Sunnudagsblaðið - 28.11.1965, Blaðsíða 2
S Ó L I N kom í dag, þessi sama sól, sem maður
er alltaf að bíða eftir en lætur varla sjá sig á
þessum árstíma og loks þegar hún var komin hellt-
ist myrkrið yfir rétt eins og í útlandinu og fólkið,
sem var í búðargluggaskoðun á Laugaveginum tók
að greikka sporið eins og það hefði séð draug eða
eiithvað enn verra og þó var klukkan ekki fimm.
Bissneshátíðin nálgast og kramarinn á horninu er
kominn í jóladressið, þ.e.a.s. hvíta sloppinn, sem
hann lætur þvo á hinu árinu og þegar maður fær
sér neftóbaksdós hjá honum, kreistir hann upp úr
sér brandara og er hættur að væla undan söluskatt-
inum og öllu því fargani, sem sagt hann er kominn
í hátíðarskap.
Þjóðleikhúsið eða mósterið eins og sumir kalla
það. Af hverju allur þessi ti-ekkur á sýningum?
Varla Iiægt að hugsa sér nokkuð nöturlegra en
sk.iálfandi eiginkonu við hliðina, þá loksins hún
íær tækifæri til að vígja nýja, flegna kjólinn. —
Ætlar kannske þjóðleikhússtjóri að taka upp eins
konar keipaleigu til að drýgja híruna sína? Hefur
maðurinn annars fjarska lágt kaup? Það er ósköp
dapurlegt að sjá öll þessi tröllkonubláu nef og
gæsahúðuðu handleggi að afloknum sýningum í
mösterinu.
Menn' höfðu orð á því hér á dögunum meðan rik-
isstarfsmenn voru að sækja mál sitt gegn fjár-
mílaráðherra fyrir Kjaradómi, að rétt hefði verið
að fá lánaðan borða hjá framámönnum samtakanna
..Herferð gegn hungri” og festa hann fyrir utan hús
Hæstaréttar, þar sem málflutningurinn fór fram.
Sumir stungu líka upp á þvi að þessi málflutningur
hefði átt að vera uppi á senu í Háskólabíói og
selja aðgang og hafa sama verð á miðum eins og
á bítlatónleikum og láta allt renna beint í tómt-
húsið við Arnarhól, en þar eru sífelld blankheit,
sem ekki verður séð fyrir endann á.
Iiafnfirðingar halda rigningarhátíð (sbr. sólar-
kaffi fyrir vestan) nú um helgina og þar verður
l'ka fjármálaráðherra vottuð sérstök samúð með því
að afhenda honum áskorun frá bæjax-búum' um
að opna sem skjótast brennivínsríki í Firðinum,
cvo bæjarbúum gefist kostur á að sýna hug sinn
allan til þeiri'ar ágætu stofnunar, sem mikið veltur
á að mali inn sem mest klink.
Loks um daginn fekk skáidtð frá Skáholti fulla
586 Þvnnudagsblað - alþýðublaðið
uppreisn í gröf sinni, þar sem sex spekingar fyrir
vestan -rugluðust í sjálfu útvarpinu á honum °S
skáldklerkinum í Holti undir Eyjafjöllum.
Nýr prófessor hefur bætzt við Háskóla íslands
og heitir prófessor Grundig. Hann er að vísu ekki
af holdi og blóði eins og þeir sem fyrir eru heldur
meira í ætt við tækni og framfarir nútímans og
reyndar skilgetið afkvæmi eins núverandi kollega
síns, sem hugðist bjarga sér í miklu annríki með
því að senda prófessor Grundig í sinn stað. Stúd-
entar tóku þessum nýja prófessor víst ekki rétt
vel og gerðu á honum alls kyns tilraunir, sem að
vísu engar sögur fara af. Til skýringar skal Þa®
tekið fram, að prófessor Grundig er eitt forláta
segulbandstæki og því má bæta við, að sænskir
liugðust notfæra sér tæknina á sama veg en stúd-
entar þar settu krók á móti bragði og komu með
sín eigin tæki, sams konar, sem þeir skildu eftir
í kennslustofunum og spásséruðu svo út og kotnu
aftur að kennslustund lokinni og höfðu þá fengið
allt inn á band, sem segulbandsprófessorinn • hafði
talað. Já, það verður ekki á tæknina logið.
Nú cr Gunnar Thor. kominn í danskt kvcnna-
blað og er það vel og raunar vonum seinna, ÞV1
óðum styttist tírninn þar til liann hyggst koma, sja
og sigra, en hann hefur að sjálfsögðu byrjað sína
kandídatsherferð svo sem bezt verður á kosið, ÞV1
allir vita og meira að segja líka danskir, að engin
blöð eru meira keypt á íslandi en hin svo kölluðu
dönsku heimilis- og kvennablöð. Það hefði kannske
verið svolítið viðkunnanlegra að sjá erfðaprinsinn
okkar fyrst á þrykki í Hjemmet eða Familie Journal,
en það er auðvitað smekksatriði.
Rússar hafa tekið sig á og gefið okkur íslendíng-
um fyrirheit um heilmikla samninga í tilefni bylt-
ingarafmælisins og má nú vona, þótt seint sé, að
efndir á gamla gaffalbitaloforðinu sé ekki langt
undan Iandi.
Bókaflóðið sígur jafnt og þétt fram og cr nú
vcðjað á ýmsa. Tveir fyrrverandi metskrifarar þeir
Steíán í útvarpinu og Jónas Árnason halda nú að
sér höndum og sitja bara á áhorfendabekkjum en
gamla konan frá Lundi er enn í fullu fjöri og hræð-
ist víst ekkert þá sem yngi'i eru og jafnvel ekki
kempur eins og Churchill gamla, sem nú liefui'
bætzt í hópinn. — bóbjoö.