Morgunblaðið - 23.11.2004, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.11.2004, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 2004 23 MENNING VIÐAMIKLA umfjöllun um myndlistarmanninn Erró er að finna í októ- berhefti listtímaritsins Art in America. Það er kennari í listasögu við Binghamton-háskóla í New York, Tom McDonough, sem ritar greinina og leggur út frá nokkrum sýningum sem hafa verið á verk- um Errós í New York á árinu. Þeirra umfangs- mest er sýningin „Worldscapes: The Art of Erró“ í Grey Art Galleríi New York- háskóla, sem lauk í júlí síðastliðnum. Sú sýning var unnin í samvinnu við Listasafn Reykjavíkur, sem lánaði þangað verk úr Erró-safni sínu. Í grein sinni fer McDonough yfir feril Erró, allt frá upphafi hans á 6. áratugnum. Mestum hluta grein- arinnar ver hann í upphaf ferilsins, sem honum þykir geta af sér áhugaverðustu verk listamannsins. Í heildina segir McDonough þó að sýningin í Grey Art Gallery sé „því miður ófullkomin“ og þar sé dregið úr sterkum pólitískum áhrifum þeim sem einkenna list Errós. Neyslusamfélag og popplist McDonough veltir fyrir sér ýms- um áhrifum á listsköpun Errós, þar á meðal sýningu á mexíkanskri list í Stokkhólmi árið 1952 sem hann telur að hafi haft mikil áhrif á verk hans í seríunni „Sur Atom“ (Að atóminu). Átta mánaða dvöl Errós í Ísrael á árunum 1957–1958 hafði líka sín áhrif að mati McDonough. Þar fæddust klippi- myndir Errós, hugsanlega vegna skorts á efnum og stúdíói, segir í greininni. Þó telur hann ákvörðun Errós um að setjast að í París á síðari hluta 6. áratugar vega þyngst í áhrifum á listsköpun hans, en árin sem fylgdu í kjölfarið voru afar róstusöm þar í borg. Þar var póli- tískt andrúmsloft allt mjög vinstri- sinnað, líkt og Erró sjálfur, og þar var nýhafin innreið neyslu- samfélagsins með tilheyrandi auglýsingum, tímaritum og mynd- máli yfirhöfuð. Annar stærsti áhrifavaldurinn í listsköpun Errós er popplistin sem hann kynntist í New York á árunum 1963– 1964. Bæði þessi áhrif eru augljós öllum þeim sem þekkja til verka Errós og harmar McDonough að eitt þekktasta málverk hans, „Foodscape“ frá árinu 1964 sem er í eigu Moderna Museet í Stokk- hólmi sé ekki á sýningunni í Grey Art Gallery. Finnst McDonough yfirhöfuð að gloppur séu í sýningunni þar sem vanti lykilverk frá ýmsum tímabil- um og telur að vandkvæði við að fjármagna sýninguna hafi e.t.v. gert það að verkum að næstum eingöngu hafi verið fengin að láni verk úr Erró-safni Listasafns Reykjavíkur. Segir hann frá tilurð þess safns og bendir á að gjöf listamannsins til safnsins hafi verið óseld verk hans sem þar af leið- andi innihaldi lítið af þeim verkum sem urðu vinsæl t.d. á 6. áratugn- um. Verðskuldar nánari skoðun Yfirhöfuð virðist McDonough telja að verk Errós frá fyrstu ára- tugum ferils síns séu pólitískt hlað- in og sterk sem slík. Þegar líður á 8. áratuginn og uppreisnaralda hins 7. líður undir lok, segir McDonough að verk Errós „tapi miklu af áhrifum sínum“. Verk 9. og 10. áratugarins af- greiðir hann í einni málsgrein, seg- ir þau „nánast algjörlega tekin úr teiknimyndasögum“ og „einungis magna upp veikustu blettina í fyrri verkum hans“. Harmar hann hve ríkan þátt þau eiga á sýningunni í Grey Art Gallery og á sýningum í New York yfirhöfuð og segir þau „skyggja á það sem var virðing- arvert á fyrstu 25 árum ferils hans“. Endar hann greinina á þeim orðum að Erró „verðskuldi nánari skoðun og endurmat, en það krefj- ist þess að taka meiri afstöðu bæði í vali og framsetningu, og betri samræmingu við flókið samband hans við franska menningu og póli- tík“ en var gert á sýningunni í Grey Art Gallery í New York- háskóla. Myndlist | Viðamikil umfjöllun um Erró í tímaritinu Art in America Pólitískt hlaðin verk „Breeze“ frá 1979–1980, í eigu Listasafns Reykjavíkur. Tom McDonough segir að Erró „verðskuldi nánari skoðun og endurmat, en það krefjist þess að taka meiri afstöðu bæði í vali og fram- setningu, og betri samræmingu við flókið sam- band hans við franska menningu og pólitík“ en var gert á sýningu á verkum hans sem haldin var í Grey Art Gallery í New York-háskóla. MIÐAÐ við furðulitla nýt- ingu hússins til tónlistarflutn- ings virðist Laugarneskirkja eitt bezt varðveitta leynd- armál höfuðborgarsvæðisins. Bæði hvað varðar frábæran hljómburð og einnig Walcker- orgelið frá 1956, er Björgvin Tómasson gjörbætti í hitteð- fyrra og stækkaði úr 19 rödd- um í 28. Eftir nýaukinni lit- auðgi þess að dæma ættu organistar hiklaust að gefa því meiri gaum. Leikur Friðriks Vign- is Stefáns- sonar, org- anista Grundarfjarð- arkirkju, hafði aldrei borizt undirrituðum til eyrna fyrr en á fremur fásóttum tón- leikum hans á sunnudag. Meistari Bach tók ljónspart dagskrár og hófst með Pre- lúdíu og fúgu í C-dúr BWV 545 í stöðugu og höfugu tempói við hæfi. Þrír af sálm- forleikjum Bachs komu næst. Af tveim um Nun kommt der Heiden Heiland, BWV 599 & 659, hljómaði raddval 599 einkennilega kvefað, en var fallega skýrt í 659. Sá þriðji, Wir glauben all’ an einum Gott BWV 740, var (líkt og síðar BWV 547) aðeins of af- markað leikinn í undir- röddum, því þó nauðsynlegt væri í t.a.m. Hallgrímskirkju, gerðist þess engin þörf í öllu skaplegri ómvist Laugarnes- kirkju. Pastoraleþættir Bachs 1-3 úr BWV 590 fetuðu síðan streymandi áfram með skemmtilegum „calliope“ blæ, og hin yndislega Prelúdía og fúga í C BWV 547 náði mark- verðri sveiflu þótt örlaði stöku sinni á stirðleika í ped- al, enda hraðavalið nægilega varfærið til að haldast allt til enda. Þrjú styttri íslenzk verk voru næst. Dulúðugt og lit- ríkt raddvalið Forspil Jóns Nordal um sálm sem aldrei var sunginn endaði skemmti- lega krassandi á fff í kóda. Hin örstutta Hymnodíu- hugleiðing Ragnars Björns- sonar, Himna rós, leið og ljós, var gómsæt á hlust- bragðið, og Lofið Guð, ó lýðir göfgið hann, þaulmúsík- antískt verk eftir Þorkel Sig- urbjörnsson undir nk. rondó- viðlagsformi, náði m.a.s. hörkusveiflu. Endað var á tveim þáttum úr bráðskemmtilegri Got- neskri Svítu Léons Boël- mann, hinni vöggulagskenndu Bæn frá Notre Dame og Toccata, sannkallaðri Drak- úlu-snertlu er sat að vísu ekki alltaf nógu stöðugt, þótt engan vantaði óhugnaðinn. Flestallt prógrammið var auðheyranlega vel æft og túlkað af alúð og öryggi. Vissulega eftirtektarverð frammistaða hjá landsbyggð- arorganista með aðeins eitt erlent meistarabekks- námskeið að baki auk kant- orsnáms síns hér á landi. TÓNLIST Laugarneskirkja Verk eftir J. S. Bach, Jón Nordal, Ragnar Björnsson, Þorkel Sig- urbjörnsson og L. Boëllmann. Frið- rik Vignir Stefánsson orgel. Sunnu- daginn 21. nóvember kl. 17. Orgeltónleikar J.S. Bach Alúð og öryggi Ríkarður Ö. Pálsson ÓLAFUR Kjartan Sigurðarson barítonsöngvari hefur verið beðinn að syngja aðalhlutverkið í óperu Verdis, Macbeth, í fyrstu uppfærslu næsta sumars hjá óperuhúsinu Opera Holland Park í London. Frumsýnt verður 7. júní. „Þetta er óperufestival sem sýnir árlega á sumrin í miðborg Lundúna. Þar eru sýndar sex óperur ár hvert,“ segir Ólafur Kjartan í samtali við Morgunblaðið. „Ég hef sungið á þessari hátíð í tvígang áður, árið 2002 söng ég hlutverk Tonio í Pagliacci og nú í sumar hlutverk Jack Rance í La Fanciulla del West eftir Puccini.“ Það er skemmst frá því að segja að síð- arnefnda sýningin hlaut mikla og lofsamlega dóma, svo góða að stjórnendur hátíðarinnar komu að máli við Ólaf og báðu hann að taka að sér aðalhlutverk í fyrstu sýningu næsta sumars hjá Holland Park vegna hans góða árangurs. „Við settumst niður og ræddum ýmsa mögu- leika, og þeir voru svo elskulegir að hreinlega spyrja hvað mig langaði að syngja. Það kom auð- vitað margt til greina, en Macbeth söng ég hér heima í Íslensku óperunni fyrir ekki svo löngu, og það gekk ákaflega vel. Sú sýning hlaut mjög góða dóma hér heima og einnig var fjallað um hana í erlendum blöðum eins og Opera Now. Macbeth er hlutverk sem ég vildi gjarnan syngja aftur, og ég veit að ég ræð mjög vel við, og það er mikilvægt fyrir mig að fá tækifæri til að syngja hlutverk eins og það á svona stóru sviði eins og þarna í London. Ég var því afar glaður með að óperuhátíðin skyldi samþykkja að ég syngi aðalhlutverkið í þessari fyrstu uppfærslu sumarsins hjá þeim og hlakka mikið til.“ Ólafur segir tækifærið ómetanlegt, ekki síst þar sem fyrsta sýning sumarsins hjá Opera Hol- land Park fái sjálfkrafa mikla athygli. „Ég er því afar ánægður með að fá tækifæri til þess að sýna þetta hlutverk á svo áberandi hátt í London. Það gæti orðið þýðingarmikið fyrir mig.“ Hljómsveitin sem leikur með Opera Holland Park er City of London Sinfonia. „Leikstjórann þekki ég einungis af afspurn, en af henni fer mjög gott orðspor. Hljómsveitarstjórann þekki ég hins vegar vel, því þetta verður þriðja verk- efnið okkar saman. Hann stjórnaði mér bæði í Puccini-óperunni hjá Holland Park í sumar, og síðan fluttum við fyrir tveimur vikum mjög stór- an konsert saman á Englandi. Við þekkjumst því vel og ég er feginn að hafa hann við sprotann.“ Um þessar mundir er Ólafur Kjartan nýsnúinn frá Wales, þar sem hann söng titilhlutverkið í Rigoletto á fimmtán sýningum Mid Wales- óperunnar. Næsta verkefni hans verður hlut- verk Scarpia í Toscu í uppfærslu Íslensku óperunnar næsta vor, en æfingar á henni hefjast senn. „Þetta er augljóslega mjög skemmtilegt starfsár hjá mér,“ segir Ólafur Kjartan að síð- ustu. Ópera | Ólafur Kjartan Sigurðarson syngur Macbeth í London á næsta ári Gæti orðið þýðingarmikið Morgunblaðið/Sverrir Ólafur Kjartan Sigurðarson í hlutverki Mac- beths ásamt Elínu Ósk Óskarsdóttur sem Lady Macbeth í uppfærslu Íslensku óperunnar 2003. www.operahollandpark.com

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.