Morgunblaðið - 23.11.2004, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.11.2004, Blaðsíða 1
Ungir hönnuðir Hugmyndaauðgi einkenndi hönnunar- keppni félagsmiðstöðva | Menning Kröftugur Hólmari Sesselja Pálsdóttir safnaði fyrir vefmyndavél | 19 Íþróttir í dag 1.000. leikurinn hjá Sir Alex  Verður handbolti aðeins leikinn í Evrópu?  Tvö lið vilja fá Eddu STOFNAÐ 1913 320. TBL. 92. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Mikill eldsmatur er á svæðinu og var búist við að baráttan við eld- inn stæði í alla nótt og jafnvel lengur. „Þetta verður löng nótt og jafnvel langur dagur líka,“ varð einum slökkviliðsmanninum að orði. Gríðarlegur reykur var af eldinum og hvatti lögregla og slökkvilið fólk í nær- liggjandi húsum til þess að loka gluggum og auka kyndinguna til þess að reyna að halda reyknum úti. Þegar nær dró miðnætti hófst markviss brottflutn- ingur fólks úr húsunum við Kleppsveg frá Dal- braut og niður á Laugarnesveg, en þá höfðu verið kallaðir út strætisvagnar til þess að flytja fólk í fjöldahjálparstöðina sem komið hafði ver- ið upp í Langholtsskóla. Samkvæmt upplýs- ingum Rauða krossins var gert ráð fyrir að allt að 200 manns gætu komið þangað, en um hundrað manns voru þar um eittleytið. Lög- regla ók einnig um nærliggjandi götur með há- talara og hvatti fólk til þess að loka gluggum og hefja brottflutning. Létu margir ekki segja sér það tvisvar, lokuðu gluggum og fóru til ættingja sinna þar sem þeir hugðust eyða nóttinni. Reyk frá eldinum lagði einnig yfir nær- liggjandi fyrirtæki, Kassagerðina, Aust- urbakka og skrifstofur OLÍS. Vinnu var hætt í Kassagerðinni í gær- kvöldi þegar allt fyllt- ist þar af reyk í vinnslusal vegna elds- ins. Beðið var eftir að vindátt breyttist til þess að hægt væri að reyk- ræsta húsið. Skemmdir af völdum reyks voru ekki kannaðar, en ekki talið líklegt að þær yrðu miklar. Tilkynning um eldinn barst slökkviliðinu klukkan 21.41 og var þá allt tiltækt slökkvilið kallað á staðinn. Stórtækar vinnuvélar voru þá strax fengnar á staðinn og unnu þær við að skipta haugnum sem eldurinn logaði í. Einnig logaði eldur í skemmu sem var við hliðina á haugnum, en þar inni voru vinnuvélar. Þykkan reykjarmökk lagði yfir borgina í stórbruna á svæði Hringrásar við Sundahöfn Morgunblaðið/Júlíus Um áttatíu slökkviliðsmenn börðust við eldinn á athafnasvæði Hringrásar í gærkvöldi og í nótt við mjög erfiðar aðstæður. Mikill eldsmatur var á svæðinu og reykur frá eldinum var gífurlegur. Hundruð íbúa í Kleppsholti urðu að yfirgefa hús sín                                                   Bruninn í Sundahöfn/2, 4, 52 ALLT tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu og nágrannasveitarfélögum barðist við stórbruna á svæði Hringrásar í Sundahöfn í gærkvöldi og nótt, en þar er tekið á móti brotamálmum, dekkjum, bílhræjum og fleiru slíku. Mikill og svartur reykur var af eld- inum og voru fjölbýlishús við Kleppsveg frá Dalbraut og vestur úr rýmd vegna reyks- ins og var fólk flutt með strætisvögnum í fjöldahjálparstöð sem komið var upp í Lang- holtsskóla. Um fimm hundruð manns yfirgáfu hús sín við Kleppsveg að ósk lögreglunnar. Enginn slasaðist að því er best er vitað. Um eittleytið í nótt stóðu vonir til þess að slökkvilið hefði náð tökum á eldinum. „LÖGREGLAN sagði okkur bara að yfirgefa svæðið,“ sagði fólk á hlaupum frá blokkunum á Kleppsvegi sem Morgunblaðið ræddi við í nótt. Þessi móðir tók sprettinn með tvö börn sín, sem héldu fyrir vitin, og beint í bíl sem beið hennar og kom sér á brott. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Hlaupið út með börnin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.