Morgunblaðið - 23.11.2004, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 23.11.2004, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 2004 33 MINNINGAR ✝ Rannveig Egg-ertsdóttir fædd- ist í Reykjavík 21. júní 1927. Hún lést á líknardeild Landa- kotsspítala 14. nóvember síðastlið- inn. Foreldar henn- ar voru Eggert Bjarni Kristjánsson stýrimaður, f. í Krossadal í Tálkna- fjarðarhreppi í Barðastrandarsýslu 26.5. 1892, d. 29.9. 1962, og Ísfold Helgadóttir hús- móðir, f. á Ánastöðum í Lýtings- staðahreppi í Skagafirði 30.6. 1898, d. 6.8. 1971. Systkini Rannveigar eru: Margrét Egg- ertsdóttir, f. 1924, d. 1997; Jón Kristján Eggertsson, f. 1926, d. 1926; Kristján Gunnar Eggerts- son, f. 1928; Marta María Egg- ertsdóttir, f.1930, d. 1930; Björg Ólína Júlíana Eggertdóttir, f. 1931; Helgi Eggertsson, f. 1932, d. 1985; Marta Kristín Eggerts- dóttir, f. 1934, d. 1991; Haraldur Eggertsson, f. 1936; Ásta María Egg- ertsdóttir, f. 1939; og Íris Eggerts- dóttir, f. 1941. Börn Rannveigar eru: 1) Sigurður Helgi Hlöðversson, f. 1948, börn hans eru: Ágúst, Rann- veig, Hlöðver, Bald- vin og Eva. 2) Hlöð- ver Hlöðversson, f. 1949, börn hans eru: Bryndís, Árni Rúnar og stjúpdóttir Katr- ín. 3) Eggert Ísfeld Rannveig- arson, f. 1953, kvæntur Sigur- björgu Ólsen, börn þeirra eru: Sigurbjörg, Jóhannes og Rann- veig. 4) Róbert Gústafsson, f. 1955. Útför Rannveigar verður gerð frá Neskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Elsku besta amma mín, hér skiljast leiðir okkar, en ég get ekki kvatt þig án þess að rifja upp með þér nokkrar minningar sem við áttum saman. Þær eru svo margar og allar svo góðar að ég veit ekki hvar ég á að byrja. Alveg frá því að ég man eftir mér um þriggja ára aldurinn var það alltaf mesta sportið að fá að fara til þín og gista. Þú sagðir aldrei nei, það var alltaf sama rútínan helgi eftir helgi, þegar ég vaknaði varst þú löngu vöknuð, ég fór í bað og þú að búa til uppáhaldið mitt, grjóna- grautinn þinn. Svo man ég líka svo vel eftir því þegar ég fékk að róta í skápunum þínum og máta alls kon- ar síðkjóla, mála mig og svo sýndi ég tískusýningu í svo stórum kjól- um að ég dró þá langt á eftir mér, með risastór sólgleraugu sem náði yfir allt andlitið á mér, og hatta sem náðu niður fyrir augu í tíu sm háum pinnahælum og alltaf hlóst þú jafn mikið. Í dag er ég búin að sjá að þetta leyfir enginn nema þú, því þú ert æði. Öll þessi þolinmæði sem þú hafðir gagnvart þessum endalausu uppátækjum mínum. Ég man líka svo vel eftir því þegar þú kenndir mér að tala við blómin og hlusta á þau drekka því þá liði þeim svo vel. Þegar þú kenndir mér Faðirvorið og sagðir mér að muna alltaf eftir því að spenna greipar, því þá heyrir guð betur í okkur, þetta hef ég líka kennt Lísu Maríu og Elís Viktor þegar við biðjum bænirnar okkar á kvöldin, að spenna greipar því þá heyrir guð betur í okkur. Eða þegar við fórum út á vídeó-leigu og tókum dans- og söngvamyndina Annie, ég veit ekki hve oft við tókum hana, við höfðum báðar svo gaman af dansi og tónlist. Það, elsku amma mín, að hafa fengið að vera svona mikið hjá þér þegar ég ver lítil, hefur kennt mér og gefið mér svo ómetanlega mikið og margar af mínu allra bestu minningum úr æsku er frá því að ég var hjá þér. Það er svo sárt að sjá á eftir þér og svo ótrúlegt að þinn tími sé kominn, þú varst búin að berjast hetjulega við erfiðan sjúkdóm en alltaf varst þú svo jákvæð, bjart- sýn og alltaf að gera grín. Mér fannst það líka alltaf svo gaman þegar ég kom í heimsókn til þín núna í seinni tíð að hlusta á sög- urnar þínar frá því að þú varst ung , stríðsárin og braggalífið, þú sagð- ir líka svo skemmtilega frá á svo lifandi hátt að frásögnin varð myndræn, ég gat setið endalaust og hlustað á þig. Við áttum svo margar góðar stundir saman. Ef ég ætlaði að rifja þær allar upp myndi ég fylla heila bók. En ég hugga mig við það, amma mín, að nú líði þér betur og að þú hafir öðl- ast friðinn. Þín einlæga ömmustelpa, Sigurbjörg (Silla). Elskuleg móðursystir mín Rann- veig er látin. Það er með söknuði sem ég minnist hennar og í huga mér var hún svo miklu meira en frænka mín, hún var stór þáttur í uppvexti mínum enda var mikill samgangur á milli heimilanna. Strákarnir hennar; Sigurður, Hlöð- ver, Eggert og Róbert, voru nán- ast eins og bræður okkar í upp- vextinum. Það var auðvelt að láta sér þykja undurvænt um hana Rannveigu. Hún var falleg kona, alltaf svo glöð og bjartsýn á alla hluti og mátti treysta á að hún sæi jákvæðu hlið- ina á málunum þegar á móti blés í lífinu, en líf hennar var ekki alltaf dans á rósum. Ranveig ól ein upp drengina sína og getur það ekki hafa verið auð- velt verk að vera eina fyrirvinnan með fjóra fjörmikla drengi, en aldrei man ég til þess að hún væri neitt að kvarta yfir hlutskipti sínu. Hún hélt sínu jafnaðargeði, var gædd góðri kímnigáfu og alltaf stutt í hláturinn. Ég minnist allra veislnanna á bernskuheimili mínu þar sem Rannveig var í aðalhlutverki, hún var meistari í snittugerð og smur- brauði og oft var staðið langt fram á kvöld að undirbúa og skreyta og hafði hún ráð undir rifi hverju. Hún var kletturinn í öllum und- irbúningi og var ómissandi við slík tækifæri, glöð, síhlæjandi og hafði gaman af þessu öllu. Alltaf var gott að leita til Rann- veigar þegar kom að unglingsárun- um og öllum vangaveltunum sem þeim fylgdu. Þá var margt spjallað og mikið hlegið, hún hafði gaman af að rifja upp atburði sem tengdust bernsku minni, tók sjálfa sig ekki of hátíð- lega og gerði ávallt grín að sjálfri sér. Mér er minnisstætt þegar hún rifjaði stundum upp atvik um sjálfa sig. Til dæmis þegar hún átti að vera til aðstoðar við fæðingu mína sem átti sér stað heima eins og tíðkaðist oftar í þá daga. Rannveig var þá um tvítugt, og sagði mér að þegar var komið að því að koll- urinn sást, hafi hún orðið ofsa- hrædd og hlaupið inn í skáp, lokað sjálfa sig inni og beðið þar til allt var yfirstaðið. „Þetta var nú öll hjálpin í mér og allur kjarkurinn,“ sagði hún og við skellihlógum. En kjarkinn hafði hún svo sann- arlega þegar kom að því að hún missti heilsuna á besta aldri og gekk í gegnum mikil veikindi í fjölda ára. Alltaf sá hún einhverja bjarta hlið á málunum, sagði hún gjarnan: „Ég nenni ekkert að vera að kvarta, maður verður bara meira veikur af því.“ Ég veit að hún naut mikils stuðnings frá fjölskyldu sinni og var afar stolt af sínu fólki stóru sem smáu. Í huga mínum og margra ann- arra samferðamanna Rannveigar var hún hefðarkona í eðli sínu. Hafði ég gaman af að fylgjast með hvað hún var alltaf snyrtileg og vel til höfð, enda eins og áður kemur fram var hún falleg kona. Við undirrituð þökkum frænku okkar samfylgdina og teljum okkur ríkari af þeim kynnum, um leið og við viljum votta sonum hennar og aðstandendum okkar dýpstu samúð og biðja guð að blessa líf þeirra allra. Hjördís Bára, Edda Íris, Grétar og Helgi. Rannveig móðursystir mín er látin. Þó ég hafi vitað að hverju stefndi þá er það samt reiðarslag. Rannveig var stór partur af mínu lífi og minnar fjölskyldu allrar. Frá því ég man eftir mér hefur Rann- veig búið í næsta húsi við foreldra mína. Þeim var vel til vina og við systkinin og strákarnir hennar lék- um okkur saman sem börn. Þegar ég rifja það upp þá er það ljóst að mikill samgangur var á milli okkar frændsystkina í móðurætt meðan við vorum börn. Eflaust átti Ísfold amma þar stóran þátt en hún krafðist þess að allir kæmu í pönnukökur og kakó á sunnudög- um og síðan spilaði fullorðna fólkið en við krakkarnir lékum okkur úti saman. Ekki minnist ég þess að árekstrar hafi átt sér stað meðal okkar en við vorum oft yfir 25–30 barnabörn saman komin, sunnudag eftir sunnudag. Rannveig minnir mig um margt á Ísfold ömmu. Mín fyrsta minning um Rannveigu var á afmælisdaginn minn þegar ég varð fimm ára. Ég trítlaði til Rannveigar á Bústaða- veginum og hún óskaði mér til hamingju með daginn og spurði hvort ekki væri afmælisveisla? Ég var eitthvað stúrin og sagði að mamma ætlaði að fara að eiga barn (Vikar bróður) og gæti ekki haft veislu núna. Rannveig sagði jú, jú, við skulum halda veislu en við skul- um bara hafa hana heima hjá mér, sagði hún og sendi mig eftir systk- inum mínum. Þegar ég kom til baka voru frændsystkinin mín komin og búið að laga kakó og baka pönnukökur. Þetta var frá- bær afmælisdagur. Síðan hafa ver- ið haldin mörg afmæli og margar veislur, fermingar, giftingar og erfidrykkjur og alltaf var Rannveig komin til að aðstoða. Rannveig var frábær „smørrebrødsjomfru“, snögg að vinna og þótti ómissandi ef halda átti veislu. Rannveig var glæsileg kona, blíð, stolt, hafði mikinn húmor og gerði óspart grín að sjálfri sér, hlustaði vel, bókhneigð og las allt sem hún náði í, skapmikil og reidd- ist ef henni þótti halla á einhvern, t.d. sagði hún þegar ég flutti til Danmerkur að hún myndi aldrei heimsækja mig þangað, Danir hefðu sent okkur skemmt korn sem margir hefðu veikst af og slíkt fólk vildi hún ekki heimsækja og við það stóð hún. Rannveig var kvenleg og glæsi- leg eins og allar hennar systur, Marta, Gréta, Ásta María, Björg og Íris. Hvernig fóru þessar konur að, að vera sívinnandi, með stóran barnahóp, hár og klæðnaður óað- finnanlegur og alltaf glaðar þegar þær komu saman? En svona minn- ist ég Ísfoldar ömmu líka. Ég hef oft spurt Rannveigu um fjölskyld- una og hvernig þetta allt var þegar hún og mamma voru litlar og hvernig standi á því að þær eru svona flottar systurnar. Lífið er til þess að lifa því, sagði hún. Daginn fyrir andlátið heimsóttum við mamma Rannveigu og var hún glæsileg að vanda, hárið uppsett, smart klædd og með húmorinn í lagi. Ég sagði að mér fyndist hún eins og drottning með blátt blóð í æðum. „Ég er með það,“ sagði hún. Elsku Róbert, Eggert, Hlölli og Siggi, ég sendi mínar bestu sam- úðarkveðjur til ykkar og fjöl- skyldna. Megi Guð vera með ykk- ur. Ykkar frænka, Elsa Ísfold Arnórsdóttir. Það er kominn vetur. Fyrsti snjórinn hefur fallið til jarðar og mér var brugðið og varð ískalt og hrollur fór um mig. Eins leið mér þegar mér var til- kynnt um andlát Rannveigar, mér brá og mér var kalt og það fór hrollur um mig. Af hverju núna? Þó hún hefði gengið í gegnum margt á lífsleið- inni þá tók hún öllu með léttum tón og lét ekkert buga sig. Ég man fyrst eftir henni þegar ég var ung að árum. Þá sá hún um heimilisstörfin á heimili foreldra minna vestur í bæ. Ávallt var hún lífsglöð og ánægð með lífið með stríðnisglampa í aug- unum og hlátrasköll. Hún var rík af barnahóp sem hún umgekkst alla jafnt og allir voru hennar líf og yndi. Nú er þrautagöngunni hennar lokið. Drottinn hefur tekið hana í arma sína. Hún var hetja sem reyndi að gera það besta sem hún gat. Ég votta allri í fjölskyldu hennar mína dýpstu samúð. Hvíl þú í friði, elskuleg. Kristín Ásta Hafstein. RANNVEIG EGGERTSDÓTTIR Elsku hjartans Dýr- leif mín, í dag hefðir þú orðið 22 ára gömul. Þú varst tekin í burt alltof fljótt en við hlýjum okkur við minningu um yndislega stúlku með stór spyrjandi augu, full af glettni og gáska. Þú sýndir svo ótrúlegan styrk í veikind- um þínum, barðist hetjulega alveg til enda. Þú komst í heimsókn til mín eftir fyrri aðgerðina svo bjartsýn og ánægð. Þegar við vorum að tala sam- an í sumar þá varstu alltaf svo þakk- lát fyrir litla hluti eins og þegar ég sagðist vera vanmáttug og geta ekk- ert gert nema hugsa fallega til þín í bæn. Að kynnast svona miklu æðru- leysi hjá svona ungri stúlku var al- veg sérstakt enda varst þú sérstök DÝRLEIF YNGVADÓTTIR ✝ Dýrleif Yngva-dóttir fæddist á Egilsstöðum 23. nóv- ember 1982. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 19. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Akureyrar- kirkju 27. ágúst. með svo margt. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér, elsku vina, og ég veit að núna þegar hátíðarnar ganga í garð finna ást- vinir þínir fyrir miklu tómi sem ekki verður fyllt, guð gefi þeim styrk. Ekki syrgja mig því nú er ég frjáls. Ég held þá leið sem Guð lagði, tek í hönd Hans þegar ég heyri Hann kalla og skil allt eftir. Ég fékk ekki að staldra við lengur til að hlæja elska og leika, svo margt er ógert sem eftir liggur, degi mínum lauk alltof fljótt. Ykkur sýnist eðlilega að ævi mín hafi verið alltof stutt en reynið ekki að lengja hana með söknuði brosið í gegnum tárin og leyfið mér að brosa með ykkur. Guð kallaði mig og nú er ég frjáls. Ég sendi ástvinum Dýrleifar mín- ar innilegustu samúðarkveðjur. Guðrún Ragna Aðalsteinsdóttir. Pantanir í síma 562 0200 Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar. Aðeins 1.250 kr. á mann. Perlan ERFIDRYKKJUR Helluhrauni 10, 220 Hfj. Sími 565 2566 Legsteinar Englasteinar www.englasteinar.is Erfidrykkjur Heimalöguð kaffihlaðborð Grand Hótel Reykjavík Sími 514 8000 REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.