Morgunblaðið - 23.11.2004, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MINNSTAÐUR
VIÐRÆÐUR standa yfir milli I-lista
Sameiningar og Framsóknarflokks
um myndun nýs meirihluta í Dalvík-
urbyggð. Nú um helgina slitnaði upp
úr meirihlutasamstarfi Sjálfstæðis-
flokks og Framsóknarflokks, en
fulltrúar þeirra voru ekki samstiga
þegar kom að atkvæðagreiðslu um
málefni Húsabakkaskóla í Svarfaðar-
dal.
Óskar Gunnarsson efsti maður á
lista Sameiningar sagði að fulltrúar
listans hefðu á fundi með fulltrúum
framsóknar farið yfir sínar hugmynd-
ir um samstarf. Sameiningarmenn
lögðu fram þær óskir á fundinum að
Svanfríður Jónasdóttir, fyrrverandi
alþingismaður, yrði ráðin bæjarstjóri
og einnig að mótuð yrði heildstæð
skólastefna fyrir byggðarlagið. Sam-
einingarmenn vilja að allir þrír
grunnskólar sveitarfélagsins verði
áfram starfandi, þ.e. Dalvíkurskóli,
Húsabakkaskóli og Árskógsskóli.
„Það verði farið yfir rekstur þeirra og
skoðað hvort ekki megi spara á annan
hátt en að leggja starfsemina niður.
Við leggjum mikla áherslu á að skól-
arnir allir verði starfandi,“ sagði Ósk-
ar. „Við viljum skoða nýjar hugmynd-
ir og nýjar leiðir í fræðslumálum. Við
teljum ekki rétt að leggja skólana nið-
ur.“
Á fundi bæjarstjórnar Dalvíkur-
byggðar í liðinni viku komu fram
nokkrar tillögur varðandi skólamálin,
en þau hafa verið í brennidepli í sveit-
arfélaginu nú í haust eftir að skýrsla
Rannsóknastofnunar Háskólans á
Akureyri leit dagsins ljós. Samkvæmt
henni er talið að í kringum 30 millj-
ónir króna sparist á ári við að færa
starfsemi Húsabakkaskóla í Dalvík-
urskóla. Sjálfstæðismenn lögðu til að
sú leið yrði farin. Framsóknarmenn
lögðu til að skipaður yrði vinnuhópur
til að fara betur yfir málið, en Samein-
ingarfólk lagði fram tillögu um að
rekstur Húsabakkaskóla yrði tryggð-
ur í það minnsta út þetta kjörtímabil.
Guðbjörg Inga Ragnarsdóttir,
Framsóknarflokki, sagði að fundað
yrði um málið sem fyrst, „þetta er enn
á viðræðustigi, okkur hefur ekki gef-
ist tóm til að hóa saman okkar fólki og
heyra hvað því finnst,“ sagði hún.
Sameining og Framsókn ræða saman í Dalvíkurbyggð
Vilja Svanfríði í
stól bæjarstjóra
Mótuð verði heild-
stæð skólastefna í
byggðarlaginu
Kynnir námsvef | Eygló Björns-
dóttir, aðjúnkt við kennaradeild Há-
skólans á Akureyri, flytur fyrirlestur
á fræðslufundi á vegum skólaþróun-
arsviðs kennaradeildar í dag, þriðju-
daginn 23. nóvember kl. 16.15 í stofu
23 í Þingvallastræti. Erindi sitt kall-
ar hún : Á heimaslóð – námsvefur um
grenndarkennslu. Erindið er kynn-
ing á námsvef um grenndarkennslu
sem ætlað er að kveikja hugmyndir
til að vinna með sögu og sérkenni
heimabyggðarinnar. Auk þess að
þroska umhverfisvitund nemenda,
er vefnum ætlað að þjálfa þá í notkun
tölvu- og upplýsingatækni og þróa
með þeim hæfileika til að vinna sam-
an í hópum að lausn viðfangsefna.
Þessi vefur er komin í 100 liða
undanúrslit í eLearning-keppninni.
Skíðasvæði opnað | Skíðasvæði
Dalvíkinga í Böggvisstaðafjalli var
opnað í fyrsta skipti í vetur nú um
helgina. Aðstæður á skíðasvæðinu
eru sagðar þokkalegar, en mikið hef-
ur snjóað síðustu daga. Opið er virka
daga kl. 16–19. Daglega verða upplýs-
ingar á símsvara félagsins. Fyrst um
sinn verða einungis seld daggjöld, eða
300 krónur fyrir alla gjaldskylda.
Einkamál | Árni Pálsson lögfræð-
ingur flytur erindi á Lögfræðitorgi
Félagsvísinda- og lagadeildar Há-
skólans á Akureyri í dag, þriðjudag-
inn 23. nóvember kl. 12 í stofu 201 á
Sólborg. Fjallað verður um að-
dragnda að málshöfðun og síðan efni
stefnu í einkamálum. Aðallega verð-
ur farið yfir kröfugerð og hvaða áhrif
það getur haft í dómsmáli ef kröfu-
gerð er óskýr. Einnig verður fjallað
um þýðingu málsástæðna og gagna-
öflun þeim til stuðnings.
Upplestur| Sigmundur Ernir Rún-
arsson og Þórarinn Eldjárn lesa upp
úr nýútkomnum bókum sínum, Barn
að eilífu og Baróninn á Amtsbóka-
safninu á Akureyri í dag, þriðjudag-
inn 23. nóvember, kl. 17. Aðgangur
er ókeypis og allir eru velkomnir.
Ekið á gangandi vegfaranda |
Ekið var á gangandi vegfaranda á
gangbraut með ljósum á Þing-
vallastræti á Akureyri um áttaleytið
í gærmorgun. Sá sem varð fyrir
bílnum úlnliðsbrotnaði. Telur lög-
reglan á Akureyri að slysið megi
rekja til hálku.
Morgunblaðið/Kristján
Skíðaganga
í kuldanum
VALDÍS Brá Þorsteinsdóttir og
Harpa Ýr Erlendsdóttir, nem-
endur á fjórða ári í iðjuþjálfun,
hlutu styrk frá Nýsköpunarsjóði
námsmanna og mótframlag frá
Heilbrigðisráðuneytinu til að
vinna að verkefni í sumar sem
ætlað var að meta gæði þjónustu
við geðsjúka. Skýrslan var kynnt
með fyrirlestri í Háskólanum á
Akureyri og afhent bókasafni og
rektor HA.
Verkefnið var unnið í samstarfi
við Hugarafl, hóp fólks með geð-
sjúkdóma en eru í bata. Fyrir-
mynd verkefnisins kemur frá
Þrændalögum í Noregi og var
komið á fót til að auka m.a. áhrif
geðsjúkra úti í samfélaginu. Val-
dís Brá og Harpa segja að mark-
miðið sé að skapa ný atvinnu-
tækifæri fyrir geðsjúka í bata og
koma á gagnvirku sambandi á
milli notenda/þjónustuþega og
þeirra sem veiti þjónustuna.
Reynt sé því að draga fram það
sem notendur eru ánægðir með
eða vilja breyta og með þeim
upplýsingum er hægt að gefa vís-
bendingar um hvernig hægt sé að
bæta gæði þjónustunnar. Á þann
hátt er hægt að aðstoða ráða-
menn við ákvarðanatöku og
stefnumótun í þessum málaflokki.
Þær sögðu að þátttaka í verk-
efninu hefði verið ögrandi en góð
viðbót við þá þekkingu sem þær
hefðu fengið í iðjuþjálfanáminu
og þær hefðu öðlast reynslu sem
búið yrði að í framtíðinni. Verk-
efnið var að sögn erfitt en
skemmtilegt.
Skýrsla afhent. Þorsteinn Gunnarsson rektor, Astrid Magnúsdóttir há-
skólabókavörður, Harpa Ýr Erlendsdóttir og Valdís Brá Þorsteinsdóttir.
Erfitt en skemmtilegt
BÚIÐ er að opna skíðagöngubraut í Kjarnaskógi og hafa áhugasamir
göngumenn nýtt sér tækifæri og brunað eftir brautinni nú um helgina
þó svo að kalt hafi verið í veðri. Skógræktarfélag Eyfirðinga hefur nú
aukið þjónustu við göngufólk en hægt er að fá upplýsingar um að-
stæður, veður og færð í símsvara félagsins, 8784050. Margir hafa nýtt
sér göngubrautina, þar á meðal Rúnar Ísleifsson og Valgerður Jóns-
dóttir, sem hér taka léttan sprett.
AKUREYRI