Morgunblaðið - 07.09.2004, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.09.2004, Blaðsíða 17
MINNSTAÐUR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 2004 17 Softub pottarnir eru mjúkir viðkomu. hvergi harðar eða hvassar brúnir. Börnum stafar því engin hætta af þeim þó leikar æsist. Lok allra Softub nuddpottana eru með öryggislæsingu sem kemur í veg fyrir að börn komist í pottinn án eftirllits. Hitastýribúnaður pottsins kemur í veg fyrir að vatn potttsins geti orðið of heitt. Það er engin hætta á bruna vegna of heits vatns. Orkukostnaður aðeins 1.100 kr. á mánuði* Vert er að veita dælubúnaði Softub-pottanna athygli. Vegna þeirrar miklu einangrunar sem er í pottunum, þarf ekki orkufrekt hitaelement til hitunar á vatni pottsins. Varmaskiptadæla (bremsumótor) sér um hringrás vatnsins og nuddið og er hitinn frá henni notaður til hitun- ar á vatni pottsins. Orkuþörf dælunnar er einungis 1400 w og 6 amp. og getur því tengst í hvaða tengil sem er. Nákvæmur rafeindastýrður hitastillir heldur fyrirfram ákveðnu hitastigi allan sólarhringinn. Potturinn er því ávallt tilbúinn til notkunar, sem verður til þess að notkunin verður margfalt meiri. *Samkvæmt mælingu á 4 manna potti í nóvember. Lofthiti var að meðaltali -1°. Miðað er við verðskrá fyrir höfuðborgarsvæðið kr. 7,94 á kWh. 4 manna pottur kr. 288.000 Barnvænir nuddpottar Haust tilboð Suftub-pottarnir eru framleiddir úr 15 cm þykku einangrunarefni Þegar Softub hóf framleiðslu á rafkyntum nuddpottum árið 1986, breyttu þeir hug- myndum manna um heita potta. Hugvitsamleg hönnun Softub á nuddpottum, fram- leiddum úr léttu einangrunarefni, tryggir mjög hagstætt verð og gerir pottana auðvelda og þægilega í notkun. Softub-pottarnir eru framleiddir úr 15 sm þykku einangrunarefni sem gerir þá létta, mjúka og barnvæna, en ekki síst er hitatap í þeim óverulegt. Pottarnir eru síðan klædd- ir með veðurþolnum og slitsterkum vinyldúk að innan og utan. Ekki þarf stórvirk tæki til að koma Softub-pottunum fyrir né fagmenn til að tengja þá. Þeim er einfaldlega komið fyrir á sléttum fleti, fylltir af vatni með garðslöngu og raf- magnssnúrunni stungið í 220 volta straum. Pottunum er því hægt að koma fyrir hvar sem er. JÓN BERGSSON EHF. LYNGHÁLSI 4, 110 REYKJAVÍK SÍMAR: 588 8886 - 867 3284 www.softub.com Sólbrekkur | Skógurinn í Sól- brekkum hefur verið opnaður al- menningi eftir umbætur sem þar hafa verið gerðar á vegum verkefn- isins Opinn skógur. Árni M. Mathie- sen sjávarútvegsráðherra opnaði skóginn með því að koma af stað flugeldasýningu sem haldin var af þessu tilefni síðastliðinni laugardag. Þannig var verið að tengja athöfn- ina Ljósanótt í Reykjanesbæ. Sólbrekkuskógur er ekki stór en hann er skjólsæll og fallegur. Hann er í alfaraleið í landi Reykjanes- bæjar, vestan Grindavíkurvegar, skammt sunnan gatnamótanna við Reykjanesbraut. Trjánum var plant- að í lok sjötta áratugarins og á þeim sjöunda. Brynjólfur Jónsson, fram- kvæmdastjóri Skógræktarfélags Ís- lands, segir að aðsókn að skóginum hafi aukist mjög á síðustu árum. Sel- tjörn er í næsta nágrenni og því sé svæðið sem heild skemmtilegt úti- vistarsvæði. Gildi þess eigi enn eftir að aukast því á síðustu fimmtán ár- um hafi trjám verið plantað í ný svæði þannig að skógurinn muni stækka mjög á komandi árum. Skógræktarfélag Suðurnesja hef- ur umsjón með Sólbrekkuskógi. Op- inn skógur er samstarfsverkefni skógræktarfélaga og fyrirtækjanna Olís og Alcan á Íslandi. Sólbrekku- skógur er sjötti skógurinn sem opn- aður er undir merkjum verkefnisins. Undanfarna mánuði hefur verið unnið í skóginum. Þar hefur verið komið fyrir fánastöngum, skiltum, grillum, borðum og bekkjum og merkingum sem lýsa trjátegundum, örnefnum og sögu. Þá hefur verið gefinn út upplýsingabæklingur um skóginn. Opinn skógur hefur bætt aðstöðu fyrir almenning í Sólbrekkuskógi Skógurinn opnaður með flugeldasýningu Ljósmynd/Hilmar Bragi Tónlist: Rúnar Júlíusson mætti með gítarinn og söng nokkur gömul og góð lög við opnun Sólbrekkuskógar, meðal annars Bláu augun þín. Berserkur: Stór berserkjasveppur fannst í Sólbrekkuskógi við opnun skóg- arins þar á laugardag. Sveppurinn er litsterkur og eins og sjá má á viðmiði við tíu króna peninginn er hattur hans risastór. Þúsund börn á heiðurslist- um grunn- skólanna Reykjanesbær | Nöfn um eitt þús- und barna eru á heiðurslista grunnskóla Reykjanesbæjar sem nú hafa verið birtir í fyrsta sinn. Á heiðurslista eru nöfn þeirra nem- enda sem sköruðu fram úr í hinum ýmsu bók- og verknámsgreinum á síðasta skólaári, auk nemenda sem sýndu mikla framför í námi. List- arnir eru birtir á upplýsingavef Reykjanesbæjar, www.rnb.is. Þeir nemendur sem eru í 15% efsta flokki í hverri námsgrein komast á heiðurslistann auk nem- enda sem kennarar benda á að hafi sýnt mikla framför í námi á við- komandi skólaári. Árni Sigfússon, bæjarstjóri og formaður fræðslu- ráðs, segir að með því að draga fram góðan árangur eða framför nemenda sé verið að sýna dugleg- um nemendum virðingu og hvetja alla til að standa sig vel á nýbyrj- uðu skólaári. „Það eiga allir mögu- leika á að komast á heiðurslistann, ýmist með góðum einkunnum eða góðri ástundun og framför ef eitt- hvað hefur skort á árangur í fortíð- inni,“ segir Árni. Hann segist telja að foreldrar, afar og ömmur, ættingjar og vinir eigi rétt á því að vita ef börnin eru að ná frábærum árangri í einni eða fleiri námsgreinum. Það hvetji börnin til að gera enn betur og gefi foreldrunum tækifæri til að fylgj- ast betur með. „Það er þörf á því í skólunum okkar,“ segir Árni. SUÐURNES ATLANTSOLÍA hefur sótt um lóðir fyrir bensínstöðvar í Grinda- vík og Sandgerði. Í afgreiðslu bæjarráðs Grinda- víkur á erindinu kemur fram að unnið er að deiliskipulagi fyrir íbúðarbyggð norðan Grindavíkur og lagt til að tekið verið tillit til umsóknar fyrirtækisins við þá vinnu. Atlantsolía vill byggja sjálfsaf- greiðslustöð í Sandgerði. Bæjarráð vísaði umsókninni til fagnefndar vegna staðsetningar. Atlantsolía sækir um lóðir ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.