Morgunblaðið - 07.09.2004, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.09.2004, Blaðsíða 21
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 2004 21 Eftirfarandi greinar eru á mbl.is: Jón Steinsson: „Það er engin til- viljun að hlutabréfamarkaðurinn í Bandaríkjunum er öflugri en hlutabréfamarkaðir annarra landa.“ Regína Ásvaldsdóttir: „Eitt af markmiðum með stofnun þjón- ustumiðstöðva er bætt aðgengi í þjónustu borgaranna.“ Jónas Gunnar Einarsson: „Áhrifalaus og mikill meirihluti jarðarbúa, svokallaður almenn- ingur þjóðanna, unir jafnan mis- jafnlega þolinmóður við sitt.“ Jakob Björnsson: „Mörg rök hníga að því að raforka úr vatns- orku til álframleiðslu verði í fram- tíðinni fyrst og fremst unnin í til- tölulega fámennum, en vatnsorkuauðugum, löndum …“ Tryggvi Felixson: „Mikil ábyrgð hvílir því á þeim sem taka ákvörð- un um að spilla þessum mikil- vægu verðmætum fyrir meinta hagsæld vegna frekari ál- bræðslu.“ Stefán Örn Stefánsson: „Ég hvet alla Seltirninga til kynna sér ítarlega fyrirliggjandi skipulags- tillögu bæjaryfirvalda …“ Gunnar Finnsson: „Hins vegar er ljóst að núverandi kerfi hefur runnið sitt skeið og grundvallar- breytinga er þörf …“ Eyjólfur Sæmundsson og Hanna Kristín Stefánsdóttir: „Öryggismál í landbúnaði falla undir vinnuverndarlög og þar með verksvið Vinnueftirlitsins.“ Jakob Björnsson: „Með þvílík- um vinnubrögðum er auðvitað lítil von um sættir.“ Guðmundur Hafsteinsson: „Því eru gráður LHÍ að inntaki engu fremur háskólagráður en þær sem TR útskrifaði nemendur með, nema síður sé.“ Á mbl.is Aðsendar greinar FJÖLDI ferðamanna fær ekki vegabréfsáritun til landsins, jafnvel þótt þeir hafi bókað far og pantað gistingu. Mönnum af ákveðnum þjóðernum er skylt að leggja fram alls konar tryggingar og vottorð ætli þeir að dvelja hér í nokkra daga. Jafnvel kaupa farmiða áður en þeir geta lagt inn umsókn um vegabréfsáritun. Oft er nýrra vottorða krafist þegar önnur hafa verið innsend. Ís- lensk stjórnvöld hafa gert samninga við Dani um að annast vegabréfsáritanir í hinum ýmsu löndum fyrir Íslendinga. Jafn- vel í Washington þar sem er íslenskt sendi- ráð. Tíðar afbókanir hjá hótelum sýna að hér er ekki um einstök til- felli að ræða, heldur er líklegra að þau hlaupi á hundruðum þegar ferðamönnum er neitað um Visa á síðustu dögum fyrir áætlaða brottför. Allir sjá að ferðamannaiðn- aðurinn líður fyrir þetta og flug- félögin missa af verulegum tekjum. Í annan stað missa íslenskar fjöl- skyldur af því að sjá ástvini sína frá fjarlægum löndum sem neitað er um vegabréfsáritun. Á meðan stjórnvöld gefa ekki við- hlítandi skýringar á þessari stefnu verður að líta á að hér sé um að ræða aðgerðir til að draga úr spennu á vinnumarkaði eða eitthvað álíka því allir ferðamennirnir þurfa umhyggju og vinnusamar hendur til að þeim líði vel á stuttri viðkomu, en erfitt er að fá fólk til hótelstarfa og í móttöku flugvéla. Áróðri hefur líka verið haldið uppi af einstökum menntamönnum að ferðamennska væri ekki nægilega arðsöm, enda þótt hún færi okkur yfir 60 milljarða gjaldeyristekjur og séu öll efnahags- leg áhrif tekin með mun láta nærri að tekjurnar séu um 100 milljarðar. Veikja markaðsstarf Fyrir heimsstyrjöldina síðari neit- uðu íslensk stjórnvöld gyðingum um landvistarleyfi, þótt þeir væru komnir á ytri höfnina á flótta undan nasistum. Sumir þeirra létu lífið í gasklefum eða pyntingarbúðum þegar þeim var snúið aftur til Evr- ópu. Það var sorgleg saga og dæmi um ósjálfstæði íslenskra ráðamanna í fyrrum nýlendu Dana. Ferðahindr- anir til að takmarka straum ferða- manna til landsins nú er af öðrum toga að ætla mætti, en óneit- anlega vekur það upp grun um að Íslendingar hafi ekkert lært og öllu gleymt. Hvers vegna er t.d. Dönum falin þessi vegabréfsáritun? Eru Íslendingar ekki nógu þroskaðir eða menntað- ir til að gefa vegabréfs- áritun á Schengen- svæðið eða er þetta vantrú á eigin getu? Allar óljósar takmark- anir eða mismunun er af hinu illa, veikir orð- spor landsins og er frið- sömu ríki til vansa. Takmarkanir nú hamla markaðsstarfi fyrir framtíðina, því ferða- mannaiðnaðurinn er viðkvæmur og getur á örfáum vikum breyst t.d. vegna olíuverðs eða stríða. Þá er og gott að eiga ferðamennina að til að fylla tóm hótel og gistihús bænda þegar kólnar og vetur gengur í garð. Nýr útvegur í norðlægri byggð Er það stefna íslenskra stjórnvalda að halda einstökum þjóðernum frá landinu með takmörkunum á vega- bréfsáritun? Ef svo er skulda þau ís- lenskum almenningi skýringar. Ferðamanafjöldi hingað hefur auk- ist hin síðari ár, en í raun ekki meira en í mörgum löndum sé tekinn sam- anburður í nokkra áratugi við vinsæl ferðamannalönd í Evrópu. Flug- höfnin í Stansted var fyrir örfáum árum fáfarin en farþegafjöldi þar hefur margfaldast á síðustu árum. Margir hafa áttað sig á því að Ísland er sérstætt land og jarðsögulega ungt. Kaupgeta er að aukast í mörg- um suðlægum löndum og allir mögu- leikar eru á að ferðamennska geti orðið hér arðbærari. Menn mega þó ekki ofmetnast og hindra að nýir hópar ferðamanna geti átt hér stutta ánægjulega dvöl. Þeir sem eru að byrja að koma hingað í dag geta verið vaxtarsprotar til fram- tíðar. Takmarkanir á vegabréfsáritun? Sigurður Antonsson skrifar um ferðamál Sigurður Antonsson ’Tíðar afbók-anir hjá hótelum sýna að hér er ekki um einstök tilfelli að ræða …‘ Höfundur er framkvæmdastjóri. BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn ÞÁ ERU nú þeir háu herrar bún- ir að drífa sig til að kasta Siv ráð- herra fyrir borð. Ég undirritaður er ekki framsóknarmaður en reyni þrátt fyrir það að meta fólk eftir verðleikum burtséð frá því hvar það stendur í pólitík. Ráð- herrar sl. ára hafa nú ekki verið mikið að hafa fyrir því að gleðja okkur almenning og þá kannski síst landbúnaðarráðherra sem finnst víst að við borgum rollu- bændum aldrei nógu marga milljarða. Kannski er hann að reyna að friða samviskuna þegar hann vill allt fyrir rjúpnaskyttur gera svo þær geti í ró og næði út- rýmt rjúpunni og þá fálkanum kannski í leiðinni. Hann mætti kannski athuga að aftökusveitir rjúpunnar eru aðeins 1–2.000 en við sem viljum friða rjúpuna er- um nær 200.000. Umhverfisráðherrann Siv sá hvert stefndi og hafði bara dug og kjark til að taka í taumana og friða rjúpuna í 3 ár. Ég bara trúi ekki á Halldór að þetta sé ástæða þess að nú hefur Siv verið hrakin frá völdum. Allavega mun það koma í ljós í haust. Trúlega hefur núverandi ríkisstjórn misst einn sinn besta ráherra en ég vona að hún (Siv) geti fundið sér banda- mann í einhverjum stjórnarand- stöðuflokknum því hún á meira fylgi en hana kannski grunar. KARL JÓNATANSSON, Hólmgarði 34, 108 Reykjavík. Áfram Siv! Frá Karli Jónatanssyni tónlistarkennara: ÞÚ KOMST í fréttir Sjónvarpsins að kvöldi laugardagsins 4. sept. og sagðir okkur frá úrslitum landleiksins í knatt- spyrnu, sem fram fór á Laugardalsvelli þann dag, sagðir að Ísland hefði tapað fyrir Búlgaríu 3-1. Þú endurtókst þetta í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins daginn eftir og átti eflaust eftir að tyggja þetta, eða annað sambærilegt, oft og lengi. Gerirðu þér ekki ljóst hvers konar bull þetta er? Ísland tapaði vissulega fyrir Búlg- aríu, ekki 3-1 heldur 1-3. Að segja 1-3 er íslensk málvenja, já rétt íslenskt mál, sem þú ert ekki einn um um að troða á, það gera allir íþróttafréttaritarar í dag hvort sem þeir eru á prentmiðlum, sjón- varps- eða útvarpsstöðvum, þú ert svo sem ekkert verri en starfsbræður þínir, þið eruð allir undir sömu sök seldir. Það hefur meira að segja sést á prenti að tiltekið lið hafi unnið 0-5, svo langt eru sumir ykkar komnir frá íslensku máli og málvenjum. Nú er ekki víst að þú eða starfs- bræður þínir skilji um hvað málið snýst, reynandi að skýra það nánar. Ef þú hefðir verið þingfréttaritari á síðasta þingi hefðirðu þá flutt frétt þá af fjölmiðlafrumvarpinu fræga að það hefði verið samþykkt 28-32? Þú ert nú svo ungur að árum að lík- lega manst þú lítið eftir hörmulegasta landsleik sem háður hefur verið af landsliði Íslands í knattspyrnu, en það var 1967 í Kaupmannahöfn. Eigum við að rifja upp hvernig hann fór? Landsleikurinn fór þannig að Dan- mörk vann 14-2, en hins vegar tapaði Ísland 2-14. Er nú að vakna örlítill skilningur um hvað málið snýst? Ég get ímyndað mér að nöfn Frí- manns Helgasonar og Sigurðar Sig- urðssonar hljómi æði fornlega í þínum eyrum, en ég fullyrði að hvorugur þeirra hefði sagt að Ísland hefði tapað fyrir Búlgaríu 3-1, þeir hefðu sagt 1-3. Fjögur lið á velli? Það er þó nokkuð gaman að fylgjast með frásögnum af leikjum í knatt- spyrnu og handknattleik eða ætti að vera, en ég hef gefist upp á að hlusta á þig og aðra íþróttafréttamenn. Það eru alltaf fjögur lið á velli. Ef maður er svo heppinn að koma að frétt- inni strax í upphafi þá fær maður kannski að heyra að hér eigist við, segj- um FH og KR, en svo eru nöfn liðanna horfin og þess í stað stanslaust tuðað um „gesti“ og „heimamenn“. Eflaust á þetta að vera ákaflega flott og augljóst að þetta eru erlend áhrif, komin vestan um haf. Er ekki best að sleppa þessari amer- ísku málvenju, hér á landi vill hver og einn standa undir sínu nafni og vera stoltur af, einnig kapplið hvers íþrótta- félags. Ég ætla ekki að hvekkja þig og þína starfsbræður meira að sinni en tel fulla þörf á því að yfirstjórnir fjölmiðlanna, hverjir sem þeir eru, fari að taka til í fjólugarði íþróttafréttamanna. SIGURÐUR GRÉTAR GUÐMUNDSSON, Lýsubergi 6, 815 Þorlákshöfn. Til Adolfs Inga Erlings- sonar íþróttafréttamanns Frá Sigurði Grétari Guðmundssyni:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.