Morgunblaðið - 23.11.2004, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Pétur Péturssonfæddist í Reykja-
vík 16. maí 1917.
Hann lést á Land-
spítala – háskóla-
sjúkrahúsi hinn 12.
nóvember síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Pétur Hansson,
f. 29.10. 1886, d.
24.10. 1956, og Guð-
rún Steingrímsdótt-
ir, f. 4.9. 1890, d.
25.5. 1924. Systir
Péturs sammæðra
var: 1) Unnur, f.
29.10. 1915, d. 8.9.
1996. Systkini Péturs samfeðra
eru: 2) Gunnar, f. 23.8. 1928. 3)
Ásgeir, f. 2.8. 1930, d. 15.11. 1978.
Fyrri kona Péturs var Hulda
Ólafsdóttir, f. 23.5. 1918, d. 5.10.
1946. Sonur þeirra er Steingrím-
ur Guðni, f. 12.11. 1942, sambýlis-
kona hans er Sigríður Jónsdóttir
Lepore. Börn Steingríms Guðna
af fyrra hjónabandi og sambandi
eru fjögur.
Seinni kona Péturs er Sigríður
Skarphéðinsdóttir frá Dagverð-
arnesi í Skorradal, f. 3.7. 1923.
Börn þeirra eru: 1)
Hulda, f. 18.8. 1949,
eiginmaður hennar
er Guðmundur Eg-
ilsson, eiga þau þrjú
börn. 2) Skarphéð-
inn, f. 1.4. 1951, eig-
inkona hans er Anna
Baldvina Jóhannes-
dóttir, eiga þau fjög-
ur börn. 3) Guðrún,
f. 7.3. 1954, eigin-
maður hennar er
Bjarni Guðmunds-
son, börn Guðrúnar
af fyrra hjónabandi
eru tvö. 4) Pétur
Hans, f. 16.1. 1960, kona hans er
Laufey Jónsdóttir, eiga þau tvö
börn. 5) Kristín, f. 26.2. 1963,
maður hennar er Þorsteinn B.
Sveinsson, eiga þau fjögur börn.
Sem ungur maður var Pétur til
sjós. Lengstum starfaði hann
sem vagnstjóri hjá Strætisvögn-
um Reykjavíkur og lét af störf-
um árið 1986 eftir farsælan
starfsferil.
Útför Péturs verður gerð frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
Elsku pabbi. Nú ert þú búinn að fá
hvíldina eftir erfið veikindi síðustu
vikurnar. Það var mikið erfitt að
horfa á þig þjást og berjast við að ná
andanum. Eitthvað sem okkur hinum
finnst svo sjálfsagt að geta. Samt á ég
mikið erfitt, pabbi minn, með að sætta
mig við að þú sért farinn og að þú
munir aldrei aftur koma í heimsókn í
Grundarfjörðinn eða hringja til mín
til að spyrja frétta. Oft fannst mér
erfitt að vera flutt svona langt frá þér
og mömmu því þá komst þú ekki leng-
ur í morgunkaffi til okkar, til að
spjalla, eins og þú gerðir reglulega
meðan við fjölskyldan bjuggum í
Reykjavík og ég gat ekki kíkt í kaffi til
ykkar með krakkana sem þeim fannst
svo gaman.
Pabbi minn, það má eiginlega segja
að þú hafir verið kraftaverkabarn því
þegar þú fæddist þá var móðir þín
fársjúk af berklum. Þú varst ekki
nema sjö merkur með berklaveiruna í
þér og með beinkröm. Alltaf fannst
mér merkilegt þegar þú sagðir mér
frá því að þú varst lagður í skókassa
með bómull í til að halda á þér hita.
Þetta var súrefniskassi þess tíma. En
þú, harðjaxlinn, lifðir þetta af og hef-
ur sýnt það í gegnum líf þitt að þú
varst hörkutól og lést ekkert buga
þig.
Ég ætla nú ekki að rekja ævisögu
þína því ég kann hana ekki vel, þótt
þú hafir sagt mér margar sögur, sér-
staklega frá því þegar þú varst á sigl-
ingunum á þínum yngri árum. Þau
eru sjálfsagt fá löndin sem þú fórst
ekki til. Oft töluðum við Steini um að
það þyrfti að skrifa niður öll þessi æv-
intýri þín en aldrei varð neitt úr því.
Þessar minningar þínar munu því að-
eins lifa áfram í huga okkar.
Við systkinin vorum að rifja það
upp um daginn hvernig það hefði ver-
ið að alast upp hjá ykkur mömmu. Við
vorum öll sammála um það að þú
varst svona frekar strangur uppal-
andi en samt alltaf mjög sanngjarn.
Mamma jafnaði þetta síðan út með
ljúfmennsku sinni. Í dag erum við öll
mjög þakklát og hefðum alls ekki vilj-
að hafa þetta öðruvísi. Sem unglingur
var ég stundum mjög ósátt við þig en
hvaða unglingur er sáttur við foreldra
sína á þessum viðkvæmu árum? Í dag
eru þetta í huga mér ljúfar minningar
um góðan og umhyggjusaman föður.
Þegar ég var yngri þá fórum við
Pétur bróðir oft í bíltúr með þér og
var þá yfirleitt farið niður að höfn.
Það var þinn uppáhaldsstaður og þú
varst ómögulegur ef þú komst ekki
þangað, alla vega einu sinni á dag.
Bíllinn þinn var þér mikilvægur og
þér fannst mikið gaman að keyra um
bæinn. Það þurfti mikla lagni fyrir
okkur Pétur bróður að fá bílinn lán-
aðan, þegar við vorum nýbúin að fá
bílpróf, því þér var annt um bílana og
áttir erfitt með að treysta okkur
grænjöxlunum fyrir þeim. Sem betur
fer var þér fært, næstum til dauða-
dags, að keyra niður að höfn og kanna
fiskeríið hjá trillukörlunum. Oft gáfu
þeir þér fisk í soðið og alltaf vildi svo
einkennilega til að það var plastpoki
inni í bíl, undir aflann.
Ég man vel eftir ferðalögunum
okkar í kringum landið. Þá sérstak-
lega sjómannalögunum sem dundu í
segulbandstækinu. Við systkinin vor-
um ekkert rosalega hrifin en samt
man ég eftir því að ég söng oft hástöf-
um með og kunni orðið alla texta. Þær
voru líka ófáar ferðirnar í Skorradal-
inn sem við unnum öll mjög og þá sér-
staklega þú og mamma. Þar áttuð þið
margar ljúfar og góðar stundir.
Þegar ég var 23 ára þá flutti ég aft-
ur heim til ykkar mömmu og átti mitt
fyrsta barn meðan ég var hjá ykkur.
Það var mér yndislegur tími og mik-
ilvægur því samband okkar styrktist
mjög mikið og við urðum meiri vinir
en við höfðum verið. Ég hafði lúmskt
gaman af því þegar þú, pabbi, laum-
aðist inn til Berglindar, dóttur minn-
ar, þegar hún var óvær, tókst snuðið
hennar, læddist með það inn í eldhús
og dýfðir því ofan í sykurkarið og
fórst síðan til hennar aftur og barnið
steinþagnaði. Í fyrstu skildi ég ekkert
í þessu hvað þú varst snöggur að róa
hana en þegar ég komst að þessu og
fór eitthvað að rökræða við þig að
þetta væri nú ekki hollt fyrir barnið.
þá fussaðir þú nú bara og hélst áfram
þínu striki. Ég lét því kyrrt liggja því
mér fannst yndislegt að þið mamma
gætuð átt þátt í umönnun Berglindar
með mér.
Eftir að börnin urðu fleiri og orðin
nokkurra ára gömul þá komst þú oft í
kaffi og laumaðir karamellu eða
súkkulaði til krakkanna. Þeim fannst
alltaf svo gaman að fá þig í heimsókn
og súkkulaðið skemmdi ekki fyrir.
Þetta er góð minning sem þau munu
alltaf eiga og varðveita. Þegar séra
Gunnar, sjúkrahúsprestur, spurði
Berglindi hverjar minningar hennar
væru um þig þá kom fyrst upp í huga
hennar væntumþykja þín og hlýja.
Hvað þú sýndir þeim það á opinskáan
hátt og þau lærðu það af þér að sýna
hlýju sína með því að faðma fólk sem
þeim þótti vænt um.
Mamma og við systkinin sátum hjá
þér þínar síðustu stundir hér á jörðu
og skiptumst á að halda í hendur þín-
ar og reyndum að gera eitthvað til að
létta þér þennan tíma. Það dýrmæt-
asta sem ég á er minningin er ég hélt í
hönd þína og strauk hana, að þú vakn-
aðir, leist til mín og með erfiðismun-
um sagðir þú við mig: „Ég bið að
heilsa.“ Ég kyssti þig og sagði þér að
ég elskaði þig. Stuttu seinna fékkstu
hvíldina sem þú varst eflaust farinn
að þrá.
Elsku pabbi, ég þakka þér fyrir
samfylgdina og vona að þér líði vel
þar sem þú ert núna. Ég kveð með
þínum orðum: „Ég bið að heilsa.“
Þín
Kristín.
Elsku afi. Takk fyrir allar stund-
irnar sem við höfum átt saman. Það
var alltaf svo gaman að koma til þín
og ömmu. Öll boðin sem voru haldin
hjá ykkur ömmu þegar ég var lítil.
Allir saman, þú og amma, systkinin
sex og öll börnin þeirra. Öll gamlárs-
kvöldin sem fjölskyldan hélt saman.
Amma og systurnar þrjár að skamma
þig fyrir að æsa okkur krakkana upp.
Okkur krökkunum fannst það
skemmtilegast af öllu þegar þú varst
að fíflast í okkur. Allar ferðirnar upp í
Skorradal, í gamla húsið og svo í sum-
arbústaðinn seinna meir. Þegar þú
fórst með mér að veiða í Skorradals-
vatni og ég veiddi risastóran silung í
eitt skiptið. Við vorum ekkert smá
ánægð þá. Fjöldamargar minningar
streyma fram og fá mig til að brosa.
Þú og amma hafið alltaf verið fastur
punktur í lífinu hjá okkur hinum. En
nú ert þú farinn og ég sakna þín. Takk
fyrir allt saman.
Elsku amma, megi Guð styrkja þig
í sorg þinni.
Sigríður.
Elsku afi, nú er komið að kveðju-
stund. En ég er svo heppin að eiga
fullt af minningum til þess að ylja mér
við. Manstu þegar ég labbaði stund-
um stífluhringinn með þér og þú áttir
gleraugu sem maður sá fiskana með
þegar maður horfði í vatnið af stífl-
unni, það fannst mér vera galdragler-
augun hans afa. Við gátum verið heil-
lengi að horfa á fiskana í vatninu. Og
ekki fannst mér leiðinlegt að fá að
sitja einn hring með þér í strætó leið
10, sjá allt mannlífið og vera stolt af
því að þetta væri hann afi minn sem
keyrði. Og þegar ég fór á sjó með þér
á trillunni þinni og ég veiddi lúðuna og
við hlógum svo oft að því hvað ég var
æst í öllum hamaganginum, við vor-
um síðast að rifja það upp nokkrum
dögum áður en þú fórst. Já, þú naust
þess að fara á sjó á trillunni þinni. Og
þér leið vel þar sem sjórinn var og
ekki skemmdi fyrir ef hægt væri að
renna fyrir fisk.
Þó það sé sárt að kveðja þá er samt
svo gott að þú þurftir ekki að kveljast
lengi. Elsku afi, takk fyrir allar minn-
ingarnar sem ég á um þig, þær geymi
ég vel.
Þitt barnabarn,
Helga Guðmundsdóttir.
Þá er herramaðurinn allur. Við
Pétur áttum samleið í um 20 ár og það
var hið ánægjulegasta. Þótt hann
væri ekki ríkur að heimsins gæðum
þá var hann ríkur að gildismati. Heill
maður sem var með ákveðnar skoð-
anir. Það var makalaust hvað honum
voru hugleikin árin sem hann var á
sjó. Hann var fyrir löngu kominn í
land þegar ég kynntist honum. Samt
var mikið rætt um sjóinn og sjósókn.
Honum fannst að ég Eyjapeyinn hlyti
að vita allt um þetta. Það var því mik-
ið spjallað um sjóinn. Margoft sagði
hann mér eftirminnilegar sögur frá
sjónum. Andlitið lýstist upp og síðan
fylgdu oft hláturgusur. Ef við átti þá
strauk hann sér um hökuna og ef til
vill munninn eftir að sögunni lauk.
Sísvona til að leggja áherslu á þetta
síðasta og gefa hlustanda smá tóm til
að ígrunda það sem á undan hafði
komið. Mjög eftirminnilegt.
Það er til marks um hans heil-
steypta karakter að einhverju sinni
fyrir mörgum árum þegar þeir fé-
lagarnir voru ungir að skemmta sér
þá höfðu þeir skvett hraustlega í sig.
Þannig var að nokkru áður höfðu þeir
gengið í stúku eins og var tíska á þeim
tíma. Alveg burtséð frá því hvort
áfengisneysla væri viðkomandi
vandamál. Nú vitnast þetta með þá fé-
lagana og stúkuformaðurinn ræðir
við þá. Í byrjun samtals leggur for-
maður áherslu á að standa sig í bind-
indinu. Kemur þar að hann segir:
Jæja, strákar, þetta er nú samt allt í
lagi. Ég sé að þið iðrist og þið eruð
velkomnir aftur. Þá var Pétri nóg
boðið. Hans meining var sú að ann-
aðhvort værir þú í stúku og smakk-
aðir ekki vín eða alls ekki í stúku.
Værir ekki alltaf að standa í þessum
viðréttingum. Þannig var hann Pétur.
Þarna skildu leiðir hans og stúkulífs-
ins. Hann vildi hafa hlutina á hreinu
og ekki var vínnotkun honum til traf-
ala.
Með þessum fáu orðum vil ég
kveðja góðan dreng og votta Sigríði
og hennar fjölskyldu mína innilegustu
samúð.
Ægir Rafn Ingólfsson.
Afi var mjög góður og skemmtileg-
ur.
Þegar ég var lítil gaf hann mér og
bróður mínum mjólkurkex sem við
kölluðum alltaf afa-kex. Við köllum
það ennþá afa-kex. Hann og amma
komu stundum á laugardögum í
heimsókn og þá gaf afi okkur stund-
um Síríuslengju eða bland í poka.
Þegar ég fór í heimsókn til afa eða
hann kom til okkar kallaði hann mig
alltaf litla ljósið sitt og knúsaði mig.
Honum þótti alltaf mjög gaman að
veiða fiska og ég gaf honum stundum
fiskana sem ég veiddi og ég gaf hon-
um stærsta fiskinn sem ég hef veitt.
Ég sakna hans mjög mikið og ég mun
alltaf minnast hans þegar ég er að
veiða uppi í bústað og muna að hafa
ekki hátt þegar maður er að veiða því
þá fælist fiskurinn. Ég veit þó að hon-
um líður miklu betur uppi hjá Guði
eftir öll erfiðu veikindin.
Snæfríður Pétursdóttir.
PÉTUR
PÉTURSSON
Amma Stína hefur
verið í kringum mig al-
veg síðan ég fæddist.
Hún og afi bjuggu í
sama húsi og ég, for-
eldrar mínir og systkini, svo að ég
var vön því að geta skroppið niður til
þeirra til að spjalla þegar ég vildi.
Oftast var reyndar tilgangurinn að
fá eitthvað gott að borða. Þess vegna
voru heimsóknirnar oft um kaffileyt-
KRISTÍN
JÓNSDÓTTIR
✝ Kristín Jónsdótt-ir fæddist í Ær-
lækjarseli í Öxarfirði
19. janúar 1920. Hún
andaðist í Reykjavík
1. nóvember síðast-
liðinn og var útför
hennar gerð frá
Dómkirkjunni í
Reykjavík 8. nóvem-
ber.
ið, einkum þegar ég
vissi að amma ætlaði að
steikja pönnsur eða
gera sveitabrauð. Ég
man sérstaklega vel
eftir því síðarnefnda.
Alltaf þegar var búið að
baka sveitabrauð dingl-
aði annaðhvort afi eða
amma bjöllunni uppi
hjá okkur til að kalla á
mig í kaffi og ég hljóp
strax niður og settist
beint í sætið mitt. Sæt-
ið mitt var auðvitað
sætið við hliðina á
ömmu, inni í horni þar
sem stutt var fyrir mig að ná í allt
sem ég vildi af borðinu. Sveitabrauð-
ið var alltaf vafið inn í bláköflótt
viskustykki og við tvær vorum sam-
mála um að það væri bara gott þegar
það væri nýkomið úr ofninum.
Uppáhaldsdúkkan mín var líka
Stína dúkka, sem amma hafði saum-
að sjálf eins og svo margt annað.
Dúkkan sjálf var einföld, fyllt með
bómull, með saumuð augu og munn
og garn sem hár. Hárið klippti ég
reyndar fljótlega af, hver svo sem
ástæðan var fyrir því. Öll fötin henn-
ar Stínu dúkku saumaði amma líka
og það var ekkert smá. Oft kallaði
hún á mig þegar hún ætlaði að byrja
að sauma nýtt á dúkkuna og lét mig
velja liti í flíkina og annað sem þurfti
að ákveða. Síðan mátuðum við sam-
an fötin á Stínu dúkku þegar þau
voru tilbúin. Þegar ég var á tíma-
bilinu sem ég safnaði tölum var
amma mikil hjálp. Henni tókst að
grafa upp haug af tölum og voru
meira að segja sögur bakvið margar
af þeim sem ég fékk að heyra.
Við amma Stína spjölluðum oft
saman, sérstaklega þegar ég var
mikið yngri en ég er núna og hún var
ekki orðin jafn hrjáð af sjúkdómn-
um. Þar voru ýmsar heimspekilegar
umræður sem fóru í gang en best
man ég eftir því þegar við töluðum
um unglinga og hvað þeir gætu verið
dónalegir. Þá ákvað ég að þegar ég
yrði unglingur ætlaði ég alltaf að
þegja svo ég myndi aldrei segja neitt
dónalegt. Ég er hrædd um að ég hafi
ekki alveg staðið við það. Amma var
líka alltaf sniðug ef hún vildi fá mig
til að gera eitthvað. Ef ég var treg til
að sendast fyrir hana eða gera annað
sem þurfti að gera sagði hún alltaf:
„Á ég ekki að taka tímann á þér?“ og
þá hljóp ég strax af stað í kapp við
sjálfa mig.
Ég er yngst af mínum systkinum
og yngsta barnabarn ömmu Stínu og
afa Braga. Þess vegna hélt amma
alltaf með mér, sama hvort ég hafði
rétt fyrir mér eða ekki. Þetta hefur
örugglega einhvern tímann farið í
taugarnar á eldri systkinum mínum
og frændsystkinum en ég var ánægð
með að hafa bakhjarl eins og ömmu
sem allir hlustuðu á og virtu.
Það er skrýtið að kveðja einhvern
sem er alltaf búinn að vera til staðar
en ég veit að það þýðir bara að það er
enn annar til að vaka yfir fjölskyld-
unni. Takk, amma mín, fyrir öll árin,
ég hefði ekki getað valið mér betri
ömmu.
Diljá.
Minningarkort
Krabbameinsfélagsins
540 1990
krabb.is/minning
Minningarkort
Hjartaverndar
535 1825
Gíró- og greiðslukortaþjónusta
Símar 581 3300 - 896 8242
Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla
Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is
Sverrir
Olsen,
útfararstjóri.
Sverrir
Einarsson,
útfararstjóri.
Bryndís
Valbjarnardóttir,
útfararstjóri.
Baldur
Frederiksen,
útfararstjóri.
Guðmundur Þór
Gíslason,
útfararstjóri.
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS