Morgunblaðið - 23.11.2004, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 2004 49
ÞAÐ er alveg klárt hvers lags
hljómsveit The Beach Boys Band
er ætlað að vera. Hér er komin
eins lags Beach Boys heiðr-
unarband, leitt af þeim Mike Love
og Bruce Johnston. Gömlu Beach
Boys eru ekki lengur til og út-
skýrir það nafnið (The Beach
Boys Band). Al Jardine, einn upp-
runalegu meðlimanna, rekur svip-
aða sveit og svo er Brian Wilson
að keyra band sem hefur verið að
leika plöturnar Pet Sounds og
Smile á tónleikum. Allt þetta staf-
ar mikið til af rifrildum og tilheyr-
andi lagaflækjum en fullyrða má
að engin dægurlagasveit sögunnar
hafi verið plöguð jafnmikið af slík-
um vesenisgangi og Beach Boys.
Sveitin er því alls ekki hugsuð
sem skapandi hljómsveit, heldur
er ætlað að flytja þau lög sem
hvað mest hafa stuðlað að frægð
Beach Boys. Þetta er 100%
skemmtikraftaháttur enda var bú-
ið að koma upp trjám og brim-
brettum á sviði. Eins og með allt
er hægt að gera slíkt vel eða illa.
Því miður á hið síðarnefnda við
um Beach Boys.
Eftir ósmekklegan og fúlan
karlrembubrandara frá Magnúsi
Ólafssyni kynni fór sveitin á svið.
Hún var nokkuð lengi í gang og
Mike Love og Bruce Johnston,
leiðtogarnir, virtust stirðir. Þetta
átti eftir að haldast út lungann af
tónleikunum, helst var það Love
sem braggaðist lítillega eftir því
sem á leið.
Eftir ca sjö, átta lög virtist þó
sem settið væri farið að rúlla
ágætlega. Með Love og Johnston
voru fimm yngri hljómlistarmenn
og gerðu þeir mikið fyrir tón-
leikana, einkum í söng. Love var
þó ágætur, með sína sérstæðu og
auðþekkjanlegu rödd, en Johnston
var svo gott sem úti á þekju.
„Why Do Fools Fall In Love“
var gott og „Their Hearts Were
Full Of Spring“ sömuleiðis. Hvor-
ugt eftir Beach Boys reyndar en
þarna sýndi sveitin styrk sinn sem
raddasveit. „When I Grow Up (To
Be a Man)“ var líka vel flutt.
Love kom þá á óvart á milli laga
með einkar fyndnum innskotum
og var til muna öruggari í því
hlutverki en í söngnum.
Settið dúndraðist svo niður með
allt of löngum kafla þar sem ekk-
ert var að gerast. Johnston flutti
„Disney Girls“ (af Surfs Up 1971)
og var það leiðinlegt, ekki var þá
„Summer In Paradise“ af sam-
nefndri plötu frá 1992 (sem er síð-
asta eiginlega hljóðversplata sveit-
arinnar) skárra. Það alvarlegasta
við kvöldið var þó þegar hljóm-
sveitinni tókt að klúðra tveimur
perlum úr safni sveitarinnar. „God
Only Knows“ (sem er eitt falleg-
asta lag sem nokkurn tíma hefur
verið samið) var sungið af
Johnston og gerði hann það illa.
„Good Vibrations“ var þá hrein-
lega bjánalegt og hljómborðið sem
leysti Þeramínið af, var hræðilegt.
„Kokomo“ var líka í tómu rugli.
Það sem bjargaði því sem bjarg-
að varð var svo þétt keyrsla í end-
ann þar sem slögurunum var bók-
staflega staflað upp. „Sloop John
B“, „Wouldn’t It Be Nice“, „Cali-
fornia Girls“, „Help Me Rhonda“,
„Barbara Ann“ og „Surfin USA“.
Í uppklappi voru svo „Back In the
USSR.“ (Bítlalagið) og „Fun, Fun,
Fun“ leikin.
Það er fyrir löngu orðið tíma-
bært að slá af innhaldslausar lýs-
ingar sem einatt fylgja fram- eða
baksíðumyndum frá tónleikum í
dagblöðum þessa lands. Laug-
ardalshöllin var ekki troðfull,
Mike Love hélt ekki uppi góðu
stuði og nei, Beach Boys kunna
þetta ekki lengur. Annaðhvort
mæta menn skikkanlega vel æfðir
eða sleppa þessu.
Það sem reddaði kvöldinu fyrir
horn voru einfaldlega öll þessi
snilldarlög Beach Boys sem Mike
Love og félagar fluttu þó ekki
nema af miðlungsfærni.
Morgunblaðið/Eggert
Mike Love (sá til hægri) hefur verið forsöngvari Beach Boys síðan 1961 og heldur því áfram í The Beach Boys Band.
Skin og
skúrir
TÓNLIST
Laugardalshöll
Tónleikar The Beach Boys Band
í Laugardalshöll sunnudagskvöldið 21.
nóvember, 2004. Hljómar hituðu upp.
The Beach Boys Band
Arnar Eggert Thoroddsen
MIRALE
Grensásvegi 8
108 Reykjavík
sími: 5171020
Opið:
mán. - föstud.11-18
laugard.11-15
Spennandi
gjafavörur og húsgögn
Kvikmyndir.is
H.J.Mbl.
ÁLFABAKKI
3.45 og 6.15. Ísl tal.
H.L.Mbl.
KRINGLAN
Sýnd kl. 5.50.
Búið ykkur undir að öskra.
Stærsta opnun á hryllingsmynd
frá upphafi í USA.
AKUREYRI
Sýnd kl. 10.10.
KRINGLAN
Sýnd kl. 8 og 10.10.
HILARY DUFF CHAD MICHAEL MURRRAY
KRINGLAN
Sýnd kl. 8 og 10.10. B.i. 16 ára.
KRINGLAN
Sýnd kl. 6. Enskt tal.
KRINGLAN
kl. 5.50, 8 og 10.10.
Stanglega bönnuð innan 16 ára
Stanglega bönnuð innan 16 ára
Frá spennumyndaleikstjóranum,
Renny Harlin kemur þessi
magnaði spennutryllir sem
kemur stöðugt á óvart.
l i tj ,
li i
i t lli
t t t.
Funheit og spennandi með John Travolta
og Joaquin Phoenix í aðalhlutverki!
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 8.15 og 10.20.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.20.
Sama Bridget. Glæný dagbók.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 4 . Ísl tal.
ÁLFABAKKI
kl. 4, 6, 8 og 10.10.
Sagan af Öskubusku í nýjum búningi
ÁLFABAKKI
kl. 5.50, 8 og 10.10.
RENEE ZELLWEGER HUGH GRANT COLIN FIRTH
KEFLAVÍK
Sýnd kl. 8 og 10.10..
Sama Bridget. Glæný dagbók.
RENEE ZELLWEGER HUGH GRANT COLIN FIRTH
AKUREYRI
Sýnd kl. 8 og 10.10..
Kvikmyndir.is
M.M.J. Kvikmyndir.com
H.J. Mbl.
M.M.J. Kvikmyndir.com
H.J. Mbl.
Kvikmyndir.is
20.11. 2004
einfaldur
1. vinningur
í næstu viku
2
4 7 6 4 4
7 1 5 3 9
6 8 21 29
25
17.11. 2004
5 15 16 29 34 46
11 41 28