Sunnudagsblaðið - 28.11.1965, Blaðsíða 22

Sunnudagsblaðið - 28.11.1965, Blaðsíða 22
við hægri hcfnd lögreglumanns- ins — og :iúr. íölnaði. IJm 'eið og þeir stigu út úr lestinni, sagði Ken Pearson við McGuire. — Finnst þér þetta ekki skrítið? £g á að vera næstu 15 árin eða svo í stað, sem kallaður er St. Vineeni de Paul, og þessi unga nunna á að öllum líkindum eftir að eyða ævinni í klaustri, sem er kallað St. Gregoiré. Það er sinn hver dýrlingurinn, en raunverulega eitt og hið sama, þegar þú ferð að hugsa um það. McGuire svaraði ekki, en teymdi hann yfir brautarpallinn í átt að stöðvarhúsinu. Þegar hann leit um öxl sá hann andlit ungu nunnunnar í glugg- anum. Honum fannst hann sjá varir hennar hreyfast, eins og hún væri að segja eitthvað, en hann var ekki viss. Hvort hún hafði sagt eitthvað eða ekki, gæti hann hugleitt þau löngu ár, sem biðu hans. KEISARINN Prh. laf bls. 591. Un hafði flutt til að réttlæta af-. stöðu keisarans 1914. Innan fárra vikna yrði 21. útlegðarár hans á enda. Hverjum cinasta degi í allt þetta tímabil, 21 ár, hafði hann varið til að halda fram sakleysi sínu. Þótt hann væri glaðsinna, held ég að minningarnar frá stríðsárunum hafi aldrei yfirgefið hann til lengdar. HVE MIKLA SÖK sagnfræðingar framtíðarinnar munu telja, að keisarinn eigi á fyrri heimsstyrj- öldinni, er mál, sem ekki er vert að rökræða um hér. Af opinberum skjölum má sjá, að hann var ekki hinn cjni seki, og ekki einu sinni sá mest seki, og því er það órétt- Iátt að kalla styrjöldina 1914— 18 „keisarastríðið.” Hvernig svo sem keisaranum kann að hafa verið innan brjósts, — er hitt ijóst, — að hinar fjandsamlegu ævisögur hans, sem voru ritaðar á árunum milli styrjaldanna, eru hlutdrægar, og tími er því til þess kotninn að cndurskoða mat á þjóðhöiðiugja, sem að miuusta kosti að hluta var fórnarlamb nánasta umhverfis sins og stæri- lætisdrauma þýzku þjóðarinnar. Hann var vanheill frá fæðingu. Móðir hans ól á vanmetakennd af því að hafa , alið vanskapað barn. Og sonurinn ól á vanmeta- kennd við að finna að hann var ekki eins og aðrir menn, þrátt fyrir alla ættgöfgina. Hann reyndi að sigrast á þessari vanmeta- kennd með ærslum, hrekkjafýsn og öfgafullri löngun til að drama- tísera. Þessir eiginleikar fóru í taugarnar á frændum hans, Ját- varði VII. og Georgi V., en þeim var báðum lítið um hann gefið. Verst lék hann þó kannski hinn takmarkalausi lífsþróttur hans, bæði lílcamlegur og andlegur. — Ilann hafði yfirborðsþekkingu á óteljandi efnum og það hefur ef til vill gert hann að mesta hálf- menntungi heimsins. En hann varð fyrst og fremst leikari. Þeg- ar hann var meðal hermanna flutti hann stríðsræður, jafnvel þótt hann kærði sig ekkert um ófrið. Þegar haim flutti predik- anir, setti hann andlitið í stell- ingar, svo að hann yrði trúrækn- ari á svipinn. Hann virtist aldrei vera alveg einlægur í neinu, sem hann tók sér fyrir hendur, og hann virtist einnig skorta þá dóm- greind og þá skyldurækni við dag leg störf, sem góður þjóðhöfðingi verður að hafa til að bera. Á hinn bóginn var margt gott um hann. í Doorn töluðu allir mikið um örlæti hans; um barn- gæzku hans, og um hana get ég sjálfur borið vitni. Hann kom auk þess alltaf virðulega fram. Útlegðin hafði eflaust gert hann stilltari, en ég get ekki trúað því að hann hafi nokkru sinni verið sá fantur, sem ævisagnahöfund- arnir hafa viljaö gera úr honum. Hann var þakklátur og mildur þeim, sem héldu tryggð við hann, og þeir voru fjöldamargir. Ég kom aftur til Doorn í októ- bcr 1953, en þá hafði húsinu ver- ið breytt í einkasafn í eigu Hoh- enzollern-ættarinnar. Fátt hafði breytzt, nema hvað sumir hinna smærri muna, svo sem tóbaksdósir Friðriks mikla og sígarettuveski VilhjáJcis keisara, böfðu verið settir undir gler, svo að gestir stælu þeim ekki. Hinir hollenzku þjónar keisar- ans voru þarna enn og þekktu mig undir eins. Þeir sóttu afrit af sumum bréfum keisarans til mín í skjalasafnið og drógu einn- ig fram eintak af bókinni um Marlborough, sem á var letrað skýrri hendi: Til hans hágöfgi Vilhjálms II. Þýzkalandskeisara frá Winston S. Churchill. Hollenzku þjónarnir töluðu fallega um það, hve góður keis- arinn hefði verið þjónustufólki sínu, og þeir sögðu að hann hefði verið andstæður nazistum til hins síðasta. Sem dæmi nefndu þeir, að Dommes hershöfðingi, yfir- maður lífvarðarins, hefði alltaf néitað að svara Hitlerskveðju þeirra háttsettu nazistaforingja, sem komið hefði til Doorn á stríðs ái-unum. Þeir höfðu mér einnig, að þangáð til hefðu á árinu kom- iö 54 þúsund gestir til Doorn, að- allega fyrrverandi þýzkir herfor- ingjar. DÝRAGARÐAR Frh. af bls. 594 dýragarðar . verið hin beztu kennslutæki um líf og háttu dýra. í dýragörðum geta skapazt kynni milli manna og dýra og þar er hægt. að innræta fólki í hverju sönn dýravinátta er fólgin. En þá verður líka að kenna mönnum að umgangast dýrin á réttan hátt, en það telja margir dýragarðsmenn að sé um of vanrækt. Svo að aft- ur sé vitnað til dr. Hedigers, þá segir hann, að á því sé hætta, að börn venjist á að líta á dýr sem leikföng, er hægt sé að þvæla á allan hátt; þau viíji eflaust vcra dýrunum góð, en séu þeim of til mikilla kvalar Til þess að geta sýnt dýrum umhyggju verður fólk nefnilega að vita, hvað dýrunum kemur og taka fullt tillit til lík amshyggmgar þeirra og oðliáíart>.. 606 sþnnuoaösblað - alþýðublaðið

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.