Sunnudagsblaðið - 20.06.1965, Blaðsíða 7
titrandi í knjáliðunum og skalf
allur. Móðir min stóð við glugg-
ann og horfði út yfir götuna. Hún
spurði: „Hvað sagði Herzl við
hann?“
Ég starði stjarfur gegnum glugg
ann, þangað sem hr. Vojtisek lá
grátandi. Móðir mín var að hella
upp á könnuna, en annað slagið
gekk hún út að glugganum, leit
út og hristi höfuðið.
Allt í einu sá hún hr. Vojtisek
i’ísa hægt á fætur. Hún skar brauð
sneið í skyndi lagði hana ofan á
'stóran kaffibolla og hraðaði sér
út. Hún kallaöi til hans og veif
aöi af dyrahellunni. Hr. Vojtisek
leit til hennar þegjandalegur „Guð
blessi þig“, hvíslaði hann loks og
bætti síðan við: „En ég bef enga
tyst núna.“
Hr. Vojtisek beiddist aldrei ölm
ustu í Litla hvei-fi framar. Hinum
megin við ána gat hann auðvitað
ekki gengið hús úr húsi, þar sem
fólk þar þekkti hann ekki, og lög
regluþjónninn, sem var á verði,
þekkti hann ekki heldur. Hann sat
á gangstéttinni framan við Kross
farakirkjuna við Clementiusar-
bogagöngin, gegnt varðmannaskýl
inu, sem stendur við brúarsporð-
inn. Ég sá hann alltaf þar þegar
við áttum leyfi síðdegis á fimmtu
dögum, er ég fór yfir í Garnla bæ
inn, til að skoða í kassana hiá bók
sölunum á Gamla torgi. Húfan lá
við hlið hans allan daginn; liann
leit aldi’ei upp, hélt á bænabók
og tók ekki eftir einunx né nein-
uni. Það glampaði ekki :engur á
'skállaan, kinnaraar og headxuraar
voru ekki lengur rjóðar og þriflcg
ar eins og fyrir skömmu, gulgrá
húðin var orðin hrukkótt og skorp
in. Á ég, eða á ég ekki að segja
frá þ.ví? — Hví skyldi ég ekki
segja ykkur, að ég þorði aldrei
að koma framan að honurn, lield
ur læddist alltaf milli súlnanna,
til þess að ég gæti fleygt skotsilfr
inu, sem ég fékk á fimmtudögum,
skínandi nýjum þriggja kreutzer
peningi, í húfuna hans aftanfrá.
Síðan hljóp ég á brott.
Svo mætti ég honum cinu sinni
á brúnni. Lögreglumaður leiddi
hann heim i Litla hverfi. Eftir
það sá ég hann aldrei aftur.
Það var nístingskaldur febrúar
niorgumi, skuggsýnt úti, þykk héla
Frh. á bls. 463.
ALÞÝÐUELAÐIÐ - SUNNXJDAGSBLAÐ 447