Morgunblaðið - 13.09.2004, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. SEPTEMBER 2004 C 19
GARÐBÆINGAR - ÁLFTNESINGAR
Sala hefur verið mjög lífleg undanfarið og nú fer í hönd mesti
sölutími ársins. Okkur vantar allar tegundir eigna á skrá.
Hafið samband og fáið frítt sölumat.
SELJENDUR FASTEIGNA ATHUGIÐ !
Miklar hreyfingar eru nú á fastaeignamarkaði og okkur vantar
allar gerðir íbúðarhúsnæðis á skrá. Ef þú ert í söluhugleiðingum,
þá hafðu samband strax í dag - þú nærð allaf í okkur, alltaf.
Sími 545 0800
SÚLUNES - GBÆ. Glæsilegt um 200 fm
einbýli m. 43,5 fm bílskúr. Sérlega vandað og
rúmgott hús með fallegum innréttingum og
tækjum. 1500 fm eignarlóð. Stór verönd og
hellulagt upphitað plan. Verð tilboð
MARKARFLÖT GARÐABÆ Nýkomið í
einkasölu mjög vel staðsett um 200 fm (bílskúr 53
fm) einbýli á einni hæð. Falleg lóð, stór verönd með
heitum potti. Verð tilboð.
ÞVERÁS - RVK. Mjög gott 195 fm raðhús
með innb. bílskúr. Um er að ræða einnar hæðar
hús á frábærum stað. Mikið útsýni. Verð 28 millj.
LINDARFLÖT - GBÆ. Snoturt 143 fm
einbýli á einni hæð auk 45 fm bílskúr, samtals 188
fm. Húsið er á fallegri lóð. 4 svefnherbergi. Þak
nýlegt, rafmagn að hluta nýtt og hitalangnir. Heitur
pottur í góð garðhýsi. Verð 29,7 millj.
HAUKANES VIÐ SJÓINN Glæsilegt 401
fm tvílyft einbýli á Arnarnesinu. Húsið stendur á
stórri sjávarlóð með útsýni yfir Kópavog. Frábært
tækifæri fyrir þá sem vilja glæsieign á frábærum
stað við sjóinn. Verð tilboð
HRÍSHOLT - GARÐABÆ Einstaklega
glæsilegt rúmlega 500 fm einbýli. Í húsinu er meðal
annars fullvaxin sundlaug með öllum búnaði. Húsið
er sérlega glæsilegt og er byggt á einhverjum
glæsilegasta útsýnisstað höfðuborgarsvæðisins,
útsýni frá Keili til Esju. Einstakt tækifæri.
BREKKUSKÓGAR - ÁLFTANES
Glæsileg ný 190,2 fm (Íbúð 139.3 + Bílskúr 50,9)
efri sérhæð (götuhæð) í tvíbýli á frábærum stað á
nesinu. 3 svefnherb, mikil lofthæð, gott útsýni,
stórar svalir. Eins og einbýlishús á einni hæð.
Frábært útsýni til norðurs og suður garður.
HJARÐARHAGI Falleg björt og snyrtileg,
samtals 102,2 fm íbúð á 2. hæð (á fyrstu hæð er
bílskýli, geymslur og þvottahús) í mjög góðu fjölbýli
ásamt 12,5 fm bílskýli. Snyrtileg sameign. Verð
16.9 millj.
MÁVAHLÍÐ - RVK Mjög fín 102 fm íbúð á
3ju hæð (efstu) í góðu fjölbýli. Björt og falleg íbúð
og góð sameign (nokkuð endurnýjuð). Herbergi og
geymsluloft á efra lofti sem ekki er í fermetrum.
Verð 16,9 millj.
HRÍSMÓAR - GBÆ Mjög góð 114,5 fm
íbúð á 1. hæð í sérlega góðu fjölbýli, ásamt 18,4 fm
bílskúr. Tvö góð svefnh. með fínum skápum.
Rúmgott eldhús með góðri beiki innréttingu,
flísalagt baðherbergi með fallegri innréttingu.
Gólfefni íbúðarinnar eru flísar og parket.
LYNGMÓAR - GBÆ. Glæsileg 98,4 fm
íbúð í ný-uppgerðu 6 íbúða húsi auk bílskúr. Íbúðin
er sérlega björt og falleg og hefur frábært útsýni frá
Snæfellsjökli til Skálafells. Verð 15,9 millj.
LÆKJARGATA HFJ. Glæsileg um 90 fm
íbúð á 3. hæð í mjög góðu fjölbýli. 2 góð
svefnherbergi, stór geymsla, rúmgott baðherbergi,
gott eldhús og stórar suður svalir. Verð 13,9 millj.
HRÍSMÓAR - GBÆ Mjög góð og björt 71.6
fm íbúð á 2. hæð í litlu og góðu fjölbýli. Stórar (ca
18 fm) svalir, parket og flísar og nýleg innrétting.
Verð kr. 11.9 millj.
HRÍSMÓAR 5 - GBÆ Mjög góð um 70 fm
íbúð á 3ju hæð í góðu 9 íbúða húsi miðsvæðis í
Garðabæ. Byggt 1986. Verð 12,2 millj.
SUMARHÚSALAÓÐIR - HVAMMUR
Í SKORRADAL Um er að ræða ótrúlega
fallegar sumarhúsalóðir í landi Hvamms í Skorradal.
Lóðirnar eru margar skógivaxnar en Hvammur
hefur verið í umsjá Skógræktarinnar í 40 ár. Þeir
sem vilja það besta verða að skoða þetta. Sjá
myndir á : www.gardatorg.is. Hringdu strax og við
sendum þér skipulagsgögn, við svörum alltaf
símanum (545-0800).
ASPARHOLT ÁLFTANESI - BESTU
KAUPIN Í DAG. Í Asparholti eru að rísa sex
litlar blokkir með 2ja, 3ja og 4ja herb. íbúðum.
Fyrstu íbúðirnar verða afhentar fyrir 1. desember.
Leikskóli, grunnskóli, verslun og sundlaug rétt við
hendina. Mjög traustur verktaki sem skilar
vönduðum íbúðum fullbúnum án gólfefna og
sameign og lóð fullfrágengin.
• 2ja. herb. 76 fm frá kr. 11,9 millj. UPPSELT
• 3ja. herb. 96 fm frá kr. 13,9 millj. 3 íb. eftir
• 4ra. herb. 118 fm frá kr. 15,5 millj. UPPSELT
ASPARHOLT - ÁLFTANES Nú eru að
hefjast framkvæmdir á nýjum og glæsilegum um
180 fm raðhúsum á frábærum stað á nesinu. Hægt
verður að fá húsin á öllum byggingarstigum.
Teikningar og aðrar upplýsingar á skrifstofu
Garðatorgs.
TRÖLLATEIGUR - MOSÓ Falleg og vel
skipulögð 190 fm milli-raðhús á tveimur hæðum. 4
svefnherb.. Húsin skilast fullbúin að utan,
grófjöfnuð lóð og fokheld að innan. Verð 17,3 millj.
Götuheiti á höfuðborg-arsvæðinu verða sífelltævintýralegri og menneru komnir út á villi-
götur – eða ætti ég að segja villi-
rima.
Í miðbæ Reykjavíkur má leiðast
upp Túngötu, spóka sig á Ingólfs-
stræti og labba síðan Laugaveg.
Eftir því sem
fjær dregur
miðbænum
fækkar hins
vegar götum,
vegum og
strætum og fólk
má hírast í
mýrum, fenjum
og lækjum. Þar
er, ef marka má
götunöfn, vos-
búð mikil og
vont að vera. Aðeins lengra upp til
fjalla býr eitthvert lið í hjöllum og
fellum. Þar eru, eins og gefur að
skilja, alls engin stræti eða vegir.
Ef menn eiga erindi frá hjalla í sel
er farið um tröð eða stíg. Sem
betur fer eru vörður á leiðinni,
samanber Vörðufell. Ef menn
hætta sér jafnvel enn lengra frá
Aðalstræti og alla leið upp að
Heimsenda (sic!) eða í Grafarholt
býr að því er þjóðsagan segir fólk
í hvarfi og leyni – til dæmis
Dimmahvarfi og Fossaleyni. Þetta
fólk er í ætt við álfa og birtist á
strætum Reykjavíkur á undra-
verðan hátt á menningarnótt en
laumast í hvarf þess á milli. Nánar
tiltekið í Hvarfahverfi.
Dvalið neðst í Brunni
og efst á Baugi
Það þarf frjótt ímyndunarafl til
að semja allar þær endingar sem
viðhafðar eru á götuheitum á höf-
uðborgarsvæðinu. Til að taka að-
eins nokkur dæmi þá stendur fólki
nú til boða að búa á Sveig, dvelja í
Kvörn, fara út á Enda, sofa í Gyn
og vera úti á Engi, uppi í Hálsi,
úti í Skógi, uppi á Heiði, ofan í
Brunni eða efst á Baugi. Nú eru
uppi áform um að fólk geti búið á
Þingi eða í Kórahverfi í Kópavogi
(nei, þetta er ekkert grín!). Vera
má að finna megi rök fyrir nafn-
giftinni með vísan í gömul kenni-
leiti og örnefni en staðreyndin er
sú að þessi frumlegu götuheiti
hafa meira skemmtigildi en nota-
gildi. (Ef horft er á skemmtigildið,
af hverju ekki að ganga alla leið
og hafa Efnahvarf í stað Ennis-
hvarfs? Vosbúð í stað Ásbúðar?)
Sjálfhverf nafngift
í ógöngum
Nafngift nýrra hverfa á höf-
uðborgarsvæðinu er á sama tíma
sjálfhverf og langsótt. Ef frá er
skilin ein skínandi undantekning –
hið bráðskemmtilega Sjáland í
Garðabæ – eru götur á höfuðborg-
arsvæðinu nefndar eftir túnfæt-
inum. Nálgunin er yfirleitt sú að
grúska í heimildum um örnefni og
finna stoð fyrir endingu sem þá
verður safnheiti hverfisins. Þannig
hefur mönnum tekist að dreyma
upp þessi ævintýralegu heiti.
Heitin verða sífellt fjarstæðu-
kenndari og eru nú komin út á
enda – Heimsenda.
Fleiri götur og vegi
Væri ekki nær að nota eitthvað
af því ímyndunarafli sem fer í að
finna frumlegar endingar á göt-
unöfn í nýjum hverfum og fjölga
götum og vegum? Að líta aðeins
lengra en nefið nær í forskeyt-
unum? París er ekki lítil borg en
þar eru breiðgötur Boulevard,
vegir Avenue og götur Rue. Hið
sama er uppi á teningnum í öðrum
stórborgum Evrópu. Ísland er
ekki slíkt margmilljóna samfélag
að ekki megi finna pláss fyrir eina
götu í viðbót eða vegarspotta. Ef
menn vilja er auðveldlega hægt að
finna ný þemu fyrir forskeytin til
þess að auðkenna hverfi. Hvað
mælir til dæmis á móti því að
kalla götur í nýjum hverfum eftir
erlendum ríkjum eða borgum eða
kenna þær við vísindamenn,
mannvini, listamenn, þjóðhöfðingja
eða einfaldlega önnur staðarnöfn á
Íslandi? Í Ósló er hverfi þar sem
finna má Íslandsgötu og Finn-
landsgötu. Hvers vegna ekki Nor-
egsgötu í Reykjavík? Við gætum
átt Sveinsgötu og Ásgeirsgötu,
Sölkuveg, Newtonsstíg, Gandhi-
stræti og Kjarvalsveg. Hverjum
þætti ekki skemmtilegra að búa á
Kristjánsgötu í Forsetahverfi
fremur en í Ennishvarfi í Hvarfa-
hverfi? Stokkhólmsstræti í Borga-
hverfi heldur en Andrésbrunni,
Laxnessgötu í Listahverfi fremur
en Grjóthálsi?
Spyrjum íbúana
Önnur hugmynd er gefa því
fólki sem ætlar sér að búa í nýjum
hverfum tækifæri til að segja sína
skoðun eða að minnsta kosti
kynna nöfn á nýjum götum ít-
arlega fyrir borgarbúum snemma
á skipulagsstiginu og gefa því kost
á að koma með ábendingar.
Stundum hefur verið efnt til sam-
keppni um nöfn og gengið vel –
gerum meira af því! Nú vil ég ekki
gera mönnum upp skoðanir en
einhvern veginn efast ég um að
það góða fólk sem semur nöfn á
ný hverfi vilji arka Tröð heim í
Hjalla að loknum löngum vinnu-
degi.
Flutt í hvarf
Aðalsteinn Leifsson
Eftir Aðalstein Leifsson