Morgunblaðið - 23.11.2004, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.11.2004, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ÁLAG á barnaverndaryfirvöld og geðdeild Landspítalans mun aukast vegna niðurskurðar á Sjúkrahúsinu Vogi sem boð- aður var á sunnudag. For- stjóri Barna- verndarstofu segir að barna- verndaryfirvöld geti tekið á móti þeim ungling- um sem annars hefðu lagst inn á Vog. Yfirlæknir á vímuefnadeild geðdeildar Landspítalans segir lík- legt að sparnaður á Vogi valdi auk- inni eftirspurn eftir meðferð þar. Í erindum til fjárlaganefndar Al- þingis og heilbrigðisráðherra í haust óskaði Þórarinn Tyrfingsson yfirlæknir á Vogi eftir 30 milljóna króna aukafjárveitingu vegna þess að reksturinn á Sjúkrahúsinu Vogi hefði tekið veigamiklum breyting- um og Vogur veitti nú ýmsa þjón- ustu sem ekki kæmi fram í þjón- ustusamningi við ríkið. Ítrekað hefði verið óskað eftir leiðrétting- um en án árangurs. „Skýringarnar eru svo sem eng- ar. Það eru engin viðbrögð og lítil svör. Það er sagt að þetta sé allt það sama, þetta sé sífelldur söngur og að við viljum alltaf meira og meira og þetta sé botnlaus hít. En menn vilja ekki fara í faglegu um- ræðuna, sem snýst um að það er verið að færa þjónustu til okkar frá öðrum stofnunum og það er að koma til ný meðferð og ný lyf. Og það kostar peninga að taka að sér aukna þjónustu,“ segir Þórarinn um þau viðbrögð sem hann hefur fengið. Fækkað um sjö stöðugildi Hin aukna þjónusta sem Þórar- inn vísar til er fyrst og fremst við- haldsmeðferð ópíumfíkla. Einnig hafi stóraukinn vímuefnavandi ungmenna kostað mikið fé og kall- að á stóraukna þjónustu og þá hafi Landspítalinn minnkað þjónustu við áfengis- og vímuefnafíkla sem hafi valdið auknu álagi á Vog. Ekki hafi verið gert ráð fyrir þessu í þjónustusamningi sem var gerður við ríkið árið 1999. Þetta þurfi að leiðrétta. Með sparnaðaraðgerðum sem ákveðið hefur verið að grípa til á næsta ári verður hætt að leggja inn unglinga sem eru 16 ára eða yngri, ekki verður bætt við sjúk- lingum í viðhaldsmeðferð vegna ópíumfíknar og ekki tekið á móti vímuefnaneytendum sem einnig eiga við geðræn vandam stríða. Fækkað verður um stöðugildi á sjúkrahúsinu en arinn á ekki von á því að star verði sagt upp störfum. Með á að spara 45 milljónir. Þórarinn segir að árið 200 29 unglingar 16 ára og yngr lagðir inn á sjúkrahúsið. hafi komið oftar en einu sin alls voru innlagnirnar 43. M legutími sé níu til tíu dagar. Aðspurður hvers vegna sé til niðurskurðar í nákvæ þeim málaflokkum sem sagt að ofan segir Þórarinn að SÁ skyldum að gegna, samk þjónustusamningnum við r öðrum flokkum og verði að s við þær. Spurður um hvar unglin fái meðferð eftir að hætt ver taka á móti þeim á Vogi segi arinn að væntanlega mun fara á meðferðarheimilið S sem rekið er af Barnarver stofu. Þar geti þau vænta fengið svipaða meðferð og á Þá verði geðdeild Landspí Niðurskurður á Vogi veldur auknu álagi á Stuðla og g „Það kostar peninga að sér aukna þjón Á næsta ári mun Vogur skera niður þjónus við ópíumfíkla, unglinga yngri en 16 ára o geðsjúklinga í vímuefnavanda. Hvers vegn er gripið til niðurskurðar og hver mun veita þessa þjónustu? Rúnar Pálmason grennslaðist fyrir um það. Þórarinn Tyrfingsson JAFNVÆGI VINNU OG EINKALÍFS Í könnun, sem Gallup gerði fyrr áárinu og sagt var frá í Morgun-blaðinu í gær, kemur fram að stór hluti Íslendinga á vinnumarkaði á í erfið- leikum með að samræma vinnu og einka- líf. Það er fyrst og fremst vinnan sem bitnar á einkalífinu; þannig sagðist meira en helmingur svarenda hafa komið of þreyttur heim úr vinnunni nokkrum sinn- um í viku eða nokkrum sinnum í mánuði til að vinna þau verk, sem þurfti að sinna heima fyrir. Það er hins vegar fátítt að álag í einkalífinu bitni á frammistöðu fólks í vinnunni. Mörgum kann að þykja mælingar af þessu tagi segja sjálfsagða hluti; auðvitað komum við öðru hvoru þreytt heim úr vinnunni og getum þá ekki sinnt fjöl- skyldunni sem skyldi. En mælingarnar eru engu að síður mikilvægar, vegna þess að með þeim fæst samanburður við önnur ríki og á milli þjóðfélagshópa. Niðurstöð- urnar segja okkur einhverja sögu um það hvernig gengur að koma hér á því fjöl- skylduvæna samfélagi, sem er sæmileg samstaða um að sé æskilegt markmið. Samkvæmt niðurstöðum könnunar Gallup standa Íslendingar betur hvað varðar árekstra vinnu og fjölskyldulífs en bæði Bretar og Portúgalir en talsvert verr en nágrannar okkar, sem við berum okkur oftast saman við, Norðmenn og Finnar. Þegar niðurstöðurnar fyrir Ísland ein- vörðungu eru skoðaðar og rýndar nánar, stendur tvennt upp úr, samkvæmt grein Tómasar Bjarnasonar hjá Gallup á vef Hins gullna jafnvægis. Annars vegar upplifa konur meiri togstreitu milli vinnu og einkalífs en karlar. „Niðurstöður benda einnig til að starfstengt álag kvenna og álag sem konur búa við á heim- ili og í einkalífi hafi sameiginlega meiri neikvæð áhrif á konur en karla. Þetta styður aðrar kannanir og rannsóknir sem sýna að konur bera meginábyrgð á heim- ili og börnum þrátt fyrir vaxandi atvinnu- þátttöku og vinnutíma,“ segir Tómas í greininni. Hins vegar gerir langur vinnutími á Ís- landi, lengri en í öllum öðrum Evrópu- löndum, það að verkum að jafnvægi vinnu og einkalífs er ekki meira en raun ber vitni hér á landi. Tómas kemst þó að þeirri niðurstöðu að sveigjanleiki á vinnu- stöðum, samhjálp fjölskyldna og góð dag- vist dragi úr neikvæðum áhrifum langs vinnutíma á jafnvægi vinnu og einkalífs. Ýmislegt í þessum niðurstöðum mætti gjarnan verða okkur umhugsunarefni. Mikið vinnuálag og tímaskortur foreldra er t.d. ein ástæða ýmissa vandamála, sem hrjá börn og unglinga. Evrópumet Ís- lendinga í vinnutíma er því miður ekki met, sem við getum verið stolt af. Hinn langi vinnutími hefur verið til umræðu um allmörg ár en lítið gengur að stytta hann. Rannsóknir hafa sýnt að Íslendingar afkasta minna í vinnunni en flestar aðrar Evrópuþjóðir; framleiðni hefur með öðr- um orðum verið hér minni en annars stað- ar. Á undanförnum misserum hefur hins vegar orðið gífurleg framleiðniaukning, sem forystumenn í atvinnulífinu hafa fagnað. Landsframleiðslan hefur aukizt en störfum á vinnumarkaði fækkað. Vinnutíminn hefur aftur á móti lengzt um leið. Má ekki velta því fyrir sér hvort ástæða hefði verið til að haga málum þannig að framleiðniaukningin skilaði sér að einhverju leyti í styttri vinnutíma? Myndu ekki einhverjir launþegar kjósa meiri tíma með fjölskyldunni umfram fleiri krónur í launaumslaginu? Getur verið að í harðnandi samkeppni, þar sem sífellt eru gerðar meiri kröfur til starfs- manna, hafi það gleymzt að það er til líf utan vinnunnar? Það er fleira lífsgæði en beinharðir peningar. Það er sömuleiðis ástæða til að velta því fyrir sér hvernig jafna megi árekstr- um á milli vinnu og einkalífs með sann- gjarnari hætti á milli kynjanna. Íslenzkir karlar vinna 49 klukkustundir að meðal- tali á viku – sem flestum nágrönnum okk- ar þætti fráleitlega löng vinnuvika – en ís- lenzkar konur 38 stundir. Samt gengur konum verr að samræma vinnu og einka- líf en körlum, sem bendir til að verkefnin heima fyrir hvíli þyngra á þeim en körl- unum. Það er löngu orðið tímabært að þetta breytist. Íslenzkir karlmenn eru byrjaðir að axla meiri ábyrgð á börnum og heimili en áður og fá til þess ný tæki- færi með lögunum um fæðingar- og for- eldraorlof. En það er enn langt í land að jafna ábyrgð og vinnuálag kynjanna heima fyrir, sem er lykill að jafnrétti þeirra á öðrum sviðum. ÓTÍÐINDI FRÁ ÍRAK Fréttirnar sem berast frá Írak umþessar mundir eru ekki ýkja upp- örvandi. Ekkert lát er á átökum her- sveita Bandaríkjamanna og írösku bráðabirgðastjórnarinnar við uppreisn- armenn og margir óttast að áform um að halda þingkosningar í landinu 30. janúar næstkomandi séu óraunhæf. Þá var dapurlegt að lesa frétt Wash- ington Post í fyrradag, þess efnis að hlutfall íraskra barna sem þjást af al- varlegri vannæringu hafi nær tvöfaldast frá innrásinni fyrir 20 mánuðum. Sam- kvæmt rannsókn á vegum íraska heil- brigðisráðuneytisins, í samvinnu við Þróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna og norska rannsóknastofnun, er nú talið að 7,7% íraskra barna undir fimm ára aldri þjáist af alvarlegri vannæringu og kvill- um sem henni fylgja, eða um 400 þúsund börn. Þessar tölur sýna hve brýnt er að alþjóðasamfélagið, og einkum auðvitað þau ríki sem aðild áttu að innrásinni í Írak, leggist á eitt um sinna nauðsyn- legu neyðar- og uppbyggingarstarfi í landinu. Mikilvægur áfangi náðist á sunnudag, þegar nítján ríki komust að samkomu- lagi um að afskrifa 80% af þeim skuldum við þau sem stjórn Saddams Husseins skildi eftir sig. Á meðal lánardrottna í Parísarklúbbnum svonefnda eru nokkur Evrópulönd, Bandaríkin, Japan og Rússland, en skuldir Íraka við þá nema samtals um 42 milljörðum dollara. Það er um þriðjungur af erlendum skuldum íraska ríkisins, en vonir eru bundnar við að samkomulag Parísarklúbbsins greiði fyrir afskriftum annarra lánardrottna. Það er mikilvæg forsenda þess að efna- hagsuppbygging geti hafist af alvöru, sem aftur er skilyrði þess að takist að tryggja stöðugleika í landinu. George W. Bush Bandaríkjaforseti lét þau ummæli falla á sunnudag að hann væri sannfærður um að lýðræði ætti eft- ir að festa sig í sessi í Írak og að dómur sögunnar yrði á þá leið að aðgerðir stjórnar hans þar hafi verið réttmætar. Eins og sakir standa virðist rík ástæða til að telja að Bandaríkjamönnum hafi mistekist að allmörgu leyti. En vonandi reynist forsetinn sannspár, írösku þjóð- arinnar vegna. BRAGI Guðbrandsson forstjóri Barnarverndarstofu segir að barnaverndaryfirvöld geti tekið við þeim hópi ung- linga sem á næsta ári kom- ast ekki inn á Vog, miðað við áform SÁÁ um sparnað, en mjög lítið megi út af bregða. Á Vogi sé aug- ljóslega besta þekkingin á vímuefnameðferð og meðferð þar henti ákveðnum en fámennum hópi unglinga best. Bragi segir að þar sem Vogur sé opið sjúkrahús henti innlögn þar helst þeim unglingum sem eru til- búnir til að láta af vímuefnaneyslu en síður þeim sem eru andvígir meðferðinni. Rannsóknir hafi sýnt að til að taka á vímuefnavanda yngsta hópsins þurfi að taka á að- stæðum unglinganna heildstætt, jafnt félagslegum aðstæðum þeirra sem aðstæðum í fjölskyldum. Slíkt sé erfitt að gera inni á sjúkrahúsi og því geti barnaverndaryfirvöld að mörgu leyti boðið upp á árang- ursríkari meðferð. Bragi segist raunar hafa blendn- ar tilfinningar til þess að leggja unglinga undir 16 ára aldri inn á stofnun, hvort sem er Vog, Stuðla eða aðrar stofnanir. Það sé mun betra ef hægt sé að fást við vand- ann án þess að unglingarnir séu lagðir inn. Erlendar rannsóknir hafi sýnt að á stofnunum komist unglingar í kynni við jafnaldra sína sem einnig hafi neytt fíkniefna en það geti síðar meir leitt til þess að unglingarnir haldi áfram neyslu og herðist jafnvel í henni, að sögn Braga. Á hinn bóginn sé afar þýðing- armikið að hægt sé að leggja ung- linga inn á stofnun í bráðatilfellum og slíka neyðarvistun sé hægt að fá á Stuðlum. Forstjóri Barnaverndarstofu Of mikil áhersla á stofnanir Bragi Guðbrandsson FÍKN í ópíum er gríðarsterk og líklegar sterkari en fíkn í önnur eiturlyf. Með viðhaldsmeðferð á Vogi, sem felst í því að fíklarnir fá reglulega ópíumlyf, halda um 40 manns ópíumfíkninni í skefjum og er þannig gert kleift að lifa eðli- legu lífi, stunda vinnu og sjá fyrir fjölskyldum. Án lyfjanna myndu þeir án efa falla aftur í fíkniefna- neyslu. Þetta segir Sverrir Jóns- son læknir á Vogi. Ópíumfíklum hefur fjölgað hröðum skrefum hér á landi síð- ustu ár. Vegna sparnaðaraðgerða á Vogi, sem greint var frá á sunnudag, verður nýjum sjúkling- um ekki boðið upp á viðhalds- meðferð á sjúkrahúsinu heldur verða þeir að leita annarra úr- ræða. Þeir sem þegar eru í með- ferðinni halda henni áfram. Ópíumfíknin erfiðust Algengustu ópíumlyfin eru morfín, contalgín og kódein. Þar sem fíklarnir verða sér yfirleitt úti um efnin með því að fá ávísun lækna eru þessi lyf stundum köll- uð læknadóp. Viðhaldmeðferðin felst í því að fíklarnir fá önnur og hægvirkandi ópíumlyf, oftast lyfið suboxone, en einnig metadon. Sverrir segir að þeir sem fari í viðhaldsmeðferð hafi yfirleitt not- að efnin mest og lengst. Nánast undantekningarlaust hafi áður verið reynt að losa fólk við þörf fyrir lyf en án árangurs. Sá elsti sem er í viðhaldsmeðferð er á átt- ræðisaldri en sá yngsti rúm tvítugur. Flestir eru í kring fertugt. Ungir fíklar fara he aldrei í viðhaldsmeðferð, m vegna þess að meðferðin er varandi og jafnvel ævilöng. Sverrir segir að ópíumfík sú fíkn sem erfiðast sé að rá við. „Ópíumfíknin er mjög s fíkn og fólk á erfitt með að h henni í skefjum, að standast ið. Í fráhvörfum er það nána vonlaust, fólk fer nánast allt leitar uppi efni,“ segir hann veldara sé að ráða við fíkn í áfengi, kannabisefni, amfet og önnur örvandi efni, þá er afeitrað og látið vera án nok urra lyfja. Viðhaldsmeðferð ópíumfíkn kostar um 20 mil á ári, að meðaltali um 500.0 krónur á hvern sjúkling. Vo greiðir kostnaðinn allan, án framlaga frá ríkinu, en sjúk arnir greiða komugjöld á sj húsið. Þessi þjónusta er hve annars staðar veitt hér á lan Þórarinn Tyrfingsson yfi læknir á Vogi segir að þega fyrst var boðið upp á þessa m ferð árið 1999 hafi ekki veri samstaða um hver ætti að sj að veita hana. Því hafi ekki gert ráð fyrir henni í þjónus samningi við ríkið. Síðar ha ið samkomulag um að Vogu um viðhaldsmeðferðina. Ek fjármagn hafi á hinn bóginn ist frá ríkinu til að standa un kostnaði. Yfir 40 manns fá ópíumlyf reglulega á Vogi Geta stundað vinnu og séð fyrir fjölskyldum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.