Morgunblaðið - 23.11.2004, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 2004 27
BJÖRN Bjarnason
ber saman fjármála-
stjórn hjá ríkinu og
Reykjavíkurborg hér á
síðum blaðsins í gær.
Eftirfarandi staðreynd-
ir um fjármálastjórn
ríkisins eru teknar orð-
rétt úr skýrslu Ríkis-
endurskoðunar um
framkvæmd fjárlaga
2003:
Fjárlög ársins 2003
gerðu ráð fyrir að rík-
issjóður yrði rekinn með
3,8 ma.kr. greiðslu-
afgangi en í reynd varð hallinn 9,1
ma.kr.
Á árunum 1999 til 2002 voru
tekjur 38,2 ma.kr. og gjöld 90 ma.kr.
hærri en fjárlög gerðu
ráð fyrir.
Hjá Reykjavíkurborg
var frávikið í gjöldum
frá fjárhagsáætlun árs-
ins 2003 til ársreiknings
1 ma.kr. Að langmestu
leyti var þetta vegna
reiknaðra lífeyris-
skuldbindinga og frávik-
ið í rekstrinum sjálfum
hverfandi, eða 0,15
ma.kr. Um þetta sögðu
endurskoðendur
Reykjavíkurborgar,
Grant Thornton: „Þegar
á allt er litið verður ekki annað sagt en
að rekstraráætlun fyrir A-hluta borg-
arinnar hafi í heild sinni staðist vel.“
Einkunnin sem Ríkisendurskoðun
gaf rekstri ríkissjóðs var hinsvegar
þessi:
„Sú umframkeyrsla sem viðgengist
hefur hjá ráðuneytum og einstökum
stofnunum ár eftir ár hefur leitt til
þess að markmið stjórnvalda um hóf-
lega aukningu ríkisútgjalda og halla-
lausan rekstur síðustu ár hafa ekki
gengið eftir. Af sömu ástæðu hafa
spár fjármálaráðuneytisins um árlega
aukningu samneyslu engan veginn
staðist.“
Björn Bjarnason hefur því rétt fyrir
sér í fyrirsögn greinar sinnar í gær,
Ólík fjármálastjórn hjá ríki og borg,
en hann misstígur sig illa og snýr
veruleikanum á haus. Fjármálastjórn
Reykjavíkurborgar er traust og áætl-
anir ganga eftir. Það er enda nauðsyn
öllum sveitarfélögum að halda fast ut-
an um hverja krónu og sýna ráðdeild
og aðhald í rekstri þar sem Björn
Bjarnason og aðrir þingmenn
skammta sveitarsjóðunum býsna
naumt miðað við lögbundin og venju-
bundin hlutverk sveitarfélaganna.
Sama nauðsyn á aðhaldi virðist ekki
vera við rekstur ríkissjóðs, eða hvað?
Að snúa veruleikanum á haus
Eftir Þórólf Árnason ’Sama nauðsyn á að-haldi virðist ekki vera
við rekstur ríkissjóðs,
eða hvað?‘
Þórólfur Árnason
Höfundur er borgarstjóri.
J
ohn Edwin Mroz fullyrðir að
aðstæður hafi sjaldan eða
aldrei áður verið jafn góðar
og nú til þess að finna var-
anlega lausn á deilum Ísr-
aela og Palestínumanna. Fráfall
Yassers Arafats, endurkjör George
W. Bush Bandaríkjaforseta og sú
ákvörðun Ariels Sharons, forsætis-
ráðherra Ísraels, að loka landnema-
byggðum Ísraela á Gaza-svæðinu
marki þáttaskil sem kunni að hafa
þau áhrif að hreyfing komist á málin
fyrir botni Miðjarðarhafs.
Mroz var á sínum tíma sendifulltrúi
Ronalds Reagans Bandaríkjaforseta
gagnvart Frelsissamtökum Palestínu
(PLO) og hann er stofnandi og forseti
Austur-Vestur-stofnunarinnar, sjálf-
stæðra samtaka sem einkum eru
þekkt fyrir framlag sitt til lýðræð-
isþróunar í Austur-Evrópu.
Mroz kemur hingað til lands frá
Ramallah og Tel Aviv en þar hefur
hann undanfarna daga setið á fund-
um með palestínskum og ísraelskum
embættismönnum. Hann flytur í dag
fyrirlestur í Reykjavík um Atlants-
hafstengslin og friðarhorfur í Mið-
Austurlöndum á vegum Stofnunar
stjórnsýslufræða og stjórnmála við
Háskóla Íslands. Hefst fyrirlesturinn
kl. 12.05 og verður haldinn í Lög-
bergi, stofu 101.
Ekki óhæfileg bjartsýni
Mroz segist í samtali við Morgun-
blaðið hafa séð af þeim samræðum,
sem hann átti með ísraelskum og pal-
estínskum embættismönnum, að
óhætt sé að vona að raunverulega
verði hægt að finna varanlega lausn á
deilum fyrir botni Miðjarðarhafs.
Aðspurður segir Mroz að það megi
til sanns vegar færa að tilhneiging
manna verði að álíta hann of bjart-
sýnan. „En ég held þessu samt fram,“
segir Mroz svo. „Og vel að merkja þá
hljómar þú, þegar þú spyrð svona, al-
veg eins og blaðamenn almennt gerðu
í Bandaríkjunum og Evrópu árið 1986
sem neituðu að trúa því að [Míkhaíl]
Gorbatsjov væri neitt frábrugðinn
[Leoníd] Bréznev; hann hljómaði
bara betur, liti betur út en að hann
væri samt úlfur í sauðargæru,“ segir
Mroz og rifjar þar upp skýrslu sem
Austur-Vestur-stofnunin sendi frá
sér þar sem komist var að þeirri nið-
urstöðu að raunverulegar breytingar
væru að eiga sér stað í Kreml með til-
komu nýs leiðtoga Kommúnista-
flokksins, Gorbatsjov.
„Við tókum áhættu með því að
senda þessa skýrslu frá okkur því það
hefði getað komið á daginn að við
hefðum rangt fyrir okkur. En við
reyndumst hafa rétt fyrir okkur. Og
mat okkar hefur reynst rétt við önnur
tækifæri, allir spáðu því t.a.m. að
Bush og Pútín myndi koma illa sam-
an. Við vorum því hins vegar ósam-
mála og lögðum raunar tiltekinn
grunn að góðu sambandi þeirra með
samstarfi okkar við bandaríska og
rússneska embættismenn.
Allt þetta veldur því að ég tel mig
geta sagt, að ég sjái merki um það frá
leiðtogum beggja, Ísraela og Palest-
ínumanna, að nú sé lag,“ segir Mroz.
Hann dregur þó enga dul á að
mörg vandamál séu fyrir hendi. Ná-
kvæmlega ekkert trúnaðartraust ríki
milli deilenda. Eftir sem áður séu auk
þess margir í herbúðum Palestínu-
manna og Ísraela sem ekki vilji frið,
aðilar sem muni gera hvað þeir geta
til að koma í veg fyrir að hann náist.
Hugsanlegt sé til að mynda að
launmorðingi setji strik í reikninginn,
þ.e. að einhverjir leiðtoga Palestínu-
manna eða Ísraela verði fórnarlömb
launmorðingja. Þetta megi ráða af at-
burði sem átti sér stað í sorgartjaldi
Arafats í Gaza-borg fyrir skömmu
þegar róttækir Palestínumenn tóku
að skjóta af vopnum sínum í návist
Mahmouds Abbas, sem líklegur þykir
til að verða næsti leiðtogi Palestínu-
manna, og hrópa ókvæðisorð gegn
honum. Skemmst er svo að minnast
morðsins á Yitzhak Rabin árið 1995,
forsætisráðherra Ísraels og helsta
aðstandanda friðarsamkomulagsins
við Palestínumenn tveimur árum
fyrr.
„En það er engu að síður mat okk-
ar sem sérfræðinga í þessum málum
sem eytt hafa drjúgum tíma með
hlutaðeigandi leiðtogum síðustu dag-
ana, að nú sé ný staða komin upp.
Staða sem vekur vonir um að mjaka
megi málum áfram,“ segir Mroz.
Mroz segir Bandaríkjastjórn hafa
reynst trega til að hafa bein afskipti af
deilu Ísraela og Palestínumanna og
það hafi ekki síst tengst persónu Ara-
fats. „Það hefur ekki einn einasti ráð-
herra farið til Mið-Austurlanda í átján
mánuði,“ segir hann, „þar til í dag [í
gær]“ en þá átti Colin Powell, utanrík-
isráðherra Bandaríkjanna, fund með
leiðtogum Ísraela og Palestínumanna.
„Allir vita hins vegar – þá skiptir
ekki máli úr hvorum herbúðum þeir
koma – að það mun ekkert gerast fyrr
en Bandaríkin koma inn í málin af full-
um krafti. Þú munt ekki geta fundið
Palestínumann né Ísraela sem heldur
því fram að einhver annar geti leyst
þessa deilu. Evrópumenn og Rússar
spila vissulega rullu, en Bandaríkin
eru aðaláhrifavaldurinn.“
Mroz segist gera ráð fyrir að
Mahmoud Abbas verði kjörinn forseti
Palestínumanna í kosningum sem
fram eiga að fara 9. janúar nk. „Hann
nýtur ekki persónulegra vinsælda í
hefðbundnum skilningi,“ segir Mroz,
„en Palestínumenn búa við fastar
hefðir. Abu Mazen [Abbas] er einn
eftir á lífi þeirra manna sem stóðu að
stofnun PLO og tóku þátt í átökum á
vegum samtakanna í upphafi. Allir
aðrir voru embættismenn, Abu Ala
[Ahmed Qurei, núverandi forsætis-
ráðherra] var þarna en hann var emb-
ættismaður, studdi fyrst og fremst þá,
sem hrintu ákvörðum í framkvæmd.
Abu Mazen spilar alveg sérstaka rullu
í huga Palestínumanna.“
Mroz vekur hins vegar athygli á því
að fjölmiðlar á Vesturlöndum hafi
gert lítið úr mikilvægi Rawhi Fattouh,
forseta palestínska þingsins og starf-
andi forseta Palestínumanna. „Þau
merku tíðindi hafa gerst,“ segir
Mroz, „að Fattouh hefur undanfarna
daga verið að skrifa upp á öll þau
ágætu lög sem palestínska þingið,
sem er eina lýðræðislega kjörna þing-
ið í arabaheiminum, hafði samþykkt
frá sér en Arafat hafði neitað að und-
irrita. Lög sem m.a. hefðu dregið úr
spillingu og úr völdum hans sjálfs.“
Ertu að segja að leiðtogar Palest-
ínumanna séu tilbúnir til þess í ein-
rúmi að viðurkenna að Arafat hafi
verið hluti vandans?
„Við getum orðað það þannig að
þeir geri sér grein fyrir því að nú sé
möguleiki á því að taka upp nýja
stjórnarhætti. Vilja þeir t.d. sjá að
dómskerfið á heimastjórnarsvæðun-
um taki upp betri og sanngjarnari
starfshætti? Já, það vilja þeir svo
sannarlega. Var mögulegt að ná fram
breytingum í þá veru í tíð Arafats?
Nei, það var ekki hægt, hann neitaði
að undirrita lögin sem voru forsenda
þess að það gæti gerst. Þetta þýðir
ekki að þessir menn hafi lagt fæð á
Arafat, það þýðir hins vegar að þeir
átta sig á því að kaflaskil hafa átt sér
stað og nýtt tímabil sé að renna upp.“
Mroz heldur áfram: „Palestínu-
menn eru orðnir mun raunsærri en
þeir voru, þeim finnst sem þeir hafi
sóað tíma sínum. Einn leiðtoga þeirra
sagði við mig um daginn: Ef ég horfi í
kringum mig á uppreisnarhreyfingar
samtímans þá hefur enginn náð jafn
litlum árangri og við.“
Orð eru ódýr
Mroz segir það rétt að Ariel Shar-
on njóti ekki meira trausts meðal Pal-
estínumanna en Arafat gerði meðal
Ísraela. Erfitt sé að segja leiðtogum
Palestínumanna að Sharon sé alvara
þegar hann segist vilja að lífi verði
blásið í efnahag Gaza-svæðisins, að
Palestínumönnum verði gert kleift að
þróa þar eigin efnahag, sem óháður
yrði Ísrael. „Leiðtogar Palestínu-
manna segja einfaldlega að Sharon
verði að sýna þeim að honum sé al-
vara, að orð séu ódýr,“ segir Mroz.
„Sharon hefur hins vegar gert
nokkuð sem aðeins hann var fær um,
þ.e. að afnema landnemabyggðirnar á
Gaza. Fáir Ísraelar trúa öðru en að á
endanum verði landnemabyggðum á
Vesturbakkanum lokað líka. Það sé
ekki hægt að stíga þetta skref án þess
að fara alla leið.
Sharon hefur því breytt fyrri af-
stöðu sinni. Hvers vegna? Ég held að
það sé út af því að hann áttar sig á lýð-
fræðilegum staðreyndum málsins.
Hann áttar sig á að útilokað er að við-
halda lýðræðisríki gyðinga á þessum
slóðum til lengri tíma litið við núver-
andi aðstæður. Hann áttar sig á að nú
er réttur tími fyrir Ísrael til að stokka
hlutina upp,“ sagði John Edwin Mroz.
Ástæða til bjartsýni
í Mið-Austurlöndum
John Edwin Mroz hefur fylgst með deilum Ísraela og Palestínumanna í þrjá áratugi og hann segir að
aðstæður hafi aldrei verið jafn jákvæðar og þær eru nú. Davíð Logi Sigurðsson ræddi við Mroz í Höfða.
david@mbl.is
FORYSTUMENN Austur-
Vestur-stofnunarinnar
eru komnir til Íslands til
að vera viðstaddir fund
utanríkisráðherra aðild-
arríkja heimsskautsráðs-
ins sem haldinn er í
Reykjavík á morgun.
Segjast þeir John Edwin
Mroz (t.v.), forseti stofn-
unarinnar, og Vasil
Hudák (t.h.), fram-
kvæmdastjóri útibús
hennar í Brussel, hafa ákveðið að nota tækifærið til að leggja hér síð-
ustu hönd á plóginn vegna undirbúnings fyrir skipun vinnuhóps hátt-
settra rússneskra, bandarískra og evrópskra embættismanna, núver-
andi og fyrrverandi, sem ákveðið er að hefji störf eftir áramót.
Verður það hlutverk vinnuhópsins að leita leiða til að endurskilgreina
samskipti aðilanna þriggja.
Austur-Vesturstofnunin hefur áður haft milligöngu um skipulagn-
ingu slíkra vinnuhópa, m.a. segja þeir Mroz og Hudák að mat hennar
hafi ráðið miklu um það 1986 að Bandaríkjamenn tóku að trúa á um-
bótavilja Míkhaíls Gorbatsjovs í Sovétríkjunum. Vinnuhópur starfaði
á vegum stofnunarinnar fyrir fyrsta fund Bush og Pútíns 2001.
Morgunblaðið/Golli
Gaman að hittast í Höfða
mál að
m sjö
n Þór-
rfsfólki
ð þessu
03 hafi
ri verið
Sumir
nni og
Meðal-
gripið
æmlega
t er frá
ÁÁ hafi
kvæmt
ríkið, í
standa
garnir
rður að
ir Þór-
ni þeir
Stuðla,
rndar-
anlega
á Vogi.
ítalans
væntanlega að taka á móti þeim
vímuefnaneytendum sem eigi við
geðræn vandamál að stríða, Vogur
muni á næsta ári taka mun harðar
á því að slíkir sjúklingar verði ekki
lagðir þar inn. Aðspurður segir
hann ekki sanngjarnt að bera sam-
an kostnað á Vogi og Landspítal-
anum, á síðarnefndu stofnuninni
sé viðbúnaður allt annar. Það blasi
á hinn bóginn við að hver dagur
sem vímuefnaneytandi liggur á
Landspítalanum sé miklu dýrari
en legudagur á Vogi.
Eftir sem áður stefnir í 70 millj-
óna króna halla á starfsemi SÁÁ.
Þórarinn segir að tapið verði
greitt af söfnunarfé SÁÁ.
Ótímabært að bregðast við
Bjarni Össurarson, yfirlæknir á
vímuefnadeild geðdeildar Land-
spítalans, segist ekki efast um að
meiri eftirspurn verði eftir með-
ferð á Landspítalanum vegna
sparnaðaraðgerða á Vogi. Engar
breytingar séu þó fyrirhugaðar á
starfseminni enda ekki ljóst hverj-
ar afleiðingarnar verða. Eftir sem
áður bjóði deildin upp á þjónustu
fyrir geðsjúka fíkniefnaneytendur.
Varðandi unglingana segir Bjarni
að þeir hafi yfirleitt staldrað stutt
við á spítalanum áður en þeir fara
á meðferðarheimili, s.s. á Stuðla
eða á Vog.
Ekki náðist í Jón Kristjánsson
heilbrigðisráðherra í gær.
geðdeild Landspítalans
a að taka
nustu“
stu
g
na
runarp@mbl.is
SÓLVEIG Ásgrímsdóttir, for-
stöðumaður Stuðla, meðferð-
arstöðvar ríkisins, á von á því að
geta tekið á
móti ungling-
um, 16 ára og
yngri, sem ekki
munu lengur
komast inn á
Vog vegna
sparnaðar-
aðgerða á
sjúkrahúsinu á
næsta ári. Bið-
listi á Stuðla,
frá því Barna-
verndarstofa samþykkir vistun, er
alla jafna tvær vikur en hægt er að
taka á móti unglingum með fárra
daga fyrirvara í bráðatilfellum.
Á Stuðlum eru átta pláss fyrir
meðferðarvistun og tvö til fjögur í
neyðarvistun. Fyrir neyðarvistun
eru nú tvö tveggja manna herbergi
og vegna aðstæðna, s.s. kynja-
skiptingar, hefur stundum aðeins
verið pláss fyrir tvo í neyðarvistun.
Um næstu mánaðamót verða ný
herbergi tekin í notkun og verða þá
fimm einstaklingsherbergi í neyð-
arvistuninni.
Sólveig bendir á að enginn geti
komið inn á Stuðla nema með sam-
þykki barnaverndaryfirvalda en á
Vog geti unglingar á hinn bóginn
lagst inn án fyrirvara. Það taki því
lengri tíma að koma unglingum inn
á Stuðla en í bráðatilfellum sé
hægt að bregðast mjög hratt við.
Sólveig segir aðspurð að hægt sé
að veita jafngóða vímuefnameðferð
á Stuðlum og á Vogi, en ítrekar um
leið að mjög gott samstarf og gagn-
kvæmt traust og virðing ríki á milli
starfsmanna á þessum stöðum.
„Á þessu stigi sé ég ekki betur
en við getum tekið á móti þessum
unglingum enda ber okkur skylda
til að taka á móti öllum þeim sem
Barnaverndarstofa vísar til okkar.
Miðað við núverandi stöðu getum
við tekið á móti þeim en það er
ómögulegt að segja til um hvenig
málin muni þróast,“ segir hún.
Forstöðumaður Stuðla
Stuðlar geta
tekið á móti
unglingunum
Sólveig
Ásgrímsdóttirlega
gum
elst
.a.
lang-
knin sé
áða
sterk
halda
t mát-
ast
taf og
n. Auð-
í
tamín
r fólk
kk-
ð gegn
lljónir
00
ogur
n fjár-
kling-
úkra-
ergi
ndi.
ir-
ar
með-
ið
já um
verið
stu-
afi orð-
ur sæi
kkert
n feng-
ndir
g