Morgunblaðið - 23.11.2004, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 2004 21
MINNSTAÐUR
Fjörurusl | Frímann Grímsson vef-
stjóri á bakkafjordur.is skrifar að
reki í fjörum landsins hafi alltaf ver-
ið talinn til hlunninda hverrar jarðar
og hafi sumir bændur komið sér upp
brennsluofni til að drýgja kyndi-
kostnaðinn. „En þar sem reki er í
fjöru viðkomandi jarðar rekur á land
fleira en nýtilegt timbur“ skrifar
Frímann. „Það kemur líka rusl á
land sem fleygt er í hafið af skipum
og bátum í trássi við lög sem banna
þetta.
Sigurjón Jósep Friðriksson bóndi
á bænum Felli í botni Finnafjarðar á
rekann í fjörunni og honum fallast
hendur þegar kemur að því að
hreinsa fjöruna. Þetta er að stærst-
um hluta netariðill, plastumbúðir og
fiskikassar sem ekki brotna niður í
náttúrunni af sjálfu sér. Það er
bannað að brenna rusl í fjörunni og
Sigurjóns hefur þá skoðun að þetta
sé ekki hans mál í raun og veru,
heldur samfélagsins og það vantar
að taka á þessu samfélagsvandamáli,
finna peninga til að hreinsa fjörur
landsins.“
AUSTURLAND
Fræðsluáætlun | Nýlega var und-
irritaður samstarfssamningur á milli
Síldarvinnslunnar hf. og Fræðslu-
nets Austurlands um gerð fræðslu-
áætlunar fyrir Síldarvinnsluna.
Stefnt er að því að áætlunin feli í sér
skipulag námskeiða og fræðslu
næstu tvö árin.
Fræðsluáætlunin er unnin sam-
kvæmt svokallaðri markvissri að-
ferðafræði, sem felur í sér að starfs-
fólk er virkjað í undirbúningsferlinu.
Sérstakur stýrihópur vinnur með
Emil Björnssyni, ráðgjafa Fræðslu-
netsins, og sitja í honum þau Axel
Þór Kolbeinsson, Robyn Vilhjálms-
son, Björgvin Þórarinsson, Ragn-
heiður Kristín Hall, Hákon Viðars-
son, Jón B. Ólafsson, Guðjón Helgi
Þorsteinsson og Jón Einar Valgeirs-
son. Stefnt er að því að undirbún-
ingsvinnu verði lokið fyrir áramót og
fræðsluáætlunin taki gildi í upphafi
næsta árs. Frá þessu greinir á vef
Fræðslunetsins, fna.is.
Ný aðstaða fjarnema | Í mán-
uðinum var formlega opnuð ný
námsaðstaða fyrir fjarnema í Ný-
heimum á Hornafirði. Námsaðstað-
an er samvinnuverkefni Fræðslu-
nets Austurlands, Nýheima og
sveitarfélagsins Hornafjarðar. Fjar-
nemar munu hafa til afnota stórt og
gott herbergi þar sem er vinnuað-
staða fyrir a.m.k. 8 manns, auk þess
sem 2 tölvur verða til afnota fyrir
nemendur. Nemendur geta þar að
auki fengið aðgang að þráðlausu neti
FAS sér að kostnaðarlausu. Nem-
endur munu einnig hafa aðgang að
tveimur fundarherbergjum og mið-
rými Nýheima, auk ljósritunarað-
stöðu. Aðstaðan verður aðgengileg
nemendum allan sólarhringinn.
Þeim sem hafa áhuga á að nýta sér
aðstöðuna er bent á að hafa sam-
band við Ara G. Þorsteinsson hjá
Frumkvöðlasetri Austurlands.
Þetta er stórt skref í þá átt að
bæta þjónustu við fjarnema á
Hornafirði, en einnig er fyrirhugað
að FNA auki viðveru sinna starfs-
manna á staðnum. Frá þessu er sagt
á vef Fræðslunetsins, fna.is.
Neskaupstaður | „Ég held að það sé
ævintýramennskan sem rekur mann
alltaf áfram í þessa vitleysu. Köfun,
ísklifur, fallhlífarstökk og að hjóla.
Ég er bara að hafa gaman af lífinu,“
segir Sigurður Kári Jónsson, kafari í
Neskaupstað, sem var að koma heim
ásamt vini sínum Eiði Waldorf úr
harla óvenjulegu ferðalagi. Þeir
hjóluðu á torfærumótorhjólum í sjö
daga, yfir þúsund kílómetra leið í
Marokkó, um Atlasfjöllin og Sahara-
eyðimörkina ásamt því að koma inn í
blájaðarinn á Alsír.
Þeir Sigurður Kári og Eiður eru
bernskuvinir úr Neskaupstað. Sig-
urður Kári starfar sem kafari fyrir
Sæsilfur í Mjóafirði og Eiður er sjó-
maður. „Við erum búnir að vera að
vesenast í mótorhjólum alveg frá
fermingu. Ég var í götumótorhjól-
unum á tímabili en er núna með tor-
færuhjól.“
Íslenskt landslag í Marokkó
Þeir félagarnir fóru í ferðina á
vegum ferðaskrifstofu í Andorra
sem heitir Moto Aventures og sér-
hæfir sig í hjólaferðum í ýmsum
löndum.
Leiðin lá frá borginni Quarzazate
í Marokkó, um Tineghir, Merzouga,
Fes, Rabat, Essaouira, Taroudannt
og til Marrakech.
„Landslagið er eins og á Íslandi
nema allt er helmingi stærra, að við-
bættum sandinum,“ segir Sigurður
Kári. Hann ók á Hondu XR-400
hjóli. „Þetta eru svolítið þung hjól en
með mjög áreiðanlegan mótor og
ekki viðkvæm fyrir hita. Dekkin eru
mun harðari en gengur og gerist og
meiri þrýstingur í þeim til að koma í
veg fyrir að þau springi. Maður hjól-
aði í miklum sandi auðvitað og svo
koma mjög harðar sandsteinsbríkur
upp úr honum sem dekkin þurfa að
þola. Það var verið að keyra þarna á
100 og upp í 160 km/klst. Stundum
keyrði maður á 150 km/klst að jafn-
aði og síðan komu mjög tæknilegar
leiðir þar sem þurfti að fara hægar
yfir. Tveir dagar af ferðinni voru á
París-Dakhar rallleiðinni og þar er
mikið af klettum og ófærum.
Maður fór að sofa þreyttur, það er
alveg óhætt að segja það. Við hjól-
uðum þetta fimm til tólf klukkutíma
daglega. Við gistum síðan yfirleitt á
flottum hótelum sem eru falin í fjall-
lendinu og í eyðimörkum.
Fólkið spratt upp úr engu
„Ég hef ekki komið á þessar slóðir
áður og það sem vakti mesta athygli
mína voru þorpin sem eru yfirleitt
rústir einar finnst manni og byggð
úr sandsteini. Manni kom ekki í hug
að þarna gæti verið fólk. En það er
alltaf fólk alls staðar og sprettur
fram úr hverri skoru. Maður stopp-
ar í miðri eyðimörkinni og allt í einu
sprettur upp maður úr engu og
heilsar. Svo labbar hann eitthvert út
í auðnina og gufar upp. Mjög ein-
kennilegt. Það var alveg ótrúlegt að
koma inn í þessi þorp og sjá börnin,
betlandi og brosandi, en þarna virt-
ist ríkja almenn gleði meðal fólks.
Við rákumst einnig oft á hirð-
ingjahópa með skepnur, yfirleitt
sauðkindur og geitur og fólk situr
yfir þessu í eyðimörkinni. Ég veit
ekki hvað skepnurnar voru að bíta
eiginlega, það var óskaplega lítið líf-
vænlegt þarna. Vatnsból voru þó
auðvitað hér og hvar. Í kringum þau
sá maður fólk með asna og fullt af
brúsum að sækja sér vatn. Ég sá nú
lítið af öðrum skepnum, þarna voru
þó sporðdrekar, snákar, grashopp-
arar sem hafa verið plága á svæðinu,
leðurblökur og einhver undarleg
hundategund.“
Hákarlaköfun í Afríku
„Hitinn var þægilegur í fjöllunum,
um 20 gráður og í eyðimörkinni 30
til 35 stiga hiti. Maður finnur ekki
mikið fyrir því á meðan maður hjól-
ar og hefur þessa fínu vindkælingu.
Við vorum í sérstökum önd-
unarfötum sem eru svipuð og leðrið
nema meðfærilegri og léttari. Ef
maður stoppaði í eyðimörkinni, festi
hjólið eða datt til dæmis, var maður
samt alveg búinn á því strax vegna
hitans.
Í ferðinni voru 12 manns frá
Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakk-
landi og víðar. Leiðsögumaðurinn
okkar er sænsk kona og hefur keppt
í París-Dakhar og öllum þessum
stærstu eyðimerkurröllum. Annars
er lítið af konum í þessu sporti þó að
það sé að breytast.“
Sigurður er að byrja aftur að kafa
í Mjóafirðinum á morgun eftir mán-
aðarfrí, en er líka strax farinn að
huga að næstu ferðum. Þar á meðal
er klifur í Mont Blanc, „White
Shark“-köfun í Suður-Afríku og
skútuferð frá Bretlandi yfir í
Karíbahafið.
„Ætli ég kíki ekki á þetta dæmi í
Afríku upp úr áramótum,“ segir Sig-
urður Kári að lokum.
Hjóluðu á torfæruhjólum í sjö daga um Atlas-fjöllin og Sahara-eyðimörkina
Úr Mjóafirði
til Marokkó
Morgunblaðið/Ágúst Blöndal
Sigurður Kári Jónsson
Ljósmynd/EW
Í hópi barnanna Sigurður Kári í einu þorpanna í námunda við Marrakech.
Egilsstaðir | Fjöldi Austfirðinga nýtti tækifærið þegar boðið var upp á
beint flug frá Egilsstöðum út til Kaupmannahafnar á dögunum. Það
vermdi hjarta Egilsstaðabúans Páls Jakobs Malmberg að sjá á upplýsinga-
töflu á Kastrup í kóngsins Kaupmannahöfn að hans heimabær var þar eins
og ekkert væri á lista innan um aðrar stórborgir veraldar.
Ljósmynd/PJM
Í félagi við heimsborgirnar