Morgunblaðið - 13.09.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.09.2004, Blaðsíða 2
2 C MÁNUDAGUR 13. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ 410 4000 | landsbanki.is Banki allra landsmanna Veldu þitt lán 4,2% 80% 100% vextir lánshlutfall þjónusta Í Landsbankanum getur þú valið hvort þú tekur íbúðalán á 1. veðrétti til 25 eða 40 ára: 1. Með föstum 4,2% verðtryggðum vöxtum út lánstímann. 2. Með endurskoðun vaxta á 5 ára fresti. Skilyrði fyrir þessum kjörum er að lántaki sé með launareikning í Landsbankanum og þrjá af eftirfarandi þjónustuþáttum í Landsbankanum: • Greiðsludreifing • Kreditkort • Lífeyrissparnaður • Líftrygging eða sjúkdómatrygging. glæsilegur ísskápur frá SAMSUNG Samsung tvöfaldur kælir RS21FDMS stál líki. 2 pressur, 341/190, stafrænar stillingar, ís/vatns vél 176x90,8x72,4 Skútuvogur 2 :: 104 Reykjavik Sími: 522-9000 :: Fax: 522-9001 Opnunartími: Mán-föst 11-18.30 Laugard 10-18 Sunnud 13-17 199.900.- A lþýðusamband Íslands hefur sett fram minn- isblað um breytingar á húsnæðislánamarkaði. Minnisblaðið er gott og vandað innlegg í þá umræðu sem nú er um stöðuna á húsnæðislánamark- aðnum. ASÍ fagnar þeirri breytingu sem orðið hefur á lánaframboði bankakerfisins en bendir á að íslensk- ur bankamarkaður sé fákeppnis- markaður og alltaf er hætta á að kjör bankanna færist í fyrra horf. Tilvist Íbúðalánasjóðs við þessar aðstæður skipti því sköpum til að veita bönk- unum aðhald. Þessi afstaða ASÍ er í samræmi við þá staðreynd að sértilboð bankakerf- isins á fasteignatryggðum lánum á 1.veðrétti eru tilkomin vegna þeirra breytinga sem Íbúðalánasjóður gerði á skuldabréfaútgáfu sinni þann 1. júlí og niðurstöðu eftirlitsstofnunar EFTA sem staðfesti að starfsemi Íbúðalánasjóðs bryti ekki í bága við skilmála samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Íbúðalánasjóður forsenda breytinga Breytingar á skuldabréfaútgáfu Íbúðalánasjóðs fólust í því að koma á fót þremur stórum skuldabréfaflokk- um sem urðu í kjölfar skiptiútboðs yf- ir 100 milljarðar ISK hver að stærð. Skilmálar flokkanna voru lagaðir að alþjóðlegum skuldabréfamarkað og gefnir út í Euroclear, öflugustu upp- gjörsmiðstöð í heimi. Þetta tryggði nauðsynlegt aðgengi erlendra fjár- festa að íbúðabréfum ÍLS sem varð til þess að lækka ávöxtunarkröfu þeirra og þar með vaxtagólf íslenskra langtímaskuldabréfa. Viðskiptavinir Íbúðalánasjóðs nutu strax góðs af þessum breytingum í formi lækkaðra vaxta. Þegar niðurstaða eftirlitsstofnunar EFTA um lögmæti starfsemi Íbúða- lánasjóðs lá fyrir var ljóst að banka- kerfið fengi íbúðalánamarkaðinn ekki á silfurfati eins og forsvarsmenn þess höfðu vonað, heldur yrðu bankarnir að lækka vexti sína á fasteigna- tryggðum lánum. Það gerði KB banki með kröfu um 1.veðrétt og aðrar bankastofnanir fylgdu í kjölfarið. Þessi sértilboð bankakerfisins eru kærkomin fyrir íslenska neytendur sem nú loksins fá kost á lágum vöxt- um á fasteignatryggðum bankalán- um, en ekki einungis hjá Íbúðalána- sjóði og lífeyrissjóðum. Sértilboð bankanna koma mörgum til góða og verða væntanlega til þess að hlutdeild þeirra á fasteignalánamarkaði eykst, sem er jákvæð þróun. Ekki allt gull sem glóir En það er ekki allt gull sem glóir. Hagdeild ASÍ bendir á tvennt sem orkar tvímælis í tilboðum bankanna: Uppgreiðslugjaldið sem bankarnir áskilja sér ef lán er greitt áður en lánstíma lýkur, virðist ekki vera í samræmi við lög. Ströng skilyrði sem bankarnir setja um að lántakandi sé með önnur viðskipti í viðkomandi banka. Slík skilyrði draga úr möguleikum lántak- anda til þess að bregðast við breytt- um aðstæðum t.d. ef gjaldskrá fyrir aðra þjónustu hækkar. Hvað fyrra atriðið varðar þá er ljóst að ef fasteignatryggð bankalán eru skilgreind sem neytendalán, þá brýtur uppgreiðslugjaldið í bága við lög. Uppgreiðslugjald bankanna er nú yfirleitt 2% og ekkert sem segir að það geti ekki hækkað. Þess má geta að árið 2000 skilgreindi Alþingi lán Íbúðalánasjóðs sem neytendalán, enda er ekkert uppgreiðslugjald á lánum sjóðsins. Væntanlega mun Samkeppnisstofnun taka afstöðu til þess hvort uppgreiðslugjaldið er heimilt eða ekki. Síðara atriðið undirstrikar að bankakerfið eru að bjóða lán á sér- tilboði sem er háð ströngum skil- yrðum um tryggð við bankann. Það er hins vegar frjálst val viðskiptavina bankanna hvort þeir gangast undir kvaðirnar. Þess ber að geta að gagn- vart lánum Íbúðalánasjóðs eru allir jafnsettir. Mat hverju sinni Hagdeild ASÍ leggur áherslu á að ekkert eitt svar sé við því hvort það borgar sig að taka sértilboðslán bankanna. Meta þurfi hvert og eitt tilfelli fyrir sig. Þessu er Íbúðalána- sjóður sammála. ASÍ dregur fram nokkur atriði sem ber að hafa í huga. Þar á meðal:  Ef lánið er til endurfjármögn- unar á eldri lánum verður að hafa í huga að nýjum lánum fylgir 1% lántökugjald og 1,5% stimpilgjald (á almennt við um ný lán). Sá kostnaður fellur til strax en hagræðið af lægri vöxt- um á öllum lánstímanum.  Ekki má einungis horfa til lægri greiðslubyrði af nýju láni ef hún byggir á lengri lánstíma. Lán- takandi verður að meta kostn- aðinn af lengingunni á móti hag- ræðinu af lækkaðri greiðslubyrði.  Ef greitt er upp eldra hús- bréfalán eða annað jafn- greiðslulán, þá þarf að hafa það í huga að í upphafi greiðir lán- takandi aðallega vexti en lítið af höfuðstól. Eignamyndunin á sér því aðallega stað þegar líður á lánstímann. Hér þarf því að skoða annars vegar eignamynd- un og hins vegar áhrif á vaxta- bætur. Þessi atriði hefur Íbúðalánasjóður einnig bent á, en því lítið verið gert úr þeim ábendingum í umræðunni um hin nýju sértilboð bankanna að und- anförnu. Minnisblað hagdeildar ASÍ er að finna á vef samtakanna www.asi.is. Gott innlegg ASÍ Morgunblaðið/ÞÖK Hagdeild ASÍ leggur áherslu á að ekkert eitt svar sé við því hvort það borgar sig að taka sértilboðslán bankanna. Meta þurfi hvert og eitt tilfelli fyrir sig. Markaðurinn eftir Hall Magnússon, sviðsstjóra þróunar og almanna- tengsla Íbúðalánasjóðs/hallur@ils.is Efnisyfirlit Akkurat ........................................ 22 Ás ................................................... 18 Ásbyrgi ......................................... 15 Berg ............................................. 55 Bifröst ........................................... 14 Borgir ................................... 44-45 Brynjólfur jónsson .................... 47 DP fasteignir .............................. 49 Eignaborg .................................... 55 Eignamiðlunin ............ 12-13 og 31 Eignamiðlun Suðurnesja ......... 42 Eignaumboðið ............................. 51 Eignaval ....................................... 35 Fasteignasala Mosfellsbæjar .... 5 Fasteign.is ................................ 4-5 Fasteignakaup ............................ 39 Fasteignamarkaðurinn ....... 16-17 Fasteignamiðstöðin ................. 48 Fasteignasala Íslands .............. 27 Fasteignastofan ........................ 50 Fjárfesting ................................... 10 Fold ............................................... 56 Foss ............................................... 23 Garðatorg ..................................... 19 Gimli ...................................... 26-27 Heimili ............................................ 11 Híbýli ............................................ 54 Híbýli og skip .............................. 52 Hof ................................................... 9 Hóll .................................................. 3 Hraunhamar ........................ 36-37 Húsakaup .................................... 20 Húsavík ......................................... 21 Húsið Smárinn ........................... 34 Húsin í bænum .............................. 8 Höfði ...................................... 40-41 Kjöreign ....................................... 53 Klettur ....................................... 6-7 Lundur .................................. 32-33 Miðborg ................................ 24-25 Skeifan ......................................... 43 Stakfell ........................................ 42 Valhöll ................................... 28-29 Moggabúðin Íþróttataska, aðeins 2.400 kr. Fasteignablað Morgunblaðsins Kringlunni 1, 103 Reykjavík, sími 5691100, Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is, sími 5691323 og Magnús Sigurðsson, magn- uss@mbl.is, sími 5691223, Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prent- un Prentsmiðja Árvakurs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.