Sunnudagsblaðið - 20.06.1965, Side 8

Sunnudagsblaðið - 20.06.1965, Side 8
PELÍKANSTRÆTI nefnlst ósköp venjuleg gata í Antwerpen. Húsin, sem við hana standa, eru hvorki mjög falleg né mjög ljót, og. bau bera ekki utan á sér, hvaða starfsemi bar fer fram. En við þessa götu og aðliggjandi götur fer mest öll demanta- vinnsla veraldarinnar fram. Meira en tveir þriðju af öllum demöntum eru slípaðir við þessar yfirlætis- lausu götu í Antwerpen, og demantaiðnaðurinn er talinn með þýðingarmestu iðngreinum Belgíumanna. D;mantaiðnaðurinn aflar yfir 5% af gjSldeyristekj- um þjóðarinnar og við hann hafa meira en 25.000 manns atvinnu. Antwerpen hefur í meira en fimm aldir verið miðstöð demantavinnslunnar, svo að demantaiðnað- urinn belgíski á sér rætur langt aftur í fortíðina. Það er hins vegar erfitt að svara því, hvers vegna einmitt Antwerpen verður demantamiðstöð, en ekki einhver önnur borg í einhverju stærra landi. Ástæð- a'n er þó eflaust sú, að seint á miðöldum var Ant- #erþen 'einhvér mesta hafnarborg í Evrópu, og það- an voru flest þau skip, sem sigldu til Austurlanda; ög í þeirri tíð komu allir eðalsteinar frá Austur- löndum. Fyrf á öldum var demantaverzlunin frjáls, og aíiðvitað voru þeir margir, sem reyndu að vera með i leiknum. En síðustu þrjá aldarfjórðungana hefur eitt fyrirtæki haft raunverulega einokun á allri demantaverzlun. Það er ensk-suðurafríska auðfélag- ið De Beers, sem hefur aðalstöðvar sínar í London. Þetta fyrirtæki kaupir óunna demanta alls staðar að úr heiminum, frá Brasilíu og Afríku og meira að segja frá Sovétríkjunum. Ástæða þess, að Sovét- ríkin, sem eiga ekki svo lítið af demantanámum, láta auðfélag eins og De Beers njóta góðs af dement- um sínum, er einfaldlega sú, að De Beers er svo voldugt fyrirtæki, að það gæti hvenær sem er gert út af við hugsanlegan keppinaut. Það er sagt, að De Beers eigi svo mikið magn af óslípuðum dement- um, að demantaverð myndi hríðfalla, ef það væri allt látið á markað i einu. En auðvitað gerir De Beers það ekki. Fyrirtækið mylgrar nógu litlu á markaðinn £ einu til að hlutfallið milli framboðs og eftirspurnar haldist óbreytt og heldur verðinu fannig uppi. TÍL ÁNT-WERPEN eru óunnir demantar fluttir frá Eondon, en þangað er þeim safnað .saman frá nám- unum. Gjöfulustu demantanámurnar eru í Kongó, Suður-Afríku, Angoia, Ghana, Tanganjika, Brasilíu, Venezuela og Sovétríkjunum. Greinarmunur er gerður á gimsteina-demöntum og iðnaðar-demöntum. í gimsteina fara þeir demant- ar, sem eru glitfegurstir af náttúrunnar hendi. Stærð steinanna óunnra skiptir £ því sambandi engu máli. En í demantahúsunum í Antwerpen er dementun- um sem sagt skipt í tvo flokka eftir gliti þeirra og íökustu demantarnir í því tilliti eru teknir til iðn- aáarþarfa. Óunninn demantur, sem á að verða gimsteinii, er fyrst vandlega skoðaður, því að verið getur, að fegurð hans megi auka með því að kljúfa hann. En það er ekki svo auðvelt að taka ákvörðun um það, og miklir fjármunir í húfi að rétt sé ákveðið. Steinn, sem kostar slípaður kannski þrjár milljónir króna, getur komizt upp í fimm, ef honum er skipt, en það getur líka farið svo, að við skiptin komi fram tveir demantar, sem hvor um sig sé ekki nema hálfrar milljónar virði. Það eru engir smápeningar, sem hér er farið með, og því þarf bæði mikla þekkingu og reynslu til að ákveða, hvernig fara skuli með óunna demanta. Að sjálfsögðu er það stjórn slíp* unarfyrirtækisins, sem ber ábyrgðina og tekur af skarið, en í reynd verður það oft slíparinn sjálfur, sem ákveður, hvort kljúfa skuli ákveðinn stein eða ekki. Demantur er klofinn þannig, að hann er risp- aður með öðrum demanti og síðan er slegið fast á harðan hnif, sem lagður er í skoruna. Megin- máli skiptir, að hnífnum sé beint í rétta stefnu. Það þarf ekki að skakka nema broti úr millimetra í aðrahvora áttina til að allt sé ónýtt og milljónir hafi tapazt. Öruggari aðferð við að skipta demanti í sundur er því að saga hann í tvennt. En sú að- ferð er mi-klu seinlegri. Það getur tekið marga daga, að saga demant í sun.dur, en þá er notað fínt stál- blað, sem demantadufti er stráð á, og alltaf sagað inn í steininn í átt að miðjunni. Þegar steininum hefur verið skipt, ef um það er að ræða, getur sjálf slípunin hafizt. Fyrst eru horn og brúnir gerð ávöl, og síðan hefst hin eigin- lega flataslípun. Til þess að steinn geti kallazt brillíant, þarf hann að hafa minnst 58 fleti, en aðrir eðalsteinar. eru slípaðir með 10 eða 32 fleti. En steinninn er því dýrari sem fletirnir eru fleiri. 448 SUNNUDAGSBLAÐ — ALÞÝÐUBLAÐIÐ i

x

Sunnudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.