Sunnudagsblaðið - 28.11.1965, Side 19

Sunnudagsblaðið - 28.11.1965, Side 19
unum yfir höfðum þeirra lágu eigur þeirra: ferðatöskur, bak- pokar og yfir höfði eins þeirra var útstoppaður pandabjörn. Blaðasalinn kom inn um aftari dyrnar á vagninum frá hinum svo kallaða „setuvagni” aftast í lest- inni. Hann kallaði, hvað hann hefði á boðstólum, fyrst á frönsku, s'ðan á ensku. Ferðamennirnir keyptu sæl- gæti, aðrir keyptu gosdrykki og einn af skógarmönnunum keypti timarit á l'rönsku. Áður en sölu- maðurinn var kominn fram í miðjan vagn voru gosdrykkirnir þrotnir, og Ken reyndi að gleyma þorstanum og horfði á hina far* þegana. Ein sveitakonan keypti sér sí- garettupakka og kveikti sér í sí- garettu með eldspýtu, sem hún tók upp úr veski sínu. Hún púaði hana viðvaningslega og bandaði reykhum frá sér méð hanzka klæddri hendinni. Ken horfði á hana og hlustaði um leið á óm af samræðum. Þótt hann gæti ekki skilið það sem sagt var, fann hann til skyldleika við hina; honum fannst að þeim hefði öll- um verið slengt saman af hreinni tilviljun, en þekktust fyrir bragð- ið náið um stutta stund. Síðustu árin hafði hann nær því alltaf ferðazt einn í þíl sínum, og hann hafði nálega gleymt þvi, að mað- urinn er félagsvera, sem leitar álltaf uppi jafningjá sína. — Nú gerði hann sér í hugarlund, hvern- ig þetta fólk hefði litið út, með- an það beið eftir lestinni, kon- urnar í ómáluðum timburhúsum sínum og ungu mennirnir sitj- andi á töskunum og bakpokunum á brautarpallinum. HANN hrökk upp frá hugsun- um sínum við það, að dyr opn- uðust á þeim enda vagnsins, sem iiann sat við. Um leið og hurðin sveiflaðist upp að sæti hans, niunaði engu, að hún slægi sí- garettuna úr hendi hans. Lestar- vörðurinn hélt dyrunum opnum og talaði á frönsku við þá, sem voru að setjast í auðu sætin handan við ganginn. Hurðin var á milli, svo hann sá ekki nýjú íarþegana, qn. hann heyrði hvísl- \ , • andi kvenraddir um leið og þeir settust. Eestarvörðurinn bar fing- urna upp að kaskeitinu áður en hann lokaði dyrunum aftur og fór. Þegar hann leit yfir ganginn, sá hann að nýju farþegarnir voru nunnur. Það var erfitt áð sjá framan í þær vegna höfuðbúnað- arins, en hann skynjaði, að sú hávaxnari, sú sem sat nær gang- inum, var ung. Þær voru báðar svartklæddar, og báðar voru þær með stóran, fægðan kross úr tré hangandi við svart band um- hverfis mittið. Yngri nunnan teygði úr fótunum og beygði sig fram. Án þess að hann sæi fram- an í hana, vissi hann, að hún var að dást að ökklunum á sér. Hann leit þangað líka og sá fag- urmótuðum ökkia bregða fyrir í svörtum nælonsokkum. í augum hans, mótmælanda sem þekkti lítið til þeirra, voru nunn- ur undarlegar, kynlausar verur, sem höfðu afneitað Heimirtum til þess að verja lífi sínu í húgieið- ingar og bænir. En þarna var kómin niinna, sem hafðt eina stútta antírá reynzt vera kona. GÍeði ungu nunnunnar yfir nælon sokkunum hafði fært hana aftur inn i þann heirn, sem liún liafði afnéitað. Hónum var hlýtt til hennar fýrir þessá augnabiiks ó- aðgæzlu, og hann vissi, að hann . myndi ávallt. muna eftir þessu. í augum hans yrðu nunnur áidr- ei framar kynlegar miðaldakonur, sem hadn tæki ekki eftir á göt- um eða í mannþröng sölubúða, Það væri eins og nunnan læsi húgsanir harts eða skynjaði.hann, hún leit á hann og sá hann horfa á fætur henni. Hann leit snögg- legá undan, en þó ekki eins hratt og hún dró fæturna inn undir sætið, svo að pilsið huldi næst- um því skóna. Þá stuttu 'stund, sem hún horfði á hann tók hann eftir andliti, sem var alvarlegt og \ fagurt, þrátt fyrir þóttasvipinn. Blaðásalinn hélt ferðínni áfranj og áuglýsfi yþ'rur Sfnár. Hánrt réð. yfih "méðfáedBri gámánsemi, sl'íkrf" alþýbObxaBiíT - sunNItdágsblað 603

x

Sunnudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.