Morgunblaðið - 23.11.2004, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
HVERNIG vissi fólk hvað það
vantaði og hvað börnin langaði í fyr-
ir tíma auglýsinga? Hvar gat fólk þá
keypt jólin? Var það
nema von að barnið
spyrði. Auglýsing-
arnar, sem við í sumum
tilfellum kaupum okk-
ur aðgang að, dynja á
okkur hvert sem litið
er hvort sem er í blöð-
um, útvarpi eða sjón-
varpi og auglýsendur
keppast við frá því í
október að telja okkur
trú um hvað okkur
vanti og eða hvað okk-
ur ætti að langa í. En
vantaði okkur þetta í
maí eða júní?
Seljendur eru háværir og það
truflar sum okkar við að hlusta á
okkar innri mann. Við heyrum ekki
okkar innri rödd sem segir okkur að
það sem er mikilvægast af öllu kost-
ar ekkert. Öll erum við svo heppin að
innra með okkur er óþrjótandi upp-
spretta sem við getum gefið af. Við
vitum líka að hvorki hamingju né
heilsu er hægt að kaupa fyrir pen-
inga. Þannig hljóðar hið heilaga orð,
heyrist í Guðsþjónustunni og amen á
eftir efninu, en stórmarkaðirnir
spyrja í heilsíðu auglýsingum í
hvaða stíl fólk ætli að halda jólin
þetta árið.
Hver er jólagjöfin í ár?
Já, hvað gat fólk eiginlega gefið í
jólagjöf sem bjó í torfkofum og svalt
heilu hungri? Hvernig er með jóla-
sveinana sem eru ekki klæddir eftir
breytilegri tísku sem stela bjúgum,
kjöti, skyri og sleikja potta og þvör-
ur? Börnin heyra um jólabarnið sem
fæddist í fjárhúsinu og lagt var í jötu
og að börnin í gamla daga hafi fengið
kerti og spil í jólagjöf. Er eitthvert
samræmi í þessu og svo því sem aug-
lýsingarnar segja þeim að þau eigi
að langa í eða að þau
vanti. Auglýsingaflóðið
rennur eins og stórfljót
fyrir framan augu
barna og þau byggja
upp væntingar um það
sem þau kannski fá. En
hugsandi fullorðið fólk
veit að væntingar eru
oft ávísun á vonbrigði.
Þess vegna hlaupum
við milli búða og reyn-
um að uppfylla óskir
barnanna og kaupum
Birgittu Haukdal,
Hulk, Shrek, Spider-
man og hvað það nú
heitir til að reyna að gleðja blessuð
börnin og koma til móts við tilbúnar
væntningar sem auglýsingamark-
aðurinn sér um að búi um sig í litlum
viðkvæmum sálum.
Hvað mikið er nóg?
Á meðan við tökum þátt í þessu aug-
lýsingaati sjáum við til mótvægis við
kaupmennsku jólanna að boðið er
upp á ýmsa listviðburði eins og á Ak-
ureyri þar sem spunadansarinn
Anna Richardsdóttir fremur svo-
nefndan hreingjörning. Í skúr-
ingaslopp þrífur hún götur, gang-
stéttir og hvaðeina sem fyrir verður.
Tíu ára alheimshreingjörningur er
yfirskrift sýningarinnar sem nýlega
opnaði fyrir norðan og í Íslensku óp-
erunni deyr litla stúlkan með eld-
spýturnar á aðfangadagskvöld með
dramatískum hætti.
Í jólabókaflóðinu úir og grúir af
alls konar bókum um allt mögulegt.
Einni þeirra er ætlað að uppfræða
foreldra um hve mikið er nóg. Dr.
Sigrún Júlíusdóttir, prófessor í fé-
lagsráðgjöf við HÍ ritar formála að
íslenskri þýðingu bókarinnar en þar
er því m.a. lýst hvernig ofdekur, of-
næring og ofgnótt án skynsamlegra
marka getur hindrað börn í að öðlast
mikilvæga færni til að læra það sem
þau þurfa til að geta þrifist sem
hamingjusamt og heilbrigt fullorðið
fólk. Í inngangi bókarinnar segir
Sigrún að hún telji styrk bókarinnar
m.a. vera þann að bókin gefi okkur
foreldrum betri innsýn í sérstæð
fyrirbæri í menningu okkar. Nefni-
lega ístöðuleysi, markaleysi og skort
á festu. Það er léttir að lesa í formála
bókarinnar að það séu ekki slæmir
foreldrar sem ofdekra heldur stafi
þetta dekur af hjartagæsku einni
saman. Bókin fjallar um for-
eldraumhyggju og hvernig of mikil
afskipti eða ofdekur getur verið jafn
varasamt og of lítil umhyggja,
markaleysi eða vanræksla. Bókin er
foreldrum hvatning og stuðningur
svo þeir geti alið börnin sín upp á
ástríkan og áhrifaríkan hátt þannig
að þau geti lifað heilbrigðu og ham-
ingjusömu lífi. Kannski við ættum að
hafa þann ásetning í huga þegar við
kaupum jólin í ár.
Í hvaða stíl verða jólin þín?
Helga Margrét Guðmunds-
dóttir fjallar um auglýsingar
og jólahald ’Við heyrum ekki okkarinnri rödd sem segir
okkur að það sem er
mikilvægast af öllu
kostar ekkert.‘
Helga Margrét
Guðmundsdóttir
Höfundur er verkefnastjóri og nemi.
HVERNIG tók Össur á móti Hall-
dóri? Nýr forsætisráðherra. Engin
hugsun. Engin dýpt. Enginn pólitísk-
ur vefur. Engin þróun. Engin fram-
tíð. Bráðum hundrað ára gömul ræða
gatslitin. Hefði Össur ekki átt að nota
söguna. Sýna meirihlutanum póli-
tíska virðingu. Heldur Össur og aðrir
talsmenn samfylkingarinnar að hægt
sé að halda svona áfram? Ég held
ekki. Ég hel líka að fáir lesi pólitík
dagana fyrir jólin. Fyrstu orustu rík-
isstjórnarinnar nýju er lokið. Halldór
Ásgrímsson vann sinn fyrsta sigur.
Ræða hans var stutt. Hann þagði!
Hann tók að mörgu leyti eina best
gerðu stétt ungs fólks, kennarana, og
skildi hana eftir með gapandi sár.
Þetta djúpa sár er auðséð úr þeirra
útsýnisglugga – skólastofunni. Þeir
vita innst inni að atburðarásin gefur
þeim ekkert. Þeir vita að enginn
kennari kemst hjá því að sjá dæmi
um plasthúðað óargadýr sem sífellt
laskar fleiri einstaklinga sem liggja í
valnum. Það er hlutverk stjórnmála-
mannanna að velta og eyða þessu
óargadýri sem ber heitið „gildismat“
Þessari skepnu verður að koma undir
mannahendur. Hún þrífst það vel á
löggjafarsamkomunni. Í örstuttum
texta er þetta svona. Vinstri grænir
hafa endanlega gert mig ónæman
fyrir pólitískum veruleika og einföld-
um blekkingum og það er bara einn
texti til yfir þá: Fyrirgef þeim
ekki … og mín vegna gæti textinn
verið svona: Ég kýs að kalla þá
„græna anarkista“ Samfylkingin á
ekkert líf eftir. Ég er utanflokka en
hef enn málfrelsi og þetta er mitt inn-
legg. Samfylkingin á að einhenda sér
í þekkingarleit á forsögu Sjálfstæð-
isflokksins og Samfylkingarinnar frá
stofnun lýðveldisins, frá stofnun Ný-
sköpunarstjórnarinnar. Ef Samfylk-
ingin þorir ekki í greiningu á nær
óskrifaðri sögu þessa tímabili þá
kynni fólkið sem hangir nú og bíður
eftir skoðanakönnunum að ræða
orðatiltækið „fólkið er fifl“! Framtíð
Samfylkingarinnar byggist svo á því
að ekki bara einhvern tíma heldur
strax, taki Ingibjörg Sólrún við Sam-
fylkingunni – ekki í samvinnu við
neinn heldur aðalmálsvari flokksins.
Og í fyrsta sinni í stjórnmálasögunni
flæðir framboð stjórnmálaflokks
fram í einni einingu þar sem maður
og kona og einstaklingar flæða yfir
hinn pólitíska akur og það er of seint
að vakna upp eftir næstu kosn-
inganótt með marga flokka með
byssuleyfi á velferðarþjóðfélagið. Ef
tveir flokkar, Sjálfstæðisflokkurinn
og Samfylkingin, ná ekki að mynda
sáttmála þar sem stærstu velferð-
armálefni verða skilgreind og tekin af
óskiptum afla verður Ísland kannski
ríkasta landið í heiminum en þar sem
stór hluti fólks þarf að betla – það
þjóðfélag viljum við ekki og fátæktin
fer vaxandi, fólk er meitt andlega og
biðlistar þjóðfélagsins lengjast.
HRAFN SÆMUNDSSON,
Kópavogsbraut 1, 200 Kópavogi.
Össur tók á
móti Halldóri
Frá Hrafni Sæmundssyni,
fyrrverandi atvinnumálafulltrúa:
BRÉF TIL BLAÐSINS
Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
RÍKISKIRKJAN á undir högg
að sækja, hún minnkar sífellt og
ljóst er að meðlimir hennar hafa í
raun lítinn áhuga á starfsemi henn-
ar. Það verður síðan
til þess að kirkjan
leitar sér að nýjum
sóknarfærum. Hverja
ætli sé auðveldast að
plata til fylgis við
hjörð Karls biskups?
Börnin að sjálfsögðu
og þá virðist aldrei
vera of snemmt að
byrja. Prestar eru því
byrjaðir að sækja inn
á leikskóla til að boða
trú sína!
Hvers vegna í
ósköpunum er þetta
leyft? Leikskólabörn
hafa engar forsendur
til að átta sig á hvað
liggur á bak við heim-
sóknir prestsins og
það er einmitt það
sem kirkjan stólar á.
Kristniboðið er lík-
legra til að virka á
ung börn af því þau
hafa ekki rökhugsun
til að skilja (Lúther
sagði til dæmis ítrek-
að að skynsemi væri
andstæð trúnni).
Hvers vegna telur kirkjan að
hún þurfi að hafa vit fyrir for-
eldrum? Eiga foreldrar ekki sjálfir
að bera ábyrgð á trúarlegu uppeldi
barna sinna? Mega foreldrarnir
ekki ráða hvað börnin þeirra heyra
um trúmál? Það er greinilegt að
kirkjunni finnst foreldrar ekki
nógu duglegir við að innræta börn-
um sínum kristna trú né nógu dug-
legir við að koma með börnin í
kirkjuna. Kirkjan hefur ákveðið að
taka valið af þeim foreldrum sem
velja ekki kristna trú fyrir börnin
sín.
En ábyrgðin hlýtur samt líka að
liggja hjá þeim leikskólum sem
taka þá ákvörðun að hleypa prest-
unum inn. Í siðareglum Kenn-
arasambands Íslands
(sem Félag leikskóla-
kennara á aðild að)
segir:
„Kennurum ber að
hafa jafnrétti allra
nemenda að leiðarljósi
í skólastarfi. Kennarar
eiga að vinna gegn for-
dómum og mega ekki
mismuna nemendum
t.d. vegna kyns, þjóð-
ernis eða trúar-
bragða.“
Það að leyfa prest-
um ríkiskirkjunnar að
boða trú inni á leik-
skólum brýtur aug-
ljóslega gegn þessum
siðareglum. Leik-
skólakennurum er aug-
ljóslega ekki stætt á
öðru en að neita prest-
unum um þetta
kristniboð. Þar að auki
er þessi sama meg-
inregla margítrekuð í
aðalnámskrá leikskól-
anna. Það má ekki
mismuna á grundvelli
trúar.
„Leikskólinn er fyrir öll börn,
óháð andlegu og líkamlegu atgervi,
menningu eða trú.“
Foreldrar eiga sjálfir að velja
hvaða leið þeir fara í trúaruppeldi
barna sinna, það er ekki kirkj-
unnar eða leikskólanna að skipta
sér af þeim málum.
Leikskólar hunsa
siðareglur
Óli Gneisti Sóleyjarson
fjallar um leikskólakennslu
í kristnum fræðum
Óli Gneisti Sóleyjarson
’En ábyrgðinhlýtur samt líka
að liggja hjá
þeim leikskólum
sem taka þá
ákvörðun að
hleypa prest-
unum inn.‘
Höfundur er nemi í bókasafns- og
upplýsingafræði við Háskóla Íslands.
ÞEGAR ég var lítill, og það er
langt síðan, var í landinu stór jafn-
aðarmannaflokkur sem ræktaði
kristileg kærleiksblóm flestum að
skapi. Ekki hef ég umboð til að
segja að þessi flokkur
hafi farið fjandans til
en eitthvert fór hann.
Núna held ég hins
vegar að það sé kom-
inn tími til að hann
snúi aftur úr eyði-
mörkinni, hlýði kalli
tímans og kannski
kjósenda í leiðinni.
Innan tveggja ára er
tímabært að skipta út í
borgarstjórn Reykja-
víkur, ekkert endilega
löngu tímabært, bara
tímabært. Þess vegna
held ég að það sé
nauðsynlegt að þeir kostir sem eru í
boði séu ljósir. Á hvaða mál á að
leggja áherslu og hverjir eiga að
fylgja þeim eftir. Við sem göngum
með eyrnatappa og snýtum malbiki
látlaust eða eyðum dögunum í traff-
íksultu höfum t.d. áhyggjur af sam-
göngum í borginni, sem ásamt
skólamálum eru sennilega brýnasta
úrlausnarefni nýrrar borgar-
stjórnar vegna þess að ekki leysir
sú sem nú situr þau.
Ég er hins vegar ekki viss um að
núverandi minnihluti njóti trausts
borgarbúa, hef svo sem ekkert fyrir
mér í því efni annað en þá stað-
reynd að þeir eru í minnihluta
þriðja kjörtímabilið í röð, sem ætti
að vera umhugsunarefni.
Ég vil ekki kjósa Err-listann aft-
ur í borgarstjórn, kaus hann í raun-
inni ekki síðast, kaus Ingibjörgu
Sólrúnu vegna þess að mér finnst
hún flott.
Ég er ekki andvaka vegna þess
sem Err-listinn hefur gert eða ekki
gert, það fólk hefur staðið sig vel,
ásýnd borgarinnar hefur breyst til
batnaðar. Það hefur alltaf verið gott
að búa í Reykjavík og núna er það
betra.
Ég er á því að það séu allir að
verða þreyttir á þessu samkvæmi,
bæði þeir sem stjórna
samkvæminu og eins
hinir sem eru þolendur
og borga brúsann.
Fulltrúar núverandi
meirihluta eru farnir
að minna óhuggulega á
sjálfstæðismenn undir
lok þúsund ára ríkis
þeirra í borginni. Þetta
eru allt innanhússmál,
meira og minna prívat
og við sauðsvartur al-
múginn höfum ekkert
vit á því sem fjallað er
um. Yfirleitt tjáum við
okkur af vanþekkingu
og dýpsti skilningur okkar er alla
jafna misskilningur. Og nú er yf-
irprestur skipulags- og samgöngu-
mála orðinn borgarstjóri. Þetta er
út af fyrir sig gott og verðugt en al-
veg ástæðulaust til frambúðar þar
sem lýðræði á að ríkja.
Sagan kennir okkur að langtíma
seta í stjórn, hvort heldur er borg-
arstjórn eða ríkisstjórn, er óholl,
bæði þeim sem stjórna og ekki síst
þeim sem er stjórnað. Þjóðin sagði
ríkisstjórninni upp í síðustu kosn-
ingum en stjórnarherrarnir kusu að
lýsa frati á kjósendur og ítrekuðu
fratið þegar þeir hundsuðu rétt
kjósenda til að greiða atkvæði um
fjölmiðlalögin.
Ég nenni ekki að hlusta á borg-
arstjórnarminnihluta sem hefur að
því er virðist ekkert til síns ágætis
nema axarsköft meirihlutans, það
þarf meira en vonda andstæðinga til
að vinna kosningar, það þarf verð-
ugan málstað. Ég óttast að sjálf-
stæðismenn séu fyrir margt löngu
búnir að missa sjónar á Sjálfstæð-
isflokknum, það er miður.
Að þessu rituðu finnst mér ekki
úr vegi að helsti mögulegi arftaki
núverandi stjórnenda geri kjós-
endum grein fyrir t.d. eftirfarandi:
Hvað á að gera við bílana?
Hvernig á að reka skólana?
Það brennur á íbúunum hvort
Miklabrautin á t.d. að vera nærri
samfelld slaufa frá Ánanaustum upp
í Grafarholt, sé t.d. svo kann að
vera skynsamlegt að flytja í Kópa-
voginn. Ætlum við að grundvalla
skólarekstur í borginni á afkomu fá-
tækustu sveitarfélaganna í landinu?
Hver er fídusinn við sveitarfé-
lagavæðinguna ef hún á að byggjast
á óskiljanlegum samrekstri og sam-
ráði þeirra allra. Er ekki skikk-
anlegt að sveitarfélagavæðingin hafi
í för með sér aukin áhrif almenn-
ings á nágrenni sitt og áherslur í
rekstri? Eigum við að sitja uppi
með nálægðarrekstur sem er fjar-
lægari en ríkisreksturinn vegna
þess að allar sveitarstjórnir í land-
inu eru í einhverju saman gaman
launanefndarkjaftæði etc.?
Ég held að Sjálfstæðisflokkurinn
skuldi sögunni að bjóða borg-
arbúum upp á viðunandi kosti en
ekki gamalt vín á nýjum belgjum
eða frostlög.
P.s. Það gæti líka verið gaman að
fá Sjálfstæðisflokkinn aftur í rík-
isstjórn.
Góðan daginn,
Sjálfstæðisflokkur
Kristófer Már Kristinsson
skrifar um borgarmálefni ’Sagan kennir okkur aðlangtíma seta í stjórn,
hvort heldur er borg-
arstjórn eða ríkisstjórn,
er óholl …‘
Kristófer Már
Kristinsson
Höfundur er áhugamaður um
betri borg.