Sunnudagsblaðið - 25.04.1965, Síða 11

Sunnudagsblaðið - 25.04.1965, Síða 11
staði. Fyrir utan Háumola voru ]já Sv° staksteinalausir harðlendis- meiar> að varla sást þá betra sPrettfaeri annarsstaðar. Þá tóku við mýrar alla leið ofan á Stúf- eyri> sem er nokkru fyrir sunnan Borðeyrina, þar sem ^borðin" stóð 1 allri sinni reisn. Þegar þetta var, upphlaðinn vegur, þráðbeinn °6 vej gerður, frá melunum ofan a Btúfeyrina, sem var kölluð langa tú. Það var hin bezta vegabót, s°ni ég hafði séð, gerða af manna- t'öndum. Á Stúfeyrinni, segir tliavius, að til forna hafi verið skipanaust og að á 18. öld megi siá rústir, 67 feta langar og 20 teta breiðar. Þegar við vorum að ríða ofan öngu-brúna, kom maður á eftir oitkur á harða spretti. Hann reið Sfáum hesti. fjörmiklum og glæsi- e6um á að líta. Þetta var Björn ándi Jónsson á Kollafossi í Vest- Urárdal. Hann heilsaði upp á okk- Ur 6laðlega og hægði ferðina lítið eitt, en svo hleypti hann hestin- Um á sprett alla leiS út í kaup- Rtaðinm • . "Nú langar Björn meir en lítiS 1 tárið*" heyrði ég afa minn tuldra a6t við sjálfan sig. Björn var son- Ur Jóns óðalsbónda og hrepp- st3óra á Kollafossi. Hann hafði e.rft eftir föður sinn fjórða part af íorðinni, Kona Björns hét Ingi- törg. Þau áttu einn son og ekki annað barna. Hann varð ekki að manni- Bjöm var smár vexti, en Verkmaður góður og komst vel af eð lítið bú, en gagnsamt. Hann ap greiðamaður, hjálpfús og jtestrisinn. Á Kollafossi var mikil mferð af kaupstaðar-ferðamönn- vm’ einkum að vetrinum, því þá a' Hioitafjörður oftast ísilagður ra áramótum til vordaga. Þá fóru al«bændur beinustu leið yfir ^utafjarðarháls og á isi þvert 11 fjörðinn til Borðeyrar. í þess m ftidráttaferðum komu flestir . á Kollafossi og þáðu greiða, S’stingu 0g margskonar fyrir- « e>ðslu hjá Birni bónda. Hann r avallt birgður af heyjum. Var vfg Bvað hann gerði vel .. íerðamenn og hesta þeirra. v °rn Var allvínhneigður. Hann v via fénaðarslátrun hjá Riis- z un um áratugaskeið að haust- inu og liafði ákveðið verk með höndum, sem hann vann faglega, svo drakk hann brennivín sér til sáluheilla á frídögum. Sumarið 1902 var ég smali á Húki, sem er næsti bær við Kolla- foss. Ég sat hjá kvíaám og hélt mig nærri veginum yfir Hrúta- fjarðarháls og hitti marga ferða menn. Björn á Kollafossi fór oft á laugardögum til Borðeyrar. Stund- um kom hann ekki til baka fyrr en á.sunnudag, þá slompfullur. Hafði hann þá setið við drykkju á veit- ingahúsinu fram á nótt, en haldið svo á stað heimleiðis en sofnað á leiðinni í brekku eða laut, dróst heimferðin því á langinn. . Björn átti gráan reiðhest, hinn raesta gæðing. Hesturinn var svo vitur og gerhugull um húsbónda sinn að orðlagt var. Þótt Björn væri moldfullur og gæti vart selið í hnakkanum, var það ekki að baga, því hesturinn hagaði ferðinni að öllu }eyti eftir því, sem Birni hent- aði bezt, Þó að hesturinn væri að upplagl ákaflega viljugur, fór hann ekki að því þó að Björn væri að kákla í hann með svipu eða vildi hleypa honum á sprett ,því þegar hesturinn fann að húsbónd- inn var fullur og reikull í áset- unni, lötraði hann götuna, hvernig sem Björn lét. Þegar Björn slangr- aði út í hliðarnar, sveigði hestur- inn sig undir slinkina. Þegar Björn fór af baki til þess að bæta á sig víni, en valt svo söfandi ofan í laut eða gjótu, fór hesturinn að sinna sínum frumstæðustu þörfum og saddi sig á grængresinu. En þegar hann hafði fengið nægju sína af matmiklum brekkugróðrí, sem sólin hafði seitt upp úr ósnortinni moldinni í hálsaröðlim- um, gekk hann lötrandi^ til hús- bónda síns, stóð yfir honum litla stund hugsandi, með áhyggju- svip, en ýtti svo við honum með snoppunni og vakti hann. Ég heyrði sagt, að menn hefðu séð það að Gráni hefði lagzt á hnén til þess að Birni yrði auð- veldara að stíga á bak, þegar hann var nær ófær. Norðlingavað er skammt frá því sem áin fellur í Hrútafjörð. Talið er að 19—20 manns hafi drukkn- að í fljótinu, sem er djúpur hylur, upp af vaðinu. Aðaldýpið er við vesturbakkann, en að austan- verðu er slétt grjóteyrí og góð landtaka- To.fhraukar höfðu ein- hverntíma verið settir beggja megm árinnar til þess að leið- beina vegfarendum á vaðið. Þeg ar menn komu vestanað beint frá hinum óþrjótandi brunnum Bakk- usar, var stefnt í mikla hættu, e£ farið var út í ána fáum' fetum fyrir ofan vaðið, þá stungust mað- ur og hestur beint á höfuðið fram af þverhníptum marbakka. Maður- inn losnaði við hestinn og lagðist á botn árinnar til eilífðar óminn- is, eða nýs lífs, sem mannkynið órar fyrir, en hefur þó vart tekizt að henda reiður á til þessa. — Þannig drukknuðu flestir, sem fór- ust í Norðlingafljóti. Eitt sinn kom Björn á Kolla- fossi vestan frá Borðeyri og var mikið drukkinn að vanda. Hann reið Grána sínum. Þetta var seinni hluta sumars, um miðja nótt f Magnús F. Jónsson fer með afa sínum í kaupstaðarferð í fyrsta sinn. Hann er allur á iði af eftirvæntingu og tekur vel eftir öllu. í þessari þriðju grein segir frá því er þeir komast á f ákvörðunarstað, Borðeyri við Hrútafjörð. Fyrst er „borginni" lýst nokkuð, en inn í frásögnina er fléttað frásögnum af sér- kennilegum mönnum og baráttu fólksins. Magnús hefur meðal annars mjög gott auga fyrir því sem til gamans má telja. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - SUNNUDAGSBLAÐ 323

x

Sunnudagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.