Morgunblaðið - 13.09.2004, Page 2
2 C MÁNUDAGUR 13. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
410 4000 | landsbanki.is Banki allra landsmanna
Veldu
þitt lán
4,2% 80% 100%
vextir lánshlutfall þjónusta Í Landsbankanum getur þú valið hvort þú tekur íbúðalán
á 1. veðrétti til 25 eða 40 ára:
1. Með föstum 4,2% verðtryggðum vöxtum út lánstímann.
2. Með endurskoðun vaxta á 5 ára fresti.
Skilyrði fyrir þessum kjörum er að lántaki sé með launareikning í Landsbankanum og þrjá af eftirfarandi þjónustuþáttum í Landsbankanum:
• Greiðsludreifing • Kreditkort • Lífeyrissparnaður • Líftrygging eða sjúkdómatrygging.
glæsilegur ísskápur frá
SAMSUNG
Samsung tvöfaldur kælir
RS21FDMS stál líki.
2 pressur,
341/190,
stafrænar stillingar,
ís/vatns vél
176x90,8x72,4 Skútuvogur 2 :: 104 Reykjavik
Sími: 522-9000 :: Fax: 522-9001
Opnunartími:
Mán-föst 11-18.30
Laugard 10-18
Sunnud 13-17
199.900.-
A
lþýðusamband Íslands
hefur sett fram minn-
isblað um breytingar á
húsnæðislánamarkaði.
Minnisblaðið er gott og
vandað innlegg í þá umræðu sem nú
er um stöðuna á húsnæðislánamark-
aðnum. ASÍ fagnar þeirri breytingu
sem orðið hefur á lánaframboði
bankakerfisins en bendir á að íslensk-
ur bankamarkaður sé fákeppnis-
markaður og alltaf er hætta á að kjör
bankanna færist í fyrra horf. Tilvist
Íbúðalánasjóðs við þessar aðstæður
skipti því sköpum til að veita bönk-
unum aðhald.
Þessi afstaða ASÍ er í samræmi við
þá staðreynd að sértilboð bankakerf-
isins á fasteignatryggðum lánum á
1.veðrétti eru tilkomin vegna þeirra
breytinga sem Íbúðalánasjóður gerði
á skuldabréfaútgáfu sinni þann 1. júlí
og niðurstöðu eftirlitsstofnunar
EFTA sem staðfesti að starfsemi
Íbúðalánasjóðs bryti ekki í bága við
skilmála samningsins um Evrópska
efnahagssvæðið.
Íbúðalánasjóður forsenda
breytinga
Breytingar á skuldabréfaútgáfu
Íbúðalánasjóðs fólust í því að koma á
fót þremur stórum skuldabréfaflokk-
um sem urðu í kjölfar skiptiútboðs yf-
ir 100 milljarðar ISK hver að stærð.
Skilmálar flokkanna voru lagaðir að
alþjóðlegum skuldabréfamarkað og
gefnir út í Euroclear, öflugustu upp-
gjörsmiðstöð í heimi. Þetta tryggði
nauðsynlegt aðgengi erlendra fjár-
festa að íbúðabréfum ÍLS sem varð
til þess að lækka ávöxtunarkröfu
þeirra og þar með vaxtagólf íslenskra
langtímaskuldabréfa. Viðskiptavinir
Íbúðalánasjóðs nutu strax góðs af
þessum breytingum í formi lækkaðra
vaxta.
Þegar niðurstaða eftirlitsstofnunar
EFTA um lögmæti starfsemi Íbúða-
lánasjóðs lá fyrir var ljóst að banka-
kerfið fengi íbúðalánamarkaðinn ekki
á silfurfati eins og forsvarsmenn þess
höfðu vonað, heldur yrðu bankarnir
að lækka vexti sína á fasteigna-
tryggðum lánum. Það gerði KB banki
með kröfu um 1.veðrétt og aðrar
bankastofnanir fylgdu í kjölfarið.
Þessi sértilboð bankakerfisins eru
kærkomin fyrir íslenska neytendur
sem nú loksins fá kost á lágum vöxt-
um á fasteignatryggðum bankalán-
um, en ekki einungis hjá Íbúðalána-
sjóði og lífeyrissjóðum. Sértilboð
bankanna koma mörgum til góða og
verða væntanlega til þess að hlutdeild
þeirra á fasteignalánamarkaði eykst,
sem er jákvæð þróun.
Ekki allt gull sem glóir
En það er ekki allt gull sem glóir.
Hagdeild ASÍ bendir á tvennt sem
orkar tvímælis í tilboðum bankanna:
Uppgreiðslugjaldið sem bankarnir
áskilja sér ef lán er greitt áður en
lánstíma lýkur, virðist ekki vera í
samræmi við lög.
Ströng skilyrði sem bankarnir
setja um að lántakandi sé með önnur
viðskipti í viðkomandi banka. Slík
skilyrði draga úr möguleikum lántak-
anda til þess að bregðast við breytt-
um aðstæðum t.d. ef gjaldskrá fyrir
aðra þjónustu hækkar.
Hvað fyrra atriðið varðar þá er
ljóst að ef fasteignatryggð bankalán
eru skilgreind sem neytendalán, þá
brýtur uppgreiðslugjaldið í bága við
lög. Uppgreiðslugjald bankanna er
nú yfirleitt 2% og ekkert sem segir að
það geti ekki hækkað. Þess má geta
að árið 2000 skilgreindi Alþingi lán
Íbúðalánasjóðs sem neytendalán,
enda er ekkert uppgreiðslugjald á
lánum sjóðsins. Væntanlega mun
Samkeppnisstofnun taka afstöðu til
þess hvort uppgreiðslugjaldið er
heimilt eða ekki.
Síðara atriðið undirstrikar að
bankakerfið eru að bjóða lán á sér-
tilboði sem er háð ströngum skil-
yrðum um tryggð við bankann. Það
er hins vegar frjálst val viðskiptavina
bankanna hvort þeir gangast undir
kvaðirnar. Þess ber að geta að gagn-
vart lánum Íbúðalánasjóðs eru allir
jafnsettir.
Mat hverju sinni
Hagdeild ASÍ leggur áherslu á að
ekkert eitt svar sé við því hvort það
borgar sig að taka sértilboðslán
bankanna. Meta þurfi hvert og eitt
tilfelli fyrir sig. Þessu er Íbúðalána-
sjóður sammála. ASÍ dregur fram
nokkur atriði sem ber að hafa í huga.
Þar á meðal:
Ef lánið er til endurfjármögn-
unar á eldri lánum verður að
hafa í huga að nýjum lánum
fylgir 1% lántökugjald og 1,5%
stimpilgjald (á almennt við um
ný lán). Sá kostnaður fellur til
strax en hagræðið af lægri vöxt-
um á öllum lánstímanum.
Ekki má einungis horfa til lægri
greiðslubyrði af nýju láni ef hún
byggir á lengri lánstíma. Lán-
takandi verður að meta kostn-
aðinn af lengingunni á móti hag-
ræðinu af lækkaðri
greiðslubyrði.
Ef greitt er upp eldra hús-
bréfalán eða annað jafn-
greiðslulán, þá þarf að hafa það
í huga að í upphafi greiðir lán-
takandi aðallega vexti en lítið af
höfuðstól. Eignamyndunin á sér
því aðallega stað þegar líður á
lánstímann. Hér þarf því að
skoða annars vegar eignamynd-
un og hins vegar áhrif á vaxta-
bætur.
Þessi atriði hefur Íbúðalánasjóður
einnig bent á, en því lítið verið gert úr
þeim ábendingum í umræðunni um
hin nýju sértilboð bankanna að und-
anförnu.
Minnisblað hagdeildar ASÍ er að
finna á vef samtakanna www.asi.is.
Gott innlegg ASÍ
Morgunblaðið/ÞÖK
Hagdeild ASÍ leggur áherslu á að ekkert eitt svar sé við því hvort það borgar sig að taka sértilboðslán bankanna. Meta
þurfi hvert og eitt tilfelli fyrir sig.
Markaðurinn
eftir Hall Magnússon,
sviðsstjóra þróunar og almanna-
tengsla Íbúðalánasjóðs/hallur@ils.is
Efnisyfirlit
Akkurat ........................................ 22
Ás ................................................... 18
Ásbyrgi ......................................... 15
Berg ............................................. 55
Bifröst ........................................... 14
Borgir ................................... 44-45
Brynjólfur jónsson .................... 47
DP fasteignir .............................. 49
Eignaborg .................................... 55
Eignamiðlunin ............ 12-13 og 31
Eignamiðlun Suðurnesja ......... 42
Eignaumboðið ............................. 51
Eignaval ....................................... 35
Fasteignasala Mosfellsbæjar .... 5
Fasteign.is ................................ 4-5
Fasteignakaup ............................ 39
Fasteignamarkaðurinn ....... 16-17
Fasteignamiðstöðin ................. 48
Fasteignasala Íslands .............. 27
Fasteignastofan ........................ 50
Fjárfesting ................................... 10
Fold ............................................... 56
Foss ............................................... 23
Garðatorg ..................................... 19
Gimli ...................................... 26-27
Heimili ............................................ 11
Híbýli ............................................ 54
Híbýli og skip .............................. 52
Hof ................................................... 9
Hóll .................................................. 3
Hraunhamar ........................ 36-37
Húsakaup .................................... 20
Húsavík ......................................... 21
Húsið Smárinn ........................... 34
Húsin í bænum .............................. 8
Höfði ...................................... 40-41
Kjöreign ....................................... 53
Klettur ....................................... 6-7
Lundur .................................. 32-33
Miðborg ................................ 24-25
Skeifan ......................................... 43
Stakfell ........................................ 42
Valhöll ................................... 28-29
Moggabúðin
Íþróttataska, aðeins 2.400 kr.
Fasteignablað Morgunblaðsins Kringlunni 1, 103 Reykjavík, sími 5691100, Útgefandi Árvakur hf.
Umsjón Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is, sími 5691323 og Magnús Sigurðsson, magn-
uss@mbl.is, sími 5691223, Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prent-
un Prentsmiðja Árvakurs.