Morgunblaðið - 23.11.2004, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Jól 2004
namminamm… á laugardaginn
á morgun
„Svona okkar á milli
hef ég nú aldrei verið neitt
sérlega hrifin af
hrísgrjónagrautnum“
DANSKA SENDIHERRAFRÚIN
Daðrað í
daglegu lífi
ÓÁNÆGJA er meðal iðnaðarmanna
vegna auglýsingaherferðar Húsa-
smiðjunnar sem ber heitið „Ekkert
mál“. Eyjólfur Bjarnason, hjá Sam-
tökum iðnaðarins (SI), segir iðnaðar-
menn óhressa með það að Húsa-
smiðjan skuli auglýsa það sem
ekkert mál fyrir venjulegt fólk að
vinna verk sem iðnaðarmenn hafa
sérmenntað sig í bæði bóklega og
verklega.
Að sögn Eyjólfs þykir iðnaðar-
mönnum að sér vegið, en margir
þeirra hafa sett sig í samband við SI
og kvartað undan auglýsingunum og
telja að verið sé að brjóta gegn iðn-
aðarlögum.
Árni Hauksson, forstjóri Húsa-
smiðjunnar, segir auglýsingaherferð
Húsasmiðjunnar vera framkvæmda-
hvetjandi og miði að því að auka við-
skipti bæði hjá Húsasmiðjunni og
iðnaðarmönnum þegar haft var sam-
band við hann fyrir helgi. Hann
bendir á að Húsasmiðjan hafi þó
ávallt mælt með því að fólk leiti til
fagmanna í öllu því kynningarefni
sem fyrirtækið hafi sent frá sér.
Hann segir verktaka og fagmenn
vera mjög stóran viðskiptahóp hjá
fyrirtækinu sem skipti Húsasmiðj-
una mjög miklu máli, og reynt sé að
vísa eins mikið á þá og mögulegt er.
Sendu Húsasmiðjunni bréf
Finnbjörn A. Hermannsson, for-
maður Trésmiðafélags Reykjavíkur,
segir iðnaðarmenn vera ósátta við
það viðhorf sem kemur fram í auglýs-
ingum Húsasmiðjunnar gagnvart
störfum iðnaðarmanna. „Það er verið
að etja fólki alveg upp í það að fara í
flókin iðnaðarmannastörf og segja að
það sé ekkert mál,“ segir Finnbjörn
og bætir því við að iðnaðarmenn sjái
þrennt að í þessu.
Í fyrsta lagi sé verið að plata fólk
til þess að kaupa dýr efni og vinna
verk sem það ræður ekki við. Í öðru
lagi sé fólk að framkvæma hluti sem
séu á ábyrgð annaðhvort meistara
eða byggingarstjóra. Í þriðja lagi
sitji faglærðir iðnaðarmenn uppi með
skömmina ef ófaglærðir einstakling-
ar vinni verk illa. „Þetta er lýti á okk-
ar starfsheiðri og það er þetta við-
horf sem við erum mjög ósáttir við
sem Húsasmiðjan er að reyna koma
inn,“ segir Finnbjörn. Hann segir
mikinn fjölda félagsmanna hafa sam-
band við sig og krefjast aðgerða gegn
auglýsingaherferð Húsamiðjunnar.
Haft var samband við markaðsdeild
Húsasmiðjunnar vegna málsins og
að sögn Finnbjörns var bætt inn í lok
auglýsinganna að fólk ætti ekki að
hika við að leita til fagmanna ef um
flóknari verk væri að ræða.
Finnbjörn segir iðnaðarmenn ekki
hafa þótt þau viðbrögð vera fullnægj-
andi. Fjórtán félög meistara og
sveina hafa því skrifað undir bréf,
sem sent hefur verið forstjóra Húsa-
smiðjunnar, þar sem iðnaðarmenn
láta óánægjuraddir sínar í ljós. Finn-
björn segist eiga von á því að Húsa-
smiðjan dragi eitthvað úr auglýsing-
um sínum í kjölfar bréfsins.
Iðnaðarmönnum þykir að
sér vegið með auglýsingum
ÞAÐ er feikilega mikil menningarleg
fjölbreytni á norðurslóðum og það er
liðin tíð að sú ímynd að fólk í norðr-
inu sé inúítar á kajak sé rétt,“ segir
Níels Einarsson, mannfræðingur og
forstöðumaður Stofnunar Vilhjálms
Stefánssonar. „Nú er komið kín-
verskt veitingahús í Nuuk og taí-
lenskt veitingahús á Ísafjörð, svo
menningarfjölbreytnin er mjög mik-
ilvæg, þetta er mikill suðupottur
menningarheima.“
Þetta er meðal þess sem fram
kemur í nýrri skýrslu um mannlíf á
norðurslóðum þar sem fjallað er um
lífsskilyrði fólks á þeim slóðum,
menningu, menntun, efnahagslegar
aðstæður, auðlindanýtingu o.fl., en
þetta er fyrsta tilraunin til að fjalla
svo ýtarlega um þessi málefni. Norð-
urslóðir er samheiti yfir þau svæði
sem nyrst eru í heiminum, og til
þeirra teljast Ísland, Færeyjar,
Grænland og Alaska, auk nyrstu hér-
aðanna í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi,
Rússlandi og Kanada.
Níels segir ekkert neikvætt við
aukna menningarlega fjölbreytni á
norðurslóð. „Það er ekkert neikvætt
við það, og bent á það sérstaklega í
skýrslunni að menningarbreytingar
eru ekkert endilega af hinu illa. Þær
hafa alltaf átt sér stað og vonlaust og
ekki til neins að ætla að þrýsta menn-
ingarsamfélögum – í norðri í þessu
tilviki – í einhvern klaka í tíma og
rúmi.“
Níels segir að alltaf verði að skoða
kannanir á lífsgæðum fólks út frá
þeirra eigin viðmiðum. „Lífsgæði eru
alltaf skilgreind í einhverju menning-
arlegu samhengi og þó svo að það sé
mjög notadrjúgt að hafa til viðmið-
unar skýrslur Þróunarstofnunar
Sameinuðu þjóðana og þessa vísa
sem þeir hafa notað, þá þarf að víkka
það aðeins út og líta til fleiri þátta. Þá
sérstaklega hvernig fólk sjálft skil-
greinir lífsgæði,“ segir Níels.
Nánd við náttúruna
Hann segir að í skýrslunni komi
fram að það sé einkum þrennt sem
fólk á norðurslóðum eigi sameig-
inlegt þegar kemur að skilgreiningu
á lífsgæðum. Í fyrsta lagi mögu-
leikann á að hafa stjórn og áhrif í eig-
in lífi, vera ekki leiksoppur utan-
aðkomandi afla. Í öðru lagi nánd við
náttúruna, að geta nýtt hana og fund-
ið til nándar við hana. Í þriðja lagi að
vera hluti af lifandi menningar-
samfélagi, með áherslu á tungumálið
til að viðhalda menningarlegri sam-
sömun.
„Skýrslan er athyglisverð vegna
þess að hingað til hefur ekki verið til
nein heildstæð samantekt á sam-
félagsþróun, mannlífsþróun og lífs-
gæðum á norðurslóðum, svo hún er
einstök og verður væntanlega býsna
notadrjúg sem heimild,“ segir Níels.
Hann segir skýrsluna skrifaða á
skiljanlegan hátt og því sé það von
aðstandenda hennar að hún verði að-
gengileg almenningi víða um heim og
kynni þannig helstu þætti sem hafa
áhrif á stöðu mannlífsins á norður-
slóðum sem víðast. Allt í allt komu
níutíu vísindamenn að því að semja
skýrsluna frá öllum aðildarríkjum
norðurskautsráðsins, en verk-
efnastjórar voru dr. Oran Young og
Níels Einarsson.
Fjölbreytt menn-
ing á norðurslóð
Morgunblaðið/RAX
Fjölbreytt mannlíf blómstrar á norðurslóðum. Myndin er frá Grænlandi.
TVÆR 200 lítra tunnur með tuskum
sem notaðar höfðu verið til þess að
hreinsa olíu og ein tóm tunna voru
grafnar í jörðu við Kárahnjúka í
trássi við reglur verktakafyrirtæk-
isins Impreglio um spilliefnaúrgang
og hefur viðkomandi einstaklingi
sem bar ábyrgð á atvikinu verið sagt
upp, að því er fram kemur í yfirlýs-
ingu Impreglio vegna atviksins.
Fram kemur að þó svo aldrei hafi
verið hætta á ferðum hafi þegar ver-
ið gripið til ráðstafana til þess að úti-
loka að umhverfistjón hljótist af.
Jafnframt kemur fram að leiði rann-
sókn í ljós að aðrir starfsmenn fyr-
irtækisins hafi verið viðriðnir þetta
atvik muni Impregilo einnig bregð-
ast við með sama hætti hvað þá
varði.
„Impregilo leggur mikið upp úr
því að verklagsreglur fyrirtækisins
séu virtar og lítur þetta atvik mjög
alvarlegum augum. Farið er ítarlega
yfir verklagsreglur fyrirtækisins
með öllum nýjum starfsmönnum og
því þykir Impregilo ákaflega miður
að reglur fyrirtækisins skyldu hafa
verið brotnar með þessum hætti.
Í dag hefur fyrirtækið grafið upp
umræddar tunnur og komið úrgangi
þeirra fyrir á eðlilegan hátt. Viðeig-
andi yfirvöldum hefur þegar verið
tilkynnt um málið,“ segir ennfremur
í yfirlýsingunni.
Braut reglur
um spilliefna-
úrgang og var
sagt upp
STJÓRN hverfisráðs Breiðholts
ætlar að vera með sameiginlegn við-
talstíma í Gerðubergi fyrir Breið-
holtsbúa seinnipartinn í dag milli 17
og 19, en það er nýjung að borgar-
fulltrúar efni til viðtalstíma í hverf-
um borgarinnar. Í stjórn hverfis-
ráðsins sitja Alfreð Þorsteinsson,
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Þor-
valdur Þorvaldsson.
Alfreð sagði í samtali við Morg-
unblaðið að það væri nýjung að efnt
væri til viðtalstíma í hverfunum
sjálfum, en þeir vildu gefa íbúum
hverfisins kost á að koma á framfæri
hugmyndum, óskum og ábendingum
um það sem betur mætti fara í hverf-
inu.
Aðspurður hvort þetta yrði tekið
upp í fleiri hverfum borgarinnar
sagðist hann ekki geta sagt um það,
en sér fyndist það ekki ólíklegt.
Með sam-
eiginlegan
viðtalstíma
♦♦♦