Morgunblaðið - 13.09.2004, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.09.2004, Blaðsíða 30
30 C MÁNUDAGUR 13. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ „... og öll óhreinindi eru á bak og burt“, eru lokaorð sjónvarpsauglýs- ingar þar sem kynnt er til sögunnar hreinsiefni fyrir heimili. Í dag er hreinlæti dyggð og allir keppast við að halda sjálfum sér og heimilum sínum hreinum, með öllum tiltæk- um ráðum. Fólk, sem telur að hreinlæti sé einhvers staðar ábóta- vant, segir kannski í vandlæting- artón „að það sé bókstaflega allt á iði á heimilinu“. En það ætti að líta sjálfu sér nær. Staðreyndin er nefnilega sú að það er allt á iði alls staðar. Aukið hreinlæti og fyrirbyggjandi aðgerð- ir gera þessum litlu greyjum, sem búa hjá okkur, að sjálfsögðu svolítið erfitt fyrir, en tilvist margra þeirra hefur lítið með hreinlæti að gera. Við erum í ómeðvitaðri sambúð með þvílíkum aragrúa smádýra, skor- dýra, bjallna, lúsa og maura að sú upptalning kæmist ekki fyrir í heilli bók. Þolinmæði Íslendinga gagnvart smádýralífi í húsum er mun minni en flestra annarra þjóða. Við höfum óbeit á flestum kvikindum sem ekki er hægt að klappa og óhugnaðurinn eykst eftir því sem dýrið hefur fleiri fætur. Það nægir að vita af til- vist þeirra til að vekja óhugnað, því mörg þeirra sjáum við ekki með berum augum. Venjuleg heimili geta verið kjör- lendur fyrir ýmis dýr af þessu tagi og sem dæmi má nefna að það vill sjálfsagt enginn skoða með smásjá ofan í ryksugupokann, eða ofan í rúmdýnurnar okkar þar sem ryk- maurarnir una sér milljónum sam- an. Topp tíu listinn En hvaða „heimilisdýr“ ætli séu algengust á venjulegu heimili. Er- ling Ólafsson er manna fróðastur um þessi dýr og hann var beðinn að taka saman lista yfir tíu algengustu sambýlingana. Erling segir að valið milli verðugra fulltrúa sé vanda- samt, en ákveðið var að velja á listann þau dýr sem hugsanlega má skilgreina sem meindýr í heima- húsum eða þau dýr sem einhverra hluta vegna eru óæskileg frá sjón- arhóli mannsins. Erling telur að ósennilegt sé að alla fulltrúana á topp tíu listanum megi finna á einu og sama heimilinu, en að minnsta kosti eitt af þeim fyrirfinnist á hverju einasta heimili í landinu. Þetta eina dýr sem finnst á öllum heimilum á Íslandi er ryklúsin – og verður alltaf – sama hvað menn gera. En með betri húsakosti á síð- ustu árum hefur þessum pöddum í heimahúsum fækkað að miklum mun. Ef gæludýr eru á heimilinu eru meiri líkur á því að fleiri pöddur af listanum flytjist á heimilið í kjölfar- ið. Þar sem til dæmis eru hundar og kettir á heimili má búast við að lífsskilyrði fyrir hambjöllur batni og jafnvel þjófabjöllur líka. Það ræðst af auknu fæðuframboði og dýrahárum, en ullarmölur getur t.d. unað sér ágætlega í dýrafeldi. Það þarf t.d. ekki að detta nema einn köggull af hundamat undir frysti- kistuna eða ísskápinn til að þessar pöddur geti haldið veislu í langan tíma. Í hveiti geta verið hveitibjöllur og ýmislegt annað kvikt, sem ekki er á listanum, að sögn Erlings. Egg hveitibjöllunnar geta borist með pokunum og góður staður fyrir eggin er t.d. í fellingum á pokanum þar sem hann er brotinn saman. Erling segir að það sé góð regla að geyma hveiti alltaf í lokuðu íláti, en bætir þó við að það sé auðveldara að gefa ráðin heldur en fara eftir þeim. Það eru ekki mörg dýr á þessum lista sem eru beinlínis skaðleg, ef frá er talin veggjatítlan, sem Erling segir að ákaflega erfitt sé að upp- ræta. Því hefur verið haldið fram að nægilegt sé að hita hús upp fyrir 28 gráða hita og halda þeim hita í nokkra daga, og þá drepist veggja- títlan. Erling hefur ekki trú á þessu og segir að illmögulegt sé að gegn- hita hús með þessum hætti, ekki síst hér á landi, og bendir einnig á að ef þetta væri svona auðvelt þá væru veggjatítlur ekki vandamál í heiminum. Um hin dýrin gegnir öðru máli, því almennt hreinlæti stuðlar að fækkun þeirra. Hreinlæti er þó engin trygging fyrir því að þau séu upprætt að fullu. Fólk verður því að sætta sig að einhverju leyti við þessa óumbeðnu og óvelkomnu sambýlinga. Lýsing á dýrunum er fengin úr 9. riti Landverndar, Pöddur, eftir Sigurð H. Richter, en einnig hefur verið leitað í smiðju Erlings Ólafssonar og í Vísindavef HÍ í skrif Jóns Más Halldórssonar líffræðings.  Silfurskottur (Lepisma sacch- arina) finnast í húsum hér á landi. Silfurskottur eru stór skordýr á íslenskan mæli- kvarða því að fullorðin dýr geta orðið rúmur sentímetri á lengd. Þær eru vængjalausar og þaktar silfruðu hreistri. Silfurskott- ur eru óvenju langlífar af skordýr- um að vera og geta orðið allt að fimm ára, en að sama skapi er frjó- semin ekki mikil. Silfurskottur sækja í raka og hita og því eru baðherbergi kjörlendi þeirra og þar vaxa þær og tímgast. Kvendýrið verpir eggjum víða í sprungur og smáglufur í baðher- berginu þar sem þau loða vel við undirlagið. Verulegar líkur eru á að fólk beri þessi egg milli húsa án þess að vita af því og þannig flytj- ast silfurskottur frá einum stað til annars. Þó að silfurskottur finnist er það engin staðfesting á því að raka- skemmdir séu í baðherbergi, heldur aðeins að þar sé þokkalega hátt rakastig eins og tíðkast í flestum baðherbergjum. Silfurskottur eru ekki mikill skaðvaldur hér á landi. Eini hugsanlegi skaðinn sem þær valda eru minniháttar skemmdir á hlutum sem innihalda sterkju, eins og til dæmis veggfóðri eða blöð- um. Smá matarmylsna á gólfi er kærkomin búbót fyrir silfurskott- urnar, svo og dauð skordýr.  Hambjallan (Reesa vespulae) dregur nafn sitt af hamskiptum sín- um. Meðan hún er á lirfu- stiginu skiptir bjallan um ham 5–7 sinnum og skilur haminn eftir þar sem hún hef- ur verið. Bjöllur þessar eru þrír til fjórir millímetrar á lengd. Í híbýlum okkar er oftast nægt fæðuframboð allan ársins hring og umhverfisaðstæður henta henni vel. Þær eru þó taldar vera mest á ferli á tímabilinu mars-september. Þær geta leynst víða eins og til dæmis í skápum, gluggakistum gamalla húsa og víða þar sem gott skjól er að finna. Fullorðnu dýrin eru til- tölulega skammlíf, en tegundin fjölgar sér án þess að frjóvgun fari fram. Karldýr hafa aldrei fundist. Dreifing tegundarinnar fer því greiðlega fram, þar sem ekki þarf nema eitt egg til að koma á fót nýj- um stofni á nýjum stað. Eggin klekjast út á tveimur vikum, en vaxtartími lirfanna er breytilegur og fer eftir aðstæðum. Við slæm skilyrði gæti uppvöxturinn tekið töluvert lengri tíma en eitt ár, og geta lirfurnar lifað marga mánuði án þess að fá mat eða drykk. Lirf- urnar eru þó að öllu jöfnu ákaflega matlystugar og geta gert mikinn usla, t.d. bæði á dýra- og plöntu- söfnum. Tjón af völdum þessara dýra í híbýlum okkar er sáralítið.  Hveitibjalla (Tribolium de- structor) er tegund mjölbjöllu sem leggst á mjöl og kornmat. Full- orðna bjallan er dökkbrún, fimm til sex mm löng og tveggja mm breið. Kvendýrin geta orpið allt að 1.000 eggjum yfir ævina og eggjunum verpa þau í mjöl eða kornvörur. Eftir tvær til þrjár vikur klekjast út örsmáar ljósar lirfur sem geta á fáeinum vikum orðið allt einum sentímetra á lengd. Þá púpa lirf- urnar sig og að myndbreytingunni lokinni koma út fullorðnar bjöllur. Við venjulegan stofuhita tekur allur lífsferillinn aðeins rúma þrjá mán- uði. Hveitibjöllur geta orðið allt að þriggja ára gamlar og flækst víða innanhúss. Þessi bjalla finnst víða í kornvörugeymslum og getur borist þaðan inn á heimilin. Egg hennar geta t.d. loðað við ytra byrði hveiti- pokanna, án þess að vera í hveitinu sjálfu. Tjónið af völdum bjallnanna er einkum fólgið í því að fólki er illa við að leggja sér til munns fæðu sem dýrin eru í. Einnig má nefna að eitt af einkennum þessarar teg- undar er að bjöllurnar geta gefið frá sér vökva með lýsól- eða fenól- lykt og þessi lykt getur loðað við matvöru. Við góð skilyrði getur bjallan flogið.  Húsakönguló (Tegenaria dom- estica). Enda þótt köngulær tilheyri ekki skordýrum heldur áttfætlum eiga þær heima á lista yfir smádýr í húsum. Venjulega húsakönguló er brún á lit. Skrokkur hennar getur oðið rúmur sentímetri á lengd og með löppunum getur hún spannað fimm til sex sentímetra. Húsa- köngulærnar halda sig einkum í rökum kjöllurum eða útihúsum, enda er skordýramergðin mest á slíkum stöðum. Þar spinnur hún vefi sína, sem eru auðþekktir. Þeir eru mjög þéttriðnir og mynda trekt og situr köngulóin innst í mjórri enda hennar. Yfirgefnir vefir verða síðan það sem við köllum „skúm“. Köngulærnar makast fyrri hluta sumars og nokkru síðar verpir kvendýrið eggjum, spinnur um þau hjúp og kemur honum fyrir í eða nálægt netinu. Úr eggjunum koma síðan ungar er líkjast fullorðnu dýr- unum. Húsaköngulær eru, þrátt fyrir stærð sína, ekki hættulegar mönnum, en þær eru rándýr og mikilvirkir liðsmenn í baráttu okkar við meindýrin.  Húsamaur (Hypoponera punct- atissima) hefur orðið stöðugt al- gengari í híbýlum á Reykjavíkur- svæðinu og víðar um land, og er nú Við erum aldrei ein Það eru margir verðugir fulltrúar sem gætu átt heima á „topp tíu listanum“ yfir algengar og/eða hvimleiðar pöddurnar á heimilum fólks. Guðlaug Sigurðardóttir fékk Erling Ólafsson í lið með sér og kynnir hér til sögunnar tíu fulltrúa sem eiga fullan rétt á sæti á listanum, en þeir eiga það sameiginlegt að una sér ágætlega í sambúð við fólk.      
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.