Sunnudagsblaðið - 25.04.1965, Side 8

Sunnudagsblaðið - 25.04.1965, Side 8
Búktalarabrúðan ÉG Kef slæman grun um að þessi saga sé sönn, enda þótt mér sé mjög á móti skapi að trúa þvi. Það var búktalarinn Ecco sem sagði mér hana, en hann bjó þá í næsta herbergi við mig á Bustos- hóteli. Ég vona að hann hafi logið þessu. Eða kannski var hann vit- laus? Heimurinn er svo fullur af lygurum og vitfirringum, að mað- ur veit aldrei, hvað er sannleikur og hvað lygi. En nóg um það. Ef nokkur mað- ur leit út eins og hundeltur, þá var það Ecco. Hann var lítill og slepjulegur. Hann hafði óþægilega takta: eftir fimm mínútur í návist hans var fólk orðið miður sín af taugaóstyrk. Svo nefnt sé eitt- hvert dæmi, þá átti hann það til að þagna í miðri setningu og hvísla Uss! lágt og skipandi, svo leit hann flóttalega í kring um sig og hlustaði. Við minnsta hávaða hrökk hann í kút. Eins og allir fjöllistamenn- irnir á Bustohóteli hafði hann brotið skip sitt. Einu sinni hafði nafn hans staðið efst allra nafna á auglýsingunum og hann hafði haft fimmtíu pund í tekjur á viku. Nú dró hann fram lífið með því að skemmta þeim sem stóðu í biðröð unum við leikhúsin. Og samt sem áður var hann snjaílasti búktalari sem ég hef nokkru sinni heyrt. Þessi gáfa hans var blátt áfram óhugnanleg. Orðræðurnar flugu fram og aftur án þéss að nokkur stanz yrði á, og raddirnar voru tvær og gjörólíkar. Það fólk var líka til sem fullyrti, að brúðan hans væri engin brúða, heldur dvergur eða strákur, mál- aður í framan og þrautþjálfaður i talsmáta búktalara. En það var ekki rétt. Engin búktalarabrúða hefur verið jafn úttroðin af sagi og sú sem hér um ræðir. Ecco kallaði hana Micky, og sýningar- atriðið sitt Micky og Ecco. Allar búktalarabrúður eru ljót- ar, en ég hef aldrei séð neina sem var ljótari en Micky. Hann leit út fyrir að vera heimagerður. Það var einhver viðbjóðslegur losti i blá- um starandi augunum; það small í augnalokunum, þegar hann deplaði þeim, og það var sérstak- lega viðbjóðslegt og draugalegt að heyra þessar gleiðbrosandi, rauðu trévarir smjatta. Eeco hafði Micky með sér, hvert sem hann fór; hann lét hann meira að segja sofa hjá sér. Ykkur mundi hafa brugðið, ef þið hefðuð séð, hvernig Ecco bar Micky upp stigann í útréttum höndunum. Brúðan var stór og kraftaleg, maðurinn lítill og gufu- legur. í daufu ljósi munduð þið hafa hugsað sem svo: Það er brúð- an sem teymir karlinn! Eg sagði að hann hefði búið 1 næsta herbergi við mig. En í Lon- don geta menn lifað sínu lífi og dáið í leiguherbergi, án þess að næsti nágranni manns hafi hug- mynd um. Ég hefði aldrei talað við Ecco, ef hann hefði ekki haft þann óvana að æfa sig í búktali á næturnar. Það tók á taugarnar. Nógu erfitt var það samt, að njóta hvildar og friðar í því húsi; Ecco gerði nóttina að helvíti, sannköll- uðu helvíti. Þið kannist við þenn- an skræka, óeðlilega róm, sem allar búktalarabrúður hafa? Micky hafði alls ekki þannig málróm. Han» málrómur var skrækur, en frckur, hann var mjóróma, en sá rómur var lifandi — það var ekki breytt rödd Eccos, heldur önnur rödd. Hver, sem hefði hlustað, hefði getað svarið, að þarna væru tveir menn að rífast. Þessi ná- ungi er snjall, hugsaði ég. Og svo: Þessi náungi er alveg einstakur! Og loks læddist mér þessi óþægi- lega grunsemd: Þetta eru tveir menn! Þegar allt var kyrrt um miðja nótt, áttu raddirnar til að byrja: „Svona, áfram nú! Reyndu aft- ur! Ég get það ekki! — Þú verð- ur! Ég vil sofa! — Ekki strax; reyndu einu sinni enn! — Ég er þreyttur, segi ég. Ég get það ekki! Smásaga eftir Gerald Kersh — Og ég segi: einu sinni enn!“ Síðan heyrðust einhver undar- leg hvínandi hljóð og á endanum rödd Eccos sem veinaði: „Djöfullinn þinn! Djöfullinn þinn! Ætlarðu ekki að láta mig í friði, í guðs almáttugs nafni!“ Nótt eina, þegar á þessu hafði gengið í meira en þrjár stundir, gekk ég að dyrum Eccós og bank- aði. Það var ekki svarað. Ég lauk upp hurðinni. Þarna sat Eccó grár í framan með Micky á hnjánum. „Já?“ sagði hann. Hann leit ekki á mig, en stór, máluð augu brúð- unnar góndu á móti mér. „Ekki af því að ég vilji þrasa neitt, en þessi hávaði ....“, sagði ég. Eccó sneri sér að brúðunni: „Við gerum herranum ónæði. Viltu að við hættum?" Og rauðmálaðar, lífvana varir Mickeys skullu saman og svöruðu: „Já, háttaðú mig". Eccó tók hann í fangið. Fætur brúðurinnar dingluðu máttlausir, þegar hann lagði hana á legubekk- inn og breiddi ofan á hana teppi- Hann þrýsti á fjöður! Pang! — og svo lokuðust augum. Eccó dró and- ann djúpt og þurrkaði svitann af enninu. „Skrítinn rekkjunautur", sagði ég. „Já, sagði Eccó, „En .... nú verðið þér .... ” Og svo leit hann á Micky, gretti sig framan i mig 320 SUNNUDAGSBLAt) - ALÞÍDUBLAÐIÐ

x

Sunnudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.