Aðalsteinn Friðrik, f. 2. júní 1915, d. 1. september 1986. 7) Björgúlfur, f. 20. ágúst 1916, d. 10. október 1985. 8) Sveinn Haukur, f. 14. apríl 1919, d. 29. ágúst 1945. 9) Garð- ar, f. 23. september 1920, d. 31. janúar 1999. 10) Bergljót, f. 17. apríl 1922. 11) Lára, f. 30. ágúst Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Blessuð sé minning elsku Gauja og hafi hann þakkir fyrir allt. Guð geymi hann. Sveinn Haukur Sigvaldason, Markrún Óskarsdóttir. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgrímur Pétursson.) Við viljum kveðja Gauja með þessari bæn. Við erum glaðir að við fórum til Dalvíkur með ömmu og afa á fiskidaginn og hittum Gauja þá. Gaui var mjög góður við börn og skammaði okkur aldrei, þótt við hefðum hátt í kringum hann. Nú líður Gauja vel hjá Guði og engl- unum. Matthías Knútur og Ólafur Haukur Matthíassynir. Elsku Gaui. Það verður tómlegt án þín á Bjarkarbrautinni og við eigum eftir að sakna þín mikið. Við viljum minnast þín með þessari bæn og þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Guð blessi þig, elsku Gaui. Þínar frænkur Stefanía Eir og Viktoría Ósk. Elsku Gaui. Ég kveð þig með tár í augum um leið og ég hugsa um allar þær góðu minningar sem ég á um þig. Þú varst alltaf með húmorinn í lagi og ég man mörg gullkornin sem komu frá þér. Þú varst alltaf svo ynd- islegur við okkur og hafðir svo gaman af þegar Stefanía og Vikt- oría voru í heimsókn. „Verið bara sem lengst,“ sagðir þú alltaf við okkur. Það voru ófáar næturnar og dagarnir sem við eyddum á Bjark- arbrautinni hjá Gauja, ömmu Beggu og Hildi. Ég er mjög þakk- lát fyrir allar stundirnar sem við áttum hjá ykkur þegar við vorum búsett fyrir norðan, þær minningar verða vel geymdar og munu aldrei gleymast. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Guð blessi minningu þína, elsku Gaui og takk fyrir allt. Þín frænka Eva Berglind. Elsku Gaui. Það er erfitt að kveðja þig og hugsa til þess að við eigum ekki eftir að sjá þig framar. En um leið rifjast upp margar góðar minn- ingar af Bjarkarbrautinni og þessar minningar lifa að eilífu. Þú varst alltaf svo góður við okkur. Þegar við vorum yngri gafstu þér alltaf tíma til að stilla gamla víd- eótækið fyrir okkur svo við gætum horft á gömlu áramótaskaupin. En nú ertu kominn til gömlu félaganna og þið hafið eflaust um mikið að tala. Guð geymi þig, elsku frændi. Sigvaldi og Stefán. GUÐJÓN LOFTSSON ✝ Elísabet FjólaKristófersdóttir fæddist í Reykjavík 24. nóvember 1925. Hún lést á Landspít- alanum í Fossvogi 28. ágúst síðastlið- inn. Elísabet var dóttir hjónanna Magnúsar Magnús- sonar frá Geitagili í V-Barð., f. 6.10. 1882, d. 22.10. 1961, og Oddnýjar Er- lendsdóttur frá Skíð- bakka í A-Landeyj- um, f. 11.10. 1883, d. 9.8. 1969. Börn Magnúsar og Odd- nýjar eru Hulda, f. 1913, d. 1998, Marta Sonja, f. 1914, Magnús Adolf, f. 1916, d. 1996, Þórdís, f. 1918, d. 1939, Jórunn Lilja, f. 1919, Erlendína, f. 1921, d. 1922, Erlendur, f. 1923, d. 2003, Guð- Dóttir Elísabetar er Guðný Helga Örvar, f. 20.6. 1946, gift Þorsteini P. Matthíassyni frá Vest- mannaeyjum. Þau eru búsett á Hornafirði. Þau eiga fjórar dætur, þær eru: a) Þorgerður Helga, f. 16.11. 1964, maki Þorvaldur Jón Sturluson, b) Elísabet Guðmunda, f. 3.8. 1967, maki Ögmundur Jón Guðnason, c) Matthildur Unnur, f. 26.2. 1971, maki Einar Rúnar Sig- urðsson, og d) Anna, f. 21.10. 1974, maki Jón Indriði Þórhallsson. Árið 1959 giftist Elísabet eftir- lifandi manni sínum, Guðmundi H. Franklínssyni frá Litla-Fjarðar- horni í Strandasýslu, f. 28.5. 1915. Sonur þeirra var Ragnar Frank- lín, f. 13.1 .1959, en hann lést af slysförum 28.5. 1976, aðeins 17 ára gamall. Útför Elísabetar fer fram frá Laugarneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. björt, f. 1924, Elísabet Fjóla, sem hér er kvödd, og Fanney, f. 1928. Sex mánaða gömul var Elísabet gefin hjónunum Kristófer P. Eggertssyni, f. 28.11. 1892, d. 16.11. 1961, og Helgu Egg- ertsdóttur, f. 6.9. 1894, d. 29.5. 1967, en þau bjuggu í Hafnar- firði á þessum tíma. Þau tóku einnig tvö önnur kjörbörn að sér, þau Hjördísi Kristófersdóttur, f. 20.10. 1929, d. 30.6. 1998, og Helga Marinó Sig- marsson, f. 21.6. 1932. Helga og Kristófer slitu samvistum í kring- um 1940, þá búsett á Akureyri. Helga fluttist þá til Reykjavíkur með öll börnin. Mig langar að minnast með nokkr- um orðum elskulegrar frænku minn- ar Elísabetar Fjólu Kristófersdóttur. Lísa, en svo var hún ætíð kölluð, hafði átt við vanheilsu að stríða um langt skeið. Kom það því fæstum á óvart að kveðjustund væri í nánd. Samt er það nú svo, að það er alltaf missir að þeim sem manni þykir vænt um og ótal minningarbrot verða ljóslifandi í hug- anum. Allar þessar dýrmætu minn- ingar um Lísu geymi ég í hjarta mínu. Allar samræðurnar, símtölin og heim- sóknirnar til þeirra hjóna. Oft komu börnin mín með og fengu þá ýmislegt óvænt eins og til dæmis barnakross- gáturnar úr Vikunni sem hún hafði klippt út og haldið til haga fyrir þau. Það sem mér þykir dýrmætast var nærvera hennar sjálfrar, fá að heyra um hvernig lífið gekk fyrir sig og hvernig hún tókst á við lífið með þrautseigju og æðruleysi þrátt fyrir heilsuleysi og sáran sonarmissi. Finna fyrir umhyggju hennar og áhuga á því sem ég væri að gera, fylgjast með fjölskyldunni minni og svo framvegis. Seinustu árin yljaði hún sér oft við myndir af afkomend- um dóttur sinnar og fékk ég margoft að handleika litlu albúmin hennar sem hún geymdi í náttborðsskúffunni sinni á spítalanum. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. (23. Davíðssálmur.) Ég bið þess nú að Guð umvefji Lísu kærleiksríku ljósi sínu í landi eilífð- arinnar. Með söknuði og virðingu kveð ég þig nú, Lísa mín. Megi Guð gefa fjölskyldu hennar huggun og styrk á þessari erfiðu stundu. Kristín Edda Ragnarsdóttir. Hinn 28. ágúst lést hún Lísa amma mín á 79. aldursári. Ég sakna hennar óskaplega. Hún var svo sannarlega góð amma og yndisleg langamma. Ég á mér margar dýrmætar minningar um ömmu Lísu og mig langar að rifja nokkrar þeirra upp hér. Amma Lísa var hlédræg kona, en samt vissum við systurnar alltaf að hún elskaði okkur meira en allt annað. Verkin hennar ömmu sögðu meira en þúsund orð. Mér fannst samband okkar ömmu breytast mikið eftir að ég eignaðist trú á Jesú. Ég bað oft fyrir ömmu og ég fann hvernig bæði ég og hún breyttumst í gegnum þær bænir, samband okkar varð mun nán- ara og síðustu árin höfðum við eignast mjög gott samband. Ég var þó aldrei sú duglegasta við að hringja í ömmu, mér þótti best að skrifa henni bréf og segja henni þannig það sem bjó í hjarta mér. Amma svaraði þeim bréfum ávallt með símhringingu og innilegu þakk- læti. Núna þegar ég hugsa um hana Lísu ömmu sé ég hana fyrir mér bros- andi með gleðiglampa í augum, alveg eins og hún varð alltaf þegar við kom- um í heimsókn til hennar og afa. Amma mín var afar gjafmild og ekki fór ég frá henni og afa án þess að mér væri rétt eitthvert gott, eða aur. En það var ekki það sem hlýjaði mér um hjartaræturnar heldur nærvera ömmu og afa. Ósjálfrátt fer ég að brosa, þegar ég hugsa um þá tíma sem ég átti með afa og ömmu á Laugalæk 19. Ég sé ömmu enn fyrir mér sitja við eldhús- borðið að leggja kapal með litlu spil- unum sínum. Amma hlustaði þá oftast á útvarpið og drakk kaffið sitt úr litla glasinu sínu. Ekki get ég talið öll þau skipti sem þessi litli spilastokkur var gripinn og amma spilaði við mig Ólsen Ólsen. Eggþór frændi á háaloftinu tók alltaf vel á móti mér þegar ég kom og Anna frænka í kjallaranum var einnig mjög dugleg að sinna þessari forvitnu stúlku sem bankaði stundum upp á hjá henni. Það var ævintýri líkast að dvelja hjá afa og ömmu á Laugalækn- um og aldrei gat ég vitað fyrirfram hvað amma og afi myndu gera með mér næsta dag. Þegar afi kom heim úr vinnunni þá kom hann oftast við í bakaríinu eða búðinni og kom þá heim með eitthvað gott í gogginn, eins og rúgbrauð eða harðfisk, sem mér þótti best. Amma var dugleg að fara með mig í sund og eftir sundið fengum við okkur pylsu. Amma gaf mér líka stundum aur og sendi mig yfir götuna til Ragnars kaupmanns til að kaupa mér eitthvert gott. Við amma ferðuðumst mikið á milli staða í strætó og oft fórum í heimsókn til Mörtu á Laugaveginn. Það voru skemmtilegar heimsóknir og í minningunni var alltaf sól heima hjá Mörtu frænku. Það sem mér þótti þó mesta æv- intýrið var þegar við amma fórum niður í fjöru að leita að alvöru fjár- sjóði. Aðalástæðan fyrir ferðunum var þó að leita að kopar sem amma gat svo selt, en í þessum ferðum fund- um við líka margt annað spennandi. Amma lánaði mér járnbút og sýndi mér svo hvernig ætti að grafa í sand- inum. Og viti menn, upp kom oft hinn mesti fjársjóður, t.d. silfurskeiðar, silfur- og gullhringar, eldgamlir smá- peningar, slípað gler og margt annað spennandi. Enn í dag á ég eitthvað af þessum munum úr þessum ferðum okkar ömmu, og þegar ég hef skoðað þá með drengjunum mínum færist ég aftur ein 25 ár. Ég man einnig vel eftir einu sumr- inu mínu þegar afi og amma tóku mig með sér í Stóru-Mörk, ég man ekki hversu lengi við dvöldumst þar, kannski bara eina helgi, en sá tími var mér mjög dýrmætur. Já hún Lísa amma mín var alveg einstök, og ég er Guði svo þakklát fyr- ir að leyfa mér að njóta þess að eiga hana í 33 ár og einnig fyrir að dreng- irnir mínir fengu að kynnast henni langömmu sinni. Þegar ég kvaddi ömmu mína hinn 12. ágúst með faðmlagi og kossi sagði hún við mig: „Gangi þér vel í lífinu Matta mín.“ Svona hafði hún aldrei kvatt mig áður, hún vissi hvað var framundan. Ég veit að þeir kostir sem hún amma mín bar skiluðu sér vel til mín og barna minna og við kveðjum hér með elsku ömmu, með söknuð og hryggð í hjarta. Ég veit að hún hefur loksins komist á þann stað þar sem engir sjúkdómar, áhyggjur, sorg eða hræðsla býr. Nú er hún í faðmi Guðs og hvílir höfuð sitt sæl við brjóst Jesú. Ég elskaði ömmu mína og hennar er og verður sárt saknað, minning ömmu verður vel geymd og alls ekki gleymd. Við þökkum hér með öllum þeim sem hafa sent okkur samúðarkveðjur og verið okkur til huggunar á þessum sorgartíma. Einnig sendum við inni- legar þakkir fyrir hönd fjölskyldunn- ar á Norðurbraut 10 á Höfn. Kærar kveðjur, Matthildur, Einar, Aron, Ísak og Matthías. ELÍSABET FJÓLA KRISTÓFERSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.