Sunnudagsblaðið - 28.11.1965, Blaðsíða 6
ýmsar breytingar á þessu. „Líti
enn á England” var breytt í „leit
á England” og „Harmi þá skoðun
Englendinga” varð að „sé djúpt
særður vegna þeirrar skoðunar
Englendinga”.
Mig minnir það væri Walder-
see greifi, sem skrifaði á þessa
leið um keisarann: „Hann getur
verið mjög heiiiandi og áunnið sér
vinsældir, þar sem hann kemur,
cn stendur ekki við.” Eg býzt við
að greifinn hafi átt við það, að
nánari kynning breytti áliti manna
á Vilhjálmi II. Sú var ekki reynsla
mín. Hann var ávallt vingjarnleg-
ur í minn garð. Þegar hann sendi
Loðvík Filippus prins, sonarson
sinn, til Englands árið 1933, fól
hann prinsinn að verulegu leyti
mér á hendur. Eg fór með prins-
inn á fnnd krónprins okkar, og
hann drakk te í þinghúsinu með
Lloyd George og Winston Chur-
chill. Allir þrír voru þeir mjög
alúðlegir við prinsinn, og sérstak-
lega fór vel á með honum og krón-
prinsinum. Bæði Lloyd George og
Churchill fóru nokkrum fallegum
orðum um afa hans, enda mun
hvorugur þeirra hafa verið svo ó-
kurteis að vilja hrakyrða keisar-
ann í áheyrn sonarsonar hans.
Þegar Loðvík Filippus snéri
aftur til Þýzkalands fékk ég bréf
frá keisaranum, sem var mjög
líkt honum. Hann var í heild á-
nægður með þær móttökur, sem
sonarsonur haris hafði fengið. í
bréfinu voru ummæli um alla, sem
höfðu tckið á móti prinsinum,
faguryrði um krónprinsinn fyrir
ávarp hans, nokkru vægari um-
mæli um Churchill, en um Lloyd
George kom kuldaleg athugasemd,
þar sem hann lýsti undrun sinni
á því, að maður sem hefði sigrað
í kosningum undir kjörorðinu: —
„Hengjum keisarann,*' skyldi nú
hafa skipt um skoðun.
SEX ÁR LIÐU áður en ég kom
öðru sinni til Doorn. En allan tím-
ann hafði ég staðið í stöðugu
bréfasambandi við keisarann og
hann hafði öðru hverju sent mér
bækur óg ritgerðir, sem hann
hafði áhuga á. Bækurnar fjölluðu
um það tvennt, sem hann hafði á
hellanum: kommúnismann og gulu
haéttuna. Sumar ritgerðirnar hafði
liann skrifað sjálfur, og ég minn-
ist sérstaklega ritgerðar hans um
kínverskt tákn, sem hann taldi
liakakrossinn vera runninn frá, og
lærðrar ritgerðar um áhrif lofts-
lags og landfræðilegra staðhátta
á menningu hinnar ýmsu kyn-
þátta.
Það kom mér öldungis á óvart,
þegar mér var aftur boðið að
koma til Dorn. Eg hafði sagt keis-
aranum að ég ætlaði til Suður-
Frakklands til að ljúka við samn-
ingu bókar. Hann bauð mér þá að
koma við í Doorn á leiðinni. Eg
kom til Utrecht 19. febrúar 1936,
og næsta dag stóð ég við í Doorn.
Keisarinn var mjög vel útlítandi.
Hann taiaði eins fjörlega og áður
og ég tók eftir því, hve mikið
váld hann hafði enn á vinstri
handlegg sínum, sem var visinn.
Hann var þá nokkuð farinn að
síga saman, en hann var enn
herðabreiður, eins og maður fimm-
tán eða tuttugu árum yngri en
hann var. Doom hafði ekki breytzt
minnstu vitund síðan ég var þar
á ferð 1928, en umhugsunarefni
keisarans höfðu breytzt. Nazistar
voru komnir til valda í Þýzka-
landi. .Tátvarður VIII. hafði tekið
við af föður sínum sem konung-
ur Englands. Keisarinn hafði allt
af haft mætur á hinum nýja kon-
ungi. Hann mundi eftir honum
sem smásnáða. Og hann var sér-
staklega ánægður með það að Ját-
varður konungur hafði sagt við
Friðrik prins, annar sonarson keis-
arans, að öll óvildin milli fjöl-
skvldna þeirra ætti nú að hverfa.
Um nazistana gegndi allt öðru
máli. og keisarinn fór ekki dult
með andúð sfna á þeim. Hann
fékk engar fréttir frá Þýzkalandi,
því að nú voru öll bréf til hans
ritskoðuð, en það hafði Weimar-
stjórnin ekki látið gera. Hann
sagði, að stærsta skissa nazist-
anna væri afstaða þeirra til lút-
ersku kirkjunnar, sem hefði kom-
ið vel fram og hlyti að sigra með
tímanum. Hann var þess elnnig
fullviss, að nazistar óttuðust sí-
auknar vinsældir keisaradæmis-
ins.
Meðan ég stóð við, talaði hann
um lítið annað en stjórnmál, og
nú virtist hann í fyrsta skipti vera,
bjartsýnn á.að keisaradæmið yrðl
endurreist. En ef svo færi, sagð'
hann, að Bretar skyldu ekki bú-
ast við, að hið nýja þjóðþing
Þýzkalands yrði í líkingu við
brezka þingið. Meginhluti Evrópu
hefði enn ekki öðlast þann þroska
sem þyrfti til lýðræðis. Nýja þióg'
ið átti að byggjast á gamla
Niirnborgarkerf! nu, þar selT1
meistarar, sveinar og lærlinga1
voru allir í sama iðnfélaginu. Full-
trtia átti að velja úr hópi beztu
manna þjóðarinnar. ,,Ég er að
skrifa um þetta efni,” sagði hanri,
„en það er. ekki ætlað blaði yð-
ar.”
En hann hafði líka ýmislegt að
segja við Englendinga. Hvítu
þjóðirnar yrðu að halda saman,
sagði hann, og Þýzkaland og Bng-
land yrðu að taka höndum saman
til að koma í veg fvrir ófrið í Ev-
rópu. Hann áleit kommúnismann
vera megmhættuna, og stefna
Bfetlands var honum óskiljanleg,
Hvernig gátu Bretar treyst Rúss-
um og stutt Rússa gegn Japön-
um? Það var mjög heimskulegt af
Bretum að rj.úfa tengsl sín við
Japan, sem var virki gegn bolsé-
vikum. Bandamenn Englendinga 1
Asíu ættu að vera Japanir og Mu-
hameðstrúarmenn.
Hann var alls ekki hliðhollur
ftalíu, en hann taldi refsiaðgerð-
irnar gégn Ítalíu vera hreinasta
brjálæði og Þjóðabandalagið á-
leit hann verra en gagnslaust.
Bretar hefði oftar en einu sinni
stælt Mussolini upp í það a®
rúðast ó Abbessyníu. Og hvernig
gat England látið annars og þriðja
flokks ríki eins og Paraguy °&
og Colombía hafa áhrif á stefnu
sína? Vandamál Evrópu frá
stríðslokum stöfuðu af því,
pólitíkusa-rn'ir væru oif marglr,
en stjórnvitringarnir of fáir. Allt
þetta sagði hann með ákafa, en
án illgirni, og þegar Hermína
pririsessa, síðari kona hans, kom
til að segja honum, að tími væn
kominn til þess að hann færi að
hvíla sig, snéri hann sér bros-
andi að mér: „Þér segið, að ég
líti vel út. Nú sjáið þér ástæð-
una. Það er hennar hátign að
þakka.”
Að skilnaði gaf hann mér nýja
mynd af sér og doðrant,. sem
nefndist Baráttan um. yfirróðin
590 SUNNUDAGSBLAÐ - -ALÞÝÐUBLAÐIÐ