Sunnudagsblaðið - 28.11.1965, Blaðsíða 5

Sunnudagsblaðið - 28.11.1965, Blaðsíða 5
gönguferð fyrir morgunbænir, en við þær las hann ætíð kafla úr biblíunni. Morgunverðurinn kl. 9 var aðalmáltíð hans. Hann vann í garðinum frá kl. 9,30 til 11,30, en milli kl. 12 og 1 hlýddi liann á skýrslur ritara sinna og sinnti bréfaskriftum. Þá tók við hádegis- verður, sém var mjög óbrotin rnáltíð, og síðan var stutt hvíld. Eftir síðdegiste hvarf hann aftut til skrifstofu sinnar og vann þar við lestur og skriftir til kl. 8. Eftir kvöldverð söfnuðust allir heimilismenn saman í dagstof- unni og hlýddu á keisarann lesa eitthvað upphátt. Klukkan 10,15 gekk hann til náða. Þessari skip- an var aldrei breytt. Á hinn bóginn gat hann gert grín að sjálfum sér, eins og Eng- lendingum einum er lagið. Og Þótt ég yrði að bera fram skrif- legar spurningar og hannj *‘a3 svara þcim skriflega, því sem átti að birtast, var.hann ótrúlega hréinskilinn í því samtali, sem bann sagði, að ætti að teljast „ut- an dagskrár.” Það var greinilegt, að hann taldi sig á engan hátt bera sök á styrjöldinni. Hann hélt því .einnig fram, að í Búa- stríðinu hcfði hann einn komið I veg fyx-ir að Frakkar, Þjóðverj- ar og Rússar x-éðust á Breta og veittu Búum fullan stuðning. Og ég þurfti ekki að vera í neinum vafa urn. það, hverja hann líkaði vel við og hverja ekki. Þegar ég heimsótti hann fyrst var Shaw I miklum metum hjá honum fyrir leikritið Eplavagninn, sem keisar- hin kunni næstum því utan bók- ar. Honurn var illa við mcnn eins °§ Lloyd George og Lenin, og allir, sem féllu í þann flokkinn, íengu aevinlega einkunnina: —- ninesti þorpari á jarðríki, sem enn cr óhengdur.” Hann stærði sig af Því, að hafa fyrstur orðið til að vara Evi-ópu við „gulu hættunni.” Hann yar trúaður rnaður og hafði megnustu fyrirlitningu á bylting- unni í Rússlandi, og taldi að hún ýhi á hættuna, og hann spáði því, að sá .timi kæmi, að ríki Vestur- Evrópu yrðu að sameinast gegn uustrinu eða glatast ella. Rlér virtist hann vera í öllu Ulliti mcrkilcgur maður. í út- iegöjnni var trúin augsýujlega lielzta huggun hans, og ég held að sú ,trú hans hafi verið einlæg, að sá dagur kæmi, að hann fengi að standa augliti til auglitis frammi fyrir skapara sínum. —. „Andlegar framfarir hafa ekki haldizt í hendur við hina tækni- legu framvindu. Trúarvakning hlýtur að koma í Englandi og í Þýzkalandi. .. Trúarbrögðin cru Guðs Jög, sem gilda fyrir allar þjóðir um eilífð.....Það, að ég verð að lifa fjarri mínu ástkæra föðui-landi og þeirri þjóð, sem ég hef helgað líf mitt, er reynsla sem Guð hefur lagt á mig og ég vcrð að þola með undirgefni og mót- þróalaust.” Það var trú hans, sem olli því að hann var einna minnst óánægð- ur þeirra, sem bjuiggu í Doom. Hann gat einnig verið fyndinn, — þótt gamansemi hans yrði oít beisk með aldrinum. Eitt sinn þeg- ar þjónn hans truflaði okkur með skilaboðunum: „Klukkuna vantar stundarfjórðung í eitt, yðar há- tign,” svaraði hann brosandi: „Já, ég er ekki búinn að brjóta regl- urnar cnnþá.” Hins vegar báru uinmæli hanp meirj kejra bciskju en gamansemi, þegar hann sagði mér einn morguninn, að nú hefði hann veriö að fella tuttuguþús- undasta tréð, og bætti við: „En segið ekki frá því í blaðinu, því að þá segir Thcodore Wolff (þýzk- ur rjtstjórj): „Hvað eru 20 þúsund ti-é á móti Jífi tveggja milljóna Þ.jóðyerja?” Og þegar hann gaf mér ágæta mynd af sér, sem á voru letruð orð Abrahams Lin- eolns: „Engu er 'lokið fyrr en því cr vel lokið,” var það með tilliti til álls, sem um hann hafði verið sagt, að hann bætti við: „Geymið þér þcssa mynd einhvers staðar afsíðis. Annað gæti komið sér illa fyrir yður.” Beiskja hans var mcst gagnvart Englandi. Eftir fyi'sta daginn minn í Doorn sat ég uppi háifa nóttina og skrjfaði grein um heimsókn mína og fékk honum hana til yf- irlesturs • daginn eftir. A einum stað hafði ég skiúfað: „Ég held að keisarinn lítj enn á England sem annað föðurland sitt og hann hafi gert allt persónulega til að við- halda fi-iði og harmi þá skoðun Englendinga, að hann bcri ábyrgð á styrjöldinni.” Keisarjnn gerði ALÞÝfXUBhAi>IÐ - SUNNUDAGS»L4í> 539

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.