Sunnudagsblaðið - 28.11.1965, Blaðsíða 16

Sunnudagsblaðið - 28.11.1965, Blaðsíða 16
ÖFUGHLIÐIN Á ENGLANDI Á NOKKURRA ÁRA fresti gefur brezka. viku- fclc.ðið New Statesman út bók, sem nefnist This England eða Þetta England, og birtist þar úrval af setningum og klausum, sem áður hafa komið í samnefndum dálki í blaðinu sjálfu. Blaðið birtir vikulega dálk undir þessu nafni og tekur þar upp- ummæli úr blöðum og tímaritum, ummæli, sem eru á einhvern hátt undarleg eða skemmtileg, án þess að sá sé tilgangur höfundar. Fyrir skömmu er Þetta England 1960—65 kom- ið út og birtast í. þeirri bók um 400 klausur frá síðustu árum. Bókin er myndskreytt af einum kunnasta skopmyndateiknara Bretlands, snillingn- um Vicky. í bókinni kennir margra grasa, en að vanda ber mikið á kynferðismálum og mikið af því er komið frá lesendum blaðanna. Þannig skrif- ar t. d. ung stúlka bréfaþætti í kvennablaðinu Woman’s Own: „Ég er sautján ára og á von á barni með unnusta mínum, en hann hefur sagt, að hann fyrirgæfi mér það aldrei, ef ég yrði ófrísk fyrir brúðkaupsdaginn. Ég get ekki fengið það af mér að særa hann með því að segja honum, að ég sé ófrísk.” — Og önnur ung stúlka skrifar bréfa- þætti sama blaðs: ,,Ég er búin að vera með kær- astanum mínum í tvö ár og við ætlum að opin- bera. Við erum bæði nítján ára. Hann segist aldrei vilja giftast stúlku, sem ekki sé ósnorti'n, og til þess að vera alveg viss um að ég sé það, vill hann endilega sofa hjá mér áður en við opinberum.” Skoðanirnar á kynlífinu eru margar. Kona nokk- ur skrifar Women’s Own á þessa leið: „Við höfum verið gift í nærri því tuttugu ár, og þótt ég hafi fallizt á að ala manni mínum tvö börn, hef ég siðan neitað að koma nálægt nokkru, sem kalla megi kynlíf, enda tel ég það ekki nauðsynlegt.” Eorgarfulltrúi einn í Liverpool er eiginlega svip- aðs sinnis, þótt hann fallist ekki á að kynlifið sé með öllu ónauðsynlegt. Liverpool Echo hefur þessi ummæli eftir honum: „Ef lífið á að halda áfram er kynlífið óhugnanleg nauðsyn, en hér er ekki staður til að ræða það frekar.” í Lemington Morning News gat dag einn að lita eftirfarandi: „Þrítug húsmóðir, sem var ákærð fyrir að hafá stolið tveimur kjötdósum í vöruhúsi, sagði dómstólunum i Leamjngton, að hun hefði aldrei yerið með sjálfri sér, síðan hún sá eitt sinn nakinn karlmann á harðahlaupum. — Laekairino £00 SUNNVDAGSBLA0 - ALhÝÐUBLAÐIÐ hefur orðið að láta mig fá taugastyrkjandl töfl- ur, síðan iþað gerðist, isagði hún“. Blygðunin er aUs ekki útdauð í Englandi. Það sést t.. d. á eftirfarandi neyðarópi ungrar konu, sem kom í Daily Express. „Ég vildi að sjálfsaf- greiðsluþvottahúsin settu málmplötu í staðinn fyrir glerrúðurnar, sem eru á þvottavélunum. Eg er ung, ógift stúlka, sem bý í leiguherbergi, og verð þess vegna að nota sjálfsafgreiðsluþvottahús, en það er ákaflega óþægilegt fyrir mig, að allir inni —■ og þar & meðal eru oft karlmenn — skuli geta horft á nærfötin mín hringsnúast í 40 mínútur.” Þessum kafla um feimnismálin er bezt að ljúka með tilvitnun í hið virðulega blað The Times: „Mr. Iloot sagði, að þótt ýmislegt benti til þess, að ungt fólk ætti samfarir fyrir hjónaband, væri fátt sem benti til þess, að því væri haldið áfram eftir gift- inguna.” yKaupmennimir í Eltham eru engan veginn fylgj- andi því, að „jólin séu aftur ‘ helguð Kristi,” og þeir hafa skrifað viðskiptamálastjórninni bréf um þaö og sagt, að þeir telji slíkt vera „ándstætt hags- munum smákaupmanna.” Mr. Charlie Miles, for- maður kaupmannasamtakanna í Eltham, sagði í vik- unni við Kentish Mercury. „Það er ekki fyrst og fremst peninlgahlið málsins, sem angrar okkur. I»að er sjálf undirstaðan.” Fyrir síöustu jól birtist eftirfarandi auglýsing í The Times: „Sir Adrian og Lafði Chamier, sem eru á ferðalalgi á Spábd, senda ekki út jólakort í ár. Þau óska öllum vinum sínum gleðilegra jóla, þrátt fyrir verkamannaflokksstjórnina.” Það kemur margt fyrir í opinberu lífi i Englandi, sem fær sæti í bókinni. í Guardian birtist t. d. eitt sinn ágæt saga: „Þegar sumir járnbrautarstarfs- menn verða að láta af störfum fyrir aldurs sakir, er þeím boðið til athafnar, þar sem farið er lof- samlegum orðum um störf þeirra og þeim afhent ávísun upp á fimm pund. Síðan draga Járnbraut- irnar þessa upphæð frá eftirlaunum mannanna.” Og dagblaðið Sun segir þessa sögu: „Bæjarstarfsmenn eiga að rífa planka úr bekkjunum og brjóta göt á „Hun hafði aldrei verið með sjálfri sér siðan hún sá citt sinn nakinn karhnann á aarðahlaupum^

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.