Sunnudagsblaðið


Sunnudagsblaðið - 25.04.1965, Qupperneq 6

Sunnudagsblaðið - 25.04.1965, Qupperneq 6
voru ekki þar mcð úr allri hættu. í hverri einustu hafnarborg störf- uðu hópar liðssmala, og allri strandlengjunni var auk þess skipt upp á milli slíkra hópa. Þegar þetta dugði ekki lengur til, var farið að taka sveitamenn og aðra landkrabba. Strax árið 1744 hófst í smáum stíl að neyða þá til starfa á flotanum, en árið 1778 mátti segja, að örlög þeirra væru innsigluð. Þá voru samþykkt lög, sem heimiluðu að þröngva öllum fullfrískum brezkum þegn- um til starfa á flotanum, nema þeim, sem fengju sérstakar und- anþágur. 1795 voru samþykkt ný lög, þar sem hvert hérað var skyld að tii að leggja flotanum í té menn í hlutfalli við íbúatölu þeirra. Eft- ir að þessi síðari lög tóku gildi var fyrir alvöru farið að ráða sveitamenn á flotann. Fyrstu af- leiðingar þess voru, að flotinn varð verr mannaður en fyrr,því að mörg sveitaryfirvöld notuðu tæki- færið og tæmdu fangelsi sín og tukthús, þegar sjálfboðaliðar hruklcu ekki til. Það hafði þó kom- ið fyrir áður, að fangar væru tekn- ir á flotann, og þess voru meira að segja dæmi, að menn voru dæmdir til að starfa þar í stað fangelsisvistar, en nú fór það fyrst að verða alvanalegt. En þessi aukna heimild til að taka menn nauðuga varð líka til þess, að nú fékk dálítill hópur menntaðra manna í fyrsta skipti að kynnast kjörum óbreyttra sjó- manna á flotanum. Og það varð smúm saman til þess, að farið var fyrir alvöru að reyna að vinna bót á því vandræðaástandi, sem var ríkjandi í þessum málum. EN HVERJIR voru þá undanþegn- ir þessum lögum? Fyrst og fremst þeir sjómenn, sem kaupskipaflot- inn gat ekki án verið, sömuleiðis fiskimenn. Engan mátti taka yngri en 18 ára eða eldri en fimmtugan. Þá mátti heldur ekki taka útlenzka sjómenn, því að það gat orðið til þess að brezkum sjómönnum er- lendis yrði þröngvað til starfa á erlendum herskipum. Hins vegar voru útlendingar, sem höfðu starf að um tveggja ára skeið á brezk- um skipum eða kvæntir enskum konum og búsettir í landinu, tald- ir heimil bráð. Þeir, sem fengu undanþágu, fengu í hendur skjal undirritað af dómara. Á því stóð nafn, aldur og lýsing á manninum, sem bar það. En þessir pappírar komu oft að litlu haldi, því að liðssmalarn- ir dæmdu þau ógild, livenær sem þeir gátu mögulega komið því við, einkum ef eitthvað bar á milli lýs- ingarinnar og raunverulegs útlits mannsins, sem lagði skjalið fram. Liðssmölunum var borgað ákveð- ið gjald fyrir hvern mann, sem þeir kræktu í, og því gerðu þeir sér far um að ná í sem allra flesta. Auk þess voru að því mikil brögð, að verndarskjöl væru fölsuð; eink um voru þau grunsamleg, sem sögðu menn vera ameríska að þjóðemi. Slík bréf var nefnilega auðveit að kaupa í amerískum höfnum, og í Bretlandi sjálfu áttl Foringjarnir lifðu í vellyslingum um borð. Málverk eftir Hogartb. 318 SUNNUDAGSBLAÐ - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Sunnudagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.