Morgunblaðið - 13.09.2004, Blaðsíða 48
48 C MÁNUDAGUR 13. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Einbýlishús
DIGRANESHEIÐI KÓPAVOGI
Áhugavert 145 fm eldra einbýli á
þessum frábæra stað. Húsið er hæð og
gott ris og er allt afar snyrtilegt og vel
umgengið. Stór gróinn garður. Lítið
gróðurhús og geymsluskúr á lóðinni.
Hellulögð innkeyrsla. Nánari uppl. á
skrifstofu FM. Sjá einnig fmeignir.is og
mbl.is. 7907
BARÐASTAÐIR GRAFARVOGI
Til sölu svo til fullbúið 209 fm einbýli í
jaðri byggðar í Grafarvogi, rétt ofan við
golfvöllinn. Mjög stór sólpallur með
heitum potti. Fjögur góð svefnherbergi.
Innbyggður bílskúr. Arinn í stofu. Eign
sem vert er að skoða. Nánari uppl. á
skrifstofu FM. Sjá einnig fmeignir.is og
mbl.is. 7910
Opið
mán.-fim.
kl. 9-12 og 13-18
fös. kl. 9-12 og 13-17
SÝNISHORN ÚR
SÖLUSKRÁ
Sölumenn FM aðstoða. Sjá
mikinn fjölda eigna og
mynda á
fmeignir.is og mbl.is
Sumarhús
GRÍMSNES HRAUNBORGIR
Til sölu sumarhús í Hraunborgum í
Grímsnesi og Grafningshreppi.
Áhugaverð staðsetning. Stutt í alla
þjónustu. Ásett verð 5,8 m. Nánari uppl.
á skrifstofu FM. Sjá einnig fmeignir.is
og mbl.is. 13759
Hesthús
FAXABÓL HESTHÚS
Til sölu helmingshluti í glæsilegu 16
hesta húsi. Húsið er byggt 1988 og allt
hið vandaðasta. Stór kaffistofa, snyrting
með sturtu. Húsið er vel mokað. Heitt
vatn komið að húsi. Mögulegt að fá allt
húsið keypt. Nánari uppl. á skrifstofu
FM. Sími 550-3000. Sjá einnig
fmeignir.is og mbl.is. 12216
Raðhús
FURUGERÐI
Erum með í sölu tvær nýstandsettar
glæsiíbúðir á tveimur hæðum. Stærð frá
134 - 151 fm. Allar með sérinngang.
Innréttingar frá HTH. Salerni upphengd,
lýsing frá Lumex. Nánari uppl. á
skrifstofu FM. 6600
Hæðir
HRÍSATEIGUR SÉRHÆÐ OG
BYGGINGARÉTTUR
Til sölu 136 fm efri sérhæð, auk þess
36 fm verzlunarhúsnæði á götuhæð.
Mögulegt að byggja hæð ofan á húsið
og fylgir sá réttur íbúðinni. Eign sem
vert er að skoða. Nánari uppl. á
skrifstofu FM. Sjá einnig fmeignir.is og
mbl.is. 5487
3ja herb. íbúðir
BLÁSALIR
Erum með í sölu á 6. hæð í lyftuhúsi 3ja
herb. íbúð. Íbúðin er fullbúin án
gólfefna. Sérmerkt stæði í bílageymslu
fylgir. Verð 15,9 m. 21147
2ja herb. íbúðir
HRÍSATEIGUR - SÉRINNG.
Vorum að fá í sölu snotra
einstaklingíbúð, með sérinngangi á
þessum frábæra stað. Gólfefni flísar og
parket. Nýlegt rafmagn. Tengi fyrir
þvottavél á baðherbergi. Verð 6,9 m.
Landsbyggðin
BISKUPSTUNGUR JARÐHITI
Til sölu jörðin Syðri Reykir II
Biskupstungum. Helstu byggingar eru
reisulegt eldra íbúðarhús í glæsilegu
umhverfi. Landstærð 15,5 ha.
Umtalsverður jarðhiti úr hver rétt við
húsgaflin. Nánari upplýsingar á
skrifstofu F.M. sími 550 3000. 10976
140 BÚJARÐIR
80 SUMARHÚS
Til sölu hjá okkur er nú fjöldi áhugaverðra jarða m.a. hlunninda-
jarðir, jarðir með greiðslumark í sauðfé og mjólk, einnig jarðir
fyrir garðyrkju, skógrækt, hrossarækt, svínarækt, frístundabú-
skap og ferðaþjónustu. Jarðir þessar eru víðsvegar um landið.
Erum einnig með á söluskrá fjölda sumarhúsa og hesthúsa. Fáið
senda söluskrá í pósti eða nálgist eintak á skrifstofu. Einnig er
oft til á sölu hjá okkur sauðfjár- og mjólkurframleiðsluréttur.
Nánari upplýsingar á skrifstofu Fasteignamiðstöðvarinnar sem
er alhliða fasteignasala og selur fasteignir jafnt á landsbyggðinni
sem á höfuðborgarsvæðinu. Sölumenn FM aðstoða.
Minnum einnig á fmeignir.is og mbl.is.
Jörðin Leirubakki var að fornu höfuðból og kirkjustaður. Bæjarins
getur í Biskupasögum og Sturlungu. Jörðin er alls talin vera um 950
ha. Stór hluti úthagans er kjarri vaxið hraun. Jörðinni einnig fylgir
jörðinni tilkomu mikill húsakostur eignarhlutur í Ytri-Rangá og veiði-
réttur í Veiðivötnum, Fremri-Tungnárvötnum og þremur uppistöðu-
lónum stórvirkjanna. Hótelbygging 450 fm, byggð 1991-1992. Tjald-
stæði ásamt meðfylgjandi snyrtihúsi (böð og salerni), veislu-
skáli/söngskáli með snyrtihúsi (salernum og geymslum) svo og heit
laug, Víkingalaugin, sem byggð hefur verið við hraunjaðarinn neðan
söngskálans. Reiðhöll norðan við þjóðveg og gömul fjárhús og hlaða
(nýtt sem hesthús og geymslurými) á sama stað. Land austast á jörð-
inni (Höfðinn), en þar er m.a. gert ráð fyrir tólf sumarhúsalóðum.
Landrými fyrir 45 sumarhúsalóðir er einnig afmarkaðar í suðvesturhorni Leirubakkans, hver lóð um 1 ha að
stærð. Í gistihúsinu, sem var byggt 1991-1992 geta rúmlega 50 manns gist í uppbúnum rúmum. Á jörðinni hefur
verið byggt svo nefnt Hekluhof en þar er komin einstök aðstaða fyrir vísinda- og fræðisetur með áherslu á sögu
Heklu og jarðsögu landsins. Með fyrirhugaðri Núpsvirkjun mun væntanlega koma brú á Þjórsá sem tengja mun
Leirubakka og Heklu beint við Gullfoss og Geysissvæðið. Mjög áhugaverð eign sem vert er að skoða.
Hótelbyggingin jarðhæð og tvær hæðir, hver um sig um 150 fm alls um 450 fm. Þar er borðsalur/setustofa, eld-
hús, góðar sturtur, snyrtingar á hverri hæð, þvottahús, gufubað (sauna) og tveir heitir pottar eru á veröndinni við
húsið. Athugið ýtarlegri upplýsingar á fmeignir.is og mbl.is. Einkasala
LEIRUBAKKI RANGÁRÞING YTRA Í LANDSVEIT
VANTAR - VANTAR
Vegna mikillar sölu
að undanförnu
bráðvantar allar
gerðir eigna á
söluskrá.
F
ram eftir síðustu öld var
„hvíti dauðinn“ skelfi-
legasti sjúkdómur sem
lagðist á fólk á öllum
aldri og varð mörgum
að fjörtjóni. Þessi sjúkdómur er í
dag betur þekktur sem berklar og
herjar víða um heim, en á Íslandi er
hann ekki lengur sú ógn sem áður
var, langt frá því.
Í baráttu við þessa plágu lögðu
þeir sem sjúkdóminn höfðu fengið
en sigrast á honum, sumir aðeins
tímabundið, ekki lítið lóð á vog-
arskálar þegar samtök þeirra beittu
sér fyrir stofnun heilsuhælis sem var
valinn staður í Mosfellssveit þáver-
andi og gefið nafnið Reykjalundur.
Stór þáttur í rekstri Reykjalundar
frá upphafi var margvíslegur at-
vinnurekstur sem gaf þeim, sem ein-
hverja krafta höfðu enn eftir erfiða
baráttu, möguleika á að fá störf sem
þeir réðu við og var liður í að koma
þeim aftur út í þjóðfélagið.
Þegar síðari heimsstyrjöld lauk
1945 komst aftur skriður á að þróa
efni sem nefnt var plast, nafnið mun
komið úr forngrísku og þýða eitt-
hvað sem er þjált.
Bæði austan hafs og vestan
byggðu menn verksmiðjur til að
steypa ýmsa nytjahluti úr plasti og
ekki síður að framleiða rör. Ætla
mætti að forkólfar hérlendis í plast-
iðnaði yrðu einhverjir framámenn í
atvinnulífi þjóðarinnar, en sú varð
ekki aldeilis raunin.
Þeir sem riðu á vaðið og hófu
plastiðnað á Íslandi voru samtök
berklasjúklinga og fyrir nánast ná-
kvæmlega hálfri öld hófst fram-
leiðsla á plaströrum á Reykjalundi
auk þess sem þá voru steyptir lego-
kubbar, margskonar leikföng, fötur
og önnur ílát, svo mætti lengi telja.
En nú skiljast leiðir, heilsuhælið hef-
ur selt einkaaðilum plastverksmiðj-
una, sem áfram verður á Reykja-
lundi og undir því þekkta nafni.
Bregðum okkur til Finnlands
Finnar eru geysilega dugleg þjóð,
hert í miklum hörmungum, en í dag
státa þeir af einhverjum háþróað-
asta iðnaði sem nokkur þjóð getur
hreykt sér af, auk þess sem skógarn-
ir og timbrið gefa þjóðinni drjúgan
arð. Það væri freistandi að rifja upp
hvað það var sem lagði grundvöll að
háþróuðum iðnaði Finna, en til þess
er hvorki staður né stund. Þó má
skjóta því inn að það voru hinar
þungu byrðar sem voru lagðar á
þjóðina með friðarsamningum við
Rússa eftir að hafa tapað hinu
grimmilega vetrarstríði. Í fjölda ára
urðu Finnar að standa Rússum skil
á ótrúlega fjölbreyttri iðnaðarvöru,
sem þeir höfðu aldrei framleitt áður.
Það var ekki um annað að gera en
byggja verksmiðjur, hefja fram-
leiðslu og skila vörunum austur fyrir
landamærin endurgjaldslaust. En í
dag eru þeir að uppskera og fá end-
urgoldið fyrir þrældóminn og fá-
tæktina.
Rör sem eru engin smásmíði
Það er ánægjulegt að ganga un
verksmiðjuna á Reykjalundi með
nýjum eigendum. Margt kemur þar
kunnuglega fyrir sjónir, rör renna
úr vélasamstæðu og rúllast upp á
tromlur, en fljótlega er staldrað við
stór og styrk rör sem eru svo mikil í
þvermáli að vart hafa sést víðari
plaströr á Íslandi.
Hér er komið að þætti finnskra
hugvitsmanna, en þessi víðu og
sterku plaströr eru framleidd á
Reykjalundi með leyfi finnsku verk-
smiðjunnar KWH Pipe og nefnast
þau Weholite. Það er ekki óeðlilegt
að gesturinn, sem telur sig hafa þó
nokkra þekkingu á framleiðslu
plaströra, þykist þess fullviss að hér
hafi þurft að fjárfesta í miklum og
plássfrekum vélakosti. En upplýst
er að svo er alls ekki, þessi rör eru
framleidd í sömu vélalínum og minni
plaströr og þá verður gesturinn
klumsa. En þegar hann er leiddur í
allan sannleikann er það fyrsta sem
honum dettur í hug hvað þetta sé
einfalt og snjallt. Ef hann hefði verið
rúmlega hálfri öld yngri hefði hann
eflaust tautað á nútímamáli: „Að ég
skyldi ekki hafa fattað upp á þessu.“
Það er líklega óðs manns æði að
reyna að skýra í stuttu máli hvernig
Weholite-plaströrin eru framleidd,
en reynum samt. Í venjulegri véla-
línu er framleitt plaströr, ekki sívalt
heldur ferkantað. Þetta ferkantaða
rör er mjög mismunandi að sver-
leika, fer eftir því hver stærð end-
anlegs rörs á að verða. Þetta rör er
síðan undið upp á tromlu og soðið
saman um leið og þegar horft er á
rörið fullgert má sjá hvernig fer-
kantaða rörið myndar spírallaga
þverrákir eftir endilöngu rörinu.
Með þessari framleiðsluaðferð eru í
raun engin takmörk fyrir hvað rörið
getur orðið vítt, það er tromlan sem
vindur upp ferkantinn úr plasti sem
ákvarðar það. Þegar hafa verið
framleidd rör hjá móðurfyrirtækinu
sem eru hvorki meira né minna en 3
m í þvermál!
Hættum okkur ekki út í frekari
lýsingu á frameiðslu þessa merka
rörs.
En þá eru það eiginleikarnir og
notagildið. Með þessari fram-
leiðsluaðferð verður rörið tvöfalt,
það verður til ytra og innra byrði og
með jöfnu millibili eru bríkur á milli
byrðanna, það kemur af sjálfu sér
þegar ferkantaða rörið er vafið upp
á tromluna. Þetta gefur rörinu
óhemjumikinn styrk og þess vegna
er það mikð notað í stærri skólpveit-
ur og sem loftstokkar í grunnum
stórbygginga.
Vera má að það sem að framan er
sagt hafi ekki náð tilætluðum ár-
angri til að skýra þetta merkilega
plaströr.
Ef einhver er samt svo forvitinn
að hann vill komast til botns í málinu
er ekki um annað að ræða en að
leggja leið sína að Reykjalundi, þar
eru menn eflaust boðnir og búnir til
að kynna, sýna og fræða.
Reykjalundur
á merka
og margþætta
sögu að baki
Hér eru starfsmenn Reykjalundar að sjóða saman Weholite-rör í Grafarvogs-
ræsi. Með því að fjarlægja ytra byrði á röri og innra byrði á öðru myndast skrúf-
gangur, þannig er hægt að skrúfa rörin sama og sjóða þau einnig.
Lagnafréttir
eftir Sigurð Grétar Guðmundsson
pípulagningameistara/
sigg@simnet.is