Morgunblaðið - 23.11.2004, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
STJÓRNVÖLD í Ísrael hétu því í
gær að gera allt sem í þeirra valdi
stendur til að greiða fyrir áfallalaus-
um kosningum um eftirmann Yass-
ers Arafats, forseta Palestínu. Þetta
fyrirheit var gefið eftir fund ísr-
aelskra ráðamanna með Colin
Powell, fráfarandi utanríkisráðherra
Bandaríkjanna.
Powell átti í gær viðræður við
ráðamenn Ísraels og hitti síðar um
daginn nokkra helstu leiðtoga Pal-
estínumanna. Þetta er í fyrsta skipti í
eitt og hálft ár sem Powell heldur til
Ísraels og Palestínu og kemur för
hans í kjölfar fráfalls Yassers Ara-
fats, forseta Palestínu, 11. þessa
mánaðar. Á fundinum með Palest-
ínumönnunum lýsti Powell yfir
stuðningi við það ferli sem ákveðið
hefði verið til að kjósa arftaka Ara-
fats.
Silvan Shalom, utanríkisráðherra
Ísraels, sagði eftir fundinn með hin-
um bandaríska starfsbróður sínum
að stjórnvöld myndu gera það sem í
þeirra valdi stæði til að greiða fyrir
framkvæmd kosninga í Palestínu 9.
janúar þegar eftirmaður Arafats
verður valinn. Ljóst þykir að þær
kunni víða að verða erfiðar í fram-
kvæmd á hernámssvæðum Ísraela.
Þá hafa harðlínumenn í Ísrael
þrýst á Ariel Sharon forsætisráð-
herra um að Palestínumönnum í
Austur-Jerúsalem verði ekki leyft að
taka þátt í kosningunum. Telja þeir
að þátttaka Palestínumanna þar
veiki tilkall Ísraela til borgarinnar
allrar. Í yfirlýsingu sem barst frá
skrifstofu Sharons í gær sagði að for-
sætisráðherrann væri þeirrar skoð-
unar að Palestínumenn í austurhluta
Jerúsalem ættu að fá heimild til að
taka þátt í kosningunum. Ákvörðun
hefði á hinn bóginn ekki verið tekin
og yrði hún rædd í viðeigandi stofn-
unum stjórnkerfisins. Austur-
Jerúsalem var tekin af Jórdönum í
sex daga stríðinu árið 1967 og inn-
limuð í Ísrael. Í kosningum Palest-
ínumanna árið 1996 gátu íbúar borg-
arinnar greitt atkvæði á pósthúsum.
Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa
sagt að við fráfall Arafats hafi skap-
ast nýir möguleikar á friðarvið-
ræðum. Þetta sjónarmið ítrekaði
Powell á blaðamannafundi í gær eftir
að hafa átt fundi með þeim Sharon og
Silvan Shalom. Hann tók fram að
hann teldi mikilvægt að íbúar í
Austur-Jerúsalem tækju þátt í kosn-
ingunum og kvað bandarísk stjórn-
völd vongóð um að „hófsöm sveit for-
ystumanna“ tæki við af Arafat.
Powell lagði áherslu á mikilvægi
þess að bundinn yrði endi á ofbeld-
isverk. Ísraelar og Palestínumenn
yrðu að skuldbinda sig til að fara eft-
ir ákvæðum friðaráætlunar „kvart-
ettsins“ svonefnda, þ.e. Sameinuðu
þjóðanna, Evrópusambandsins,
Bandaríkjanna og Rússlands.
Fulltrúar „kvartettsins“ munu koma
saman til fundar í dag, þriðjudag, í
Sharm el-Sheikh í Egyptalandi en
þar fer fram ráðstefna um málefni
Íraks. Er þar gert ráð fyrir að Powell
eigi m.a. fund með Faruq al-Shara,
utanríkisráðherra Sýrlands.
Áætlun „kvartettsins“ gerði upp-
haflega ráð fyrir að sjálfstætt ríki
Palestínumanna yrði myndað árið
2005. Ekkert hefur hins vegar miðað
í því efni og var það hald margra að
áætlunin væri í raun ónýt með öllu.
Ummæli Powells í gær þóttu gefa til
kynna að Bandaríkjamenn vildu
halda henni til streitu og hermt er að
þeir horfi nú til þess að ríki Palest-
ínumanna líti dagsins ljós árið 2009.
Greiða fyrir kosningum Palestínumanna
Colin Powell ítrekar vonir um frið
í Miðausturlöndum eftir fund með
leiðtogum Ísraela og Palestínumanna
AP
Palestínsk kona á leið í gegnum mistrið til að votta Yasser Arafat sína hinstu virðingu í sérstöku minningartjaldi í
Ramallah. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hét í gær Palestínumönnum fullum stuðningi stjórnar
sinnar við væntanlegar kosningar og fékk fyrirheit um það frá Ísraelum að þeir myndu greiða götu þeirra.
Jerúsalem. AFP.
BANDARÍSKI blaðamaðurinn sem
myndaði atvikið í Fallujah í Írak fyr-
ir rúmri viku þegar bandarískur
landgönguliði skaut til bana Íraka,
sem virtist særður og óvopnaður,
segist ekki hafa getað séð að Írakinn
hreyfði sig, þannig að landgöngulið-
inn hefði átt að þurfa að halda að af
honum stæði ógn.
Kevin Sites, sjálfstætt starfandi
blaðamaður sem var með bandarísk-
um hermönnum í Fallujah á vegum
NBC-sjónvarpsfréttastöðvarinnar,
segir á bloggsíðu sinni að honum
hafi verið ljóst, er hann kom inn í
moskuna í Fallujah, þar sem atvikið
átti sér stað, að þar lágu sömu upp-
reisnarmennirnir og felldir höfðu
verið eða særðir í aðgerðum Banda-
ríkjahers degi fyrr.
Hersveitin sem Sites var með á
laugardegi var ekki sú sama og hafði
ráðið niðurlögum uppreisnarmann-
anna í moskunni daginn áður. Og
grunur lék á að uppreisnarmenn
hefðu tekið sér stöðu í moskunni á
ný um nóttina. En Sites segir á
heimasíðu sinni, www.kevinsites.net,
að er hann kom inn í moskuna á
laugardegi hafi honum sýnst sem
Írakarnir væru í sömu stöðu og þeir
voru þegar hann yfirgaf þá daginn
áður, særðir eða dánir, og að engin
vopn hafi verið sjáanleg. Bandaríska
hersveitin sem daginn áður hafði
fellt eða sært Írakana í moskunni
hafi fylgt þeirri reglu að afvopna þá
áður en þeir voru skildir eftir. Þann-
ig hafi þeir verið gerðir hættulausir,
meiningin hafi verið að flytja særða
Íraka af vígvellinum þegar um
hægðist.
Sites lýsir því síðan hvað gerðist.
Einn landgönguliðinn hafi kallað til
félaga sinna að umræddur Íraki
væri að „þykjast vera dauður“.
„Á skjá myndavélarinnar sé ég
hann lyfta skotvopni sínu í átt að
særða Írakanum. Það sjást engar
skyndilegar hreyfingar, Írakinn
teygir sig ekki í neitt, kastar sér
ekki á neitt. En landgönguliðinn
gæti samt vel talið að einhver ógn
stafaði af manninum. Kannski ætlar
hann að fylgjast grannt með honum
á meðan annar landgönguliði leitar
að vopnum á manninum. En í stað-
inn tekur hann í gikkinn.“
Varð fljótt miður sín
Sites segist ekki geta ímyndað sér
hvað fór um huga bandaríska land-
gönguliðans á þessari stundu. „Ég
var ekki að fylgjast með þessu úr
margra metra fjarlægð. Ég var í
sama herberginu. Ég heyrði Írak-
ann anda en að því slepptu sá ég
hann ekki hreyfa sig,“ segir hann.
Sites segir það hafa vakið undrun
sína að landgönguliðinn skyldi ekki
álíta annan Íraka á staðnum, sem
var mun frískari, sem var að reyna
að hreyfa sig og tala, jafnmikla ógn
og þann sem legið hafði grafkyrr. Sá
frískari hefði jú væntanlega átt að
vera líklegri til að fela vopn eða
sprengju undir teppi sínu.
Sites segir landgönguliðann fljótt
hafa áttað sig á því að blaðamað-
urinn hafði fest þetta allt á filmu.
Hann hafi orðið miður sín, reiði hans
hafi vikið fyrir ótta og angist.
Sites leggur áherslu á að hann
hafi langa reynslu af fréttamennsku
af stríðssvæðum. Honum sé ljóst að
ýmislegt ljótt gerist í stríði, allur sé
varinn góður fyrir hermenn; hann
viti m.a. um dæmi þar sem sprengj-
ur hafi verið tengdar við særða og
fallna uppreisnarmenn í Írak sem
síðan voru sprengdar þegar banda-
rískir hermenn nálguðust. Hann hafi
verið miður sín yfir því sem hann
hafði fest á filmu, jafnvel boðið
Bandaríkjaher að bíða með að gera
myndbandið opinbert. En honum
hafi hins vegar þótt ljóst að þarna
hafi eitthvað gerst sem ekki hefði átt
að gerast.
Sites harmar þó að menn skuli
hafa notað myndband hans í póli-
tískum tilgangi og að menn skuli
álykta sem svo að hann sé andstæð-
ingur stríðsins í Írak þó að hann hafi
haft þetta myndband undir höndum.
Hann reyni sitt besta til að taka ekki
þátt í áróðursstríði vinstri- og
hægrimanna varðandi átökin í Írak.
Á endanum hafi það hins vegar verið
skylda hans sem blaðamanns að
koma myndbandinu á framfæri.
Gat ekki séð að særði
Írakinn hreyfði sig
APMyndir Kevins Sites, sem hann tók af atburðinum í moskunni í Fallujah, hafa vakið athygli um heim allan.
FRANSKIR læknar, sem önnuðust
Yasser heitinn Arafat, leiðtoga Pal-
estínumanna, fundu engin merki um
eitur í líkama hans. Var það haft eft-
ir Nasser al-Qidwa, frænda Arafats.
Qidwa sagði, að í skýrslum
læknanna væri ekki komist að nið-
urstöðu um banamein Arafats en
tekið fram, að við rannsóknir hefði
ekki fundist neitt þekkt eitur. Vildi
Qidwa samt ekki útiloka, að um eitt-
hvert eitur hefði verið að ræða en
sagði, að hugsanlega mætti rekja
dauða Arafats til langvarandi ein-
angrunar í höfuðstöðvum hans í
Ramallah. Qidwa kvaðst mundu láta
læknaskýrsluna, sem er 588 blaðsíð-
ur, í hendur palestínskum yfirvöld-
um.
Franska dagblaðið Le Monde
hafði í síðustu viku eftir læknum
Arafats, að blóðstorknunar-
sjúkdómur hefði valdið dauða hans
en á hinn bóginn hefðu þeir ekki
komist að því hvað olli honum. Geta
orsakirnar verið ýmsar, til dæmis
veirusýking og krabbamein.
Ekkert eitur
í Arafat
París. AP, AFP.
DÓMARAR á Ítalíu skipuðu í gær
fyrir um handtöku 52 manna fyrir
samstarf við skipulögð glæpasamtök
í Basilicata-héraði á Suður-Ítalíu.
Meðal þeirra er einn þingmaður
Forza Italia, flokks Silvios Berl-
usconis forsætisráðherra.
Dómararnir saka þingmanninn
Gianfranco Blasi um að hafa samið
við mafíuna um að tryggja henni
feita samninga um opinber verkefni
gegn því að hún tryggi honum á
móti stuðning í kosningum. Hafa
þeir farið fram á leyfi ítalska þings-
ins til að handtaka Blasi en hann
nýtur friðhelgi sem þingmaður.
Mál tveggja annarra þingmanna,
eins vinstrimanns og eins miðflokks-
manns, eru einnig til rannsóknar og
að auki er vinstrimaðurinn Filippo
Bubbico, forseti héraðsstjórn-
arinnar í Basilicata, grunaður um
aðild að glæpastarfseminni.
Aðild Blasis að málinu þykir mest-
um tíðindum sæta en hann er sér-
stakur talsmaður héraðsins í sínum
flokki og situr í efnahagsnefnd
ítalska þingsins.
Vilja handtaka
þingmann
Róm. AFP.