Sunnudagsblaðið - 28.11.1965, Blaðsíða 21
a5 licnni væri orðið órótt cða
liún vildi færa samtalið inn á
tryggari brautir, spurði hún: —
Eruð þér fyrir veiðar?
— Nei, svaraði hann. — Eg hef
aldrei fengizt mikið við veiðar.
— Faðir minn var mikill veiði-
maður, en mér hefur aldrei fund-
izt það vera nógu spennandi.
— Það á heldur ekki að vera
spennandi. nema þegar bitið er
ó. Þetta er afþreying til að hug-
leiða við.
— Hugleiðingum hef ég ávallt
slegið á frest il framtíðarinnar.
— Þér eruð enn ungur maður.
Þér hafið nægan tíma til að fá
áhuga á því.
— Silungsveiðum eða hugleið-
ingum, systir?
Hún brosti og skildi ekkl alveg,
hvað hann var að fara.
— Þér eruð ekki frú Quebec?
spurði hún.
— Nei, frá Ontarlo.
— Eruð þér eitthvað við kop-
arnámuna í Murdochville?
— Nei, ég kom í lestina í New
Richmond.
— Þér hafið þá verið þar við
réttarhöldin? Mér skilst að marg-
ir blaðamenn hafi farið þangað.
— Jú, þó nokkrir. Þeir fóru
flestir aftur í gær.
— Við heyrðum fréttina í út-
varpinu, sagði hún. Og bætti síð-
an við af kvenlegri forvitni: —
Hvað fannst yður um réttarhöld-
in?
Hann yppti öxlum. — Þetta
voru heiðarleg réttarhöld, sagði
hann.
— Og þessi Pearson? Var hann
sekur?
— Kviðdómurinn taldi hann
sekan um manndráp. Hvort hann
skaut í sjálfsvörn, eins og hann
hélt fram, veit enginn fyrir víst
nema hann sjálfur.
— Og að slíkt skuli geta komið
fyrir út af fáeinum námuskikum,
sagði hún og hristi höfuðið við
tilhugsunina. — Það er hræði-
legt að vita til þess, að svona
ungur maður skuli dæmdur i ævi
langt fangelsi, finnst yður það
ekki?
— Það hefði getað verið verrá.
Hann hefði getað verið dæmdur
fyrir morð og sendur í snöruna.
— Jú, að vísu, játaði liún
hugsi.
Hann hló. — Afsakið, systir, en
mér þykir það dálítið kyniegt, að
þér skulið hafa áhyggjur af því,
að maður skuli vera dæmdur í
ævilangt fangelsi.
Hún vár alvarleg á svipinn, er
hún svaraði: — Hvers vegna er
það svo kynlegt?
—, J.ú, kusuð þér . ekki sjálf
yðar lífstíðardóm?
— Eg lít ekki á það sem neinn
dóm.
McGuire ýtti við honum til var-
úðar.
— Fyrirgefið, að ég sagði þetta,
systir, sagði hann í afsökunartón.
Það vill bara svo til, að þér eruð
fyrsta nunnan, sem ég tala við.
— Og þér hafið ekki orðið fyr-
ir vonbrigðum, vona ég? Kannski
hafiö þér haft kyndugar hug-
myndir um okkur?
— Nei, ekki beint kyndugar.
En ég hélt ekki að nunnur líktust
yður, svaraði hann.
Hún brositi. — Élg vona. að ég
hafi ekki gefið yður skakkar hug-
myndir um það efni.
Áður en hann gat sagt nolckuð
meh-a, stanzaði lestin á smástöð
með rykk, sem hristi alla far-
þegana til. Eldri nunnan vaknaði
og liorfði vandlætingaraugum á
Ken, svo að hann leit undan. —
Hann heyrði, að hún sagði eitt-
hvað á frönsku við yngri nunn-
una, og þegar hann leit aftur yfir
ganginn, var hún farin að lesa
blaðið á ný.
Þegar lestin kom að vegamót-
unum fáeinum mínútum síðar, —.
stóð Tomlinson upp og tók far-
angur þeirra niður af hillunni.
McGuire skimaði út yfir vagn-
inn yfir sætisbökin. — Eg held
ekki að það fari margir úr hér,
sagði hann. — Þetta fólk fer flest
alla leið inn í bæinn. Eg kæri
mig heldur ekki um margmenni.
— Við bíðum inni á skrifstof-
unni, þangað til hin lestin kemur
sagði Tomlinson.
McGuire og Ken stóðu upp og
McGuire hélt dyrunum opnum.
Ken sagði við ungu nunnuna: —
Verið þér sælar, systir. Mér þótti
gaman að rabba við yður.
Hún kinkaði kolli og brosti ör-
lítið til hans.
— Haltu áfram, Pearson, hróp-
aði McGuire og var nú allt í einu
orðinn itastur í tali.
Það var þá sem unga nunnan
tók eftir handjárnunum, sem
hlekkjuðu vinstri liandlegg Kens
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - SUNNUDAGSBLAÐ gQ5