Sunnudagsblaðið - 28.11.1965, Page 13
Hann vissi vel, að hann gekk stund-
um í svefni og vildi nú bara komast
sem fyrst heim í hlýja rúmið sitt.
Hann vatt bleytuna úr náttbuxna-
skálmunum eins vel og hann gat, og
f lýtti sér svo upp á háan hól, sem var
rétt hjá, til að horfa í kringum sig
eftir bænum heima.
Þegar hann kom upp á hólinn sá hann
nokkuð, sem kom honum til að gleyma
öllu öðru.
í stóri laut hinum megin við hólinn
voru fjögur tjöld.
Eitt var gult, annað rautt, þriðja
blátt og voru þau ekki mjög stór.
En það fjórða var eins og stórt hús og
allavega á litinn, með röndum.
Kalli mundi eítir að hafa séð mynd
af svipuðu tjaldi í litabók, sem hann
átti.
En það var mynd af sirkustjaldi.
Gat verið að það væri kominn um-
ferðasirkus í sveitina hans?
Kalli hoppaði upp og réð sér nú varla
fyrir spenningi.
Hann ákvað að forvitnast svolítið um
þetta áður en hann færi heixn til sín.
Hann læddist á herum tánum að gula
tjaldinu og hlustaði.
Bann heyrði greinilegar og háværar
hrotur þaðan.
Nú gægðist hann inn um rifu og sá
þá, að maxgir karhnenn sváfu þar hlið
við hlið í svefnpokum.
Sá, sem svaf næst dyrunum, var með
sítt, svart alskegg.
Kalli fór nú að rauða tjaldinu.
Þaðan heyrðust dálitlar hrotur, og þar
reyndust sofa margar konur.
Frá bláa tjaldinu heyrðist ekkert og
það var óreimað aftur.
Kalli leit inn og sá þar ótal margar
ferðatöskur og kistur.
Sumar stóðu opnar og í öllum voru
föt — alls konar skringilegir búningar
sem sýndu að hér voru leikarar á ferð.
Nú var Kalli ekki lengur í neinum
vafa um, hvað væri í stóra tjaldinu.
Það hlaut að vera fullt. af alls konar
dýrum, enda heyrðust þaðan undar-
legustu hljóð, sem Kalli hafði heyrt.
Hann gat ebki stillt sig unl --að -gaégj-
ast aðeins inn fyrir.
Þegar hann kom í dyrnar, sá hann
að 'hann hafði grunað það rétta.
Mörg dýrabúr, stór og smá, stóðu f
tveimur röðum inn eftir geysistóru
tjaldinu og 'var bil á millL
Það var dálítið skuggsýnt þarna inni.
Þó gat hann séð alls koriar dýr, sem
hann þekkti af myndurn.
Þarna voru apar, fíll, gíraffi og mörg
önnur dýr.
Þau voru öll í fasta svefni, svo að
Kalli gat ekki. stillt sig um að læð-
ast inn ganginn og skoða dýrin.
Innarlega kom h'ann að búri, sem hon-
um sýndist tómt.
FRAMHALD.
ALÞYÐUBLAÐia - 6UNNÓDA&SBLAP