Sunnudagsblaðið - 06.09.1959, Blaðsíða 7
SUNNUDAGSBLAÐIÐ
471
runna, sem óx út fyrir brúnina.
Þaðan hurfu þau niður fyrir
hamravegginn.
Þau féllu til jarðar í djúpu
klettagili. Selkirk var svo lánsam-
ur að geitin lenti undir honum.
Hún hafði rotazt, en tekið af hon-
um fall að nokkru leyti. Þó féll
hann í öngvit og var svo marinn
'og lemstraður, að hann mátti sig
hvergi hræra. í 24 klukkustundir
lá liahn á botni gilsins ýmist í
svitakófi eða skjálfandi af kulda-
hrolli. Að lokum tók hann á því,
sem hann átti eftir af viljastyrk
og píndi sig til að Skríða áleiðis
til grjótbyrgis síns á ströndinni,
heila mílu vegar. Þar gafst hann
alveg upp og lá í tíu daga, meðan
hann var að safna kröftum á ný.
í þessa tíu daga gat Selkirk ekk-
ert — nema hugsað. Hann var
þakklátur fyrir að hafa sloppið
lífs af úr fallinu, en nú varð hon-
um fyrst Ijóst, hversu algerlega
einmana hann var á eynni og að
hann hlaut í einu og öllu að reiða
sig á eigin orku. Hann einsetti sér
að semja frið við sjálfan sig, við
eyju þessa og við guð sinn. í fyrsta
skipti horfðist hann í augu við þá
staðreynd, að farið gæti svo, að
hann yrði að una ævi sinnar daga
á þessari litlu iandspildu og sæi
ef til vill aldrei mennskan mann
upp frá þessum degi. Hann ákvað
að taka örlögum sínum karlmann-
lega.
Þegar Selkirk hafði að lokum
mátt til að rísa úr sinni köldu
klettarekkju, gerði hann sér far
Um að verða sjálfbjarga eyjarbúi
og einbúi og einsetumaður og hag-
aði háttum sínum svipað því sem
Defoe lýsir í ævintýrinu um per-
sónugerving hans, Róbinson Krú-
só.
Hann byggði sér tvo kofa úr
negulviði, klæddi þá að utan með
háu grasi en fóðraði innan með
geitaskinnum. í minni kofanum
fló hann og matreiddi geitur þær,
er hann veiddi, en hinn stærri var
svefnhús hans og þar sat hann á
daginn, las biblíu sína, söng sálma
og baðst fyrir.
Selkirk sauð mat sinn við eld,
er hann kveikti á þann hátt, að
nudda saman tveim negulviðar-
bútum. Hann lifði að mjög veru-
legu Ieyti á vatnakröbbum, er
hann veiddi í víkum og vogum, en
fyrir beitu notaði hann innýfli úr
selum, er hann gat rotað. Krabb-
arnir voru á stærð við risahumar,
enda átta til tíu punda þungir
hver. Á vissum tímum gat hann
náð í fóðurrófur, er upphaflega
hafði vaxið á eynni. Kál fékk hann
af eins konar toppkálstré. Kjöt
sitt kryddaði hann með aldinum
negulviðarins, þau eru svipuð og i
Jamaicka pipar. Jurt eina fann Sel
kirk, er nefnist Malgita, og reynd-
ist hún vel við þrálátri kveisu.
Þegar skór hans voru orðnir út-
slitnir, gekk Selkirk berfættur og
myndaðist þykk hornhúð á iljum
hans. Með því að nota nagla fyrir
nál og geitasinar fyrir þráð, tókst
honum að sauma sér úlpu og hettu
úr geitaskinni. Hann smíðaði sér
smáöxi úr járni, sem hann fann
í fjörunni, og þegar hnífur hans
var uppeyddur, gerði hann sér
nýtt hnífsblað úr járngjörðum,
sem einhverjir eyjargestir höfðu
glatað á ströndinni, með því að
brýna þær á klettabrún.
Þegar einveran lagðist allra
þyngst á Selkirk, gekk hann inn
í stóran helli á miðri eynni og
hrópaði Faðiryorið með hárri
röddu, til þess að fá að heyra
mannsrödd bergmála, þótt svo
það væri rödd hans sjálfs. Ilann
tamdi kiðlinga og villiketti, söng
og talaði við þá og kenndi þeim
jafnvel að dansa við sig.
Þrátt fyrir þá staðreynd, að
hann hafði sætt sig við einsetu-
lífið á eynni, snerust hugsanir
Selkirks þó óaflátanlega um þann
Framhald á bls. 477.
DansJnn í Hnina.
Einu sinni til forna var prestur
í Hruna í Árnessýslu, sem var
mjög gefinn fyrir skemmtanir og
gleðsltap.
Var það ávallt vani prests, þeg-
ar fólk var komið til kirkju á jóla-
nótt, að hann embættaði ekki fvrri
part nætur, heldur hafði dansferð
mikla í kirkjunni og spil langt
fram á nótt. t
Presturinn átti móður gamla,
sem Una hét og fann hún oft að
hegðan prests, en hann lét það
sem vind um eyrun þjóta.
Eina jólanótt var prestur leng-
ur að þessum dansleik en venja
var til, og fór þá móðir hans út
í kirkju og bað son sinn að hætta
leiknum og taka til messu. En
prestur segir, að nægur tími sé
til þess og segir:
„Einn hring enn, móðir mín.“
Gengur þetta þrisvar sinnum og
svarar prestur ávallt hinu sama.
En er hún gengur fram kirkjugólf-
ið í þriðja sinn, heyrir hún, að
þetta er kveðið og nam vísuna:
Hátt lætur í Hruna
hirðar þangað bruna;
svo skal dansinn duna,
að drengir megi það muna.
Enn er hún Una
og enn er liún Una.
Þégar Una kemur út úr kirkj-
unni sér hún mann fyrir utan
dyrnar, hún þekkti hann ekki. —
Heldur hún, að þetta sé djöfull-
inn sjálfur.
Tók hún þá reiðhest sonar síns,
ríður til næsta prests og biður
hann leysa vandræði sonar síns.
Prestur fer þegar með henni og
þykist sjá, að hér sé í óefni kom-
ið. En þegar þau koma að Hruna
var kirkjan og kirkjugarðurinn
horfinn, en ýlfur mikið heyrðist
niðri í jörðinni.