Sunnudagsblaðið - 28.11.1965, Blaðsíða 7

Sunnudagsblaðið - 28.11.1965, Blaðsíða 7
yfir baðmullarframleiðslu heims- ins. JAFNVEL í tilbreytingarleysinu 1 Doorn lifði hann hamingjusömu fjölskylduLífi. Aðeins eitt virtist raunverulega valda honum á- hyggjum. Skömmu eftir aðrá I'eimsókn mína andaðist Karl Nowak, og keisarinn gat ekki fundið neinn annan til að rita endurminningar sínar, en hann liafði dregið að efni í þriðja og °f til vill fjórða bindi þeirra. — Nowak hafði aðstoðað hann við samningu fyrri bindanna. Síðasta heimsókn mín til keis- arans átti sér stað 16. og 17. ág- úst 1939, en þá fór ég til Doom uieð John Wheeler-Bennett, ensk- um sagnfræðingi. Keisarinn varð áttræöur á þessu ári, 1939, en Þrek hans virtist ekkert farið að _bila, og dagurinn var okkur ekki síður erfiður en honum. Wheeler- Bennett var þá að ráðgera að skrifa nýja ævisögu keisarans, og 'Uikið af tali okkar, bæði fyrir °g eftir hádegisverð og fyrir og eftir kvöldverð var um sagnfræði °g ýmsa sagnfræðinga bar þar á góma, og fengu sumir þeirra þá einkuninna: „Mesti þorpari á jarðríki, sem enn er óhengdur.” Keisarinn lék á als oddi, og talaði mikið um græðgina, sem befði orðið mörgum stórveldum a'ð fótakefli. Hann sagðist liafa kornizt að nýrri niðurstöðu á reynsluárum sínum: Engin þjóð atti að ráða yfir meira landi en forlögin ætluðu henni. Annars bæmi fyrr eða síðar að skulda- skilum. Hægt hefði verið að spyrja, hver ætti að túlka vilja forlag- a-hna, en ég orðaði þó spurninguna a annan hátt. Var orðum hans hm skuldaskil beint til brezka heimsveldisins eða þriðja ríkis Hitlers. Hann þagði um stund, en svaraði síðan: „Til allra heims- velda, og þcss vcgna til þeirra heggja.” Hann var cnn mcð liugann full- ah við trúarbrögðin og sagði ótta- Iflus: „Eg kann að verða kallaður á næsta ári.” Hann lifði raunar bangað til i júní 1941-. írn þótt hauu hefði lítið brcytzt, bofðu orðið breytihgar á hein> ili hans. Gamlir og reyndir trún- aðarmenn hans eins og Hamilton greifi og Finckelstein greifi voru horfnir, en í stað þeirra komnir yngri og stífari menn, sem voru nazistum hliðhollir. Síðdegis drukkum við te með Hermínu keisaraynju, og hún hvatti Wheeler-Bennett til að Ijúka sem fyrst við bókina, þvi að hún myndi gleðja keisarann. Hún lof- aði að veita honum alla aðstoð, en bað hann að skrifa keisaran- um ckki um Berlín. Nazistarnir opnuðu öll bréf til keisarans. Hún tók okkur einnig vara fyrir þvi, að trúa hinum nýju mönnum á lieimilinu fyrir nokki'u. Þeir skýrðu nazistum frá öllu, sem þeir k'jmust á snoðir um. Eftir te sýndi keisarinn okkur herbergið, þar sem fyrri kona hans hafði andazt. Herbergið var nákvæmlega eins og það hafði vcrið meðan keisarafrúin var á lífi. Á rúminu lágu pálmaviðar- blöð úr bronsi og á koddanum var sveigur gerviblóma. Mér varð hugsað til Viktóríu drottningar og Alberts prins_ Hinna látnu var minnzt á svipaðan hátt i Doorn og í Windsor. Eg var dálítið dapur, þegar við kvöddum keisarann skömmu eftir klukkan tíu um kveldið. Styrjöld var að skella á aftur, og ég vissi að ég sæi hann aldrei aftur. — Þegar við kvöddum gaf hann okkur áritaðar ljósmyndir af sér og prentaö eintak af ræðu, sem einhver lúterskur prcslur í Ber- Frlh. á bls. 606. AbbÝÐUBLADlÐ SUNNUDAGSBLAÐ 59J

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.